Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

21.09.2024 21:58

Smalað Búlandshöfða,Mávahlíð og Fögruhlíð

Það var alveg einstaklega fallegt veður hjá okkur til að smala núna á föstudeginum og ákváðum við að halda áfram og taka líka upp í Fögruhlíð sem vanalega hefur verið smalað á laugardeginum en út af það gat spáð rigningu á laugardeginum ákváðu Siggi,Hannes og Kristinn að taka Emblu og Eriku með sér og fara upp í Urðir og upp undir Kaldnasa í átt að Bjarnarskarði og sjá hvað þeir gætu hreinsað mikið af því svæði því þær voru mikið þeim megin núna . Það gekk rosalega vel hjá okkur að smala Búlandshöfðann og svo þurftum við að hinkra aðeins inn í Mávahlíð meðan þeir fikruðu sig upp í Fögruhlíð svo héldum við Maja og Freyja upp hlíðina og ég var efst við klettana og svo Maja fyrir neðan um miðja hlíðina og svo Freyja neðst og svo þurftum við að bíða smá stund eftir að þeir kæmu niður til móts við okkur af sneiðinni og Óli hennar Maju fór líka upp og var fyrir ofan Sneiðina upp á fjalli. Þetta gekk svo allt saman vel og þær runnu svo niður þegar allt var komið og var rekið niður í Tungu.

Hér koma svo nokkrar mynda seríur af smöluninni.

 


Hér erum við hópurinn áður en við lögðum af stað í Búlandshöfðanum.

Ég og Erika .Freyja og Embla svo Hannes Adolf Magnússon, Peter listmálari, Kiddi og Siggi.

 


Við byrjuðum á því að Siggi,Kiddi,Hannes og stelpurnar fóru upp á Höfðann að ná í tvo gemlinga með lömb og á meðan fór ég með Emil og Peter að skanna svæðið hvort þær væru lengra inn að

Höfðabænum en það reyndist vera bara ein frá mér og ein frá Bárði sem hann fékk hjá mér og ég labbaði eftir þeim og að Búlandi og þar var svo mikill hópur af okkar kindum og á þessari mynd sést svo þegar Freyja og Kristin eru að koma gemlingunum niður til mín og Siggi og Hannes héldu áfram uppi á Búlandhöfða og ætla að labba þar og gá hvort það sé eitthvað þar uppi.

 


Hér sést hópurinn niður í Búlandi.

 


Hér sést hvar gemlingarnir voru upp á Höfðanum alveg á brúninni.

 


Hér erum við byrjuð að labba undir Búlandshöfðanum og Peter fékk þau forréttindi að labba með okkur Kristin því þetta er háskaleg leið og ekki fyrir lofthrædda en þessi leið er mín uppáhalds í smölun því hún er svo rosalega falleg og náttúran alveg æðisleg.

 


Hér halda kindurnar áfram kindaveginn og við á eftir og þetta er undir Búlandshöfða fyrir neðan þjóðveginn.

 


Hér eru þeir félagarnir kátir í þessu stórkostlegu útiveru og veður blíðunni.

 


Kristinn alsæll með daginn .

 


Peter líka honum fannst þetta alveg æði og var mikið að taka myndir í huganum að fá innblástur í málverk.


Hér sést aðeins hversu bratt þetta er og svo er bara þvergrýtt niður í sjó.

 


Hér sést hópurinn í nærmynd vera fikra sig áfram.

 


Hér eru óþekku gemlingarnir sem voru lengst uppi á Höfðanum en það gekk vel að koma þeim niður.

 


Flottur hópur.


Hér halda þær svo áfram kinda veginn í átt að Mávahlíð.

 


Við skiptum okkur svo þegar við komumst fyrir hornið í átt  að Mávahlíðarhellunni þá fór ég niður í fjöru og Peter hélt sinni linu og Kiddi fór upp á veg.

 


Hér erum við búnað reka þær yfir Búlandshöfðann og yfir í Mávahlíð og þær tóku smá auka beygju og ætluðu að renna út á Mávahlíðar rifið en Emil og stelpurnar náðu að komast fyrir þær og beina þeim á rétta leið upp Mávahlíð.

 


Hér var svo stoppað upp á afleggjara af Mávahlíð og fengið sér smá súkkulaði og poweraid til að fylla á orkuna.

Kiddi,Siggi og Hannes 

 

Erika ,Embla og Benóný.

 


Við fórum svo að pikka upp það sem hafði gefist upp  og settum upp á kerru og á meðan fóru Kristinn,Hannes,Siggi og stelpurnar upp í Fögruhlíð.

 


Það tók við smá misson hjá okkur mér Emil,Peter,Freyju og Benóný að ná að teyma Diskó niður en hann hefur einhvað slasað sig á fæti og stígur ekki í annan fótinn svo við þurfum að koma honum niður hliðina og upp á kerru.

 


Hér er verið að kanna aðstæður hvernig er best að koma honum niður.

 


Það gekk svo bara furðu vel og hér er Freyja með uppáhaldið sitt hann Diskó sem er mikil barnagæla við krakkana þau alveg elska hann.

Diskó er undan Tón sæðisstöðvarhrút.

 


Hér er svo dusterinn með kerruna tilbúin að taka á móti Diskó og sjáiði hvað veðrið er fallegt.

 


Hér er ég svo mætt upp í hlíðina í Mávahlíð og þvílikt útsýni og fallegt veður.

 


Þetta er náttúrulega bara flottasta útsýnið eins og það getur orðið alveg geggjað veður til að smala.

 


Hér er ég kominn alveg upp að klettunum fyrir ofan Tröð og Maju og Óla sumarbústað og kindurnar sem ég var að elta voru frekar óþekkar við mig og voru alveg upp við klettana en þetta gekk allt saman vel þegar maður var loksins búnað komast upp það þarf mikið þrek að komast upp og það er erfitt að labba hlíðina maður þarf að skekkja lappirnar ansi mikið við hvert fótspor.

 


Ein sjálfsmynd með Mávahlíðina í bakgrund.

 


Hér erum við komin niður og það var eitt lamb sem gafst upp og Freyja og Maja eru hér að teyma það á kerruna.

 


Freyja Naómí smali . Þær voru svo svakalega duglegar stelpurnar okkar og Erika vinkona þeirra að þær eiga stórt hrós fyrir.

 


Falleg mynd hér af Freyju að reka kindurnar heim að Tungu.

 


Hannes frá Eystri Leirárgörðum og Embla Marína í fyrirstöðu þegar verið er að reka féð upp í Tungu.

 


Hér er allt féð að renna inn í girðingu í Tungu.

 


Þessir bíða spenntir eftir að sjá lömbin. Guðmundur Ólafsson,Magnús Óskarsson og Emil Freyr Emilsson.

 


Flottir smalar hér á ferð Erika ,Embla ,Freyja og Ólafur Sigmarsson mágur minn.

Þau stóðu sig svo vel æðislegt að eiga svona góða að og vinna þetta saman svona fjölskyldu áhugamál.

 


Það var svo farið inn í kaffi í Tungu og fengið sér tertu og kaffi.

Ég pantaði tvær marispan tertur, eina brauðtertu stóra og kleinuhringi með karmellu frá Tertugallerý alveg frábær þjónusta hjá þeim.

Ég var svo heppin að Helga hans Kristins var að fara til Reykjavíkur á föstudeginum svo hún gat sótt þær fyrir mig. Ég bakaði svo eina stóra marens fyrir morgundaginn en þá verður aðal dagurinn í smölun og þá verða allsskonar kræsingar. Heimtur gengu vel úr Búlandshöfðanum og Fögruhlíðinni og litur út fyrir að það vanti ekki mikið nema það sem við vitum að kemur í smöluninni á morgun.

 


Þau virka falleg lömbin hér er Móna Lísa með gimbur sem hún fóstrar og hrútinn sinn undan Anga sæðingarstöðvarhrút sem ég er mjög spennt yfir.

 


Móflekkótt gimbur undan Gjöf sem er með R 171.

Jæja læt þetta duga af bloggi af föstudeginum og reyni svo að koma laugardags blogginu inn á næstunni.

 

 

 

Flettingar í dag: 2059
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2593
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1558702
Samtals gestir: 77952
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 07:13:47

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar