Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

04.05.2016 23:46

Sauðburður byrjar 2016

Jæja þá er biðin á enda og sauðburður hafinn. Hann hófst meira segja á meðan við vorum
en úti á Tenerife og Siggi sá um að taka á móti Eik sem kom með tvo mórauða hrúta aðeins
fyrir tal. Við komum heim 27 apríl og þá var ein að bera hjá Jóhönnu svo við fórum bara
strax upp í fjárhús með fullan bíl af töskum og allir en í sumarfötum.

Það var auðvitað skíta kuldi upp í fjárhúsum og krakkarnir farnir að kvarta yfir kulda en 
samt mjög spennt að sjá lömbin. Siggi var svo fljótlega kominn heim úr vinnu og aðstoðaði
mig að hjálpa Feikirófu sem var að bera og það var mjög stór hrútur sem var mikil átök að
ná út. Feikirófa var með 2 lömb en annað hefur verið löngu dautt og þess vegna var hitt
alveg risa stórt.


Ég var að vona að ég fengi móbotnótta gimbur en fékk bara 2 mórauða hrúta.

Feikirófa með hrútinn sinn undan Styrmi frá Eiríki.
Kvika bar 1 maí en átti ekki tal fyrir en 9 maí það hefur verið svoldið mikið um þetta núna
hjá okkur að þær séu að bera fyrir tímann. Hún kom með mórauðan og móbotnóttan 
hrút það er allt hrútar sem koma núna hjá okkur. Þessi litlu kríli þurfti að hita og þurrka
með hárblásara til að koma þeim á lappir og eftir smá klukkutíma þolinmæðisvinnu
komust þeir á ról og á spena.

Þessi var sædd með Kalda í þeirri meiningu að hún kæmi með golsótta gimbur en 
nei en var það hrútur. Þetta var stærðar gemlingslamb hjá henni og fyndið að sjá 
muninn á þessum og litlu krílunum hjá Kviku hér fyrir ofan.

Hrútarnir horn skelltir og klauf snyrtir.

Ísak fyrir horntöku hann er alveg leiðinlega náhyrndur.

Og hér er hann eftir horntöku.

Hrútunum sleppt út á tún hjá Sigga og auðvitað tóku þeir smá slagsmál.

Og meiri slagsmál.

Það var sko fjör að kíkja í fjárhúsin hjá Bárði og Dóru á Hömrum og fara í kara róluna.

Bárður með flotta þrílembinga undan tvævettlu.
Jæja vildi bara setja smá hérna inn en þetta er bara rétt að byrja hjá okkur og byrjar sem
hrúta ár því það eru komnir 13 hrútar og 4 gimbrar.
Það eru svo fleiri lambamyndir og af lömbunum hjá Bárði hér inn í albúmi


Flettingar í dag: 501
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 1606
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 667352
Samtals gestir: 45754
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 08:15:04

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar