Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2020 Júlí

19.07.2020 00:36

Heyskapur hefst 18 júlí

Byrjað að slá inn í Mávahlíð og Fögruhlíð laugardaginn 18 júlí. 
Byrjaði ekki vel bilaði önnur sláttuvélin svo það
var bara hægt að slá með annarri vélinni restina af Mávahlíð og Fögruhlíðina. 
Siggi sló líka allt hjá sér.

Bói að slá inn í Mávahlíð.

Emil inn á Mávahlíðargili.

Siggi að slá við fjárhúsin í Tungu og það er vel á því.

Við stefnum svo á að rúlla Mávahlíðina á morgun eða dag sunnudag því ég er víst að 
blogga núna eftir miðnætti.

Panta svo að heyskapur gangi vel hjá okkur svo við getum farið að ferðast á hjólhýsinu og njóta sumarsins því við erum búnað vera svo föst heima í framkvæmdum inn í húsinu okkar.


Rakst á þessa mynd hjá mér sem mér þykir svo rosalega vænt um og finnst hún svo
falleg að hún væri alveg efni í púðaskreytingu. Þetta eru höfðingjarnir okkar Herkúles
og Toppur og eru þeir báðir fallnir frá en eiga mikinn þátt í ræktuninni hjá okkur.

18.07.2020 19:59

14 júlí kindur og heyjað í Tungu

Hér er heyskapur byrjaður inn í Tungu. Siggi sló þetta tún á sunnudaginn og svo eru
þeir hér búnað rúlla það þriðjudaginn 14 júlí. Það var bara flott á því. Það spáði svo bara
rigningu restina af vikunni svo það var ekki heyjað meira í bili.

Hér er Hexía með hrútana sína undan Ask.

Hexía aftur.

Sóldögg með lömbin sín þessi efri þau eru undan Mínus sæðishrút.

Zelda með hrútinn sinn undan Mosa og fóstrar hinn og hann er undan Önnu og Mosa.

Viktoría gemlingur með gimbur undan Vask.

Held að þessi kind sé frá Gumma Óla Ólafsvík og hún er með svaka dreka.

Hér er Terta með hrút sem hún fóstrar fyrir Sölku en ég sá ekki hennar lamb sem átti
að vera svakalega falleg gimbur sæðingur undan Amor ég vona að hún sé ekki búnað
glata henni hún var svo gríðalega fallegt lamb þegar hún var inn í fjárhúsum í vor og 
ég var auðvitað búnað ákveða að setja hana á.

Þoka með þrílembingana sína þeir ganga þrír undir.

Virka allir mjög jafnir og þykkir þeir eru undan Vask sem er lambhrútur frá okkur og
var undan Ask.

Hér eru þeir aftur tveir hrútar og ein gimbur.

Hér er Vofa með hrút og gimbur undan Vask.


Brúða með gimbur undan Vask

Hér sjást gimbranar hennar Svönu og Asks og þær virka svakalegir kögglar þessar hvítu.

Hér eru þær og hin við hliðina á þeim eru undan Elku og Vask.

Svakalega flott gimbur frá Sigga undan Röst og Ask.

Hér eru systurnar saman fæddir þrílembingar en ganga tvær undir.

Hér eru svo lömb undan Grýlu hans Sigga og Vask.

Gimbrin.

Hrúturinn.

Nál með lömbin sín undan Bolta.

Það eru svo fleiri myndir af rúntinum hér inn í albúmi.

16.07.2020 19:23

Ronja Rós í júní

Krúttbomban okkar Ronja Rós.

Ronja Rós og Donna mjög fyndin mynd Donna að ulla.

Með pabba sínum inn í Kötluholti.

Smá fjölskyldumynd af okkur með Ronju Rós.

Krúttaðar systur Ronja Rós og Embla Marína.

Hæ mamma ég er svona stór.

Ronja Rós að hjálpa pabba sínum að setja saman skápa. Við keyptum fataskápa í öll
herbergin og Bói snillingur hjálpaði okkur geggjað mikið og var búnað græja fyrir okkur
auka herbergi inn í stofu og slá upp vegg þegar við fórum suður um daginn til að kaupa
skápana.

Hér er Bói búnað græja vegginn og svo erum við svo heppin að eiga svona góða að Bóa
sem er alveg snillingur í smíði og svo er Jóhann bróðir Emils er rafvirkji og hann græjaði
fyrir okkur að leggja rafmagn í vegginn.

Hér er búið að klæða vegginn og grunna og mála. Þetta verður fjórða herbergið og við
verðum í þessu herbergi.

Hér er svo komið lokahönd á herbergið okkar og við splæstum í nýtt rafmagnsrúm fyrir
okkur við vorum með gamalt rúm og mjög stórt 2*2 en fengum okkur núna 180 cm og
þá gleypir það ekki alveg herbergið. Við erum rosalega ánægð með þetta. Við keyptum svo
ljósið í Ylfu svona fjaðra ljós mjög kósý og rúmið í Betra bak.

Fór með krakkana í árlegu fjallgönguna upp í Hofatjörn í Kötluholti að veiða síli.

Amma Hulda keypti þessa glæsilegu sundlaug fyrir okkur og hér eru Embla,Freyja,Aníta
og Bjarki í blíðskapar veðri á pallinum okkar.

Ronja Rós fékk að fara í bala.

Freyja á hestbaki í sveitinni inn í Varmalæk vantar hjálminn en hún 
var að fá hann hjá Emblu áður en hún fór af stað ég tók myndina bara
áður.

Hér er svo Embla á Sunnu hennar Jóhönnu þær eru mjög duglegar að beisla sjálfar og
sækja hestana í aðhaldið og leika sér svo á þeim á túninu að fara á bak og teyma þá fram
og til baka og kemba og dekra við þá. Við ætluðum að sækja hestinn okkar um daginn
hana Heru en hún var bara svo hölt að við gátum ekki tekið hana á kerruna svo við
sækjum hana seinna þegar hún verður búnað ná sér. Hún er á Stóra Kambi í Breiðvík
hjá honum Hjört. Hann lánaði svo Emblu einn hest í staðinn til að taka með ´sér og 
hún var alsæl með það og sérstaklega því hann kann að heilsa með fætinum og réttir 
fram hófinn he he.

Við keyptum þessa fínu kerru með Bóa og hún er strax farin að borga sig. Við fórum
suður og keyptum skápa og svo fleira í Ikea svo kerran var alveg full.

Flottur hópur af barnabörnum hjá Freyju og Bóa inn í Varmalæk. Við hittumst öll
heima hjá Freyju og Bóa og þar var grillað og fengið sér ís í eftirrétt svo gaman.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

16.07.2020 17:15

Kindur í júní og fleira.

Öskubuska gemlingur með hrútinn sinn undan Kol.

Dögg hennar Jóhönnu með gimbrina sína undan Bjart.

Gimbranar hennar Svönu og Mosa.

Brussa með lömbin sín undan Mosa.

Þrílembingur undan Þoku ganga þrjú undir tekið í júní.

Þessi gengur líka á móti og þau eru undan Vask.

Hér er svo þriðja sem er hrútur.

Gersemi með hrútinn sinn undan Ask og það vantar hitt lambið hennar.

Einstök gemlingur

Hrúturinn hennar undan Vask.

Búið að vera mikið stuð á stelpunum að vera í sveitinni hjá Freyju ömmu og afa Bóa á 
hestunum hennar Jóhönnu. Hér er Freyja og Embla á baki og Aníta vinkona þeirra með þeim.

Hér eru fyrirsæturnar sem komu í bæjarblaðinu þegar þær voru strandaglópar á eyrinni við Tungu.
Þær eru frá mér.

Aska tvævettla með lömbin sín undan Mosa.

Svo krúttlegir lambhrútar undan Ögn og Svarta Pétri.

Ég held að þessi efri undan Ögn verði svakalega fallegur.

Sól dóttir Ögn er með henni hún er með gimbur undan Mosa og svo fóstrar hún þrílembing 
undan Skrýtlu.

Gimbrin hennar Sól undan Mosa.

Hrúturinn hennar Gersemi undan Ask.

Hrifla með hrútinn sinn undan Mosa sem gengur einn undir. Hrifla fékk svo heiftarlegan doða
 að ég hélt hún myndi ekki ná sér en hún hefur komið til en liggur mikið svo hún er enn frekar
lúin.

Gjöf sem ég fékk hjá Friðgeiri á Knörr með hrútinn sinn undan Kaldnasa.

Myndarlegur hrútur hjá henni Gjöf.

Jæja þá er komið eitthvað smá til að skoða. Hef ekki getað farið mikið á rollu rúntinn og hef
ekki heldur gefið mér tíma til að blogga því við erum í framkvæmdum heima og allur tíminn hefur
farið í það en það er að fara sjá fyrir endann á því og þá kem ég sterk inn í bloggið.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

  • 1
Flettingar í dag: 1231
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 1606
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 668082
Samtals gestir: 45755
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 13:23:13

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar