Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2010 Maí

23.05.2010 02:18

Útskrift Steinars

Steinar útskrifaðist á föstudaginn og hér er stolt mamma hans með honum hún Freyja Elín.

Gaurinn er sko allur að koma til því hann stóð upp sjálfur í rúminu í gær og tætti allt af náttborðinu svo nú má sko heldur betur fara að passa hann.
Allir stoltir af drengnum Steini,Dagbjört,Stúdentinn,Emil,Freyja með Benóný og Bói.

19.05.2010 22:03

Benóný Ísak 9 Mánaða og Hulda sextug.

Jæja ætla að byrja á því að óska mömmu og Hafdísi systur hennar til hamingju með 120 árin og svo honum Steina litla frænda þau áttu öll afmæli í gær 18 Maí. Það var sem sagt full bókaður dagur hjá okkur í gær hann byrjaði þannig að það var einn gemlingur búnað bera og vildi ekki lambið svo næst fór ég heim að gera heitann rétt fyrir afmælið hjá mömmu svo fór ég með Benóný í ungbarnasundið og því næst að kaupa gjöf fyrir Steina og svo loksins í partý til mömmu rosa fjör en þessi fullbókaði dagur heppnaðist vel og afslappað að hann sé búinn. Prinsinn er svo 9 mánaða í dag og fór ég og Maggi með hann að veiða og veiddum við fyrstu bleikjur sumarsins. Maggi fékk fyrstu og svo fékk ég tvær og þetta eru bara rosa flottar nýgeignar bleikjur.

Lukkuleg gellan hún Hulda Magnúsdóttir.

Benóný horfði undrandi á þetta fyrirbæri.

Ég er kúreki vestursins.

Emil duglegur að skaka.

16.05.2010 01:14

Maí á ferð og flugi

Jæja nú er maður aldeilis búnað setja slatta inn af myndum því það er búið að vera mikið að gera t.d. er Benóný í ungbarnasundi og er hann allveg óður honum finnst svo gaman og skvettir á alla bak og fyrir og við fengum loksins pabba til að koma með og taka myndir af stráknum sínum. Ég er svo búnað koma víða við í sauðburðinum og er hann ganga misjafnlega vel. Hjá mér er fyrri burðurinn að enda en svo er seinni ekki fyrr en 28 Maí allveg hrikalegt en ég fæ þó allavega lömb vonandi. Hjá Gumma Óla er búið að vera mikið um keisara ferðir inn í Hólm hann er búnað fara með tvo gemlinga og eina rollu og það lifir allt og svo er hann búnað venja heilmikið undir einlemburnar sem voru sónaðar hjá honum svo það kom að góðum notum. Það er svo allt borið í Tungu hjá Sigga en það voru einhverjar geldar því miður en annars fékk hann svakalega falleg lömb og allveg sérstaklega spök. Maggi er svo loksins kominn heim að austan og setti ég myndir inn frá honum. Það eru svo myndir af heimsóknum viða í sauðburðinum svo endilega skoðið.

Flottur hann Benóný Ísak

Fyndin hún Móra inn í Bug að gæjast inn.

Þetta er náttla bara sögulegt að hann Magnús Már sé að mjólka belju emoticon já ég er sko svaka stolt af honum he he.

11.05.2010 22:46

Lömb í Maí

Ég reddaði mér bara og náði í ullarpoka og raðaði þeim á grindurnar svo litli gæti leikið sér meðan ég stússast í rollunum. En eins og sjá má á þessari mynd var hann allveg kominn með nóg af þessu rollu veseni á mömmu sinni og farinn að væla á mig he he :)

Hrútarnir voru ánægðir að komast út í græna grasið.

Rauðhetta er borin bíldóttri gimbur undan Golsa.

´Þruma kom svo með dökkmórauð gimbur og hrút undan Móra hjá Gumma Óla.

Varð að setja þessa hér þetta eru Beggi og Pakas undan Golsu og Prúð.

09.05.2010 22:53

Sauðburður á ný

Jæja það er nóg að gera í sveitinni byrjaður sauðburður á ný og Grána tók á skarið og bar hrút og gimbur í dag og svo hún Dóra hans Benóný sem er gemlingur kom með eina gimbur því næst var það hún Skrauta og bar hún einni gimbur. Ég fór svo með prinsinn hann Benóný í ungbarna sund í morgun og var hann allveg þvílíkt sprækur og sparkaði og buslaði voða gaman. Það var svo margt um manninn í dag í sveitinni enda var æðislegt veður og voru þar Brynja og Kristmundur, Anna og Jói, Margrét og Oddur og svo átti Snorri líka leið og svo við heimafólkið í Mávahlíðinni.

Benóný Ísak í veðurblíðunni.

Ég lukkuleg í peysunni sem Brynja frænka prjónasnillingur gerði.

Feiknarlegur hrútur hjá Gumma undan Grábotna.

Dóra hans Benóný sem Bárður gaf honum er borin grábotnóttri gimbur.

05.05.2010 09:50

Veðurblíða

Það var æðislegt veður í gær ég og Benóný skelltum okkur í langan göngutúr með Heiðrúnu og Söru. Við fórum svo inn í Mávahlíð að gefa og Hafrún og krakkarnir komu með. Það var sól og blíða og agalega heitt og fínt. Ég kom svo við inn í Bug, þar er sauðburður í fullum gangi og tók ég nokkrar myndir þar. Mikið er flott að taka myndir af rollunum þegar þær ganga svona úti þær eru svo miklu fallegri í ullinni og frísklegri að sjá. Jæja leið okkar lá svo bara heim og svo þegar Emil kom í land skellti ég mér á hestbak á Ask til að prófa hann því hann datt svo hrikalega með mig um daginn og ákváðum við því að setja hann á botna til að gá hvort hann myndi ekki hætta að hnjóta svona og allavega var hann fínn í gær svo vonandi lagast þetta.

Fönguleg kind hjá Óskari og Jóhönnu í Bug.

Rósa hans Emils 11 vetra farin að láta aðeins á sér sjá.

03.05.2010 22:00

Heimsókn til Bárðar

Hæ fórum í heimsókn til Bárðar í dag og kíktum á lömbin hjá honum sem eru komin og eru þar af sæðislömb undan Gotta og Grábotna sem eru mjög falleg og verður spennandi að sjá hverning þau koma út í haust. Það var líka gaman að fylgjast með rollunum þær héldu að Donna væri lamb þær jörmuðu bara á hana sérstaklega rollan sem átti botnótta hrútinn enda eru þau allveg eins á litinn emoticon

Botnótti hrúturinn undan Grábotna afskaplega saman rekinn og fallegur.

Litli prakarinn á heimilinu sem er heldur betur farinn af stað og tætir og tæmir allar skúffur í eldhúsinu hjá mömmu sinni..
  • 1
Flettingar í dag: 986
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 145
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 666231
Samtals gestir: 45712
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 18:02:50

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar