Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2011 Nóvember

25.11.2011 22:54

Rollurnar teknar á hús og Breskir rúningsmeistarar Chris Hird og Ashley Story komu og tóku af.

Nóg búið að vera gerast hjá okkur þessa dagana. Við tókum rollurnar inn 19 nóv og keyrðum þær út á Tungu á tveim bílum þar að segja bílnum hans Bóa og svo Gumma sem var svo almennilegur að bjóðast til að koma á bilnum sínum með hestakerruna og hjálpa okkur svo þetta gekk hratt fyrir sig. Þann 22 nóv komu svo til okkar Breskir rúningsmeistarar þeir Chris Hird og Ashley Story. Chris er búnað gera þetta í 5 ár og er frá Englandi og er einn fljótasti rúningsmaður Breta. Þessir strákar koma hingað og rýja þeir 10-15 þúsund kindur meðan þeir eru hér enda eru þeir allveg sjúklega snöggir að þessu og eru rúmmlega 1 mínótu með kind sem er náttúrulega bara rugl hraði. 

Hér eru þeir að störfum. Þetta er Ashley Story.

Chris Hird. Sjá svo fleiri myndir hér

Rollurnar komnar í réttina inn í Mávahlíð og skilja ekkert í því að fá ekki að fara inn.

Verið að setja upp á kerru hjá Bóa og svo var Gummi einnig með kerruna sína svo þetta gekk mjög vel.

Svo var keyrt með þær út á Tungu og þar bíður þeirra glæsileg fjárhúsaðstaða í vetur.

Embla var fljót að eignast vínkonur og voru það Valbrá og Týra sem voru svo gæfar.

Hér er Benóný lukkulegur á Rambó.

Embla Marína og Donna.

Emil Freyr og Embla Marína.

Ég og Embla á Rambó. Það eru svo fullt af fleiri myndum af þessu 
öllu saman hér. Jæja nú er ég orðin grasekkja aftur því Emil fór 
austur núna í morgun en verður vonandi ekki eins lengi og seinast.
Fyrsti snjór vetrarins kom svo í gær svo það hefur bara verið 
góður tími að taka rollurnar inn hjá okkur. 

18.11.2011 11:43

Gimbrarnar hjá Óttari upp á Kjalveg.


Þessi heitir Dóra og er undan Morgun og Báru.

Þessi heitir Skeifa og er undan Klett og Krumpu.

Þessi er undan Tirtu og Klett og heitir Tirta ,mamma hennar dó í sumar.

Þetta er hin systirin undan Tirtu og Klett.

Þessi heitir Sending og er undan Eldingu og Klett.

Þessi heitir Stygg og er undan Borða og Lummu.

Þessi heitir Skrúð og keypti Óttar hana á Fáskrúðarbakka og er hún undan Sokka.

Þessi heitir Dimmalimm og er undan Dimmu og Morgun.

Þessi er þrílembingur undan Klett.

Þá eru allar gimbrarnar hans komnar og er þetta feikilega fallegur og vænn hópur og voru þær allar með 30 í ómv og yfir og 18-18,5 í læri. Það er ekki hægt að fá það betra.


Varð að setja þessa líka þær systur stilltu sér svo vel upp fyrir mig og sjáið sérstaklega þessa hægra megin hvað hún stendur gleytt og flott. Þær eru undan Klett. Það er svo fullt af myndum af heimsókn minni hjá Óttari inn í albúminu svo endilega skoðið.

En nú er komið að hrútunum hjá Óttari.

Hérna er hann Morgun 09-395 sem er undan Dag 08-392 og Drottningu 06-009.

Hérna er svo Klettur 10-397 undan Kveik 05-965 og Lummu 07-023.

Hér eru þeir saman ekkert smá bollangir og vel gerðir hrútar hjá honum Óttari. Það eru svo einnig fleiri myndir af þeim í albúmi. 

Jæja það er nú alltaf eitthvað spennandi að gerast í sauðfjárræktinni því nú er fundur á Breiðabliki um sæðishrútana en ég sá mér ekki fært að fara vegna barnanna minna en ég hlusta þá bara á hann á netinu eða fæ fréttir hjá Gumma eða Bárði um hann. Ég er núna sveitt af valkvíða hvernig ég á að raða hrútunum mínum á rollurnar, já það er bara vesen að setja svona marga hrúta á og vera með 3 fullorðna en það er þá bara meira úr að velja og svo á eftir að ákveða hvort maður eigi að sæða þegar að því kemur hverjar verða að ganga fyrstu vikuna í des.

11.11.2011 10:09

Gimbrarnar hans Sigga í Tungu.

Þessi er undan Skessu og Svarta Kveiksyninum hans Hreins á Berserkseyri.

Þessi heitir Valbrá og er undan Blíðu og Grána.

Þessi heitir Brúska og er einnig undan Blíðu og Grána.

Þessi er undan Fjöður og Grána eða Efa Siggi verður að kommenta um það ég man ekki allveg hvorum hún er undan ;). Ég man að þessi var með 18 í læri. 
 Jæja það komið á hreint að hún er undan Efa.

Þessi er undan Rjúpu og Svarta Keiksyninum og var hún með 18 í læri og 33 í ómv.

Hér er svo hin systirin undan Rjúpu og svarta Kveikson einnig með 18 í læri.

Þessi er undan Bollu og Grána. Ég man að hún var með 17,5 í læri. Þeir sem ekki vita þá er Efi undan Vafa hans Eiríks sem er væntalega að fara á Sæðingarstöðina held að hann fari fyrst í afkvæmarannsókn á Hjarðafell.

Þessi er tvílembingur undan Svört gemlinginum hans Sigga og Efa og er með 31 í ómv og 5 í lögun og var hrútur á móti henni sem var með 18 í læri og stigaður upp á 84,5 stig.
Svo Svört er allveg afburðar kind.

Þessi er undan Gullu gemling og Grána held ég. Hún er einnig tvílembingur, já það vantar sko ekki frjósemina hjá honum Sigga.

Þessi heitir Mjöll og er undan Hlussu og Herkúles og er með 30 í vöðva og 18 í læri.

Ég varð að blogga núna meðan Embla sefur og Benóný er á leikskólanum svo ég fái frið og þess vegna gat ég ekki beðið og spurt Sigga um feðurna til að hafa það pottþétt en ég geri það næstu daga og þá bæti ég bara inn í til að hafa þetta hundrað prósent rétt emoticon

Ég ætla svo að reyna gefa mér tíma til að heimsækja sem flesta hér á svæðinu og taka myndir af ásettnings gimbrum og hrútum hjá þeim sem vilja því það er voða gaman að geta skoðað það hjá öðrum 

Nú er Karítas frænka búnað yfirgefa okkur og Maja og Óli komin heim svo við erum bara 
3 í koti ásamt köttinum Olíver og hundinum Donnu og fiskarnir 2 Steinar og Maggi. Það gekk þó bara ágætlega að koma Emblu og Benóný í háttinn í gær en Benóný er alltaf að spurja um Emil og kalla pabbi pabbi hann er ekki allveg að skilja að hann sé út á sjó og svo þegar Emil hringir ljómar hann allveg og segir Emil og fer að syngja fyrir hann Two and a half men lagið hann elskar það þessa dagana og syngur men men úhú úhú algjör dúlla svo það er víst að við erum farin að sakna Emils mjög mikið emoticon


Hér kúra Embla og Olíver saman voða kósý.

Hér er ég með vínkonu minni sem ég hélt að væri Feikirófa eins og ég var búnað skíra hana því hún er eins og þyrluspaði með dindilinn þegar maður klappar henni en svo kom í ljós að Bói á hana og var búnað skíra hana Dimmu svo þetta er hún Dimma he he.

Við fórum að heimsækja Bárð og Dóru og skoðuðum ásettningsgimbrarnar hjá honum og eigum við eftir að fara og taka mynd af þeim einni og einni og fá upplýsingar um hverja og eina en hér eru þau Mist og Máni sem fæddust í sumar og eru heldur betur orðin pattaraleg.

Karítas fór hamförum hjá Bárði að reyna ná hænunum og náði loksins einni he he.

Bárður og Benóný í djúpum samræðum um hænsnabúið og hænurnar.

Geðsleg he he ég var að gefa henni að borða og svo hnerraði hún og púff allt út um allt upp á nef he he og svo hló ég svo mikið að hún fór að skellihlæja.
Jæja kæru vinir það er svo hellingur af myndum í albúminu endilega skoðið.

07.11.2011 10:46

Hver þarf á líkamsrækt að halda þegar smölun er annars vegar !

Þeir komust í hörku líkamsrækt yfir helgina þeir Sigurður Gylfason Tungu og Þórarinn (Bói) þegar þeir fóru að ná rollum sem við vorum búnað sjá í hlíðinni fyrir neðan Fögruhlíð. Þær voru komnar niður í vikunni þegar það fór að snjóa svo mikið upp í fjalli.

 Þetta byrjaði bara rólega með því að Siggi fór upp og Bói fylgdist með niðri á bílnum og svo kom ég líka á bílnum mínum og þá ákvað Bói að halda upp í hlíð til að koma á móti Sigga. 

Þá hófst ballið því ég sá að rollurnar sem Siggi var með fóru til baka upp að Rauðskriðumeli svo ég gaf í og náði að komast fyrir þær í gryfjunni og þá kom Siggi niður líka og náðum við að reka þær niður á veg og á meðan þurfti Bói að bíða þangað til Siggi kæmist upp aftur til að ná í hinar.

En það gekk ekki betur en það að við vorum allveg að koma með þær inn að Mávahlíðarafleggjara þá tóku þær að strauja til baka aftur og aftur og svo bættist Óli á Mýrum í leikinn en þær ætluðu sér ekki inn.


Hér er Siggi komin með þær að afleggjaranum.

 Þær fóru svo niður að Tröð og þeir á eftir og Siggi Arnfjörð var svo á rúntinum og slóst hann með í eltingarleikinn og Bói sá í hvað stemmdi og kom niður. Ég fór svo og náði í kerruna og var þeim þá búnað takast að handsama þær í skurðinum og halda þeim í gömlu rústunum af fjárhúsunm hans Kalla í Tröð.Það kom svo í ljós að þetta voru allt saman kindur frá Óla á Mýrum svo það er gott að vera búnað ná þeim. Hann missti þær í leitunum og hefur ekki heimt þær síðan svo það voru lömb í þessu líka meira segja sæðishrútur undan Frosta.


Óli og Siggi ætluðu að ná þessu lambi en það lét sér ekki segjast og tók á sundsprett í vaðlinum og fór svo inn á tún inn í Mávahlíð.

Það voru svo fleiri rollur sem urðu eftir í hlíðinni og stuggðust þær við lætin í okkur niðri og héldu upp í fjall aftur en það var ákveðið að reyna við þær aftur á morgun.

Dagur 2 í ræktinni emoticon

Jæja þeir héldu aftur af stað að ná í restina sem varð eftir og voru þær komnar fyrir ofan rauðskriðumelið og hófst mikill eltingarleikur hjá þeim allveg niður að Tungu og svo var grá rolla frá Friðgeiri á Knörr sem var fyrir ofan bústaðinn hjá Maju og tók hún strikið niður og yfir allar girðingar og allt saman.

 Það var svo lambið með henni sem fékk sér sundsprettinn í gær svo það þurfti ekki að vera að elta það inn í túni. Þetta voru sem sagt rollur frá Knörr,Gaul og Óla á Mýrum.

Þetta hafðist svo allt að lokum, þeir náðu að stökkva á þetta allt saman og færa upp í kerru,já það vantar ekki dugnaðinn í þessa rösku smalamenn.


Hérna er verið að henda  upp á kerru.


Bói með eina frá Friðgeiri á Knörr.

Jæja þá var þessum líkamsræktar degi lokið og þá beið þeirra heitt kaffi og meðlæti hjá Gerðu.


Gaularinn var svo loksins mætt á svæðið svo Heiða getur verið glöð að hún sé komin og var hún með 2 lömb.

Siggi og Bói eru svo á fullu að gera klárt fyrir okkur áður en við förum að taka rollurnar inn. Þeir eru að reisa upp stoðir undir grindunum og skipta út efni sem er orðið lélegt.


Ein krúsídúllu mynd af henni Emblu Marínu í flotta kjólnum sem Hafdís frænka tvíburasystir mömmu var að hekla á hana.


Sæti stríðniskúturinn minn Benóný Ísak og Embla Marína. Við erum bara þrjú í koti núna og ég orðin grasekkja því Emil er farinn austur á Breiðdalsvík að róa með Þórsnesinu og verður það fram að jólum en kemur vonandi einhverja helgi í frí heim en ég er svo heppin að hafa Karítas frænku hjá mér fram á fimmtudag en þá koma Maja og Óli heim þau eru búnað vera í Florída í viku. Það eru svo fullt af myndum af smöluninni og krökkunum í myndaalbúminu svo endilega kíkið á það.

Kveð að sinni emoticon
  • 1
Flettingar í dag: 290
Gestir í dag: 120
Flettingar í gær: 724
Gestir í gær: 262
Samtals flettingar: 330732
Samtals gestir: 14338
Tölur uppfærðar: 20.3.2023 22:42:07

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

[email protected]

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar