Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

20.03.2023 21:59

Fyrri bólusettning í allar kindur

Við sprautuðum allar kindurnar,lambhrútana og veturgömlu hrútana með blandaða bóluefninu á sunnudaginn 19 mars.

Það hefur verið mikið að sópa á grindunum seinustu daga síðan það var tekið af þær hafa étið vel og fengið mikið að éta

þessa dagana og þá slæða þær meira.

 


Hér er Freyja að halda við hlerann og Siggi sprautar og Emil heldur í .

 


Það gekk mjög vel að sprauta. Við hólfum þær niður og þrengjum að þeim

svo það sé sem minnst áreiti á þær þegar verið er að sprauta.

 


Hér er verið að sprauta lambhrútana.

 


Hér eru þeir búnir og Klaki er hér fremstur sá hvíti hann er undan Bassa og Brussu.

 


Elsku Benóný Ísak okkar brosir hér áður en hann fer í teinasettningu sem hann fór í á föstudaginn síðast liðinn.

 


Hér má svo sjá hann vera kominn með teinana. Það er búið að ganga mjög erfiðlega þessa fyrstu daga og hann hefur ekki getað borðað

mikið bara skyr og ís fyrstu dagana en það er sem betur fer að batna með hverjum deginum og í dag gat hann borðað vöfflur og kleinuhring.

En þetta tekur verulega á fyrir hann sérstaklega þá því hann er með dæmigerða einhverfu og skynjar þetta allt miklu meira en aðrir og fannst

þrýstingurinn alveg óbærilegur og við vorum næstum búnað fara með hann aftur suður og láta taka þetta úr því við höfðum svo mikla samkennd með honum og áhyggjur en hann er svo duglegur og sterkur að þetta er að verða bærilegt hjá honum og hann vill gefa þessu séns og við krossum putta að þetta eigi eftir að lagast og hann geti haldið áfram og byrjað að borða aftur þessar fáu matvörur sem hann borðar því matarræðið var slæmt fyrir svo það má alls ekki skemma það hjá honum svo hann fái sem flest næringarefni.

Flettingar í dag: 1681
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 1259
Gestir í gær: 96
Samtals flettingar: 708618
Samtals gestir: 46841
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 16:25:00

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar