Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2011 Mars

26.03.2011 23:04

Rúningur 25 Mars

Jæja þá er loksins orðið hlýtt og fengum við allveg yndislegt veður til þess að rýja kindurnar loksins og var það vel þess virði að bíða og fá svona hlýindi í það. Bói og Emil byrjuðu á lömbunum á föstudaginn og kláruðu þau 15 stykki. Daginn eftir tóku þeir svo rollurnar og hrútana og gekk þetta bara rosalega vel og fínt að hafa klárað í dag og eiga frí á morgun til að hvíla sig því þetta tekur heilmikið á. Það er svo annars ekkert að ske en þá hjá mér þetta barn virðist ætla láta bíða eftir sér en það er kanski bara ágætt að það bíði allavega til morguns þá er ég sett. Það er góð tímasettning að vera allavega búin að taka af rollunum svo það má bara fara koma núna fyrst það er búið. Ég er svo búnað vera dugleg að taka myndir upp á síðkastið af Benóný í hesthúsunum og hjá hænunum og inn í Mávahlíð að renna og fleira svo það er nóg að skoða í myndaalbúminu ásamt rúningsmyndum af rollunum svo endilega kíkið á það. Annars vona ég að þetta sé mitt seinasta blogg áður en ég bæti við næsta barni því þetta er allveg komið gott maður er orðin svo þreyttur að klæða sig í sokka og skó þegar maður er með þennan belg framan á sér he he hlakka mikið til að losna við hann og verða ég sjálf aftur.

Bói og Emil í ham.

Alltaf jafn kátur hjá hænunum og kallar Gagalagó á eftir þeim.

Að klappa kindunum .

20.03.2011 23:02

Nýja herbergið hans Benónýs

 Jæja þá er gaurinn loksins búnað fá herbergið sitt tilbúið. Það var nefla mál með vexti að við ætluðum að fara að mála um daginn og kom þá í ljós að það var búið að leka ofninn inn í herberginu hans Magga og eyðileggja parketið og undirlagið út á mitt gólf og þá þurfti náttúrulega að hafa samband við tryggingafélagið og fá þetta bætt og það var gert og við voða stressuð því það er svo stutt þangað til ég fer að eiga og mikið verk að klára þetta áður og mála og allt saman en það hafðist og erum við allveg þrusu ánægð með útkomuna og drengurinn líka nú er hann með me og gagala gó á veggnum hjá sér allveg hæðst ánægður naut þess bara ekki allveg litla sílið því hann var kominn með 39,5 stiga hita allt í einu í dag.
En þetta styttist óðum hjá mér nú er bara vika eftir þangað til ég á tal 27 mars en ég er nú að vona að þetta fari bara að bresta á svo Emil verði nú ekki út á sjó eða eitthvað vesen því þá verð ég bara senda tryllu eftir honum emoticonþví ekki ætla ég að fara ein. Ég átti Benóný viku áður en ég var sett svo ekki skeði þetta í dag svo vonandi fer þetta bara koma samt er ég svakalega kvíðin líka að fá annað barn lýst ekkert á þetta svona korter fyrir sauðburð því sæðingarnar bera 21 apríl og þá verð ég að vera komin á skrið því þetta er uppáhalds tíminn minn framundan en ég er bara bjartsýn þýðir ekkert annað og fer vonandi bara létt með þetta allt saman en á ég líka góða að. Jæja það er ekki meira að sinni nema nú förum við að sprauta fyrir lambablóðsóttinni á morgun og svo aftur eftir hálfan mánuð og vonandi fer svo að hlýna svo við getum farið að taka af fljótlega. Kíkið svo endilega á myndaalbúmið þar eru myndir af nýja herberginu hans Benónýs og fleira .....

Limmiðarnir komnir upp rosa flottir svona bóndabærs stíll.

Í traktornum með Karítas rosa lukkulegur.

Donna í frostinu inn í Mávahlíð.

10.03.2011 23:07

Rúntur til Bárðar og Benóný í mars.

Komiði sæl. Við fórum rúnt til Bárðar um daginn og kíktum og nýrökuðu gellurnar hjá honum sem voru vel sáttar eftir rúninginn enda fagmaður þar á ferð og auðvita smellti ég nokkrum myndum af þeim og setti inn í albúmið. Það styttist svo óðum í að við þurfum að fara taka af okkar kindum en það vantar bara að finna tíma því Emil er alltaf á sjó núna og er að róa alla helgina en það hlýtur að gefast tími fljótlega allavega til að taka af þeim sem voru sæddar því þær bera fyrr. Gemlingarnir okkar dafna mjög vel bara og er ullin aðeins farin að losna af þeim og tók ég myndir af þeim og Benóný og Köru í fjárhúsunum seinustu helgi til að deila með ykkur. Emil tók svo Herkúles í fótsnyrtingu og þurfti hann vel á því að halda og settum við hann svo einan því hann var svo stirður eitthvað og mér fannst hann vera svo rýr en hann er allur að taka við sér eftir að við færðum hann og eiga hinir ungu hrútarnir ábyggilega líka stóran þátt í því, því þeir eru svo frekir að hann gaf alltaf eftir. Ég fékk svo ekki góðar fréttir í dag því það er búið að banna mér að gefa því blóðþrýstingurinn hefur hækkað svo þannig að nú á ég bara að taka því rólega enda kanski kominn tími til en mér finnst ekkert að mér en ég á nú bara 2 til 3 vikur eftir núna og það víst hollast að hlýða og vera róleg því ekki vill ég verða lögð inn það er það versta sem ég get hugsað mér og myndi örugglega neita fara inn því ég hef allveg antipest af þessum spítölum en Bói og Maja redda gjöfin á kindunum úr þessu en það er ekki þar með sagt að ég fari ekki og kíki aðeins á rollurnar emoticon

Hér er Karítas að klappa Pöndu og Rán.

Hér er svo litli prílarinn okkar sem klifrar upp á allt þessa dagana.

Já já kominn upp á klósett og teygir sig í vaskinn og ég allveg með hjartað í buxunum yfir að hann renni og detti.

  • 1
Flettingar í dag: 1516
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 1606
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 668367
Samtals gestir: 45755
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 15:25:19

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar