Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2012 Ágúst

29.08.2012 17:20

Nýfædd haust lömb í Ólafsvík og sæðislömb sjást í návígi.

Þeir duttu heldur betur í lukkupottinn Óli og þeir þegar það bar ein rolla hjá þeim núna um daginn. Það var búið að gefa henni dauðadóm hún átti að vera geld og ónýt en hún bætti heldur betur fyrir það og kom með 2 gullfalleg lömb. Ég held að hún sé í eigu Brynjars.

Hér er hún með fallegu sumarhaust lömbin sín. Hún hefur verið í dekri hjá Óla og fengið að vera inni á nóttinni.

Ég fór í gær og náði mynd af henni þegar hún var rétt fyrir ofan fjárhúsið og notaði tækifærið til að taka fleiri myndir hjá þeim. Það er nefla svo skemmtilegt að sjá hvað þeir eru sniðugir bændur. Þeir eru með kartöflugarð og eru einnig að rækta gulrætur og fleira.
Óli er svo með Íslenskar hænur og einhverjar fleiri tegundir og það er svo vinalegt að koma því þær koma allar hlaupandi á móti manni.

Hér voru þrjár búnað stilla sér flott upp fyrir mig. Hann er líka með endur og svo dúfur sem hann er með heima hjá sér en ég held að í framtíðinni verði hann með þær líka þarna.
Brynjar er svo búnað vera byggja svakalega fínan hrútakofa fyrir þá svo nú ættu þeir að geta verið með nóg af þeim og fjölgað aðeins rollum. Það eru svo myndir af þessu öllu saman hér inn í albúmi.

Rakst loksins á hana Huldu hans Emils með gimbrarnar sínar og hér eru þær langar og fallegar undan Golíat Boga syni.

Gríðalega stór og langur sæðingur frá Sigga í Tungu undan Grábotna og Svört.

Hér er hinn á móti honum ekkert smá flottur. Ég er allveg rosalega hrifinn af honum.

Aþena með tvo hrúta undan Brimil Borðasyni.

26.08.2012 14:54

Reiðtúr og meiri rollurúntur

Við vorum dugleg að fara á hestbak í síðustu viku en ekki er hægt að segja það sama nú um helgina enda búið að vera rosalega kalt úti og mikið rok. En í síðustu viku fórum við á gömlu klárunum í Fögruhlíð í berjamó eða réttara sagt étimó he he upp í Svartbakafell og var það rosalega gaman svo sama dag fórum við með Freyju og Bóa frá Varmalæk inn í Fögruhlíð og geymdum hestana þar. Daginn eftir fórum við svo með þau í étimó upp í Svartbakafell og nú eru hestarnir enn inn í Fögruhlíð og við bíðum eftir að það verði aðeins betra veður svo við komumst meira á bak og svo aftur til baka inn í Varmalæk.

Bói,Emil og Siggi eru á fullu núna um helgina að dæla út úr fjárhúsunum í Tungu og bera á túinn á meðan fer ég bara minn vanalega rollurúnt og það er alltaf að bætast eitthverjar nýjar við t.d. náði ég myndum núna af Móheiði,Rósulind,Skuggadís og Ísabellu.
Það getið skoðað það hér.



Hér erum við á leiðinni inn í Fögruhlíð ég,Freyja,Emil og Bói.

Hér er Ylfa með Gosa soninn ég er svo rosalega hrifinn af honum.

Hér er Móheiður með þrílembing undan Ronju og Sæðisgimbrina sína undan Sigurfara.

Hér er Rósalind með gimbrarnar sínar undan Golíat.

Hér er Skuggadís og Ísabella með tvo sæðishrúta undan Grábotna.

Ösp með hrútinn sinn undan Topp virkar fallegur og vel bollangur.




21.08.2012 00:45

Benóný 3 ára, Oliver kveður og nýr fjölskyldumeðlimur væntanlegur.

Benóný varð 3 ára núna 19 ágúst og var afmælisveisla með Bubba byggir köku fyrir hann.
Það var rosalega gaman hjá honum og hann fékk flottar gjafir og dundaði sér vel og lengi með hvert dót svo það þurfti að elta hann til að fá hann til að opna næstu pakka sem hann fékk.
Embla fékk líka nokkra pakka og urðu boltar og hestar fyrir valinu enda elskar hún það og var allveg eitt bros allan hringinn. Það eru svo myndir af afmælinu hér.


Vel prakkaralegur svipur á honum þegar hann var búnað blása á kertin ; )

Það er svo sorgarsaga að segja frá því að Olíver kötturinn okkar varð fyrir bíl í gær 20 ágúst já það er svo sem hægt að segja að slysin gera ekki boð á undan sér og eru ótrúlega fljót að gerast. Hans verður sárt saknað enda búnað ganga í gegnum lífið með okkur í heil 10 ár svo þetta verða viðbrigði. Krakkarnir eru ekki en búnað taka eftir því að hann vanti en það fer örugglega að styttast í að þau spurji hvar er Kisa því þau hafa alist upp með honum frá því þau fæddust. 

Það er nú líka saga að segja frá því hverning við fengum hann. Ég sá hann auglýstan sem blanda af norskum skógarketti og átti hann að verða loðinn svo ég keypti hann óséðan alla leið frá Kjalarnesi og borgaði 5000 kr fyrir hann og vinur minn sótti hann á flutningabil. Ég tók svo á móti honum voða lukkuleg og hélt hann yrði bara loðinn með tímanum en aldrei varð hann það svo það var aldeilis svindlað á mér þar. En hvað Olíver varðar var hann æðislegur karekter svo ég sé alls ekki eftir að hafa keypt hann og átt hann í öll þessi ár. 

Til dæmis fór hann alltaf yfir í húsið á móti til Steina og Jóhönnu í heimsókn og eins kemur kötturinn þeirra í heimsókn til okkar hún Fjóla svo það verður einmannalegt fyrir hana greyjið núna enda er hún nýbúnað missa vin sinn sem var annar köttur á heimili þeirra en hann dó úr elli og hét Abel. 

Það var þó ekki nóg því Steini og Jóhanna misstu líka hundinn sinn núna fyrir stuttu hana Dögg, hún var veikburða frá fæðingu en lifði allveg vel þar til hún veiktist og þá kom í ljós að nýrun störfuðu ekki rétt og margt annað svo hún var farin að kveljast greyjið og var þá ekki annað í boði nema svæfing og leyfa henni að fara til betri heima.

Já þetta er allveg svakalega mikill missir af gæludýrum hérna í götunni á stuttum tíma
og allt er þegar þrennt er það er nú gjarnan sagt að það deyji alltaf þrír í einu hérna í Ólafsvík af mannfólki en ekki vissi ég að dýrin myndu fylgja þessari skrítnu tilviljun eftir.


Hér er hann Olli kallinn blessuð sé minning hans.

Ég hef svo verið áfram dugleg að fylgjast með hvort að það bætist einhverjar nýjar rollur í rúntinn minn og já ég sá hana Ronju um daginn með Gosa þrílembingana sína en það ganga reyndar 2 undir henni og ein gimbur var vanin undir aðra.

7
Hér er hún Ronja með lömbin sín undan Gosa sæðishrút já það er tvílit ég veit ekki allveg skýringuna á bak við það en alla vega sæddi ég hana og 2 aðrar með sama strái og það kom hvitt úr hinum en svona hjá henni. Ég setti svo inn fleiri myndir inn í albúmið hér.


Hér er mynd frá Jóhönnu sem hún tók af Hnotu sinni með lömbin sín og eru þessu lömb undan Brimill okkar. Ég var svo að setja inn fullt af myndum frá Jóhönnu og smá frá mér inn á búa síðuna sem þið getið skoðað hér.

Jæja best að enda þetta svo á gleðifréttum því það er kominn tími til að ljóstra upp leyndarmálinu okkar um að nýr fjölskyldumeðlimur er væntalegur 19 desember.
Já ég er komin rúma 5 mánuði á leið svo það verður fjör hér á bæ ;)


15.08.2012 20:11

Loksins almennilegur rollurúntur ;)

Jæja það hlaut að koma að því að ég gæti náð eitthvað af myndum af lömbunum. Það var rigning og þokubakkar niður með hlíðinni og þá færðu þær sig niður allavega hluti af þeim.
Ég fór líka og tók myndir af honum Týra heimaling sem stækkar með hverjum deginum enda vel frekur og gráðugur jafnvel stundum of ágengur og reynir að stanga mann en Gerða og Siggi redduðu því með að búa til skamma krók fyrir hann úr þrem hlerum sem hann er settur í þegar hann er óþekkur ekki ólíkt því og þegar ég set Benóný í stólinn þegar hann er óþekkur he he. 

Jæja þetta verður bara svona stutt og lagott núna en heyrumst fljótlega aftur með fleiri fréttir af okkur og rollunum. Hér eru svo myndirnar sem ég náði núna.


Hér er hann Týri sem er undan Týru og Týr.

Hér eru tvær fallega flekkóttar undan Topp og Dóru og óska ég þess að þær komi vel út því ég er mjög spennt fyrir að setja allavega aðra á.
Hér er svo Ylfa með Gullmolann minn sem er sæðingur undan Gosa og ber ég miklar væntingar til hans og vonandi á hann eftir að standa undir þeim.

Hér er svo Kápa Toppsdóttir með hrút og gimbur undan Grábotna.

Hér er svo ein af stóru strákunum sem eru veturgamlir. Hér fremst er Stormur Kveiksson svo kemur Golíat Boga son og svo eru Brimill Borða sonur og Týr Mána sonur fyrir aftan en þið getið séð betri myndir af þeim inn í albúmi.

Hér má svo sjá hann Eldibrand sem er nýji heimilskötturinn í Tungu hjá Gerðu og Sigga
og það vekur mikla lukku hjá Benóný og Emblu að leika við hann.

08.08.2012 01:10

Smá hestaferð og fleira.

Jæja það er búið að vera ósköp rólegt hér yfir blogginu hjá mér enda búið að vera nóg að gera. Emil er búnað vera róa frá Bolungavík og ég er búnað vera heima með krakkana en vera dugleg að fara á hestbak bæði inn í Fögruhlíð á gömlu klárana og svo með Freyju og Bóa inn í Bug. Ég fór líka með hestamannafélaginu í kringum Kirkjufellið á honum Grána og var það rosalega gaman.

Verslunarhelgin hjá okkur var bara róleg við fórum í bæinn og vorum í eina nótt og kíktum rúnt inn í Hveragerði næsta dag en ákváðum svo að fara heim um kvöldið. Við fórum svo daginn eftir inn í Stykkishólm með fændfólki okkar og kíktum á kaffi hús og fórum í sund.

Á mánudaginn fórum við síðan í reiðtúr með Bóa frá Görðum að Búðum fjörurnar og var það rosalega gaman. Freyja og Bói fóru á hestunum á föstudaginn yfir heiðina og út að Görðum og voru þar í tjaldvagninum sínum yfir helgina og tók Freyja svo bílinn og vagninn  og við fórum á bak með Bóa á mánudeginum.

Ég hef ekki náð nógu góðum myndum af rollunum en þó eitthvað en var með fleiri sem ég hef óvart misst út úr myndavélinni svo ekki verður mikið gagn af þeim en það er eittthvað smá innlit inn í mynda albúminu ásamt öðrum myndum hér.


Við að koma upp á Búðum.

Þessi mynd væri allveg snilld ef hún væri ekki svona hreyfð en þetta er Emil á Dröfn og með Frey í taum.

Bói á leið í útreiðartúrinn með okkur frá Görðum.



  • 1
Flettingar í dag: 1310
Gestir í dag: 119
Flettingar í gær: 1259
Gestir í gær: 96
Samtals flettingar: 708247
Samtals gestir: 46828
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 13:32:53

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar