Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2022 Febrúar

21.02.2022 17:55

Allt á kafi í snjó

 

Hér er búið að vera allt á kafi í snjó.

 

 

Þá er nú gaman að vera krakki og leika sér í snjónum hér er

Embla að draga Ronju Rós og Kamillu frænku þeirra.

 

 

Hér er Freyja Naómí og Birgitta Emý að búa til snjóhús í sveitinni hjá ömmu og afa.

 

 

Benóný Ísak að prófa snjóhúsið.

 

 

Hér sést hversu mikill snjór er inn í Varmalæk þetta er sem sagt upp í tröppunum við hliðið

og gaflinn á húsinu sést hérna við svo þið sjáið hversu mikill snjór þetta er.

 

 

Hér sjást snúrustaurarnir.

 

 

Hér sést húsið hjá Freyju og Bóa.

 

 

Hér er húsið og það er eins og snjóhús og hér sést hliðið á kafi sem er gegnið

í gegn um til að komast niður í húsið.

 

Ronja Rós elskar að fara og kíkja á hænurnar og tína egg.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er hún svo montin að vera búnað sækja eggin og ég þarf að draga hana

á snjóþotu því það er svo mikill snjór allsstaðar.

 


Ronja Rós að renna sér fyrir utan húsið hjá okkur.

 

 

Freyja Naómí inn í sveit.

 

 

Kósý tími hjá stelpunum með hrútunum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

14.02.2022 12:09

Fósturtalning 12 feb

Guðbrandur Þorkelsson kom og fósturskoðaði hjá okkur á laugardaginn.

 

Hér er hann að störfum.

 

Hér er allt á fullu að koma þeim í sónarinn.

Alls talið 114 fóstur

Eldri ær eru meðaltal 2,1

2 með 1 ,1 af þeim sædd

24 með 2

5 með 3

2 vetra ær eru meðaltal 1,8

3 með 1 ,tvær af þeim voru sæddar

12 með 2

Gemlingar eru meðaltal 1,1

1 geldur 

16 með 1

3 með 2 og einn af þeim var sæddur.

 

Hjá Sigga kom líka mjög vel út hann er með 6 þrílembdar og inn í því voru

2 sem ég sæddi fyrir hann önnur með Kapal og hin með Ramma.

Gemlingarnir hjá honum eru 2 geldir og 2 tvílembdir og svo rest með 1.

 

Kristinn á 2 kindur og önnur var með 3 og hin 2 svo á hann 7 gemlinga

og hann fær 2 með 2 og rest með eitt. Alls 14 fóstur

 

Jóhanna á 3 kindur og þær eru allar með 2 svo á hún einn gemling með 1

alls 7 fóstur.

Þeirra kindur eru samt inn í heildartölunni hér fyrir ofan vildi bara segja hvað

þau væru að fá mörg lömb.

 

Af sæðingunum hjá okkur að segja þá eru 4 fóstur frá Bikar,ein tvævettla með eitt og

svo tveir gemlingar með eitt. Rammi er með 2 hjá gemling og svo eitt hjá tvævettlu.

Kurdo er svo  með eitt með eldri ær.

 

Svo nú er þessu spennufalli lokið.

 

 

 

 

 

 

09.02.2022 11:43

Jan til feb 2022

 

 

Hérna eru Diskó fremstur sem er undan Tón svo kemur Prímus og Fönix.

 

Það er farið að losna svo af þeim ullin sérstaklega Diskó.

 

Hér eru Embla og Kristinn að eiga innilega stund með Vigdísi og Dorrit.

 

Þær eru alveg yndislegar og hér eru þau í samræðum við þær og leynir sér

ekki traustið sem ríkir milli þeirra.

 

Hér er Erika vinkona Emblu,Freyja og vinkona hennar Hekla og svo Embla með kindinni Lóu.

 

Freyja umkringd af gemlingunum.

 

Við Ronja Rós fórum út að renna í logninu undan storminum.

 


Kíktum í heimsókn til ömmu Huldu og ég fékk te og Ronja kók og piparköku 

því amma átti ekki mjók þá má amma dekra og gefa henni kók.

Ronja er orðinn svo dugleg hún er að hætta með bleyju og farin að pissa í koppinn og

hefur alveg haldist þurr á nóttinni líka þó er hún með bleyju til öryggis.

 


Benóný að kíkja á hænurnar.

 


Ronja að ná í egg fyrir ömmu í hænsnakofanum.

 

 

 

Að labba með pabba sínum í snjónum. Það er loksins kominn alvöru vetur.

 


Það er búið að vera frekar leiðinlegt veður og var skóla og leikskóla frestað til 10 

á mánudagsmorgun út af veðri.

 

Þá er kósý að vera inni og hér eru Ronja og Freyja að borða núðlur.

 

 

 

Þá er ekkert jafn spennandi og fá að fara upp á loft og velja dót til að leika með.

Ronja er svo dugleg og alls ekki lofthrædd hún labbar alveg sjálf upp en ég stend

þó alltaf fyrir aftan hana til öryggis.

 

 

 

Embla Marína okkar orðin svo spennt fyrir laugardeginum að láta telja fóstrin

og það erum við auðvitað líka elska hvað sauðfjárræktin er spennandi allann 

ársins hring með hvern áfangann á eftir öðrum. Við erum svo búnað fá svar við

að fá að taka þátt í arfgerðarsýna verkefninu og bíðum núna bara eftir að við 

getum sótt pakkann og farið að taka sýni hjá okkur og Sigga.

 

 

 

Embla og Erika að knúsa og klappa Bibba.

 

 

 

 

 

 

  • 1
Flettingar í dag: 404
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 678
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 717144
Samtals gestir: 47258
Tölur uppfærðar: 28.4.2024 14:43:48

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar