Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2021 Júní

27.06.2021 13:07

Rúntur 27 júní

Hexía með lömbin sín undan Óðinn.

Þessi er frá Gumma Óla Ólafsvík.

Viktoría með lömbin sín undan Óðinn.

Hér er Þoka sem ég lét Gumma Óla hafa en hún er samt upphaflega frá honum því ég fékk
hana frá honum.

Dis með lömbin sín undan Bolta.

Sprelli hans Sigga.

Þessi er frá Sigga og er gemlingur sem gengur með 2 og þau eru undan Sprella.

Hér er hitt lambið hennar á móti.

Rakst á hana Emblu hennar Emblu í dag hún er með gimbur undan Glitni sæðishrút.

Hér er hún orðin svakalega stór og flott en einhverju hefur hún lent í því annað hornið er
búið að brotna hjá henni og það var svona blóð sletta framan í henni sem hefur þornað.

Skellibjalla kom alveg upp að mér.

Terta með lömb undan Óðinn.

Nái ekki alveg nógu góðum myndum af þeim en hér er hitt.

Hér er svo Viktoría aftur.

Annað lambið hennar og þau eru undan Óðinn.

Hér er hitt á móti.

Þetta eru þær sem ég náði að taka mynd af í dag.

25.06.2021 09:38

Annar rúntur 24 júní

Hérna eru gimbrar undan Kol og Lóu.

Hér er Bolti.

Benóný sá Kaldnasa og ákvað að reyna nálgast hann.

Hann er að fara ná athyglinni hans.

Hann var þolinmóður að bíða hvort hann kæmi til sín.

Og þolinmæðin borgaði sig á endanum og Kaldnasi kom.

Nálgast hann varlega og gefur honum knús.

Horfir sposkur á svip a mömmu sína að hann sé búnað ná að komast til hans.

Hann er alveg gæðablóð hann Kaldnasi og gæfari hrút höfum við aldrei átt hann er alveg
æðislegur og gefur líka frábær lömb.

Grettir Máv sonur frá Sigga fylgdist vel með þegar Benóný var nálgast Kaldnasa.

Hér er Dögg sú hvíta hennar Jóhönnu með lömb undan Bjart og svo er Perla gemlingur
sem var með eitt úldið og svo drapst hitt í fæðingu svo hún verður lamblaus greyjið en
fær þá bara stækka í sumar.

Kolbrún hans Sigga með lömb undan Bibba.

Þetta er hún Mylla gemlingur sem bar næst seinust. Hún er með gimbur undan Kol.

Tuska með lömbin sín undan Kol.

Hér sést hún betur hún bar líka seint eða 29 maí og þau eru nú bara mjög jafnir hrútarnir
núna en í fæðingu var sá flekkótti talsvert minni.

Skeifa hans Sigga með lömb undan Bolta.

Hér sjást þau betur.

Fallegt lamb frá Sigga undan Bolta og Botníu.

Hér er Botnía með hrútana sína sem eru orðnir stórir og flottir.

Hláka með lömbin sín undan Grettir.

Rakst á þessa frá Sigga og held að þetta sé Lotta annars er ég ekki alveg viss hún var svo
langt frá að ég náði ekki að greina númerið á henni. Ef þetta er hún þá er hún mjög fallega
gimbur sem er þarna hliðina á henni og hún er þá undan Þór.

Hér er Svala hans Kristins með hrútana sína undan Dag.

Gyða Sól með hrútana sína undan Dag.

Það eru svo fleiri myndir inn í albúmi.

20.06.2021 20:42

Rúntur 20 júní í Fögruhlíð

Sletta hans Sigga með lambadrottningarnar undan honum Ingiberg(Bibba).

Virkilega flottar og tignarlegar.

Það var svo gaman að taka myndir af þeim þær stylltu sér svo vel upp og sjáiði hvað hún
er breið og falleg að framan.

Góð lengd í þeim og afturpartur lofar góðu líka svo ég held að við höfum alveg veðjað
rétt að hafa tekið hann Bibba að okkur í haust sem næsta kynbóta hrút.

Þetta er Þíða hans Sigga með þrílembingana sína undan Óðinn.

Gletta hans Sigga með hrút og gimbur undan Bolta.

Negla gemlingur frá Sigga með gimbur undan Bibba.

Maríuerlan fylgdist grannt með mér þegar ég var að taka myndir.

Hér er Kleópatra gemlingur með hrútana sína undan Bibba.

Héla hans Sigga með þrílembingana sína undan Þór. Þeir eru mjög jafnir og stórir.

Rakst á Tölu sem Bárður fékk hjá mér í haust. Hún er hérna í Mávahlíðinni með Dögg hennar
Jóhönnu. Bárður hornskellir kindurnar sínar svo þær þekkjast vel frá mínum kindum sem
hann fékk hjá mér.

Rósa var inn í Mávahlíð líka í hlíðinni með hrútinn sinn og flekkóttu gimbrina undan Kaldnasa.

Ronja að gefa hænunum brauð.

Svo vildi hún taka brauðið aftur.

Hænan var nú ekki sátt við það svo hljóp hún þessi grallari og skrækti í henni hænan er
að taka brauðið mitt he he svo gaf hún henni brauðið á endanum.

Það fer vel um þær núna í sveitinni.

Benóný hænsnabóndi að gefa þeim brauð.

Hér er svo ein komin til hans.

Svo fara þau í göngutúr og spjalla.


18.06.2021 09:48

Fyrsti rúntur sumarsins

Klara með hrútana sína undan Þór.

Björt með lömbin sín undan Kaldnasa það var svolítil stærðarmunur á þeim þegar þau fóru
út en virðast núna vera jöfn að stærð.

Snúlla hennar Jóhönnu með lömbin sín undan Bjart.

Skvetta hans Sigga í Tungu með lömbin sín undan Dag.

Dúfa sá okkur koma og kom til okkar.

Hér er hún farin að hlaupa þegar Benóný hristir brauðpokann.

Hér er hún svo komin til hans.

Her fær hún svo bitann sinn og þau bæði jafn glöð að hittast. Dúfa er í eigu Jóhönnu frænku
Emils og hennar kindur eru svo skemmtilega háðar brauði að þær koma hlaupandi þegar
maður lætur skrjáfa í pokanum.

Hér eru lömbin hennar Dúfu hrútur og gimbur undan Bjart. Ég er mjög spennt að sjá
hvernig hrúturinn kemur út því Dúfa er afurðarkind mikil og væri gaman að fá gerðina líka
upp ef þetta er rétt blanda á þessum hrút.

Snædrottning með gimbrarnar sínar undan Bolta.

Þessi er frá Sigga ég náði ekki alveg að greina hver þetta er hún horfði ekki nógu vel á mig.

Rakst á lambhrútana og hér er Óðinn sem er undan Vask og Bombu. Vaskur er undan Ask.

Þór er undan Snædrottingu og Ask.

Hér er svo Ingibergur eða Bibbi eins og hann er kallaður og svo Óðinn.

Hér eru þeir saman en það vantaði Dag og sá ég hann svo síðar á rúntinum og þá var hann niður á Mávahlíðarhellu með kindum þar svo hann hefur orðið viðskila við þá.

Hér er Hláka hans Sigga með lömb undan Grettir. Grettir er Máv sonur hjá Sigga.

Hér er Gjöf með gimbur undan Kaldnasa.

Hér er gimbrin hennar Rósu hennar Emblu og er undan Kaldnasa.

Snærós gemlingur.

Hrúturinn hennar sem er undan Bjart.

Hér eru geldu gemlingarnir sem voru allir hafðir geldir.

Mávadís með lömbin sín undan Þór. Þór er undan Snædrottningu og Ask.

Ég átti svo afmæli í gær 17 júní og átti frábæran dag sem byrjaði á þessum kinda rúnti og
svo var ég með krakkana aðeins á skemmtuninni sem fór fram í Ólafsvík svo var kíkt í 
heimsókn og fengið sér kaffi og mér færðar smá gjafir í tilefni dagsins alveg yndislegt.
Ronja lauk svo reyndar deginum með að fá hita og verða ergileg alla nóttina og með
svakalega mikið kvef svo henni var haldið heima í dag. Emil er kominn í útilegu og er að 
róa frá Skagaströnd og verður þar á næstunni. Embla og Freyja eru á leikjanámskeiði en 
Benóný er bara heima með mér og við skelltum okkur í sund inn í Grundafjörð um daginn
og hann var mjög heillaður af sundlauginni þar og fannst hún mjög flott og fór auðvitað
strax að skanna svæðið hvar væri hægt að setja rennibraut ef það yrði einhvern tímann gert.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessum rúnti.

07.06.2021 12:08

Seinustu ær fara út og borið á tún

Verið að gera klárt fyrir að bera á.

Og hér byrjar Emil að bera á.

Emil lenti svo í smá klemmu þegar hann var að keyra inn í Kötluholt þá voru rörin undir
brúnni þar eitthvað búnað færast til og hann setti traktorinn næstum á hlíðina og Siggi
þurfti að draga hann upp. Það verður alltaf að vera eitthvað bras og ævintýri í kringum þetta.
Þetta gekk svo allt saman vel út frá þessu.

Á meðan vorum við Kristin upp í fjárhúsum að klippa klaufar og setja út síðustu ærnar.
Hér eru sniðugu gemlingarnir sem sáu sjálfir um að redda sér lömbum Milla og Tuska.

Tuska með sína tvo.

Milla með gimbrina sína.

Við ákváðum að keyra Dísu inn í Mávahlíð svo hún myndi fara á réttar slóðir. Hér er 
Kristinn og Benóný að fá hana út úr kerrunni.

Benóný að halda á einu lambinu meðan Kristinn nær henni út.

Hún stökk út úr kerrunni á mikilli ferð og hitt lambið sem Benóný hélt á varð eftir.

Kristinn læddist að henni á fjórum fótum svo hún myndi ekki styggjast í burtu og fikraði sig
nær og nær.

Hún fylgist með honum af athygli.

Svo náði hann að koma því til hennar og hér fer hún með þau bæði.

Hér er hún komin með þau bæði svo flott með gimbrarnar sínar undan Bolta.

Það verður flott ef hún heldur sér í hlíðinni í sumar.

Snjóhvítar og fallegar gimbrar hjá henni sem verður spennandi að sjá í haust.

Svo nú er allt komið út og sumarið má fara byrja.

07.06.2021 11:32

Ronja Rós 20 mánaða

Ronja Rós okkar dafnar vel og er mjög sterk og ákveðin persóna sem stjórnar öllu eins og
herdeild hérnar heima með því að ýmist bræða mann með krúttinu sínu eða af fullri ákveðni
og systurnar elska að leika við hana og djöflast í henni en Benóný er nú meira að loka 
hurðinni og öskra MAMMA Ronja og þá á ég að hlaupa til og ná í hana he he þá er hún að
stríða honum og tæta í herberginu hans. Hún er rosalega skír og talar mjög mikið og hún
er svakalega dugleg að læra og syngja og telur upp í 10 og jafnvel meira ef maður matar
hana þá hermir hún eftir allt sem við segjum. Hún er dugleg að hjálpa mér og vinnusöm
ef maður réttir henni eitthvað og biður hana að gefa systrum sínum eða gefa einhverjum
bolla fyrir kaffi þá fer hún og réttir ömmu sinni og afa. Traktor og gröfur eru í miklu 
uppáhaldi hjá henni og mjög fyndið hvað henni finnst það spennandi því það eru svo mikið
af gröfum núna í plássinu því það er verið að gera vorverkin í Ólafsvíkinni og laga til.

Hún dýrkar að fá að fara í sveitina til Freyju og Bóa þar getur hún verið úti að leika og 
skottast í hænunum sem hún er alveg að elska og svo eru svo flott leiktæki til að leika sér svo það eru bara spennandi tímar framundan þegar það er komið sumar.

Elskar alveg að fá að koma í fjárhúsin er allt of köld að fara út um allt en það er bara aldurinn
sem stjórnar þvi.

Hér er hún með lambið hennar Gurru.

Aðeins að gera A og knúsa það he he.

Gott að taka lúr með Myrru sem passar hana eins og barnið sitt.

Að prófa sundlaugina út á palli í góða veðrinu sem var í maí.

Með Dalíu frænku sem fermdist á Hvítasunnunni og var með veisluna hér fyrir vestan en 
annars býr hún á Felli í Breiðdalsvík. Hún var alveg stórglæsileg eins og sjá má.

Með Emblu systir að gefa fingurkoss.

Að smakka kríu egg hjá afa Bóa.

Henni fannst þau mjög bragðgóð.

Með Freyju á sjómannadaginn að horfa á leikhópinn Lottu sýna litlu gulu hænuna.

Embla Marína tók þátt í flekahlaupi á Sjómanna helginni og var í fyrsta sæti í sínum flokk og 
fékk bikar svakalega flott hjá henni.

Freyja Naómí okkar var svo tveim sekundum á eftir henni og varð í öðru sæti alveg 
glæsilegt hjá þeim.

Benóný með sundlaugabókina sem hann var að búa til í skólanum og ætlar að hafa með
í sumar í ferðalag. Við fórum svo í gær á Sjómannadaginn með hann í sund inn á
Lýsuhól og það fannst honum mjög gaman og hann var mikið að pæla í hvort hægt væri að setja rennibraut þar þvi þar væri heitt vatn.

07.06.2021 11:06

Sauðburður að klárast

Gurra með þrílembingana sína undan Óðinn.

Skemmtileg litasamsetning einn hvítur hrútur, svartbotnótt gimbur og svartbotnukrúnótt
gimbur.

Snót er með fallegar gimbrar undan Óðinn.

Hér er hún aftur.

Klara með flotta hrúta undan Þór.

Hér er Klara aftur hún er svo tignarleg og falleg kind.

Hér er Snædrottning með gimbrarnar sínar undan Bolta. Sú flekkótta fékk einhvern
gröft í fótinn svo við urðum að sprauta hana og halda henni lengur inni þangað til það
lagaðist og náðum að kreista út úr sárinu og þá jafnaði það sig.

Kóróna gemlingur með gimbur undan Dag.

Dögg hennar Jóhönnu komin út með tvær gimbrar undan Bjart.

Perla gemlingur fór langt yfir og við héldum að hún hafi gengið upp en nei svo bar hún
greyjið á eurovison kvöldinu og það var orðið svo stórt að það gekk hægt að ná því frá henni og óvíst að það hafi nokkuð verið lifandi því svo var annað löngu dautt í henni og það kom mikil ýlda og ógeð frá henni sem hefur jafnvel verið búið að eitra frá sér í hitt lambið.
Svo hún fer lamblaus út og stækkar þá bara meir í sumar fyrir vikið.

Tuska hans Kristins kom með tvo hrúta alveg óvænt. Ég var reyndar búnað spá því að hún
kæmi með tvö því hún bara fyrir tímann og svo fengu þær svo seint því þær laumuðu sér
yfir til hrútsins og áttu að vera geldar en þess í staðin redduðu þær sér bara og fengu með
honum Kol.

Hér er svo hinn gemlingurinn sem laumaði sér líka yfir það er hún Milla og hún kom
með gimbur undan Kol.

Hérna er svo hún Dís hans Óttars sem ég var með fyrir hann í vetur og hún kom með
stórar og fallegar gimbrar undan Bolta.

Emil fór svo með merina okkar hana Heru inn á Berg til hans Jón Bjarna og fékk að halda
henni undir Sægrím.

Það er allt farið að grænka vel eftir að rigningin lét sjá sig.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.
  • 1
Flettingar í dag: 986
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 145
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 666231
Samtals gestir: 45712
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 18:02:50

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar