Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2019 September

23.09.2019 12:12

Heimtum seinustu kindina í gær 22 sept

Gummi Óla sá Sprengju okkar rétt hjá Brimisvöllum á laugardaginn og við vorum öll svo 
þreytt eftir daginn að við ákváðum að biða þangað til núna sunnudag að leita hana uppi.
Við fundum hana og Emil og Embla Marína dóttir okkar ráku hana áleiðis svo fengum við
Magga bróðir og Snorra og krakkana hans aftur til liðs við okkur. Emil náði að stökkva á 
lömbin og Snorri og Maggi náðu Sprengju. Þau voru alveg búin það var svo heitt úti 
17 stiga hiti og búnað ganga dágóða spöl svo það var leikur einn að stökkva á þau.
Snorri var svo með kerruna tilbúnað og við náðum að henda þeim upp á og fara með þau
inn í girðingu. Þetta var geggjað að ná henni svona svo stuttu eftir þetta gerði hann alveg
helli dembu af rigningu svo við vorum að þessu á alveg hárréttu augnabliki.
Hér er Embla og Emil að reka hana.
Embla svo dugleg að smala.
Hér eru þau komin með hana inn í Hrísar. Fjallið fyrir aftan er Mávahlíðin og brekkan upp
er byrjunin á Búlandshöfðanum.
Emil búnað fanga hrútana og Embla,Björn Óli og Birgitta fylgjast með.
Þá er hún komin um borð í glæsilegu kerruna hjá Snorra.
Þetta var stutt vegalengd svo það fór mjög vel um þær í kerrunni upp að fjárhúsum.
Það er vel skrautlegt í girðingunni hjá okkur.
Þær eru mjög rólegar bara og nú verður spennandi í dag að fá dóminn á lömbin.
Það verður stigað hjá okkur eftir hádegi í dag.

22.09.2019 22:40

Vigtað,Klippt rass ull og smalað 21 sept

Fengum frábæran liðsauka að hjálpa okkur í gær við vigtun, klippingu og smölun.
Það var ausandi rigning og rok svo við skelltum okkur bara í inni vinnu þangað til veðrið
myndi ganga niður. Maggi bróðir kom vestur til hjálpa og fékk með sér Snorra Rabba betur
þekktan sem snapparann Varginn og Raggi frændi kom líka hann er líka mikið með Snorra
í snappinu. Þeir fengu hörku líkamsrækt út úr vigtuninni og það var svo gaman að sjá hvað
þeim fannst þetta gaman. Eftir hádegi komu svo Maja og Óli og þá var farið að smala.
Af vigtinni að segja þá var þyngsta lambið 63 kg og léttasta 32 sem er fjórlembingur við
eigum svo eftir að heimta eina kind og vigta 2 lömb sem voru úti á túni svo ég á eftir að
reikna út meðalþyngdina.

Hér er Maggi bróðir að halda fyrir Sigga meðan hann klippir.
Hér heldur Snorri fyrir Emil meðan hann klippir.
Raggi að draga í vigtina og Emil vigtar.
Snorri að lesa á númerið til að gefa mér upp hvort þetta sé frá mér eða Sigga og hvaða
númer sé á lambinu til að skrá niður lífþungann.
Jóhanna að passa að þau stökkvi ekki yfir.
Flottir frændur Snorri og Emil.
Siggi að draga í vigtina.
Maggi bróðir að lesa á númerið fyrir mig.
Snorri og Maggi að fara upp á sexhjólinu það var alveg ótrúlegt hvað hann komst langt
upp á fjall á því. Það er gamal rafveituvegur sem hann náði að keyra alveg upp.
Maja systir og Óli mágur komu líka að smala og Snorri skuttlaði þeim og Sigga fyrst upp
á fjall og kom svo og náði í Magga og krakkana sína Björn Óla og Birgittu og þau voru 
svo dugleg að hjálpa okkur líka að smala.
Embla og Birgitta voru svo duglegar að hjálpa til að smala.
Hér er Siggi kominn niður með kindurnar sem voru lengst uppi hjá Kaldnasa.
Hér halda þær áfram upp Rauðskriðumelið inn í Fögruhlíð.
Hér eru smalarnir að reka þær niður í Fögruhlíð.
Komnar vel áleiðis inn í Kötluholt.
Óli og Siggi kátir með daginn.
Snorri sá mink við Holtsána og var ekki lengi að ná honum.
Flottur smala hópur Raggi, Maggi,Snorri,Birgitta og Benóný.
Það var svo skellt í eina hópmynd af okkur með smölunum. Eins og sést þá er enn allt
rólegt hjá mér og prinsessan ekkert farin að drífa sig í heiminn. En settur dagur er 29.sept
en ég var að vona að ég kæmi með hana fyrr er alveg til í að fara klára þetta.
Benóný var svo glaður að fá að prófa fara á hjólið með Snorra.
Hér er ein mynd sem sýnir hvar Snorri er að keyra hjólið upp á fjall lengst fyrir ofan 
Sneiðina sem er lengst upp á fjalli í Fögruhlíðar landinu.
Ég varð að láta mér duga að hafa myndavélina og kíkirinn til taks því ekki gat ég mikið
smalað aðeins fylgst með úr fjarska.
Hérna er svo féið komið inn í fjárhús og þetta var allt aðkomu fé frá Óla á Mýrum og svo
var ein frá Gumma Óla Ólafsvík.

Þetta var rosalega flottur dagur og mikið afrekað og við erum rosalega þakklát fyrir
aðstoðina frá öllum þetta var alveg æði. Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

21.09.2019 21:34

Smalað 20 sept Búlandshöfða og Mávahlíð

Þessi hópur var niðri í Búlandi og það var nóg að blístra á þær og hóa og þá fór allt 
gengið af stað.
Þessir pungar komust alla leið úr Höfðanum og inn í Tungu. Þetta eru veturgömlu
hrútarnir Stjóri og Zesar.
Hérna er gott rennsli á þeim undir Búlandshöfðanum.
Þær fara hér vel af stað í áttina að Mávahlíð.
Emil að verða kominn á Mávahlíðar helluna.
Siggi að fara upp Mávahlíðar helluna.
Hér er Magnús frændi hans Gumma Óla að hjálpa okkur inn í Mávahlíð að smala.
Hér er Gummi á hestunum á Mávahlíðar rifinu að smala og það ringdi svakalega á okkur.
Allir vel blautir og verið að tala sig saman um að fara raða sér upp í Fögruhlíð og upp
á Sneið.
Embla svo dugleg og einbeitt á svipinn he he.
Jóhanna gegnum blaut það var svo svakaleg rigning.
Ef vel er að gáð má sjá Magnús upp í hlíð með hundinn og kindurnar fyrir framan.
Kristinn kom og hjálpaði okkur beint af fundi úr Rvk og í regngallann að smala.
Verið að reka inn.
Emil og Gummi.

Það heimtist mjög vel og vantar bara eina kind hjá mér með lömb svona fljótt á litið og 
Siggi er búnað fá allar sínar kindur nema ein sem gafst upp í Mávahlíð. En hvað lömbin
varðar kemur það í ljós þegar við verðum búnað vigta hvort vanti mikið af þeim eftir
sumarið. Ég hef þó misst nokkrar kindur það var Skuld sem drukknaði, Móheiður varð
afvelta og Frenja skilaði sér ekki og lömbin komu.

Við Emil og Jóhanna byrjuðum að smala Búlandshöfðann um hálf 11 leytið og vorum búnað
koma fénu yfir Höfðann og inn að Mávahlíðarhellu um 1 leytið svo kom Guðmundur
Ólafsson Ólafsvík og Magnús Óskarsson frændi hans og hjálpuðu okkur Gummi var á 
hestbaki og Maggi með tvo hunda. Siggi var kominn með okkur um 1 leytið og tók 
Hlíðina okkar megin í Höfðanum. Kristinn bæjarstjóri kom svo kl 4 og þá vorum við komin
með féið inn í Tröð og Maggi var upp í Hlíð milli Mávahlíð og Fögruhlíð og Siggi og Emil
voru Fögruhlíðar megin í Hlíðinni til móts við Magga og svo rann féið vel niður í Fögruhlíð
og þaðan rekið í gegnum Fögruhlíð og svo Kötluholt og upp að Fjárhúsum í Tungu.

Ég fékk aðeins að hreyfa mig með því að standa fyrir í Tungu og Friðgeir á Knörr kom líka
og hjálpaði mér að komast fyrir þær því ég náði nú ekki að vera fljót í förum.

Þetta var flottur dagur með frábæru fólki, við skoðuðum þó lömbin ekki mikið enda ekki 
spennandi að sjá þau svona rennandi blaut. Friðgeir átti eina sem kom með þessu og svo
var slatti frá Gumma Óla og ein frá Bibbu og Valla Grundarfirði.

Læt þetta duga að sinni og það eru fleiri myndir hér inn í albúmi af smöluninni.

17.09.2019 16:08

Rúntur 17 sept kindurnar hans Gumma Óla Ólafsvík

Hér kemur myndasyrpa sem ég tók af fénu hans Gumma í morgun rúntinum mínum.
Þær ganga inn í Mávahlíð og á Rifinu svo það var auðvelt fyrir mig að ná myndum af þeim.

Hér er ein með fallega gimbur.

Hrúturinn líka svaka boli á móti.

Þessi ær á svo næstu tvö lömb sem koma hér fyrir neðan.

Gráflekkóttur hrútur.

Dökkgrá gimbur á móti sem mér finnst mjög falleg.

Þessi á líka hrút og gimbur sem koma hérna næst.

Gimbrin.

Hrúturinn á móti.

Held að þetta sé fjórlemban hans Gumma en hún er með tvö undir sér.

Hrúturinn hennar.

Hér er ein frá Gumma.

Flottir boltar undan henni.

Önnur frá honum með falleg lömb mér sýnist þessi svarta vera gríðalega vænn og flottur.

Flottur Gráni frá Gumma held hann sé á móti þessum móflekkótta og þeir séu undan
Tinna Dreka syni frá Gumma.

Falleg svört gimbur.

Sá svo þennan vígalega móra hjá honum og mér líst svo rosalega vel á hann að ég
pantaði að fá að skoða hann hjá honum.

Mjög fallegur og svo dökkmórauður.

Hér er svo hinn á móti honum það er að segja ef þeir eru bræður veit ekki hvort hann
hafi verið kanski vaninn undir þessi mórauði.

Önnur mynd af Móra.

Hér má sjá hluta af þessu sem ég var að taka myndir af hjá Gumma sem var niður
við Tungu ós í morgun.

Elska þennan tíma það er svo gaman að taka myndir og spá og speklura í hvernig
lömbin eiga eftir að koma út. Þau virka allavega mjög væn og falleg að sjá.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessum rúnti.







17.09.2019 15:45

Rúntur 16 sept

Hrútur undan Elsu og Botna Óttars.

Gimbrin á móti.

Gimbur undan Önnu og Korra Garra syni frá Sigga.

Hin gimbrin á móti.

Svana 

Gimbrin hennar undan Hlúnk Máv syni frá Sigga.

Hrúturinn á móti.

Slydda hans Sigga í Tungu.

Annar hrúturinn hennar undan Gretti Máv syni frá Sigga.

Hinn hrúturinn á móti.

Röst hans Sigga með þrílembinga undan Gosa hans Gumma Óla en þau ganga tvö undir.

Hér sést gimbrin betur.

Grýla hans Sigga.

Lömbin hennar undan Ask Kalda syni frá okkur.

Skrúfa hans Sigga.

Gimbur undan henni og Gretti.

Hin gimbrin á móti.

Árás frá okkur.

Með tvær gimbrar undan Botna Óttars á Kjalvegi.






16.09.2019 17:39

Smalað 15 sept Tungu,Hrísar og Svartbakafell

Hér er verið að leggja af stað upp á Fróðarheiði Maja.Óli,Hannes og strákarnir hans,
Siggi og Bói. Þau fara hér upp og ganga svo yfir í Hrísar og Tungu og svo fara Siggi og 
Óli yfir í Svartbakafellið. Útlitið var ekki gott í morgun vonsku veður rigning og rok en það
rættist svo úr veðrinu og það lægði og stytti upp rigningin um 11 leytið. Kristinn og Ari
komu líka að smala og þeir fóru upp milli Geirakots og Brimisvalla. Emil sá um að keyra
fólkið upp á Fróðarheiði og svo fór ég og Embla með honum í bílinn og fylgdumst með
í kíkirnum hvernig gengi og sögðum til hvar kindurnar væru sem við sáum.
Embla og Emil að fara sækja það sem er inn í Hrísum.
Hér er Siggi að koma niður í Kötluholti með hóp.
Emil,Siggi og Embla.
Hannes og stákarnir komnir niður líka búnað standa sig svo vel.
Hér eru kindurnar að koma sem Ari og Kristinn komu með þegar þeir komu til baka úr
Hrísum en þeir lentu í öðrum kindum sem voru mjög óþekkar og tóku straujið alla leið inn
í Geirakot og þeir náðu að hlaupa þær uppi alveg upp í gil sem er fyrir ofan Geirakot og
Ari var búnað klifra upp gilið fyrir þær en þær létu ekki ná sér og stungu sér upp og yfir 
gilið svo þeir urðu að játa sig sigraða og láta þær eiga sig enda allt í góðu þær voru 
greinilega aðkomu kindur sem vildu engan veginn láta smala sér inn eftir. Svo þeir fengu
hörku göngutúr því þeir þurftu svo að fara aftur til baka til að sækja þessar sem þeir eru
að koma með niður hér á myndinni og það gekk allt saman rosalega vel og allt náðist.
Embla var svo dugleg að smala.
Hér er hluti af kindunum að koma.
Kristinn.
Ari.
Siggi.
Emil Freyr.
Hannes frá Eystri Leirárgörðum.
Kristinn Bæjarstjóri og Ari Tannlæknir voru svo hressir og lukkulegir með daginn.
Ég var svo heppin að fá þá til að aðstoða okkur.
Hér er Bói að reka inn í Tungu.
Hér eru allir komnir niður og verið að reka inn í Tungu. Flottur hópur af duglegum smölum.
Vinirnir saman Hannes og Siggi sáttir með afrek dagsins.
Mamma og Embla við kaffihlaðborðið. Mamma og Jóhanna sáu um kaffið mamma 
bakaði brauðtertuna og ég gerði döðlugottið og marengstertuna svo gerði Jóhanna 
kjúklingasúpu og heimabakað brauð svo það var nóg af kræsingum fyrir alla.
Gimbur undan Gyðu Sól og Svan.
Hrútur undan Fíónu og Ask.
Þessi hvíti er á móti þeim flekkótta undan Ask og Fíónu.
Hér sjást svarflekkótti undan Fíónu og sá gráflekkótti er undan Snældu og Einbúa.
Hér er hann undan Snældu og Einbúa.
Gulla hans Sigga með gimbrina sina.
Benóný var svo ánægður að sjá Gullu og Móru hans Sigga.
Storð hans Sigga með fósturhrút og svo sinn mórauða undan Zesari.
Freyja og Embla kátar að skoða kindurnar.
Grána hans Sigga með hrút undan Grettir.
Þessi svarta gimbur er á móti hrútnum hjá Sigga.
Þessi gimbur er undan Vofu og Svan.

Það kom talsvert af aðkomu fé í þessari smölun. Friðgeir á Knörr átti 21 stykki sem hann 
kom og sótti svo kom ein frá Gísla á Álftavatni og ein frá Stykkishólmi.

Það verður svo aðalsmölunin á næstu helgi og þá mun restin af fénu okkar koma.
Þetta var frábært að fá svona flottan hóp af smölum til að hjálpa okkur og við erum 
rosalega þakklát. Ég er auðvitað alveg úr leik komin að því að fara eiga vonandi núna
á fimmtudaginn það er búið að vera planið allann tímann 19,09,2019 það væri geggjað
en annars er ég sett 29 sept en hef alltaf gengið viku styttra með öll mín börn.
Svo hugsið stíft og jákvætt með mér að ég fari af stað þann 19 emoticon

Svo er Emil enn þá slæmur í fótinum eftir að hann missteig sig í sumar
 svo hann hefur lítið getað smalað svo öll hjálp var svakalega vel þegin 
og þakklæti mjög mikið fyrir. 

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.

10.09.2019 21:26

Rúntur 7 til 10 sept

Tekur sig vel út nýja þakið á hlöðunni í Tungu.
Þessi sjón blasti við mér um daginn þegar ég var á rúntinum og sem betur fer var hann
lifandi og engin hrafn búnað komast í hann þetta var lambhrútur frá Sigga.
Hann var frekar vankaður greyjið þegar ég var búnað velta honum við. En ég tók svo rúnt
um kvöldið og daginn efftir að gá að honum og þá var hann komin á fætur og virtist ætla
ná sér alveg.
Þessar voru komnar niður í rigningunni og rokinu. Þetta er Slydda hans Sigga með 2
hrúta undan Grettir.
Lengja hans Sigga með lömb undan Ask.
Björg hans Benónýs hún er undan Dóru og Part.
Gimbrarnar hennar þær eru undan Stjóra.
Gersemi með hrút undan Ask. Askur er undan Kalda sæðingarstöðvarhrút.
Gimbrin hennar Gersemi á móti golsótta hrútnum.
Randalín gemlingur með hrútinn sinn undan Botna hans Óttars. Hún var tvílembd en
hinn hrúturinn er þessi fallegi botnuflekkótti sem hefur komið hér áður á blogginu og 
gengur undir Gránu hjá Sigga.
Anna með gimbur undan Korra hans Sigga.
Hin gimbrin á móti akkurrat að éta þegar ég tók myndina he he.
Gimbur undan Nútellu og Korra.
Hér er hún með báðar gimbrarnar sínar undan Korra Garra syni frá Sigga.
Hrafninn var búnað komast í rúllurnar inn í Tungu og hér er Emil að líma þær.
Freyja okkar var svo dugleg að hún var dregin út úr sumarlestrinum í skólanum og
vann ipad.
Skvísan okkar hún Freyja Naómí á leið í afmæli.

07.09.2019 00:39

Rúntur 6 sept

Mógolsóttur hrútur og mórauð gimbur undan Kviku og Zesari.
Gimbrin er frekar grámórauð í framan en dökk á skrokkinn.
Hér er hrútur líka grámórauður undan Ronju og var vaninn undir þennan gemling.
Gimbur undan Skuld sem drukknaði í Ósnum og Fáfni sæðingarhrút.
Hér er Urður og hún á tvær hvítar gimbrar og svo er gimbrin hennar Skuld lika með þeim.
Hér er hin gimbrin hennar Urðar.
Hrútur undan Skessu hans Sigga og Ask.
Hinn á móti.
Hér eru þeir saman.
Flottir hrútar frá Sigga sem verður spennandi að sjá.

Læt þetta duga í bili.

04.09.2019 16:31

Rúntur 1 sept

Brúða gemlingur með lömbin sín undan Borkó sæðingarstöðvarhrút.
Hrútur undan Einbúa sem er undan Ísak og við Bárður eigum saman og svo er móðir
Snælda.
Hrútur frá Sigga þrílembingur undan Röst og Gosa hans Gumma Óla. Hann gengur undir
Djásn hjá mér.
Hér er Djásn með gimbrina sína sem er undan Óðinn sæðingarstöðvarhrút.
Hér er Harpa gemlingur með hrútinn sinn undan Zesari. Hann er móbotnóttur.
Hér er Ísól með lömbin sín undan Svarta Sambó sem er hrútur frá Bárði á Hömrum og er
ættaður í Kára 10-904 sæðingarstöðvarhrút sem var einu sinni á stöðinni.
Gimbur og hrútur undan Sarabíu og Kaldnasa. Kaldnasi er undan Magna sæðingarstöðvar
hrút nr 13-944 og móðir frá Hraunhálsi sem heitir Urta.

Þetta er þá upptalið sem ég sá á rúntinum þennan daginn nýtt. Það eru svo fleiri myndir hér
inn í albúmi.

04.09.2019 16:11

Skipt um þak á fjárhúsunum í Tungu

Seinustu helgi var skipt um þakið á fjárhúsinu hjá Sigga. Hannes vinur Sigga kom með
strákana sína og svo var Bói,Óli,Maja og Jóhanna að hjálpa Sigga að setja þakplöturnar á.
Þetta gekk rosalega vel og kláraðist það á laugardeginum og svo sá Siggi um það sem eftir
var á sunnudeginum.
Hér má sjá þá að verki. Ég gat ekkert hjálpað nema með því að henda í eina skúffuköku og
fara með til þeirra.
Hér er Jóhanna að safna saman þakplötunum gömlu.
Stelpurnar komu með mér og voru að leika sér upp á rúllunum.
Ég fór svo kindarúnt og rakst á þessa sem er frá Gumma Óla Ólafsvík með fallega
móhosóttan hrút.
Hér er svo annar grár frá Gumma líka.
Tvær systur undan Máv sæðingarstöðvarhrút. Þær einu sem ég fæ undan honum í ár.
Hrútur og gimbur undan Brælu og Gretti Máv syni frá Sigga.
Villimey með hrúta undan Gosa hans Gumma Óla. Gosi er undan Bjart sæðingarhrút.
Hér sjást þeir betur.
Snúlla hennar Jóhönnu með tvær gimbrar undan Svan Máv syni og önnur þeirra er alveg
hyrnd og hin kollótt.
Hrútur undan Snædrottningu og Kraft sæðingarstöðvarhrút.
Lömbin hennar Möggu Lóu svarthosótt gimbur og móflekkóttur hrútur.
Sá loksins fallega mórauð lömb undan Zesari sem eru ekki svona ljós eins og hin.
Þetta er hrútur og gimbur undan Mónu Lísu.
Hrúturinn er mósokkóttur og gimbrin móhöttótt með blesu.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessu.
  • 1
Flettingar í dag: 590
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 1721
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 661102
Samtals gestir: 45533
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 09:57:25

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar