Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2020 Október

31.10.2020 08:06

Ásettnings gimbrar hjá Sigga í Tungu.

Þessi er undan Mosa og Lottu.

44 kg 34 ómv 3,6 ómf 4,5 lag 107 fótl

9 framp 18,5 læri 9 ull 8 samræmi.

Þessi er undan Slettu og Ask.

52 kg 35 ómv 3,4 ómf 5 lag 112 fótl

9 framp 18 læri 7,5 ull 8,5 samræmi

Þessi er undan Hélu og Ask.

44 kg 30 ómv 3,2 ómf 4,5 lag 107 fótl

9 framp 18,5 læri 7,5 ull 8,5 samræmi.

Þessi er undan Skrúfu og Ask.

47 kg 32 ómv 3,9 ómf 4,5 lag 111 fótl

9 framp 18 læri 9 ull 8,5 samræmi.

Þessi er undan Sprella sem er undan Gosa frá Guðmundi Ólafs Ólafsvík eins og Mosi og
Prílu.

46 kg 34 ómv 2,7 ómf 5 lag 107 fótl

9 framp 18,5 læri 8 ull 9 samræmi.


Þessi er undan Slyddu og Mosa .

50 kg 37 ómv 1,9 ómf 5 lag 109 fótl

9 framp 18 læri 8 ull 9 samræmi.


Þessi er frá Sigga og verður í eigu Kristins Bæjarstjóra hún er undan Bolta hrútunum hans
Kristins og Svínku.

42 kg 33 ómv 2,5 ómf 5 lag 104 fótl 

9,5 framp 18,5 læri 7,5 ull 8 samræmi.


24.10.2020 22:42

Smalað lömbunum heim og aðkomu fé

Fórum að sækja kindurnar og lömbin í dag og virtist þetta ætla vera voða þæginlegt í fyrstu engin inn fyrir Búlandshöfða en þegar að var gáð betur kom í ljós að það voru nokkrar eftir
inn fyrir Höfða og voru niður fjöru.Það gekk samt allt saman vel þegar það var komið af stað. Siggi hélt svo að hann ætti eina upp á Eyrunum við Rauðskriðumelið hinum megin við ána og fór einn á eftir henni en svo kom annað í ljós að hún var alls ekki frá okkur og ætlaði sér ekki að rekast niður og fór yfir ána í tvígang og mikill eltingarleikur átti sér stað í kringum hana en bugaðist þó að lokum það kom svo í ljós að hún var frá Óla á Mýrum.

Það voru svo aðrar aðkomu kindur sem voru mjög óþekkar og erfitt að reka og mikill eltingarleikur var að ná þeim. Kristinn hafði séð þær upp á Fróðarheiði og þær hefðu svo villst inn efir og voru komnar niður í Hrísar. Siggi,Kristinn,Emil og Jóhanna voru komin með þær alveg upp að fjárhúsum þegar ég kom til baka eftir að ég var búnað fara og tékka á Ronju hjá Freyju og Bóa og hélt að þær væru bara að fara inn hjá þeim en það var síður en svo þær ætluðu sér ekki inn og tóku straujið aftur til baka og ætluðu að rjúka inn í Kötluholt en við náðum að komast fyrir þær og koma þeim inn í girðinu og enn héldu þær áfram og vildu ekkert láta sér segjast að fara inn í fjárhús. Þá var tekið til ráða að hleypa nokkurm frá okkur út og ná að sameina þessar við og reka þær saman inn og það hafðist og loks voru þær komnar inn. Þessar ær reyndust svo vera alla leiðina frá Guðjóni í Knarrartungu Breiðvík.

Það var svo farið til Óttars á Kjalveg og náð í eina kind sem ég ætla að vera með fyrir hann og gimbur sem hann lét Kristinn hafa. Lalli á Hellissandi var svo að dæla út fyrir okkur og þess á milli var hann að hjálpa okkur að stöðva kindur og reka inn he he fékk engan frið að dæla út og hjálpin var vel metin.

Svo nú eru öll lömbin komin svo nú get ég farið að taka myndir af þeim og setja inn fljótlega.

Hér eru Kristinn og Siggi með kindurnar sem voru að fela sig niður í fjöru Búlandshöfða megin.

Hér eru þær komnar vel áleiðis og stelpurnar komnar að hjálpa Freyja og Embla.

Embla Marína dóttir okkar svo dugleg að smala.

Hér erum við að komast fyrir hornið Siggi efstur svo Kristinn og Embla neðst og við Freyja rekum lestina.

Hér erum við komin fyrir ofan Mávahlíðarhelluna.

Hörku smalar.

Embla fremst á eftir kindunum svo koma Kristinn og Freyja.

Siggi er fyrir ofan veg upp í hlíð.

Allt orðið svo vetrarlegt og það er farið að bæta í vindinn hjá okkur og frekar kalt sérstaklega ef það þarf að stoppa og bíða.

Hér halda þær áfram frá Mávahlíð og yfir í Tungu.

Freyja labbaði með mér inn hlíðina og það var orðið ansi kalt hjá okkur í restina að bíða.

En svo komu þær allar niður eftir að Kristinn og Siggi voru búnað fara upp á Sneið og reka þær niður og þá gátum við Freyja lagt af stað niður.

Hér halda þær áfram niður í Fögruhlíð.

Hérna er þessi óþekka sem stökk í ána og er frá Óla á Mýrum.

Kristinn og Embla að reka inn og Embla fer létt með þetta og hleypur alveg þindarlaust
á eftir þeim.

Allt að koma hjá okkur verið að reka inn úr girðingunni hjá Sigga í Tungu.

Smalarnir sáttir við daginn Kristinn,Siggi og Emil á leið í kaffi hjá Sigga.

Hluti af ásettnings gimbrunum.

Golsi fallegur hann er 87,5 stig og undan Ask og fær nafnið Þór.

Hér er fallega veturgamla sem ég mun hafa fyrir Óttar og hliðina á henni er gimbur sem
hefur fengið nafnið Tuska og er frá Óttari og er í eigu Kristins.

Hér er í bland gimbrar frá okkur og Sigga sem verða settar á.

Falleg Golsa sem er undan Kviku.

Benóný var að leyfa Móru hans Sigga að prófa húfuna sína og hún brosti líka svona breytt alveg hæðst ánægð með 66 norður húfuna .

Embla með Hrafney sem er undan Hröfnu og Móra sæðingarstöðvarhrút.

Hrafntinna er frá Jóhönnu frænku Emils og er undan Svarta Pétri og Hnotu.

Jæja læt þetta duga að sinni það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af smöluninni.

21.10.2020 21:28

Sláturmat

Við sendum 51 lamb í sláturhús og seldum 62 til lífs og svo verða settar á einhverjar gimbrar og 3 lambhrútar. Við erum búnað fækka talsvert af kindunum og seldum við 28 kindur og svo var einhverjum slátrað og munum við enda í 30 hjá okkur svo verður Jóhanna með 3 og Kristinn Bæjarstjóri verður með 3 og svo setur Jóhanna eitt lamb á og Kristinn 2 svo þetta 
fer allt að skýrast hvað verða margar í vetur. Lalli er að dæla út fyrir okkur núna svo allt fer að verða klárt fyrir að taka inn. Það á reyndar enn þá eftir að sækja eitthvað af sölulömbum.

En já eins og ég sagði áður fóru 51 í sláturhús og vorum við frekar stressuð að matið yrði ekki gott því það fór svo seint í sláturhús og þau voru búnað vera svo lengi inn á túni.

10,94 Gerð
6,61   Fita
17,82 kg

Ég er bara mjög sátt við þessa útkomu miðað við að ég er búnað taka allt það besta úr þessu og þetta er í rauninni bara það slakasta sem er eftir.

Hér er Ronja Rós alsæl með einni af lífgimbrunum sem við setjum á.

Þau eru svo ótrúlega spök hjá okkur lömbin hér eru krakkarnir að klappa þeim.

Gaman í sveitinni hér er Guðjón vinur Emblu og Freyju og svo Aníta vinkona þeirra.

Freyja að klappa sölu lömbunum.

Embla og Ronja Rós.

Nóg að gera að klappa þeim.

Ronja búnað troða sér ofan í pott hún er alveg órtúlegur prílari og dettur ýmislegt í hug eins og þetta að troða sér ofan í pottinn he he.

Hér er önnur gimbur sem við setjum á og Ronja fékk að klappa henni og klípa.

Þetta er þrílembingur undan Hriflu gömlu og Mosa hans Gumma Óla. Hrifla kvaddi 
okkur núna og svo drapst Mosi hans Gumma í haust.

Falleg grá gimbur sem við erum búnað selja hún er undan Vask og Vofu.

Ronja að leika við Mikka.

Hér er Bolti veturgamall hrútur hjá okkur sem Kristinn Bæjarstjóri á hann var að koma
mjög vel út hjá okkur.

Kolur veturgamall hjá okkur hann átti meðal annars 88 stiga mórauðann hrút sem við seldum Tóta á Ytri Hofdölum það verður spennandi að fylgjast með því hvað hann gerir í 
framræktun þar. Lömbin undan Kol voru fallega mórauð og mógolsótt.

Hérna er svo Askur sá golsótti hann var í afkvæmarannsókn á Álftavatni og var bara mjög
stutt í að við fengjum að vita úr henni en þá þurfti Askur endilega að drepast stuttu seinna.
Askur er Kaldasonur og var að koma mjög vel út hjá okkur og kom einnig vel út í afkvæma
rannsókninni sem við fengum svo að vita síðar. Við setjum einn lambhrút undan honum á 
og einnig undan Vask sem er sonur hans og vona ég að þeir erfi þessa miklu framræktun sem hann var að gefa svo vel í gegn frá sér.

Hér er Kiddi með gripinn sinn hann Bolta sem er algjört gæðablóð og elskar að láta klappa
sér og legst bara á rassinn þegar eins og sést þegar Kiddi klappar honum undir bringuna.

Það var Halloween ball í skólanum hjá krökkunum og hér er Freyja,Embla og Aníta 
vinkona þeirra í þessum flottu búningum sem Gunna Þórðar amma Anítu saumaði fyrir
þær og svo saumuðum við Anna svörtu saumana á kjólana og Anna málaði þær og ég
aðeins og svo hjálpaði Irma okkur líka að setja lit í hárið og útkoman af þessu varð alveg
rosalega flott og þær svo ánægðar.

Benóný fór sem Covid eftirlits maður og við áttum gamlan málingargalla sem ég teiknaði
og skrifaði á og límdi svo sprautu og eyranpinna og hár rúllur til að búa til líkan af veirunni.

Þetta var hann með framan á gallanum.

Þetta var svo hinum megin framan á.

Aftan á skrifaði ég svo Covid-19 Heima með Helga og svo í kvöld er Gigg og svo var
Sóttkví í 14 daga og tölur yfir hversu margir eru smitaðir þennan dag og hversu margir
í sóttkví og einangrun.

Hér eru glæsilegu Halloween börnin okkar og Benóný hlaut verðlaun á ballinu fyrir
frumlegasta búninginn og var rosalega ánægður með það enda var þetta svo geggjuð 
hugmynd honum langaði að vera Covid og ég fann þennan galla svo þetta small allt saman
hjá okkur svo var hann með grímu,gleraugu og derhúfu.

Auðvitað varð svo litla dúllan að fá að vera með líka svo við skelltum henni í búning.

Hér er hún alveg að krútta yfir sig í þessum sæta jarðaberja búning.

Flottar systur saman.

Við reiknum svo með að smala næstu helgi og fara taka inn lömbin og hrútana og þá mun ég blogga og setja inn myndir.

13.10.2020 10:34

Ronja Rós og krakkarnir í göngutúr og fleira

Ronja Rós að virða fyrir sér haustlitina í garðinum.

Margt svo spennandi að skoða.

Sópa stéttina með mömmu sinni.

Svakalega gaman.

Gaman að skoða hænurnar í sveitinni hún er alveg sjúk í gogg gogg eins og hún kallar þær
hér er hún með systrum sínum og Anítu vínkonu þeirra.

Flottar saman.

Haninn hjá Freyju og Bóa Varmalæk.

Hænurnar eru svo flottar og falla svo vel inn í haustlitina.

Benóný hænsna bóndi.

Fórum í göngutúr með Freyju ömmu inn í Bug um daginn í veðurblíðunni.

Ronja Rós sofnaði á leiðinni og svaf svo fyrir utan heima hjá ömmu í vagninum.

Við mæðgurnar.

Krakkarnir skelltu sér í fjallgöngu.

Krakkarnir komnir upp á topp.

Og Benóný skellti sér upp á næsta topp.

Hér er hann aftur að hlaupa milli hóla svo fékk hann ömmu Freyju til að snúa við og
fara heim á undan mér og stelpunum því hann var orðinn svo þreyttur he he enda búnað
vera mjög duglegur að hlaupa upp og niður.

Þetta er í miklu uppáhaldi að fara ofan í alla kassa og príla.

Donna treður sér alltaf ofan í bónus pokana þegar ég er búnað taka úr þurrkaranum og þá
kemur Ronja og hlúnkar sér ofan á hana í pokanum og Donna er ekkert voðalega hrifin af
því he he en lætur sig hafa það eða forðar sér í burtu.

Birgitta frænka og Alex frændi komu til ömmu Freyju og afa Bóa seinustu helgi og það
var mikil hamingja og gleði að fá þau hér er Birgitta og Freyja með Ronju.

Flottar frænkur.

Hér var smellt í eina grettumynd af krökkunum svo gaman að hittast öll.

04.10.2020 15:13

Söluhrútur






Þessi hrútur er til sölu hann er undan Kol og Óskadís. Kolur faðir hans er mógolsóttur og er
undan Zesari sem á ættir í Dreka sæðingarstöðvarhrút og Óskadís er undan Knarran frá Bárði og Dóru Hömrum sem er móflekkóttur og Óskadís sjálf er móhosótt.
 
Þetta er mynd af móðurinni Óskadís þegar hún var lamb hún er fædd 2018.
Hér er kolur sem er veturgamall og er faðirinn.
Kynbótamat hans er 108 gerð 104 fita 104 frjósemi 99 mjólk.

Lambhrúturinn er tvílembingur og bróðir hans er mórauður og var með 31 ómv og 18 læri 
og var 84,5 stig 

Stigun á þessum hrút hljóðar svona :

47 kg 107 fótl 30 ómv 2,8 ómf 2,8 lögun 4,0

8 8,5 8,5 9,0 8,5 17,5 7,5 8,0 8,5 alls 84 stig

Kynbótamat 104 gerð 104 fita 106 frjósemi 98 mjólkurlagni.

Áhugasamir hafið samband í síma eða skilaboð 8419069 Dísa eða 8959669 Emil.


01.10.2020 11:33

Ronja Rós 1 árs 27 sept

Yndislega og káta Ronja Rós okkar varð 1 árs 27 sept. Við héldum upp á afmælið hennar 
laugardaginn 26 sept því hún á afmæli á annasömum tíma hjá okkur allt á kafi  að gera í 
kindunum og við þurftum að afgreiða sölu lömb á afmælisdaginn hennar svo við flýttum þvi
um einn dag og það var bara lítið fjölskyldu afmæli amma Freyja og afi Bói komu,Jóhanna
frænka,Maja og Óli og Karítas,Jóhann,Þórhalla og Bjarki og Siggi í Tungu.
Jóhanna fænka bakaði afmæliskökuna og svo var ég bara með pestó kjúkling í ofni og heitan rétt og smá kökur.

Ronja fór í skoðun eftir afmælið sitt þann 29 sept og hún heldur sinni kúrvu.
Hún er 8 kg og 20 gr lengd 74 og höfuðmál 46 cm.
Hún fékk svo tvær sprautur og kippir sér ekki mikið upp við þær hún verður smá reið og grenjar bara í 5 sekundur svo búið ótrúlega hörð.

Hún er enn sami gleðipinninn og elskar að láta fíflastí sér sérstaklega stelpurnar og pabbi
hennar hún elskar þegar hann er með háróma stríðnistóninn sinn og þá skrækir í henni.
Hún er farin að segja fleiri og fleiri orð með hverjum deginum sokkar og mjög hátt og skýrt 
mamma og babba,kis kis og núna er komið me og aff aff hundur og íhi hestur,bra bra önd og gogg gogg hænur enda er barnið í kringum svo mikið af dýrum.

Hún elskar lagið five little monkeys og ég segi alltaf með laginu á íslensku nei nei ekki hoppa í rúminu en það er sagt á ensku í laginu og hún er farin að segja nei nei og hreyfa visifingur svona eins og þegar maður er að skamma mjög krúttlegt.emoticon
Hún er nánast hætt að skríða og labbar um allt er stundum aðeins of fljót að flýta sér og 
heldur að hún geti bara hlaupið og þá dettur hún. Prílið í henni er orðið ansi krefjandi hún er farin að komast upp í sófa og finnur allt til að stíga ofan á og færi sig ofar til að mynda i 
morgun fór hún upp á stól inn í svefnherbergi. Hún er komin með 6 tennur 4 í efri góm og 2 í
neðri. Hún vakanar yfirleitt fyrir 7 og tekur svo tvo til þrjá lúra yfir daginn ýmist í 1 til 2 klukku tíma eða ef hún tekur 2 þá sefur kanski í 2 til 3 tíma og tekur þá stuttan um kvöldið. Sofnar yfirleitt milli 9 og 10 og sefur vel á nóttinni nema vaknar til að drekka og já hún er en á brjósti fær svona þrisvar yfir daginn og svo áður en hún fer að sofa og svo á nóttinni ég er enn að vinna í því að láta hana hætta en það er erfitt því hún vill ekki snuð eins og ég hef áður sagt frá.

Hér er krúttið okkar í kjólnum sem Hafdís tvíburasystir mömmu heklaði svo heklaði
Þuríður systir mömmu dúkku kjólinn,hatt,nærbuxur og hosur svakalega fallegt.

Hér er hún og dúkkan saman svo flottar.

Svo mikil prinsessa.

Ég styllti henni svona upp fyrir myndatökuna og viti menn þá fann hún upp á því að hún gæti klifrað sjálf upp á arinn hilluna.

Aðeins að fikta í dótinu hennar mömmu sinnar.

Að opna fyrsta pakkann sinn á afmælinu.

Krakkarnir fara létt með að hjálpa henni að opna hér er Bjarki Steinn,Embla Marína með
Ronju Rós og Freyja Naómí og Aníta Sif vínkona þeirra.

Þetta var nú ansi freistandi að fá að grípa í tertuna he he.
Fallegar systurnar saman.

Með ömmu Freyju og afa Bóa.

Það er alveg með einsdæmum hvað féið er spakt hjá okkur hérna er ein sölu gimbur sem
stelpurnar mínar voru aðeins búnað klappa og hún liggur bara með þeim.

Hér er Ronja svo niður í kró að tala við eina mógolsótta gimbur sem er þrílembingur frá Sigga og hún er svo gjæf.

Hér eru stelpurnar með sölu lömbin okkar og svo er ein tvævettla með þeim sem er mjög
gjæf. Lömbin voru frekar gjæf í vor þegar krakkarnir og ég vorum að klappa þeim og það
er eins og þau muni eftir því eða þetta sé bara orðið erfðavísir hjá þeim að verða svona
gjæf. Þetta eru bara lömb sem koma núna niður af fjalli og þau eru bara strax gjæf.

Þetta er alveg magnað að þau skuli vera svona rosalega spök.

Benóný að teygja sig í þau.

Freyja alveg í kremju he he.

Stelpurnar eru alveg alsælar með þetta og alltaf bætast fleiri og fleiri lömb í hópinn sem vilja láta klappa sér.

Ronja var alveg alsæl að fá að sitja bara á þessari gimbur og hún jórtraði bara á meðan og
kippti sér ekkert upp við þó hún væri að tosa í ullina hennar og tromma á henni með
höndunum.


Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi
  • 1
Flettingar í dag: 1293
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 1606
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 668144
Samtals gestir: 45755
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 13:46:37

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar