Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2018 Desember

28.12.2018 00:57

Gleðileg jól og fengitími

Við fjölskyldan óskum ykkur kæru vinir Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Hér hefur verið nóg að gera eins og sést á blogginu ég hef ekki getað gefið mér neinn tíma
þanga til núna og þá hendi ég inn marga daga bloggi. Fengitíminn fór jafnt og þétt af stað
ég byrjaði að hleypa til 14 des og byrjaði svo að sæða 16 des og sæddi til 22 des.
Það er að segja að ég geymdi sæði í ískápnum og sæddi daginn eftir og svo kemur bara í ljós
hvort ég hafi dottið í lukkupottinn með það. Ég sæddi 25 kindur og notaði Kraft,Óðinn,Máv
Bergsson,Borkó,Fáfnir,Dreka,Anga og Guðna. Svo geng ég með hrút á hverjum einasta degi
í kindurnar. Korri Garrasonur hans Sigga sér um að leita fyrir mig og ég skelli á hann skírlifs
poka svo hann nái ekki að lemba neina óvart þegar ég leita með honum því hann er svo stór
og sterkur að það gæti auðveldlega gerst óvart. Því miður hef ég ekki getað notað aðal
hrútinn sem ég ætlaði að nota en það er hann Jökull Frosti sem er undan Berg sæðishrút og
Dröfn sem er mamma hans Mávs sem er á sæðingarstöðinni. Hann meiddist á afturfót og 
hefur ekki getað sinnt sínu starfi en ég vona að hann nái sér og þá verður hann bara að koma
að góðum notum á næsta ári. Það eru 11 rollur eftir að fá og ég reikna með að það verði 
kominn hringinn á gamlársdag.
Mamma með krakkana okkar heima hjá okkur.
Á aðfangadag.
Það er mjög vinsælt þessa dagana að hafa eina grettimynd líka he he.
Freyja og Embla.
Freyja að opna pakkana. Embla las á alla pakkana og rétti svo okkur.
Hér eru þær saman að opna.
Benóný alsæll með sínar gjafir.
Benóný var svo montinn að fá loksins síma en við létum undan þeirri ósk og gáfum
honum síma í jólagjöf.
Stelpurnar fengu þessar flottu peysur frá Maju systir og fjölskyldu.
Benóný með ömmu Freyju og Bóa afa.
Það var fjör á þessum að hittast eftir að búið var að opna pakkana. 
Freyja,Embla og Bjarki
Jólaboð hjá Huldu mömmu minni á Jóladag.

Við höfðum það rosalega kósý yfir jólin við vorum bara við fjölskyldan þetta árið en svo
komu allir í kaffi til okkar eftir að við vorum búnað opna pakkana og það var mjög 
gaman að hitta alla.

Ég mun setja frekari blogg um fengitímann þegar mér gefst timi en læt þetta duga í bili
og hafið það sem allra best yfir hátíðarnar það eru svo fleiri myndir af jólunum hér inn 

28.12.2018 00:15

Ferð til Glasgow og Edinburgh með góðum vinum

Þann 28 nóvember fórum við með vinum okkar til Glasgow og keyrðum þaðan til Edinburgh.
Við vorum þar í 4 nætur og náðum að afreka ansi margt á þessum stutta tíma. Fyrsta daginn
fórum við í draugahús sem fjallar um sögu Edinburgh og heitir Dungeon og það var geggjað
ég var að skíta á mig úr hræðslu þetta var ótrúlega óhugnalegt allt leikið af alvöru fólki.
Við fórum svo líka i sjónhverfingar safn og svo fórum við líka í neðanjarðar safn um sögu
Edinborgar sem er frá 18 öld og segir frá lífinu sem þar var og plágu sem gekk þar yfir og fleiri manns dóu úr. Við skoðuðum svo Kastallann sem var rosalega flottur og við vorum með leiðsögumann sem sagði okkur alla söguna og fylgdi okkur í gegnum Kastallann sem var alveg gríðarlega stór og mikið að skoða. Því næst var skoðað Royal Yacht Britannia
sem var svakalega flott skip sem Konungsfólkið á. 
Hér er Kastallinn í Edinburgh.
Hér erum við vinahópurinn fyrir framann Kastalann.
Við fengum mikla rigningu daginn sem við fórum að skoða Kastallann.
Á Sjónhverfingarsafninu Emil í matinn.
Og ég he he.
Edinburgh er rosalega falleg.
Flott útsýnið úr Kastallanum.
Við vinkonurnar.
Anna og Vigfús.
Nonni og Irma.
Við í Kastallanum.
Emil að máta skipstjórastólinn í Konungssnekkjunni.
Hér sést kynningin um hana.
Flugvélinn okkar.
Við flottar saman .
Ég að máta rúmmið í fangelsinu.
Nonni, Irma og Vigfús
Svakleg kirkja hérna í baksýn.
Stuð hjá strákunum í leigubílnum.
Og við sátum á móti þeim í bílnum ýkt skrýtið þannig maður sá allt afturbak þegar það var
verið að keyra og líka ýkt skrýtið að bílstjórinn sé hægra megin í bílnum.
Anna, ég og Emil.

Þetta var æðisleg ferð og æðisleg borg við vorum öll sammála um að við værum til í að
fara þangað aftur og skoða þá betur hálöndin. Ég held að þar sé svakaleg náttúrufegurð
og mér finnst alltaf gaman að skoða fallega náttúru. 
Það eru svo fullt af fleiri myndum af ferðinni okkar hér inn í albúmi.


27.12.2018 23:49

Smalað fé frá Hoftúni sem endaði svo í sjálfheldu.

Siggi rakst á fé inn í Búlandshöfða og komst að því að hann Kristján í Hoftúni átti þessa kind
og tvö lömb svo hann hafði samband við hann og hann og Gísli á Álftavatni, Snæbjörn á 
Neðri Hól og sonur hans komu og við aðstoðuðum þá við að reyna ná þeim. Fyrst fór allur
tíminn í að finna þær og þær fundust svo og við fórum að reyna ná þeim og þeir náðu að
fanga rolluna og eitt lamb. En eitt lambið leitaði niður í kletta í fjörunni og var of hættulegt 
að reyna styggja það, var þá hugmyndin að sleppa rollunni og athuga hvort lambið myndi
þá stökkva sjálft upp úr sjálfheldunni en það vildi þá ekki betur til en að rollan fór sömu leið
og lambið og hreyfði sig hvergi þó reynt væri að styggja við þeim. Það var svo annar hrútur
sem var auka með þeim og við náðum að elta hann uppi og króa hann af hann var svo ekki
frá þeim heldur frá Kvíarbryggju fangelsinu. Snæbjörn ætlaði að reyna klifra upp klettana til 
að komast að rollunni en það var of mikill klaki og of hátt að klifra svo hún var skilin eftir.
Ég frétti svo nokkrum dögum seinna að hún hafi náðst inn í Grundarfirði.
Hér sést í lambið og hundinn að passa það.
Hér erum við fyrir neðan Búlandshöfðann og niður á Mávarhlíðarhellu.
Hér er svo rollan komin í sjálfhelduna líka og vill sig ekkert hreyfa.
Hér sést innst inn í fjörunni í klakanum þar er rollan.
Hér eru Siggi og Snæbjörn að færa sig nær og Snæbjörn er á ísbroddum og ætlar að
athuga hvort hann geti klifrað upp að henni.
Hér sést Snæbjörn fyrir neðan en aðstæður voru ekki nógu góðar til að klifra.
Svo þeir fóru heim með aðeins annað lambið og kindin náðist svo eins og ég sagði 
nokkrum dögum seinna inn í Grundarfirði svo það hefur verið mikil ferð á henni.


27.12.2018 23:31

Freyja Naómí 6 ára 12 des

Yndislega Freyja Naómí okkar varð 6 ára þann 12 desember sem er án efa flottasti 
afmælisdagurinn því hún er fædd 2012 og á því kennitöluna 12,12,12.
Hún og Bjarki Steinn frændi hennar héldu upp á afmælin sín saman heima hjá Bjarka.
Hér er gullið okkar svo yndisleg og góð stelpa.
Að fá pakkann sinn.
Bjarki og Freyja.
Afmælisveislan.
Fékk breyti tösku.
Svo mikil gull þessi tvö.
Það var horft á bíómynd og farið í leiki og þetta var svo rólegt og gott afmæli.

Það eru svo fleiri myndir af afmælinu hér inn í albúmi.

08.12.2018 20:09

Tekið af rollunum 24 nóv.

Jæja búið að vera heldur rólegt hjá mér í blogginu og ekki að ástæðu lausu. Hef bara ekki
getað gefið mér tíma til þess við skelltum okkur í 4 daga til Skotlands með góðum vinum
strax eftir að Arnar var búnað koma og taka af fyrir okkur og svo er ég byrjuð að vinna 
niður á Leikskóla fyrir hádegi svo það er nóg fyrir stafni. Miklar hugleiðingar núna yfir
komandi fengitíma og sæðingum sem er auðvitað bara gaman og spennandi en krefst
mikils tima og nákvæmni.
Fallegur veturinn hjá okkur hér í nóvember.
Búið að flokka kindurnar fyrir rúninginn.
Hvítu og svo mjallahvítu.
Arnar Ásbjörnsson mættur og klár í slaginn.
Þær voru svo stilltar og prúðar við hann.
Hann var eldsnöggur af þessu og hefði verið en sneggri ef klippurnar hefðu ekki verið
að striða honum en þær voru aðeins erfiðar við hann.
Freyja að heilsa Vaíönnu.
Embla að tala við Hröfnu.
Benóný að tala við Kaldnasa.
Veturgömlu komnar sér.
Gemlingarnir sér líka.

Þá er hægt að fara dekra við þær og fóðra þær sér svo þær hafi nóg fyrir sig.
Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af rúninginum og fleira.

08.12.2018 18:58

18 nóvember var kindunum smalað inn í Tungu

Það var smalað inn fyrir Höfða og Mávahlíðina á sunnudaginn 18 nóv en ekki á laugardaginn
eins og stóð til vegna veðurs.
Fallegur foss fyrir neðan þjóðveginn í Búlandshöfðanum.
Lagðar vel af stað undir Höfðanum.
Hér kemur brattur kafli.
Ein leyndist fyrir aftan mig og kemur hér og ætlar sko ekki að verða eftir.
Hér er ég að komast fyrir Höfðann og í áttina að Mávahlið.
Embla mætt að hjálpa mér.
Flottur Mávahlíðarfossinn i baksýn.
Þessi gafst upp.
Embla og Freyja hjálpuðu mér að passa hana þangað til Bói kæmi með kerruna.
Svo lá leiðin upp hjá Fögruhlíð upp á Sneið og reka þær niður í Hlíð.
Hér sést niður í Fögruhlíð og Holtsána.
Þetta gekk svo allt saman vel og hér eru þær komnar allar saman inn í Tungu.
Freyja að tala við vinkonur sínar.
Freyja og Hrafna eru bestu vinkonur.
Ég þurfti svo að fara aðra leit daginn eftir að sækja þessar en þær hafa skotið sér upp hjá 
Kötluholti þegar við vorum að smala hlíðina og sáum ekki til þeirra.
Það var ansi kalt þegar ég sótti þær og ég þurfti að skilja bilinn eftir á Holtshæðinni og þurfti svo
að labba til baka í hávaða roki og sækja hann.
Freyja Naómí okkar sem fer alveg að detta í að verða 6 ára núna 12 desember var að missa 
sína fyrstu tönn og auðvitað var henni skellt undir koddann um kvöldið.

Það eru svo fleiri myndir af smöluninni hér inn í albúmi.

  • 1
Flettingar í dag: 645
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 1721
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 661157
Samtals gestir: 45533
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 10:47:05

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar