Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2025 September

24.09.2025 14:45

Lambadómar 22 sept

Mánudaginn 22 sept komu Árni Brynjar Bragason og Anton Torfi Bergsson og dæmdu hjá okkur lömbin.

Það er alveg heilagur dagur hjá okkur og stelpurnar fengu frí í skólanum til að vera viðstaddar og hjálpa okkur

enda líka mikil vinna í kringum þetta og allir með sitt hlutverk og svo auðvitað að hafa skoðun á því hvað verður næsti ásettningur.

Við áttum 128 lömb í heildina .

Það vantar 5 af fjalli sem hafa farist yfir sumarið.

Það var keyrt á 3 lömb yfir sumarið

Eitt festist í grindunum og heltist svo það var ekki skoðað

Ein gimbur sem hefur fótbrotnað og var lóað rétt fyrir smölun.

Einn lambhrútur sem hafði lagt mikið af og þótti ekki marktækur til stigunar og svo

bættust tveir lambhrútar við sem náðu ekki 30 í ómv svo við létum ekki stiga þá.

Annars voru hin öll skoðuð 115 lömb 

Við höfum svo glatað 3 kindum sem skiluðu sér ekki núna í haust en lömbin komu það eru

Ósk, Mávahlíð og Nadía.

 


Embla tók myndir fyrir mig því ég var að skrifa. Hér er Torfi að mæla.

 


Emil og Árni kátir.

 


Hér er allt komið á fullt Kiddi dregur til Torfa og Siggi tekur svo á móti

og Emil sækjir svo næsta og koll af kolli. Embla finnur fyrir mig þyngdina og undan

hverju lambið er svo ég geti skrifað það. Erika og Freyja eru að passa hlerann hjá lömbunum

fyrir aftan sem á eftir að skoða. Tók eftir því þegar ég var að skoða blöðin að ég gaf

Árna óvart upp 58 hrúta en það voru tveir teknir út sem náðu ekki 30 í ómv svo það voru 56 stigaðir í heildina.

 

56 hrútar dæmdir.

 

1 með  90,5 stig

1 með 89,5 stig

1 með 89    stig

3 með 88,5 stig

1 með 88    stig

7 með 87,5 stig

6 með 87    stig

4 með 86,5 stig

5 með 86    stig

5 með 85,5 stig

7 með 85    stig

8 með 84,5 stig

3 með 84    stig

3 með 83,5 stig

1 með 83    stig

 

Meðaltal af stigun er alls 86 stig.

 

Lærastig hjá lambhrútum hlóðar svo

 

7 með 19 læri 

9 með 18,5 læri

23 með 18 læri

16 með 17,5 læri 

1  með 17 læri 

Meðaltal af lærastigun er 18

 

ómvöðvi hljóðaði svona

 

1 með 40

2 með 39

2 með 38

2 með 37

5 með 36

7 með 35

6 með 34

11 með 33

9 með 32

7 með 31

4 með 30

Meðaltal af ómvöðva var 33,7

 

Meðalþyngd hjá hrútunum var 51,9 kg

Meðaltal lögun 4,3

Meðaltal ómfitu 3,6

Meðaltal malir 9

 

Gimbra stigun þær voru 59 stigaðar.

 

Meðaltal fitu var 3,7

Meðaltal þyngd var 45,7 kg

Meðaltal heildarstig 43,4

 

Lögun hljóðar svona :

 

27 með 4,5

28 með 4,0

4 með 3,5

 

Ómvöðvi hljóðar svona :

 

Allar gimbrar voru með 30 í ómv og yfir.

 

1 með 39

2 með 38

3 með 37

9 með 36

6 með 35

10 með 34

10 með 33

9 með 32

7 með 31

2 með 30

 

Meðaltal ómvöðva var 33,8 alls

 

Frampartur hljóðar svona :

 

9 með 9,5

33 með 9,0

16 með 8,5

1 með 8,0

 

Meðaltal frampartur 8,9

 

Læri hljóða svona : 

 

4 með 19 læri 

16 með 18,5 læri

21 með 18 læri

15 með 17,5 læri 

3 með 17 læri

 

Meðaltal læri 18

 

Við erum mjög ánægð með útkomuna í ár og er hún svipuð og í fyrra en er að skila sér hærra  þyngdin er meiri núna og ómvöðvin er meiri og jafnari

svo ræktunin er að skila sér vel og við vorum að nota mjög marga hrúta núna eins og áður og margir nýjir sérstaklega þá sæðingar hrútarnir en þó voru það heima hrútar sem voru að skila hæðst stiguðu lömbunum en það er bara skemmtilegt hrós fyrir okkur að þeir séu að standa sig vel þó það sé auðvitað nauðsynlegt að koma nýju hrútunum inn og arfgerðinni sem fylgir þeim og það gengur flott hjá okkur enda erum við búnað taka sýni úr öllum lömbum svo við vitum hvað öll lömb og kindur eru með hjá okkur.

Núna tekur bara við skemmtilegur tími að velja ásettning og spá og speklura og það getur líka reynst erfitt þegar úr mörgu er að velja þá þarf að vanda valið.

 


Þessi gimbur er til dæmis svakalega falleg á litinn en stigaðist þó ekki eftir væntingum en verður

samt sett á hún er tvílembingur undan gemling og þau gengu bæði undir 40 kg og 42 kg sem er mjög flott hjá gemling

Hún er 42 kg þessi og 32 ómv 2,7 ómf 4,0 lag 8 frampart og 17 læri. Það verður bara að nota góðan hrút á hana til að bæta gerðina.

 


Hér er Embla strax farin að vinna í að spekja gimbrarnar og það gengur mjög vel strax búnað ná þrem

án þess þó að vita hverjar þær eru og hvort þær séu hluti af ásettningi en stundum ræðst hann af því líka hvernig karektar þær eru

og hvort þær verði gæfar.

 


Hér er hluti af gimbra hópnum.

 


Hér er einn hrútur sem við vorum að skoða sem er undan Perlu og Bruna sæðingarstöðvarhrút hann er með C 151

Ég náði bara ekki nógu góðri mynd af honum.

Tvilembingur 57 kg 35 ómv 3,6 ómf 4,5 lag 108 fótl 

8 9 9,5 9 9,5 18,5 7,5 8 8,5 alls 87,5 stig.


Hér er Bríet hans Kristins mynd tekin 26 ágúst hún er með lömb undan Klaka okkar og 

þessi lömb stiguðust svakalega vel og Kiddi setur þau bæði á til ásettnings.

 

Gimbrin er 48 kg 38 ómv 3,4 ómf 4,0 lag 110 fótl 

9,5 frampart 18,5 læri 9 ull 8 samræmi.

 

Hrúturinn er 55 kg 38 ómv 3,3 ómf 5 lögun 108 fótl 

8 haus 9 H+h 9,5 B+útl 10 bak 10 malir 18,5 læri 8 ull 8 fætur 8,5 samræmi alls 89,5 stig.

 

Siggi fékk líka mjög flotta stigun og er með 49 kg meðalvigt af lömbunum sem er rosalega flott.

 

Hæðst stigaði hrúturinn hjá okkur er grár hrútur sem er arfhreinn H 154 undan Mávahlíð og Garp sæðingarstöðvarhrút og hann

hefur meira segja átt meira inni því Mávahlíð hefur drepist snemma í sumar því ég hef ekkert séð hana.

Hann stigaðist 90,5 stig.

Ég á svo eftir að skoða þetta betur næst þegar við rekum inn og taka fleiri myndir.

24.09.2025 10:27

Smalað frá Fróðarheiði að Svartbakafelli inn í Tungu.

Við hittumst heima hjá Sigga í Tungu kl 8 um morguninn og fengum okkur kaffi og röðuðum niður hvert hverjir færu. Við vorum svakalega vel mönnuð af smölum í ár . Emil keyrði þá sem áttu að fara upp á Fróðarheiði þangað og það var farið á tveim bílum. Það voru Kiddi og Kristinn Jökull, Þráinn og Jói.

Siggi og Hannes, Tómas og Davíð.

 


Hér eru þeir tilbúnir í þetta og blíðaskapar veður til að smala.

Siggi, Davíð, Hannes, Jói, Kristinn, Þráinn, Tómas og Kiddi.

 


Hér erum við svo seinni hópurinn sem fór upp inn í Fögruhlíð.

Erika, Embla, Freyja, Birta, ég, Maja bak við mig, Óli, Benóný, Hrannar og Bói og Selma fyrir aftann okkur.

 


Hér er verið að halda upp þetta er mikið streð upp þessi leið það er bara upp upp og upp.

Krakkarnir voru svo svakalega duglegir að labba.

 


Hér er Selma, Maja og Óli.

 


Hér erum við komin einn fjórða af leiðinni upp og það er nóg eftir.

 


Benóný var svo duglegur hann er í engu formi en var svo duglegur að labba og það háði honum aðeins að hann var frekar lofthræddur 

að vera kominn svona langt upp.

 


Selma svo góð að koma með mér að smala og naut þess að fá svona útsýnisgöngutúr í æðislegu veðri.

Það má svo sjá Ólafsvík í baksýn.

 


Hrannar og Benóný. Hrannar var svo svakalega duglegur og fór með Óla alveg hæðst upp alveg hörku smali.

 


Hér sjáum við yfir í Kaldnasa og Óli og Hrannar fóru alla leið þangað yfir.

 


Svo geggjað útsýni þegar það er svona fallegt veður hér má sjá yfir í Ólafsvík.

 


Maja systir og Selma hér erum við komin næstum alveg upp í neðri og efri Urðir og sjá þaðan yfir í

Borgir og Fossakinnarnar og Kaldnasa. Það voru kindur í neðri Fossakinnunum sem Óli og Hrannar fóru að ná í.

Við þurftum svo að bíða eftir þeim sem fóru upp á Fróðarheiði eftir að þeir kæmu með féið niður Svartbakafellið

og þar stóð Bói, Freyja og Birta fyrir svo þær kæmu ekki aftur upp hjá Svartbakafellinu.

 


Það voru svo kindur sem Embla og Erika fóru á eftir sem komu upp hjá Bjarnaskarðinu og ég reyndi að fara í veg

fyrir þær og endaði með þvi að hlaupa á eftir þeim yfir allt fjallið frá Urðunum fram hjá Kistufellinu og þríhyrninginum

alla leið yfir að Höfðaskarði sem ég hélt að væri Grensdalirnir en ég var löngu búnað fara fram hjá þeim og komin lengst

inn eftir.

 


Hér eru þríhyrningarnir.

 


Hér eru kindurnar sem ég var að elta það var ein mórauð,svartflekkótt, svört og einhver hvít lömb.

Þetta eru greinilega kindur frá Grundafirði frá Bibbu eða Óla á Mýrum þær tóku bara stefnuna inn eftir og gáfust ekki upp.

 


Hér stungu þær mig af og fóru inn í þessa kletta og ég gat engan veginn farið á eftir þeim þetta var alveg þverhnýtt niður

og ég var orðin alveg áttavillt vissi ekki hvaða leið ég átti að fara en fór á eftir þeim að þessum kletti og sneri svo við og 

fann kindagötu sem ég fylgdi og hugsaði ég hlýt að enda einhversstaðar sem ég kemst niður.

 


Ég var komin það langt að gat séð niður að Höfða bænum svo ég var komin allt of langt frá öllu.


Þarna ef vel er að gáð má sjá rjúpu í steinunum en ég labbaði svo upp þennan grýtta stíg

og þetta var ekki fyrir lofthrædda mjög bratt og erfitt að vera líka á slóð sem maður þekkir ekki en ég fylgdi þessari bröttu kinda

götu og endaði þá upp á Búlandshöfða og labbaði dágóða stund áður en ég náði að ramba á Grensdali.


Hér er ég upp á Búlandshöfða og þegar ég kem nær þessu fjalli sem sést þá kemst ég 

niður í Grensdali svo ég var komin dágóða spöl frá mínu svæði.


Kom að þessum læk sem er í áttina að Grensdölum svo ég er á réttri leið.

 


Hér er ég að fara komast á kunnulegar slóðir í Grensdölum.


Það er enn þá æðislegt veður og sólin skín klukkan er orðin hálf 3 svo við erum talsvert lengur

að koma okkur niður en fyrri ár því við erum yfirleitt að koma niður um 2 leitið.

Ég heyrði svo í Maju og þá var hún og Óli og Hrannar enn þá uppi að reyna við einhverjar sem voru óþekkar við þau

að fara niður en þeir sem voru í fellinu voru komnir niður með sínar kindur. Ég hélt leið minni áfram og reyndi að finna

Pöndu,Rakettu og Huppu sem ég á enn eftir að sjá og Emil var búnað sjá þær ofarlega fyrir ofan útsýnispallinn í Höfðanum.

 

Komin upp að útsýnispallinum og Emil var að hjálpa hinum að reka inn og fara með aðstoð

til Maju og Óla svo Selma kom og skoðaði fyrir mig hvort hún sæi Pöndu og þær en sá þær hvergi

svo ég fór aftur til baka og aftur upp til að kikja alveg upp á fjall aftur.

 


Ég fann þær svo lengst uppi og náði að fara fyrir þær og reka þær niður að útsýnispallinum.

 


Hér eru þær að halda áfram.

 


Hérna eru blautu klettarnir það er mjög erfitt að labba hér það er svo sleift svo maður þarf 

að hálf skríða hér undir.

 


Ég beið hér upp við klettana meðan Siggi og Hannes og Davið fóru upp hinum megin svo þær færu 

ekki upp á fjall hinum megin upp sem þær reyndu en Siggi náði að komast fyrir þær og hinir strákarnir

svo þetta hafðist að koma þeim niður. Ég þurfti svo að fikra mig niður á rassinum he he.

 


Hér sést hversu hátt uppi ég er bilarnir frekar litlir að sjá á veginum.

 


Hér er óþekktar gengið loksins komið niður og við erum búnað búa til aðhald

niður í kjallaranum á fjárhúsunum inn i Mávahlíð til að króa þær af.

 


Búnað fanga þær hér inni og Friðgeir kom og bakkaði kerrunni upp að og 

raðaði stálgrindarhliðum meðfram svo loksins er búið að fanga þær og stytta okkur

talsvert leiðina að þurfa ekki að reka þær alla leið inn í Tungu.


Hér er Helga litla komin til pabba sins að kikja á kindurnar og 

afa Kidda.

 


Það biðu okkar svo þvílíkar kræsingar þegar við komum niður. Ég pantaði réttartertu

sem Óli sótti fyrir mig í Tertugallerý og svo bakaði ég marenstertu og skyrtertu.

Helga hans Kristins gerði svakalega góða kjúklingasúpu og bakaði súkkulaðihorn sem eru

svakalega vinsæl og góð hjá krökkunum. Jóhanna bakaði svo svakalega fallegar og góðar brauðtertur

svo það var nóg að ljúffengu bakkelsi í boði fyrir alla. Ég þakka Jóhönnu,Freyju tengdamömmu og Helgu kærlega 

fyrir að sjá um kaffið fyrir okkur. Þökkum svo öllum sem komu með okkur að smala kærlega fyrir skemmtilega

samveru og hjálpsemi þetta var alveg æðislegt.

 


Hér er tertan frá Tertugallerý sem var jarðarberja rjómaterta svakalega góð.


Hér er brauðtertan sem Jóhanna gerði hún er með skinku alveg svakalega flott hjá henni.

 


Hér hefst svo spennan að reka inn og skoða.

 

 

 

 

23.09.2025 14:18

Smalað Búlandshöfða,Mávahlíð og Fögruhlíð

Föstudaginn 19 sept smöluðum við Búlandshöfðann og byrjuðum að fara þar niður í Búland og reka inn að Mávahlíð og Siggi og Kristinn fóru

upp á Búlandshöfða og gengu yfir fjallið að Fögruhlið. Ég lenti í þeim óleik að ég var nýfarin af stað að labba undir Höfðanum með Freyju dóttur mína með

mér þessa leið í fyrsta sinn sem er frekar brött og glæfraleg en þá missteig ég mig svo rosalega ég steig á grjót sem rann undan fótinum á mér og hann beyglaðist alveg og ég fékk hálf partinn raflost í fótinn en þurfti næstum að skríða fyrst en svo hafðist þetta á endanum og ég náði að staulast undir Höfðanum og Emil gat svo kastað til mín staf sem ég gat stutt mig við. Ég náði svo að fara í læk og stinga fótinum ofan í til að kæla hann og það skánaði strax og ég gat haldið áfram að smala. Það gekk mjög vel að smala hjá okkur það var heldur kalt en gott veður með smá blæstri sem gerði það kaldara. Hannes frá Eystri Leirárgörðum vinur okkar kom svo ásamt Evu kærustunni sinni og aðstoðaði okkur að smala. Stelpurnar mínar fengu frí í skólanum og Erika vinkona þeirra líka til að koma með okkur við lögðum af stað kl 9 til að skoða stöðuna á fénu en fórum svo af stað fljótlega eftir það. Við vorum svo komin með féið inn í Tungu tímanlega eða um 4 leytið fórum svo heim til Sigga í kaffi og fórum svo aftur upp inn í Hrísum og Friðgeir á Knörr keyrði Sigga,Hannes og Kristinn upp í Hrísar og Emil keyrði mig og stelpurnar upp inn af Brimisvöllum og Birta vinkona Freyju kom með okkur líka. Við náðum öllu fénu svo niður sem var þar og rákum inn til að skoða hvað væri komið hjá okkur og það kom í ljós að Panda hennar Freyju og Raketta og Huppa voru eftir að koma svo þær urðu eftir einhversstaðar upp á Búlandshöfða.


Hér er Freyja undir Búlandshöfðanum og ég að staulast til hennar eftir að ég sneri mig.

 


Hér eru þær að fara kinda götuna sína undir Búlandshöfðanum. Ég náði ekki mikið af myndum hér núna

því ég var svo að drepast í fótinum fyrst.

 


Hér er hluti af þeim að fara yfir .

 


Hér er Hannes og Erika að fara niður með bökkunum niður á Mávahlíðarhellu.

 

 

 

Hér er Kleó gemlingur með gimbur undan Böggul og Zeta með gimbur undan Sand þær voru á Mávahlíðar rifinu þegar við vorum að smala þar og við náðum þeim saman við hópinn sem rann svo inn í Mávahlíð.

 


Hér er féið að halda áfram inn í Mávahlíð.

 


Þær þekkja sig og halda hópinn upp að Mávahlíð.

 


Það voru svo heldur betur fréttir þegar Freyja fann eina frá Sigga nýborna með svona 2 daga gamalt 

lamb því ég var nýbúnað taka mynd af kindinni með Botníu hér fyrr í bloggi og þá var hún ekki borin.

Hún er með flekkóttan hrút og við náðum að ná henni og setja hana upp á pallinn hjá Evu hans Hannesar.

 


Við fórum svo upp í Fögruhlíð og hjálpuðum Sigga og Kristinn að koma fénu niður sem var upp á fjalli.

Hér er Friðgeir á Knörr að aðstoða okkur að reka þegar við vorum komin niður. Þessi tvö lömb eru undan Ósk og Topp sæðishrút en Ósk

hefur drepist því þau eru búnað vera móðurlaus í langan tíma og ég hef ekki séð Ósk síðan í vor þegar það var sett út.

 


Hér er Freyja og Embla að reka búnað vera svo duglegar alveg hörku smalar.

 

Erika líka svo dugleg og hörku smali.

 


Hannes búnað fá far með Evu.

 


Siggi í Tungu.

 


Hannes Eystri Leirárgörðum.

 


Hér erum við komin inn í Hrísar og erum að reka féið sem var þar.

 


Hér er Kristinn að reka frá Hrísum að Tungu.

 


Siggi og Kiddi fengu far með Emil upp brekkuna.

 


Flottir saman félagarnir Siggi og Kiddi.

 


Stelpurnar í miklu stuði og spenntar að það sé búið að reka inn í girðingu.

 


Óli Tryggva Grundarfirði, Friðgeir á Knörr og Emil Freyr.

 


Eva og Hannes svo frábær að koma og hjálpa okkur alla helgina.

 


Magnús Óskarsson og Guðmundur Ólafsson Ólafsvík.

 


Blesa með hrútana sína undan Vind.

 


Svo fallegt veður þegar við vorum að fara reka inn á föstudeginum.

 


Þessi gimbur er svo falleg á litinn mig langar svo að setja hana á hún er tvílembingur undan gemling og

þau gengu bæði undir.

 


Stelpurnar greinilega að benda á eitthvað mjög spennandi he he. Hér er búið að reka inn í rétt.

 


Allir kátir fyrsa smölun gekk vel.

 


Freyja búnað finna Lóu sína.

 


Þetta er gimbrin hennar Lóu og Freyja ætlar að eiga hana.

 

17.09.2025 09:57

Kinda göngutúr 17 sept

Fór í göngutúr og sá nokkrar nýjar sem ég hef ekki séð áður eins og Tusku, Zetu og Maju. Nú er spennan aldeilis farin að segja til sín aðeins tveir dagar í að fara að smala á föstudaginn Búlandshöfðann. 


Rakst líka á veturgömlu hrútana hér er hrúturinn hans Sigga hann Trölli 24-445 undan hrút frá Lalla Hellissandi nr 22-006 og móðirin er frá Hoftúnum nr 21-049.

 


Kakó 24-444 undan Tónn 23-221 frá Álftavatni/Hoftúnum og Nútellu frá Ásklifi 5/Hoftúnum.

 


Álfur 24-003 undan Bjarka 23-922 og Álfadís 21-015.

 


Koggi 24-002 undan Laxa 19-903 og Slettu 23-020.

 


Tuska með gimbur undan Fastus 23-941 og hún er kollótt.

 


Hrúturinn á móti er sívalhyrndur en þetta virka mjög þétt og falleg lömb.

 


Zeta 24-011 er með gimbur undan Sand 24-948.

 


Hér er sú gimbur hún er kollótt það virðist mikið vera að koma kollótt undan sæðingarhrútunum.

 


Blesa 20-009 

 


Hrútur undan Blesu og Vind 23-004.

 


Hér er hinn á móti.

 


Hér eru þeir saman.

 


Hér eru hrútarnir hennar Viktoríu eða hún á þann flekkótta en hinn er undan Draumadís og Vind.

Viktoría er svo yndisleg kind ég náði að labba að henni og gefa henni klapp.

 


Þeir voru mjög forvitnir en þorðu þó ekki að koma alveg til mín.

 

Hér er Botnía hans Sigga með hrút undan Reyk 22-449.

 


Botnía er svo falleg kind.

 


Hér er hrúturinn hennar með svo fallegan kraga.

 


Hér er hinn á móti.

 


Sá svo Týru aftur með lömbin sín.

 


Maja 24-017 með hrút undan Örvari 23-638.

 


Gimbur undan Sól 23-008 og Böggul 21-911.

 


Hin gimbrin á móti.

 


Mér finnst svo töff að taka svona myndir og fá blörraðan bakgrunn. Ég var 

að reyna fá Sól til að koma til mín og það tókst næstum en fyrst hún treysti sér ekki bakkaði

ég varlega til baka.

 


Þessi er frá Sigga en ég er ekki alveg klár á því hver þetta er en hún er með mjög vænan hrút.

 


Hér sést hann betur.

 


Týra og gimbrin hennar undan Álf 24-003. Gimbrin er með R 171.

 


Hrúturinn á móti hann er með N 138 og R 171.

13.09.2025 20:44

Göngutúr og kindur


Hér er Elka gemlingur með gimbrarnar sínar undan Kakó.

 


Hér er önnur þeirra sem ég er mega spennt fyrir hún er svo falleg á litinn.

 


Hér er Elka með hina gimbrina.

 


Fór aðeins að þjálfa mig fyrir smölun og fékk mér göngutúr upp að Rjómafossi en bara Fögruhlíðarmegin.

Sá ekki kindur mín megin en það voru slatti hinum megin í Svartbakafellinu.

 


Hér er ég búnað labba upp og er á leiðinni niður Rauðskriðugilið.

 


Ég hef aldrei séð Snæfellsjökulinn jafn gráan eins og hann er núna það hefur bráðnað svakalega núna í sumar.


Við Ronja fórum líka í göngutúr daginn eftir og kíktum á ber og það var frekar lítið af þeim 

nema það er nóg af krækiberjum en smá af aðalbláberjum.

 


Henni fannst þetta mjög gaman.

 


Rúsína með hrútana sína undan Bögull sæðingarstöðvarhrút.

 


Þeir eru mjög þykkir og fallegir að sjá.

 


Hér er Blesa hún er með hosóttan hrút og mógolsóttan hrút undan Vind okkar.

 


Þessi gimbur er undan Agúrku og Örvari.

 


Hér er hrúturinn á móti.

 


Hér er Arna gemlingur hún var geld og er orðin svakalega falleg.

 


Hér er Beta gemlingur sem var líka geld og hún er orðin líka mjög stór og falleg 

bæði Arna og Beta eru í eigu Kristins.

 


Hérna er Bryndís hennar Helgu með hrútinn sinn undan Vind.

Ég var ekki búnað sjá hana mjög lengi en núna eru nokkrar að færast niður sem hafa ekki verið áður.

 

Þessi er frá Sigga held þetta sé Nótt og ef þetta er hún þá er þessi gimbur undan Hólmstein sæðingarhrút.

 

 

Hér er Týra 23-022 með lömb undan Álf okkar.

Gimbrin er með R 171 og hrúturinn er með R 171 og H 154.

 


Hér er svo nýjasti íbúinn hjá okkur en það er þessi fallega læða sem við 

vorum að fá okkur og erum búnað leita lengi eftir að finna hina einu réttu og það 

var svo þessi sem ég sá auglýsta til sölu í Hveragerði og við sóttum hana í gær

og það er þvílík hamingja á heimilinu og núna á eftir að finna nafn á hana.

 


Amma Hulda og Ronja Rós svo flottar saman í bláu.

 

 

11.09.2025 08:03

Amsterdam ferð

Skelltum okkur til Amsterdam með vinum okkar og var þetta svona afmælisferð fyrir vinkonu okkar sem var 40 ára.

Það var mjög gaman að fara þangað og fallegt mikið um túlípana allsstaðar og vatn eða sýki sem rennur þar í gegn svo það 

er mikið um bátamenningu þar og hjólamenningu það eru nánast hjól allsstaðar og maður mátti vara sig að vera ekki fyrir

hjóla umferðinni. Við fengum frábært veður 20 til 27 stiga hita frá fimmtudegi til sunnudags. Við fórum á Heineken safn 

sem var mjög flott og svo vaxmyndarsafn og það var svakalega flott ekkert smá raunverulegt að sjá fræga fólkið og gaman 

að skoða. Við fórum svo í siglingu með drykkjum og ostum á sýkinu og það var farið að dimma úti svo það var mjög fallegt

að sigla og sjá allar byggingarnar. Eitt parið í hópnum hjá okkur var búið að útbúa ratleik fyrir okkur úti og þá áttum við að

ná myndum af nokkrum hlutum og safna stigum það var mjög gaman og skapaði stemmingu og keppnisskap.

Við fórum svo í ADAM lookout Tower og það var svona turn með skoðunarferð og svo ferðu upp á þak á svakalega háum

turni og þar getur þú farið í rólu sem rólar fram af byggingunni og við skelltum okkur í hana og það var alveg geggjuð upplifun

og skelfileg þetta var svakalega hátt en myndi ekki hafa viljað sleppa því svo fórum við inn og fengum okkur drykk og þar

er setustofa og þú sérð yfir allt ekkert smá flott útsýni. Við fórum svo á steikhús þegar Anna átti afmæli og það var svakalega

góður matur þar og hún fékk köku með blisi og það var sungið fyrir hana.


Hér er Emil við eina hjólaskreytinguna það var mjög mikið af þeim.

 


Það voru margar fallegar byggingar þegar við vorum á siglingunni.

 


Það var mikið af þessum litlu bílum sem voru ekstra krúttlegir.

 


Hér eru strákarnir á afmæliskvöldinu hjá Önnu á steikhúsinu þá klæddu strákarnir sig upp í hatta og

við vorum með borða sem stóð 40 ára.

 


Hér erum við á Heinken safninu. 

 

Þessa mynd tók ég úr turninum og það var svo svakalega fallegt útsýni.

 


Hérna erum við á Vaxmyndasafninu.

 


Þetta var svo gaman og ótrúlega raunverulegt.

 

01.09.2025 14:35

Kinda rúntur 29-31 ágúst


Hér er Embla að kalla á Einstök til að koma til sín.

Einstök er með hrút og gimbur undan Kogga þau eru bæði með gulan og ljósbláan fána N138.

 


Þessi lambhrútur er undan Viktoríu og kogga hann er með gulan og ljósbláan fána N138.

 


Guðmunda með hrútinn sinn undan Breiðflóa.

 


Hér er gimbur undan Blæju sem hefur gengið sem graslamb því hún dó snemma í vor.

Hún er með gulan fána og ljósgrænan H154.

 


Marri Már litli frændi með Freyju sinni. Marri er sonur Magga bróðirs og þeir feðgar voru

í heimsókn yfir helgina svo gaman hjá Marra að kíkja á kindurnar.

 


Hér eru Ronja Rós, Marri Már og Freyja Naómí að kíkja á Draumadís.

 

Draumadís er svo góð.

 


Fallegi Marri að borða ber.

 


Draumadís með gimbrina sína undan Vind hún er með H154.

 


Píla með hrút undan Klaka.

 


Agúrka með lömb undan Örvari hans Óla Ólafsvík.

 


Hér er hrúturinn hennar.

 


Gimbrin vildi ekki alveg snúa sér við en hér sést hún .

 


Milla 24-010 með lömbin sín undan Svala.

 


Moldavía með gimbur sem hún fóstrar frá Sigga sem er undan Þíðu og Kogga og er með H154.

Hún á hrútinn sjálf sem er móbotnóttur og er undan Brúnó.

Hér sést gimbrin betur.

 


Hrúturinn en hann vildi ekki líta upp var of upptekinn að borða.

 


Margrét með sína hrúta og svo fóstrar hún líka frá Ídu sem drapst á sauðburði og það

má sjá að hún hefur mjólkað þeim þrem mjög vel þeir eru næstum stærri en hún.

 


Svakalega flottir að sjá þeir eru allir undan Tarzan okkar þessir sem eru undan Margréti eru með gulan fána

en undan Ídu er með R171.

 


Þessi gimbur er undan Köku og Pistil sæðingarstöðvarhrút hún er með R171.

 


Panda með lömbin sín undan Brimil sæðingarstöðvarhrút og önnur gimbrin er með R171 og N138

en hin gimbrin er hlutlaus með gulan fána.

 


Hér er önnur hvor gimbrin hennar Pöndu.

 


Hér er Randalín 18-016.

 


Hún er með tvær gimbrar sem eru undan Reyk 22-449 frá Sigga í Tungu.

 


Fallega grá þessi. Hún er með gulan fána.

 


Hér er hin hún er með H154.

Það var svo gaman að sjá hvað það voru margar nýjar komnar niður núna á rúntinum sem ég hef ekki

séð neitt síðan við slepptum út. Þetta fer að verða svo spennandi núna að fylgjast með og taka myndir.

 


Við tókum göngutúr með Magga og fórum að heimsækja mömmu inn á Dvalarheimili og tókum

hana svo í göngu heim til okkar.

 


Það var svo æðislegt veður að við sátum út á palli og hér er Marri Már hjá Ömmu Huldu.

 

 

  • 1
Flettingar í dag: 1782
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 1049
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 2542508
Samtals gestir: 89167
Tölur uppfærðar: 29.10.2025 18:47:56

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar