Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2012 Júlí

18.07.2012 15:40

Sumar,Sól og heyskapur.

Búið að vera hreint yndislegt veður hérna hjá okkur allt í 18 stiga hiti og sól ekki hægt að biðja um það betra. Heyskapur er búnað vera í hámarki og fengum við þrusuþurrk svo þetta tók ekki langan tíma að klára en rúllu fjöldinn var þó ekki eins mikill eins og við þurftum en það má svo sem alltaf búast við því sérstaklega eins og þurrka tímabilið er búið að vera hérna hjá okkur. Það er þó ekki mikið sem vantar upp á, svo það verður vonandi einhver sem á eitthvað til að selja okkur.

 Það gekk á ýmsum viðgerðum fyrir heyskap sem fór talsverður tími í en þó fór mestur tíminn í að mála gersemin he he já það bættist í litadýrðina hjá okkur og nú er kominn grænn traktor og blár þessi stóri og líta þeir bara mjög vel út svona.


Hér er stóri traktorinn  orðinn blár.


Hér er svo sá græni.

Það er svo ekki búið að ganga nógu vel hjá okkur í ræktuninni því það var keyrt á eitt lamb hjá mér inn í Höfða og var það flekkóttur hrútur undan hrútnum hennar Laugu á Hraunhálsi og var ég búnað binda vonir við hann að bæta ræktunina hjá mér í kollótta stofninum en ekki gerist það núna fyrst hann er dauður emoticon
En það var ekki nóg heldur drapst einn gemlingur frá Bóa allt í einu hún Birta sem var undan Mola og Hrímu og var eitthvað að henni því hún mjólkaði aldrei almennilega og er þar af leiðandi geðveikt lítið lambið sem hún var með svo það verður bara graslamb.

En það er ekki búið því í gær var hringt í mig og tilkynnt að lamb væri dautt hjá brúnni í Tungu sem var að afvelta og var það hrútur undan Svönu gemling og Brimil svo það er ekki gaman að þessu ástandi en vonandi verða nú ekki meiri afföll þetta árið.

Það eru heyskapar myndir og sólarmyndir inni hér svo endilega skoðið.

07.07.2012 22:28

Skírnin hjá Birgittu Emý og potturinn vigður.

Hér er glæsilega litla sæta fjölskyldan. Birgitta Emý alsæl með gullfallega nafnið sitt sem hún fékk í dag 07.07.2012. Hún fæddist síðan 06.06.2012 Svo þetta eru svakalega flottar dagsettningar.
Það var skírt í Ólafsvíkurkirkju og veislan haldin þar niðri í safnaðarheimilinu og voru svakalega 
fínar veitingar og allt gekk ljómandi vel. Ég setti inn nokkrar myndir en á eftir að fá fleiri seinna 
hjá Dagbjörtu en endilega skoðið þessar sem ég setti inn hér.

Hér er Emil alsæll kominn með pottinn í lag eftir mikið streð og krakkarnir með rosa fjör.

Aðeins kíkt í fjöruna í Tungu um daginn og var það rosa stuð og Embla át og át sand og varð það auðvitað til þess að hún kúkaði honum daginn eftir OJ þetta vissi ég ekki að þau myndu skila þessu
svona he he svo henni var skellt í bað og skolað.

04.07.2012 11:05

Áttræðisafmæli Dagmars,Ættarmót hjá Rauðkólfsstaðarættinni

Búið að vera mikið að gera um helgina það var ættarmót hjá Rauðkólfsstaðarættinni hjá Emil inn í Stykkishólmi og fórum við þangað eftir að við vorum búnað bera á þakkantinn
og bílskúrinn. Við borðuðum á hótelinu í Stykkishólmi með ættingjunum og voru hátt í 260
manns í mat og var mjög fróðlegt að sjá og hitta allt þetta fólk og einnig voru ræðuhöld um uppruna þeirra og afkomendur til dagsins í dag.

Á sunnudaginn var áttræðisafmæli Dagmars Guðmundsdóttur ömmu Emils á Dvalarheimilinu Jaðar og var mætingin allveg meiriháttar og átti Dagmar góðan dag í faðmi fjölskyldu og vina. Kökurnar og kræsingarnar voru allveg glæsilegar.

Stórglæsilegar vínkonurnar Sigrún og Dagmar afmælisskvísa.
Það eru svo fleiri myndir af afmælinu og ættarmótinu hérna.

Marinó bróðir hans Emils og fjölskyldan hans komu í heimsókn til okkar á föstudaginn og 
var mjög gaman að hittast.

Hér eru frændurnir í góðum gír Pétur og Benóný.

Ég er svo búnað fá restina af myndunum síðan við vorum fyrir norðan hjá Dagbjörtu svo 
endilega kíkið á það hér.

Svaka fjör í rennibrautinni hjá Benóný hann var orðinn svo kaldur að hann fór aleinn.

Ég steingleymdi að þegar við vorum á Akureyri þá týndist hrúturinn okkar hann Toppur.
Siggi í Tungu var búnað vera leita að honum fyrir okkur og fann hann svo loksins í drullu
forinni fyrir framan fjárhúsið í Mávahlíð. Ömurlegur dauðdagi fyrir greyjið en sem betur 
fer drukknaði hann ekki heldur hefur hann fengið hjartaáfall eða eitthvað því hausinn var
uppúr hann var orðinn lappalúinn svo hann hefur ekki haft kraft til að komast upp úr.
Við ætluðum að lóa honum í vor en ákváðum að gefa honum séns ef hann myndi ná sér
í fótunum í sumar en svo skeður þetta svo hann hefur verið feigur karl greyjið.

Hér eru höfðingjarnir saman Herkúles og Toppur feðgar sem eru báðir farnir yfir móðuna
miklu. Toppur var afbragðs hrútur og skilaði mjög góðum mjólkurkindum og fjósemi svo 
hans verður sárt saknað. Litafjölbreyttnin sem hann gaf var líka allveg rosalega flott.
Ég á nú eitthvað af lambhrútum núna undan honum svo ég vona að þar leynist einhver 
arftaki við honum.

  • 1
Flettingar í dag: 754
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 1721
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 661266
Samtals gestir: 45536
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 12:44:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar