Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Blog records: 2025 N/A Blog|Month_10

29.10.2025 21:18

Smalað lambgimbrunum heim

Við fórum á sunnudaginn og sóttum lambgimbrarnar til að taka þær inn og við byrjuðum á að fara inn fyrir Búlandshöfða og finna kindurnar þar og þær voru alla leið að Höfða bænum og Freyja og Birgitta frænka hennar byrjuðu að reka þær af stað út eftir. Rúmba var með forrystuna og leiddi hópinn frekar hratt eins og hún væri forrystu kind. Það gekk vel að reka og Kristinn tók svo við að reka þegar þær voru komnar upp á Búlandshöfða og Siggi líka en það náðist að halda þeim meðfram veginum svo þær fóru ekki undir Höfðann eins og þær eru vanar. Við tókum svo allt sem var inn í Mávahlíð og svo það sem var inn í Fögruhlíð og svo var látið Sigga vita af lambi sem var búnað festa sig í gaddavír og vírinn var fastur utan um fótinn á því og við fórum að leita af því og ég fór að sækja kerruna ef það væri ekki hægt að reka það en þess þurfti svo ekki. Hörður í Tröð lét okkur vita og hann hjálpaði okkur svo að standa fyrir inn í Tröð svo kindurnar myndu halda áfram niður inn í Fögruhlíð eftir að Siggi, Kristinn og Freyja fóru upp og sóttu það sem var fyrir ofan hjá Ragga bústað og upp á Sneið.

 


Bárður og Sveinn komu með kerru til Freyju og Bóa þar sem hestarnir eru og tóku Ösku fyrir okkur upp á kerru og hún

fer til Bárðar í smá tíma áður en hún fer í frumtamningu. Hún getur verið mjög erfið að fara upp á kerru og mistókst það hjá okkur 

seinast að reyna ná henni og hún var komin inn en hoppaði svo yfir Bóa og út aftur svo við reyndum ekki meira í það skipti en það 

gekk svo ágætlega núna en tók þó smá tíma og þolinmæði að koma henni inn.

 


Hér er Kristinn kominn með þær að útsýnispallinum og þær héldu áfram þaðan eftir veginum.

 


Siggi og Kristinn að reka þær áfram.

 


Ég labbaði eftir Holtsánni að leita af lambinu með gaddavírinn en sá það hvergi en svo kom í ljós að það var komið alla leiðina niður

að Fögruhlíð svo ég hefði ekki þurft að labba alla þessa leið að leita.

 


Hér erum við komin upp að Tungu með kindurnar.

 


Hér erum við að reka restina sem var fyrir ofan Tungu svo við fórum aftur út að smala eftir að við vorum búnað taka hinar inn í rétt 

sem við vorum að sækja í Fögruhlíð. Það vantaði nefnilega eitt lamb og það var með þessum kindum og var það hún Bríet hans Kidda sem

var í þessum hóp með sína gimbur. Núna þarf ég bara fara gefa mér tíma í að taka myndir af öllum gimbrunum og setja það hér inn.

 

29.10.2025 20:57

Göngutúr og skoðað gömlu réttina í Ólafsvík

Við Ronja Rós fengum okkur göngutúr fyrir ofan tjaldsvæðið í Ólafsvík og löbbuðum upp í skóg þar ég hef aldrei komið þar áður og það er mjög skemmtilegt svæði og gaman að sjá og svo gengum við þaðan og yfir í hinn skóginn sem er við gömlu réttina sem var verið að klára hlaða og gera upp og það er svo gaman að labba þangað eins og ævintýri og það var svo gott veður þó það væri kalt og smá sleipt maður þurfti að passa sig því það var frost nóttina áður.

 


Hér er Ronja að fara upp í skóginn.

 


Það er svo fallegt hér inn í skóginum eins og ævintýraland.

 


Þetta er svo fallegt greinar sem þekja yfir allt og með allsskonar munstur.

 


Núna erum við að labba yfir í hinn skóginn.

 


Það er svo gaman að labba hér og margt að skoða.

 


Við tókum svo með okkur nesti og borðuðum það á einu borðinu sem er í gömlu réttinni.

Elska hvað það er fallegt umhverfið þarna og ævintýralegt.

25.10.2025 17:51

Sumarbústaðaferð í Svignaskarð

Það var haustfrí í skólanum hjá krökkunum seinustu helgi og ég fór með þau í sumarbústað í Svignaskarði og það var alveg ótrúlega kósý og gaman.

Við vorum fyrst bara ég og krakkarnir og við fórum svo í Hreppslaug sem er búnað vera lengi á listanum hans Benónýs að fara í og hún var mjög flott og

kósý og gaman að fara í hana og við eigum klárlega eftir að fara í hana aftur. Það var mjög gott veður hjá okkur og við fórum í heitapottinn oft yfir daginn og svo fórum við inn í Borgarnes og tókum smá labb og kíktum á Bjössaróló fyrir Ronju. Emil kom svo á laugardagskvöldið til okkar og  það var mikil gleði að fá hann loksins til okkar hann er búnað vera í burtu að róa á Skagaströnd. Við skiluðum svo bústaðinum af okkur á mánudaginn og fórum þá til Reykjavíkur.


Hér erum við að labba frá Bjössaróló og það var svo æðislega fallegt veður.

 


Hér er skemmtilegur stór stóll til að setjast í við fjöruna í Borgarnesi.

 


Hér er Ronja Rós við Bjössaróló.

 


Mjög gaman að skoða ég man eftir að hafa farið þarna sem krakki en var búnað gleyma 

alveg hvernig það leit út svo það var gaman að fara og sýna krökkunum.

 


Hér er Ronja Rós á rugguhesti. Þetta er allt smíðað úr timbri.

 


Freyja Naómí, Ronja Rós og Benóný Ísak.

 


Ronja Rós var alveg að elska heitapottinn og það var farið oft á dag.

 


Það var svo yndislegt veður þó það væri kalt þá fórum við í smá sólbað þegar okkur var orðið of

heitt í pottinum og fengum okkur vinber.

 


Benóný fannst svo kósý að fara í pottinn þegar það var komið myrkur úti þá var líka 

stjörnubjart og mikið um norðurljós.

 


Hér erum við komin í Hreppslaug sem var ein af sundlaugunum sem við eigum eftir að fara í .

Benóný er mjög spenntur að fara í hana loksins.

 


Það var svo mjög heillandi að það mátti kaupa sér drykki og ís og fá sér ofan í lauginni.

Sundlaugin var mjög flott og heitupottarnir stórir og góðir svo við mælum hiklaust með að fara í þessa sundlaug

fyrir þá sem hafa ekki farið hún er svo kósý og náttúruleg.

 


Tók svo mynd af skiltinu áður en við fórum.

 


Benóný sáttur með pepsí í Hreppslaug.

 


Hér erum við í bústaðnum að nýta það sem eftir er af sumrinu og með haustlitina í bakgrunn.

 


Emil mættur til okkar það var mikil gleði og mikið hlegið af nýju skegg mottunni

sem hann er búnað safna á sjónum. En fékk svo fljótt að hverfa eftir almennilegan rakstur.

 


Hér er svo mottan farin á Emil og hér er hann og Embla í Blómasetrinu í Borgarnesi sem er kaffihús

og það var svo gaman að koma þangað svo kósý og heimilislegt og allskyns dót og hlutir að sjá og

það var svakalega gott að borða þar og fá kaffi og heitt kakó. 

 

 

18.10.2025 18:51

Lambhrútarnir teknir inn og rifið upp grindur

Eftir Héraðssýninguna tókum við lambhrútana á hús og það eru enn tvö sölulömb sem eiga eftir að fara og eru

inn i girðingunni svo er verið að fara dæla út út fjárhúsunum hjá okkur og ég fór að gera klárt og rífa upp grindurnar áður

en Lalli á Hellissandi kemur að dæla út fyrir okkur.

 


Hér er móbotni sem fer til Gumma Óla Ólafsvík og fékk hann nafnið Emil svo er Grái okkar 

en hann hefur fengið nafnið Steini í höfuðið á Steina frænda frá Mávahlíð.

 


Þetta eru lambhrútarnir þeir verða 6 í heildina á samyrkjubúinu í Tungu.

 


Búin að losa upp grindurnar.

 


Sumarliði hans Sigga stækkar vel.

 


Fallegt veður í sveitinni.

Það er svo að koma haustfrí um helgina í skólanum hjá krökkunum og við ætlum að skella okkur

í Svignaskarð í sumarbústað og Emil er að róa á Skagaströnd og ætlar að reyna komast eitthvað til okkar því það

fer að spá brælu þar.

12.10.2025 11:17

Héraðssýning lambhrúta á Lýsuhóli 11 okt

Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi fór fram núna síðast liðinn laugardag í reiðhöllinni á Lýsuhóli hjá Jóhönnu og Agnari. Jökull Gíslason Álftavatni og Arnar Darri frá Fossi voru að sjá um sýninguna ásamt Höllu Dís og Leonie Sophie ásamt mörgum fleirum sem komu að hjálpa til. Sýningin var alveg stórglæsileg hjá þeim og svo flott og skemmtilegt. Að  halda hana þarna var svo mikið pláss fyrir alla og svo stór sniðugt að vera með stálgrindur sem Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis kom með og var sett upp fyrir sýningu. Á sýningunni voru Sigvaldi Jónsson og Logi Sigurðsson dómarar og Lárus Birgisson og Jón Viðar komu sem gestir það var mjög gaman að þeir skyldu koma líka. Á sýninguna var vel mætt og það voru milli 70 til 80 manns. Það voru 44 hrútar í heildina sem mættu til keppni og var það 21 hyrndir hvítir, 10 kollóttir og 13 mislitir. Gimbrahappdrættið var svo áfram og það er alltaf stuð og stemming í kringum það og að þessu sinni voru það 4 gimbrar sem voru í verðlaun og þær voru frá Álftavatni, Gaul, Fossi og Hoftúnum. Það var svo nýtt núna að það var einnig dregið í happdrættinu um gistingu frá Hótel Búðum ásamt morgunverði og glaðning á herbergi og það vakti enn þá meiri áhuga á að kaupa sér happdrættismiða.

 


Hér er Freyja Naómí okkar með besta mislita hrútinn og Embla Marína með sinn hrút sem 

var besti kollótti ásamt því að fá Farandsskjöldinn fagra fyrir besta hrút sýningarinnar og 

vinkonur stelpnanna eru með skjöldinn þær Birta Líf og Erika Lillý.

Svo glæsilegar og ánægðar með þetta allt saman.

 

Við fórum með 5 lambhrúta á sýninguna

og þeir lentu allir í einhverjum sætum við áttum, þennan í kollóttu og svo tvo í hvítu hyrndu

einn í öðru sæti og einn í fjórða sæti svo einn í fyrsta sæti í mislitu og öðru sæti og svo 

líka fjórða sæti svo við erum alveg í skýjunum og svo þakklát.

 


Hér er ég með Birtu og Freyju með Farandssköldinn.

 

Við erum svo stolt af okkar ræktun og svo gaman hvað öll fjölskyldan og vinir krakkana taka mikinn þátt í sauðfjárræktinni.

Við erum líka búnað vera dugleg að fá lánaða hrúta til að forðast skyldleika og það er svo gaman að fagna velgegni og deila henni með

hinum ræktendunum líka eins og Guðlaug og Eyberg Hraunhálsi eiga Breiðflóa sem er faðir kollótta hrútsins og móðir hans er gemlingur sem

Embla mín sá í fyrra sumar inn í Mávahlíð og við spottuðum að þarna væri flott gimbur og hún skipti við Guðmund Ólafsson Ólafsvík

og fékk hún nafnið Guðmunda Ólafssdóttir og svo á hún ættir í féið okkar líka og má þar nefna Ask Kalda son frá okkur svo það er ótrúlega 

gaman hvað þetta blandast vel. Ég og Emil tókum svo ráðin af Emblu og notuðum Breiðflóa á Guðmundu og Embla var ekki ánægð með 

okkur því hún vildi fá annan hrút sem gefur liti en hún var þó mjög sátt þegar hún fékk þennan verðlaunahrút í staðinn.

Guðmunda er svo undan Boga sem er undan Gimsteinn .

 

Misliti hrúturinn sem Freyja er með er svo undan Sælu sem á ættir í Ask Kalda soninn okkar og Máv sem fór á sæðingarstöðina og faðir hans

er Örvar sem er hrútur frá Óla Helga Ólafsvík sem við fengum lánaðan á fengitímanum og er undan hrút sem heitir Friskó frá Óla.


Freyja Naómí með besta mislita.

 


Hér má sjá happdrættis gimbrarnar.

 

Það voru glæsileg verðlaun í boði á sýningunni sem var búið að fá frá ýmsum fyrirtækjum sem styrk og má þar nefna gjafabréf frá Matarlyst Ólafsvík, Gjafabréf frá Hampiðjunni Ólafsvík, KB Borgarnesi, Lífland Borgarnesi. Útgerðinni Hellissandi, Hótel Búðum og fleira. 

Eyberg Hraunhálsi sá um að útbúa pappíranan til að skrá hrútana og hanna verðlaunaskjölin og skrifaði svo á þau fyrir dómarana.

Kaffið og veitingarnar voru svo glæsilegar að það minnti á fermingarveislu með fallegum brauðtertum, skúffukökum, marengstertum og margt fleira og svo var kjötsúpa og Eirikur Helgason Stykkishólmi kom með brauð frá bakaríinu sínu alveg svakalega flott hjá þeim og það var vel þess virði að kaupa sér veitingar og hver og einn gat fengið sér eins og hann vildi. Það var svo nóg af drykkjum ásamt kaffi var svali,kókómjólk og heitt súkklaði sem vakti lukku fyrir krakkana.

 

Lele, Halla Dís, Jonna og Johanna sáu um að afgreiða kaffið og veitingarnar ásamt Jóhönnu á Lýsuhóli.

 


Hér má sjá hluta af kræsingunum sem voru í boði ekkert smá flottar.

 


Hér eru Jökull Gíslason Álftavatni, Arnar Darri Fossi og Lele sem sáu um sýninguna og stýra henni

 

Þau eiga svo mikið hrós skilið þetta var alveg frábært hjá þeim öllum sem komu að því að undirbúa og gera sýninguna því ég veit þetta er mikil vinna og mikið stress á meðan því stendur en svo verður maður svo þakklátur og glaður þegar allt er komið og allt gengur vel.

 

 

 

Hér sést hvað þetta var flott að nota grindurnar og krækja þeim saman.

 

 

Gimbrar tvær voru til sölu frá Fossi sem voru með R171 og H154 þær voru grágolsóttar kollóttar og það langaði mörgum í þær en þeir heppnu sem keyptu þær voru Gunnar og Sigurbjörg Hjarðarfelli. Þetta er mjög sniðugt að hafa svona sölu gimbrar eða hrúta á sýningum og væri gaman að gera meira af því næst.

 

 

Brynjar Þór Birgisson kom og kynnti á sýningunni vörurnar sínar sem hann er með til sölu og heitir Bændakjör Búmannsins það var margt sniðugt og flott að sjá hjá honum eins og bolla, net undir hey ,lyklakippur og rafmagns klippur og kamba og margt fleira.

 

Hvítir kollóttir voru 10 mættir til keppni . Það var svo þukklað og skoðað og skilið eftir 5 sem var svo raðað í verðlaunarsæti og veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin.

Hér má sjá kollóttu hrútana.

 


Hér eru verðlaunahafarnir í kollóttu hrútunum. 

Freyja og vinkona hennar Birta með 1 sæti fyrir okkur

svo Guðlaug Sigurðadóttir Hraunhálsi 2 sæti 

Harpa Jónsdóttir Hjarðarfelli 3 sæti.

 

 

1.sæti var lamb nr 341 frá okkur undan Breiðflóa frá Hraunhálsi og Guðmundu 24-005

49 kg 38 ómvöðva 3,0 ómfitu 5 lögun 104 fótlegg

8 9,5 9 10 9,5 19 7,5 8 8,5 alls 89 stig.

 

2.sæti var lamb nr 320 frá Guðlaugu og Eyberg Hraunhálsi undan Selflóa 

55 kg 37 ómvöðva 4,6 ómfitu 4,5 lögun 108 fótlegg

8 9 9 9,5 9 19 9 8 8,5 alls 89 stig

 

3.sæti var lamb nr 167 frá Hjarðarfelli undan Kát sæðingarstöðvarhrút

48 kg 37 ómvöðva 3,4 ómfitu 4,5 lögun 109 fótlegg

8 9 9 9,5 9 18,5 9 8 8 alls 88 stig.

 

4.sæti var lamb nr 244 frá Guðlaugu og Eyberg Hraunhálsi undan Topp sæðingarstöðvarhrút

64 kg 34 ómvöðva 4,6 ómfitu 4,0 lögun 109 fótlegg

8 9 9,5 9 10 19,5 8,5 8 9 alls 90,5 stig.

 

 

Mislitu hrútarnir voru 13 mættir til keppni og það er eins fyrirkomulag þeim er raðað upp með eigendum sínum og

það er skoðað og haldið 5 efstu inni og svo skipað þeim í 3 verðalaunasæti.

Hér er hluti af mislitu hrútunum.

 


Hér má sjá 3 af 5 sem voru í uppröðun.

 


Hér eru verðlaunahafarnir fyrir mislitu hrútana.

Birta Líf og Freyja eru með fyrir okkur 1 og 2 sæti svo er Harpa á Hjarðarfelli með 3 sæti.

 

1.sæti er lamb nr 989 frá okkur undan Örvari frá Óla Ólafsvík og Sælu 23-012 frá okkur.

55 kg 37 ómvöðva 4,7 ómfitu 4,0 lögun 115 fótlegg

8 9 9 9,5 9,5 19 8 8 8 alls 88 stig.

 

2.sæti er lamb nr 474 frá okkur undan Kakó frá Sigga í Tungu og Melkorku 20-017

55kg 35 ómvöðva 5,7 ómfitu 4,0 lögun 110 fótlegg

8 8,5 9 9 9 18 8 8 9 alls 86,5 stig.

 

3.sæti er lamb nr 282 frá Hjarðarfelli undan Tinna.

48 kg 33 ómvöðva 3,3 ómfitu 4,0 lögun 110 fótlegg

8 9 9 9 9 19 8 8 8,5 alls 87,5 stig.

 

4.sæti er lamb nr 204 frá okkur undan Garp sæðingarstöðvarhrút og Mávahlíð 20-020

53 kg 39 ómvöðva 3,0 ómfitu 5,0 lögun 106 fótlegg

8 9 9 10 9,5 19 9 8 9 alls 90,5 stig.

 

Hvítu hyrndu hrútarnir voru 21 mættir til keppni og þeim var raðað upp og svo fækkað niður í 5 efstu og síðan skipað í 3 verðlaunasæti.


Hér má sjá hvítu hyrndu hrútana og hér eru Jón Viðar og Lárus að skoða hrútana.

 


Hér eru Sigvaldi og Logi að skoða og fara yfir hrútana.

 


Hér er Pétur Steinar að halda í hrút frá okkur sem var í öðru sæti og Frikki með frá Hjarðarfelli sem var 

í fyrsta sæti og við hliðina á honum er Brynjar í Bjarnarhöfn.

 


Hér eru verðlaunahafarnir í hvítu hyrndu hrútunum.

1 sæti er Hjarðarfell og Erna Kristin tekur við verðlunum 

2 sæti er frá Kristinn og okkur og Freyja og Birta tóku við verðlaunum

3 sæti er frá Hoftúnum og Snædís Rós og Berglind Bára tóku við verðlaunum

 


Hér er Gunnar Guðbjartsson og Sigurbjörg Ottesen ásamt dóttir þeirra Ernu Kristínu með besta 

hvíta hyrnda hrútinn frá Hjarðarfelli.

 

1.sæti er lamb nr 11 frá Hjarðarfelli undan Hólmstein sæðingarhrút.

53 kg 37 ómvöðva 5,3 ómfitu 4,0 lögun 108 fótlegg

8 9 9 9,5 9,5 19 8 8 9 alls 89 stig.

 

2.sæti er lamb nr 973 frá Kristinn Jónassyni undan Klaka 22-005 og Bríet 22-020.

55 kg 38 ómvöðva 3,5 ómfitu 5,0 lögun 108 fótlegg

8 9 9,5 10 10 18,5 8 8 8,5 alls 89,5 stig.

 

3.sæti er lamb nr 274 frá Hoftúnum undan Frosta.

55 kg 36 ómvöðva 4,7 ómfitu 4,5 lögun 109 fótlegg

8 9 9,5 9,5 18,5 7,5 8 8,5 alls 88 stig.

 

4.sæti er lamb nr 160 frá okkur undan Brimill sæðingarstöðvarhrút og Snúru 22-010

56 kg 34 ómvöðva 3,6 ómfitu 4,5 lögun 111 fótlegg

8 9 9,5 9 9,5 18 7,5 8 8,5 alls 87 stig.

 

Hér koma svo nokkrar myndir af sýningunni.

 


Eiríkur Helgason Stykkishólmi og Jón viðar Jónmundsson.

 


Friðrik Kristjánsson og Pétur Steinar Jóhannsson voru kátir .

 


Arnar Darri að lesa upp vinningshafana.

 


Hér er verið að lesa upp vinningshafana í happdrættinu.

Lele og Halla Dís sáu um það.


Arnar Darri frá Fossi og Brynjar í Bjarnarhöfn.

 


Hér má sjá vera halda í hvítu hyrndu hrútana.

 


Hér erum við Gummi saman ánægð með sýninguna.

 


Hér er verið að skoða skjöldinn og velta fyrir sér hvernig sé hægt að breyta honum til að koma nýju plöttunum fyrir

en þeir hafa ekki verið settir á lengi svo nú þarf að gera einhverjar breytingar svo hægt sé að setja nýju plöturnar á .

 


Þessi mynd var tekin af þeim Loga og Sigvalda á veturgömlu sýningunni hjá okkur en ég ákvað að 

setja hana hér aftur inn en þeir voru líka dómarar núna á Héraðssýningunni.

 


Hér má sjá hluta af verðlaununum sem voru á sýningunni.

 

 

 

 

06.10.2025 21:18

Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi

Héraðssýning lambhrúta verður haldinn næstkomandi laugardag 11 október í Reiðhöllinni á Lýsuhóli Staðarsveit og hefst kl 14:00.

Á sýningunni verða veitingar í boði gegn vægu gjaldi 1500 kr á mann og frítt fyrir börn.

Skemmtilega gimbrahappdrættið sem hefur vakið mikla lukku og stemmingu verður á staðnum og þeir sem hafa áhuga á að kaupa sér miða geta keypt miða á staðnum

á 1500 kr. Vegleg verðlaun í boði en athugið engin posi á staðnum.

Allir velkomnir og áhugafólk um sauðfjárrækt er auðvitað hvatt til að mæta með gripina sína og sjá aðra. Það verður mikið spáð og þukklað.

Minnum fyrrum vinningshafa á að koma með verðlaunagripina með sér.

Kveðja Sauðfjárræktarfélag Staðarsveitar


Hér eru Eyberg og Lauga með besta hrútinn 2024.

 

Reglur vegna lambhrútasýningar á Snæfellsnesi.
* Þetta er eingöngu sýning á lambhrútum.
* Hrútar verða að vera fæddir á Snæfellsnesi og því má ekki koma með aðkeypta hrúta.
* Allir hrúta skulu vera stigaðir, þeir verða ekki stigaðir aftur heldur verður stuðst við fyrri stigun.
* Nauðsynlegt er að koma með stigun hrútanna með á sýninguna. Ef það er ekki gert, er viðkomandi hrútur ekki með í sýningunni.
* Hvert býli má koma með 3 hrúta í hverjum flokki. Þ.e. 3 kollótta, 3 hyrnda, og 3 mislita og/eða ferhyrnda.
* Hrútar sem koma á sýninguna verða að ná 83 stigum, það á þó ekki við um mislita og ferhyrnda hrúta.

Kv Sauðfjárræktarfélögin

04.10.2025 21:15

Sláturmat og ásettnings hrútar

Við settum 63 lömb í sláturhús og 5 rollur.

 

Við fengum óvænt fyrr tíma til að setja í sláturhús eða strax daginn eftir hrútasýninguna og 

var það mjög strembið að taka ákvörðun strax hvað ætti að setja á og fara en það var gott að

klára það og líka því girðingin er orðin blaut og bæld eftir féið svo það voru miklar líkur á að það 

færi að leggja af ef það yrði mikið lengur í girðingunni.

 

Gerðin var 12,7

þyngdin 21,1

fita 8,2

 

Við erum rosalega ánægð með matið höfum ekki fengið svona flott áður svo það sýnir sig að

ræktunin okkar er alltaf að gera sig betur og betur enda erum við búnað vera vinna mikið í að 

vanda okkur og vinna vel og það er heldur betur að skila sér.

 

Siggi fékk líka svakalega flott sláturmat hann setti rúm 40 lömb í sláturhús

 

Gerðin var 13,1

Þyngdin 21,8

fita 8,6

 

 

Við setjum þennan grána á hann er undan Garp sæðingarstöðvarhrút og Mávahlíð.

Hann er arfhreinn H 154

Mávahlíð hefur drepist í sumar svo hann og systir hans hafa verið móðurlaus síðan í endaðan júní.

Hann stigaðist svona 53 kg 39 ómv 3,0 ómf 5 lag 106 fótl.

8 9 9 10 9,5 19 9 8 9 alls 90,5 stig.

 

Systir hans stigaðist svona 42 kg 35 ómv 2,4 ómf 4,5 lag 107 fótl

9 frampart 19 læri 7,5 ull 8 samræmi hún verður líka sett á.

Hún er líka arfhrein H 154.

 


Við setjum þennan á líka hann er með R171 og gulan fána undan Snúru og Brimil sæðingarhrút.

56 kg 34 ómv 3,6 ómf 4,5 lag 111 fótl

8 9 9,5 9 9,5 18 7,5 8 8,5 alls 87 stig.

 

Ætluðum að setja systir hans á en hún fékk 17,5 í læri svo það voru fleiri betri

sem fengu ásettningsplássið en svo fór hún í E 3 í sláturhúsi og var 22,5 kg.


Þessi er settur á og er undan Bríet og Klaka okkar .

55 kg 38 ómv 3,3 ómf 5 lag 108 fótl

8 9 9,5 10 10 18,5 8 8 8,5 alls 89,5 stig.

 

Systir hans er líka sett á og hún er 48 kg 38 ómv 3,4 ómf 4 lag 110 fótl

9,5 frampart 18,5 læri 9 ull 8 samræmi.

 


Þessi er undan Sælu okkar og Örvari frá Óla Ólafsvík. Hann er með C151 og gulan fána.

55 kg 37 ómv 4,7 ómf 4 lag 115 fótl

8 9 9 9,5 9,5 19 8 8 8 alls 88 stig.

 

Systir hans er líka sett á og hún er 52 kg 39 ómv 4,6 ómf 4,5 lag 110 fótl

9,5 frampart 19 læri 8,5 ull 8,5 samræmi.

 


Þessi er settur á og er undan Guðmundu Ólafsdóttur og Breiðflóa frá Hraunhálsi.

Hann er undan gemling og er fæddur þrílembingur en hin á móti komu sem úldin fóstur í fæðingu.

49 kg 38 ómv 3,0 ómf 5 lag 104 fótl

8 9,5 9 10 9,5 19 7,5 8 8,5 alls 89 stig.

Ég þarf að taka annað sýni úr honum því það kom spurningarmerki um sýnið en Guðmunda er með R171 og gulan fána

og Breiðflói er með gulan fána. Er mjög spennt hvort hann hafi erft R 171 genið frá móður sinni.

 

Þetta er svona hluti af því sem verður hjá okkur í vetur en ég mun setja gimbrarnar og hrútana svo inn seinna þegar

ég er búnað taka myndir af öllu og svona.

01.10.2025 16:37

Hrútasýning veturgamla í Tungu 2025

Mánudaginn 29 september fór framm hrútasýning veturgamalla kl 17:30 í fjárhúsunum hjá Sigga í Tungu.

Dómarar voru Sigvaldi Jónsson og  Logi Sigurðsson. Ingibjörg ( Bibba ) var ritari .

Það voru 14 hrútar sem mættu og aðeins 1 kollóttur sem var frá okkur.

Hvítir voru 8  hyrndir

Mislitir voru 5 hyrndir

Ég ákvað að breyta út af vananum og gerði kjúklingasúpu og var með doritos snakk, rifinn ost og sýrðan rjóma ásamt brauði

Þurý frænka gerði fyrir okkur skúffuköku. Ég kom með rjómatertuna með marsipani sem ég var með í afmælinu

hjá Ronju og Siggi var með flatkökur með hangikjöti og ég var líka með box með piparkökum.

Súpan dugaði alveg meira en nóg ég var með 12 lítra af súpu. Bárður lánaði okkur kaffivél og kaffi könnur og Kristin kom með þær til okkar.

Það voru um 30 manns í heildina sem komu.

Við þökkum kærlega fyrir skemmtilega sýningu og þökkum öllum þeim sem aðstoðuðu á sýningunni.

Þökkum Sigga í Tungu fyrir að leyfa okkur að halda sýninguna í frábæru fjárhúsunum hans.

 


Hér er verið að skoða mislitu hrútana.

 


Hér er verið að ómskoða og svo stiga hrútana og Bibba skrifar niður stigunina.

 

 


Hér er búið að ákveða besta veturgamla hrútinn í mislita flokknum 2025.

Það er hann Kakó frá Sigurði í Tungu sem er besti misliti hrúturinn.

 

Kakó er vel dökkur og gefur fallega mórauð lömb.

Hann var keyptur af Hoftúnum í fyrra undan Tónn 23-221 og 21- 025 Nútella GGK

Kynbótamat hans er 100 gerð 98 fita 109 frjósemi 110 mjólkurlagni.

Stigun hans hljóðaði svona :

97 kg 32 ómvöðva 6,5 ómfitu 4,0 lag 122 fótl

8 8,5 8,5 8 9 17,5 8,5 8 8,5 alls 84,5 stig

 

Í öðru sæti var hrútur frá Lárusi og Kristínu Gröf Grundarfirði.

Stigun hans hljóðaði svona : 

85 kg 32 ómvöðva 5,5 ómfitu 3,5 lag 124 fótl

8 8 8,5 8 8,5 17,5 8,5 8 8 alls 83 stig.

 

í þriðja sæti var hrútur frá Ingibjörgu og Valla Innri Látravík .

Stigun hans hljóðaði svona :

76 kg 30 ómvöðva 3,9 ómfitu 4 lag 123 fótl

8 7,5 8 8 8,5 17,5 8,5 8 8 alls 82 stig.


Hér er verið að skoða hvítu hyrndu hrútana.

 


Það var bara einn kollóttur að keppa og það var hann Tarzan okkar og 

hér er Emil að taka á móti bikarnum fyrir besta kollótta hrútinn 2025.

 

 

Tarzan keyptu við af Hraunhálsi í fyrra og var hann 85 stig en hann hækkaði sig verulega núna sem veturgamall.

Hann er undan Gullmola 22-902 og Móbíldu.

Stigun hljóðaði svona : 

95 kg 37 ómvöðva 4,9 ómfitu 4,5 lag 116 fótl

8 9 9,5 9 9 19 8,5 8 9 alls 89 stig.

 


Hér er verið að þukkla hvítu hyrndu hrútana og bera saman við mat dómarana.

 


Hér er Álfur frá okkur og Kidda sem var settur á vegna þess að hann er með R171.

Álfur er undan Bjarka sæðishrút og Álfadís .

Hér er Kiddi,ég og Pétur Steinar með Álf besta hyrnda veturgamla hrútinn og svo er Emil með Kogga

sem er líka frá okkur og hann er í öðru sæti Koggi er undan Laxa sæðishrút og Slettu.

 


Hér sést Álfur betur.

Stigunn hjá Álf hljóðaði svona : 

94 kg 42 ómvöðva 6,5 ómfitu 4,5 lag 115 fótl

8 9 9,5 9,5 9 19 9 8 9 alls 90 stig 

 


Hér er Álfur svo hvítur og fallegur.

 

Í öðru sæti var svo hrútur frá okkur undan Slettu og Laxa sæðishrút sem heitir Koggi.

 


Hér er mynd sem var tekin af honum rétt fyrir smölun.

Stigun hjá Kogga hljóðaði svona :

98 kg 37 ómvöðva 4,1 ómfita 117 fótl

8 9 9,5 9 9,5 18,5 8 8 9 alls 88,5 stig.

 

Í þriðja sæti var hrútur frá Jón Bjarna Bergi sem hann keypti frá okkur í fyrra og er 

undan Rúsínu og Svala frá okkur.

78 kg 35 ómvöðva 5,0 ómfitu 4,5 lag 116 fótl

8 9 9 8,5 9 18,5 8 8 9 alls 87 stig.

 


Hér er sá mjallahvíti og hann heitir Hvítur og er þessi sem var í þriðja sæti frá Bergi.

 

Í fjórða sæti var hrútur frá Lalla og Kristinu Gröf Ytri

86 kg 35 ómvöðva 6,8 ómfitu 4,5 lag fótl 117

8 8,5 9 8,5 9 19 7,5 8 8,5 alls 86 stig.

 


Hér eru dómararnir Logi Sigurðsson og Sigvaldi Jónsson.

 


Kiddi og Emil kátir.

 


Stefanía Bláfeld og Pétur Steinar .

 


Hildur og Sól.

 


Freyja og Birta létu sig ekki vanta og fylgdust með.

 


Embla og Ísafold og Erika stóðu súpuvaktina fyrir mig.

 

 

Hér eru þrír ættliðir saman. Mamma Kristinar og Kristin og dóttir hennar Bylgja.


Hér eru farandsbikararnir sem veittir eru fyrir bestu hrútana í þessum þrem flokkum.

 


Hluti af kræsingunum sem við vorum með á sýningunni.

 


Stelpurnar í stuði og vinkonurnar svo gaman hvað þær eru með mikinn áhuga

og taka þátt í sauðfjárræktinni með okkur .

 


Jón Bjarni Bergi og Þórsi og Elfa Hellissandi.

 


Hér ein mynd frá verðlauna afhendingunni fyrir besta hvíta hyrnda en Pétur Steinar tók við bikarnum fyrir okkur

hjá Guðmundi Ólafssyni þegar hann hélt í Álf fyrir okkur og svo er Emil með Kogga í öðru sæti hliðin á honum.

Það má segja að þetta hafi verið mikil sigur fyrir samyrkjubúið okkar í Tungu að fá verðlaun fyrir alla flokka í hús.

Siggi fyrir mislita og við fyrir hvítu og kollóttu. Það var svo mikið að gera hjá okkur eftir hrútasýninguna því 

það fór í slátur hjá okkur daginn eftir svo við þurftum að flokka allt og fara yfir hvað væri til lífs og hvað færi í sláturhús.

En þetta var frábær dagur þó væri mikil vinna en samt gleði og gaman.

 

 

 

01.10.2025 15:59

Ronja Rós 6 ára

Elsku Ronja Rós okkar fagnaði 6 ára afmæli sínu þann 27 september og vorum við með afmæliskaffi fyrir hana heima hjá okkur og svo var krakka afmælið hennar haldið í íþróttahúsinu með 3 vinkonum hennar og heppnaðist það svakalega vel. Hún var mjög ánægð með báða dagana sína og fékk margar fallegar gjafir.

 


Hér er Ronja Rós með bekkjarsystrum sínum sem héldu allar afmælis saman.

Ronja er lengst til hægri.

 

Hér er Ronja Rós heima hjá sér að fara opna gjafirnar.

 


Flottar kræsingar í afmælinu hjá skvísunum. Við hjálpuðumst við að koma með kræsingar

og þetta var alveg frábær hugmynd að gera þetta allar saman minni vinna og maður fær meira að njóta

að vera í afmælinu með krökkunum og margir að fylgjast með.

 

Ég var með þessa fallegu tertu frá Kalla bakarí í fjölskylduafmælinu en Gulla og Steinar

komu með hana fyrir okkur.

 


Hér eru svo terturnar sem við vorum með ég bakaði marenstertu og átti svo aðra rjómamarsinpan tertu

sem ég frysti þegar ég pantaði fyrir réttirnar.

 


Við skreyttum vegginn og settum blöðrur.

 


Hér er verið að fara syngja afmælissönginn og blása á 6 kertin svo ánægð 6 ára skvísa hér.

 


Hún var vakin um morguninn með pakka frá systkynum sínum sem var playmobile hús.

 


Fékk þessa úlpu og húfu frá mér og Emil .

 


Hér er Ronja Rós svo alsæl með kisuna okkar hana Möllu.

 

  • 1
Today's page views: 980
Today's unique visitors: 2
Yesterday's page views: 1292
Yesterday's unique visitors: 10
Total page views: 2631303
Total unique visitors: 89508
Updated numbers: 17.11.2025 15:19:40

Um okkur

Name:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Cell phone:

8959669,8419069

MSN user name:

Disa_99@hotmail.com

Birthday:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Address:

Stekkjarholt 6

Location:

355 Ólafsvík

Phone:

4361442

About:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Links

Links

Links