Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Færslur: 2025 Október06.10.2025 21:18Héraðssýning lambhrúta á SnæfellsnesiHéraðssýning lambhrúta verður haldinn næstkomandi laugardag 11 október í Reiðhöllinni á Lýsuhóli Staðarsveit og hefst kl 14:00. Á sýningunni verða veitingar í boði gegn vægu gjaldi 1500 kr á mann og frítt fyrir börn. Skemmtilega gimbrahappdrættið sem hefur vakið mikla lukku og stemmingu verður á staðnum og þeir sem hafa áhuga á að kaupa sér miða geta keypt miða á staðnum á 1500 kr. Vegleg verðlaun í boði en athugið engin posi á staðnum. Allir velkomnir og áhugafólk um sauðfjárrækt er auðvitað hvatt til að mæta með gripina sína og sjá aðra. Það verður mikið spáð og þukklað. Minnum fyrrum vinningshafa á að koma með verðlaunagripina með sér. Kveðja Sauðfjárræktarfélag Staðarsveitar
Reglur vegna lambhrútasýningar á Snæfellsnesi. Kv Sauðfjárræktarfélögin 04.10.2025 21:15Sláturmat og ásettnings hrútarVið settum 63 lömb í sláturhús og 5 rollur.
Við fengum óvænt fyrr tíma til að setja í sláturhús eða strax daginn eftir hrútasýninguna og var það mjög strembið að taka ákvörðun strax hvað ætti að setja á og fara en það var gott að klára það og líka því girðingin er orðin blaut og bæld eftir féið svo það voru miklar líkur á að það færi að leggja af ef það yrði mikið lengur í girðingunni.
Gerðin var 12,7 þyngdin 21,1 fita 8,2
Við erum rosalega ánægð með matið höfum ekki fengið svona flott áður svo það sýnir sig að ræktunin okkar er alltaf að gera sig betur og betur enda erum við búnað vera vinna mikið í að vanda okkur og vinna vel og það er heldur betur að skila sér.
Siggi fékk líka svakalega flott sláturmat hann setti rúm 40 lömb í sláturhús
Gerðin var 13,1 Þyngdin 21,8 fita 8,6
Við setjum þennan grána á hann er undan Garp sæðingarstöðvarhrút og Mávahlíð. Hann er arfhreinn H 154 Mávahlíð hefur drepist í sumar svo hann og systir hans hafa verið móðurlaus síðan í endaðan júní. Hann stigaðist svona 53 kg 39 ómv 3,0 ómf 5 lag 106 fótl. 8 9 9 10 9,5 19 9 8 9 alls 90,5 stig.
Systir hans stigaðist svona 42 kg 35 ómv 2,4 ómf 4,5 lag 107 fótl 9 frampart 19 læri 7,5 ull 8 samræmi hún verður líka sett á. Hún er líka arfhrein H 154.
01.10.2025 16:37Hrútasýning veturgamla í Tungu 2025Mánudaginn 29 september fór framm hrútasýning veturgamalla kl 17:30 í fjárhúsunum hjá Sigga í Tungu. Dómarar voru Sigvaldi Jónsson og Logi Sigurðsson. Ingibjörg ( Bibba ) var ritari . Það voru 14 hrútar sem mættu og aðeins 1 kollóttur sem var frá okkur. Hvítir voru 8 hyrndir Mislitir voru 5 hyrndir Ég ákvað að breyta út af vananum og gerði kjúklingasúpu og var með doritos snakk, rifinn ost og sýrðan rjóma ásamt brauði Þurý frænka gerði fyrir okkur skúffuköku. Ég kom með rjómatertuna með marsipani sem ég var með í afmælinu hjá Ronju og Siggi var með flatkökur með hangikjöti og ég var líka með box með piparkökum. Súpan dugaði alveg meira en nóg ég var með 12 lítra af súpu. Bárður lánaði okkur kaffivél og kaffi könnur og Kristin kom með þær til okkar. Það voru um 30 manns í heildina sem komu. Við þökkum kærlega fyrir skemmtilega sýningu og þökkum öllum þeim sem aðstoðuðu á sýningunni. Þökkum Sigga í Tungu fyrir að leyfa okkur að halda sýninguna í frábæru fjárhúsunum hans.
01.10.2025 15:59Ronja Rós 6 áraElsku Ronja Rós okkar fagnaði 6 ára afmæli sínu þann 27 september og vorum við með afmæliskaffi fyrir hana heima hjá okkur og svo var krakka afmælið hennar haldið í íþróttahúsinu með 3 vinkonum hennar og heppnaðist það svakalega vel. Hún var mjög ánægð með báða dagana sína og fékk margar fallegar gjafir.
Flettingar í dag: 4259 Gestir í dag: 61 Flettingar í gær: 1964 Gestir í gær: 22 Samtals flettingar: 2464550 Samtals gestir: 88894 Tölur uppfærðar: 14.10.2025 18:55:36 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is