Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2023 Mars

20.03.2023 21:59

Fyrri bólusettning í allar kindur

Við sprautuðum allar kindurnar,lambhrútana og veturgömlu hrútana með blandaða bóluefninu á sunnudaginn 19 mars.

Það hefur verið mikið að sópa á grindunum seinustu daga síðan það var tekið af þær hafa étið vel og fengið mikið að éta

þessa dagana og þá slæða þær meira.

 


Hér er Freyja að halda við hlerann og Siggi sprautar og Emil heldur í .

 


Það gekk mjög vel að sprauta. Við hólfum þær niður og þrengjum að þeim

svo það sé sem minnst áreiti á þær þegar verið er að sprauta.

 


Hér er verið að sprauta lambhrútana.

 


Hér eru þeir búnir og Klaki er hér fremstur sá hvíti hann er undan Bassa og Brussu.

 


Elsku Benóný Ísak okkar brosir hér áður en hann fer í teinasettningu sem hann fór í á föstudaginn síðast liðinn.

 


Hér má svo sjá hann vera kominn með teinana. Það er búið að ganga mjög erfiðlega þessa fyrstu daga og hann hefur ekki getað borðað

mikið bara skyr og ís fyrstu dagana en það er sem betur fer að batna með hverjum deginum og í dag gat hann borðað vöfflur og kleinuhring.

En þetta tekur verulega á fyrir hann sérstaklega þá því hann er með dæmigerða einhverfu og skynjar þetta allt miklu meira en aðrir og fannst

þrýstingurinn alveg óbærilegur og við vorum næstum búnað fara með hann aftur suður og láta taka þetta úr því við höfðum svo mikla samkennd með honum og áhyggjur en hann er svo duglegur og sterkur að þetta er að verða bærilegt hjá honum og hann vill gefa þessu séns og við krossum putta að þetta eigi eftir að lagast og hann geti haldið áfram og byrjað að borða aftur þessar fáu matvörur sem hann borðar því matarræðið var slæmt fyrir svo það má alls ekki skemma það hjá honum svo hann fái sem flest næringarefni.

17.03.2023 09:49

Tekið snoðið af 12 mars

Arnar Ássbjörnsson kom til okkar á köldum sunnudagsmorgni til að taka snoðið af kindunum. Það er búið að vera verulega kaldir dagar hjá okkur og mikið frost í langann tíma eða allt upp í 10 í mínus. Það verður þó aldrei eins mikið frost hjá okkur eins og fyrir norðan og austan en við getum fengið mikla vindkælingu með þessu því það er svo oft rok hjá okkur. Það gekk þó vel að taka af en þær voru óvenju stessaðar kindurnar og vorum við jafnvel að halda að þær væru enn kvektar yfir búrinu sem þær fóru í þegar það var fósturtalið því þær voru alveg einstaklega mikið í bakkgírnum að koma nær grindinni þar sem var verið að klippa.

 

Hér eru Kristinn og Siggi viðbúnir og Arnar að klippa og stelpurnar að fylgjast með og eins og sjá

má voru allir kappklæddir í kuldanum nema Arnar sem vann á sig hita.

 


Hér sést hvernig við hólfuðum þær niður og þessar mislitu komu nú ekki mikið nálægt hleranum sem þær voru sem var

farið að rýja næst og þegar við opnuðum inn og fórum inn í horn að sækja þær ætluðum við aldrei að ná að ýta þeim að svo þrjóskar voru þær.

Kanski hafa þær ekki viljað láta klippa sig í þessum kulda en það helst þó nokkuð hlýtt inn í fjárhúsum þrátt fyrir kuldann úti.

 


Embla hafði það kósý að fylgjast með Arnari klippa snoðið.

 


Hér eru lambhrútarnir fyrir klippingu.

 


Stóru hrútarnir og Diskó er enn með fjólublát í ullinni efir að stelpurnar gáfu honum skreytingu fyrir jólin.

 


Bolti Vikingssonur hans Kristins fyrir klippingu.


Nýrakaður og flottur í dekur stíunni sinni sem hann hefur það svo gott.

 


Hér eru svo hinir stóru hrútarnir allir búnir að fá klippingu.

 


Hitinn er búinn að haldast fínt inn í fjárhúsum þrátt fyrir allann kuldann úti og hefur verið á bilinu 5 til 8 gráður inni í vikunni.

 


Kristinn var með hita myndavél þegar við vorum að taka af og ákvað að gera smá tilraun að ganni að mæla hitann fyrir og eftir rúning og hér er

ærin Dorrit í myndavélinni. tölurnar eru á hvolfi því við snerum henni vitlaust.

 


Hér er hrúturinn Bolti sem var með heilsársull á sér.

 

Við ákváðum að gera "vísindalega " tilraun með hitamyndavél. Tilraunin fólst í því að mæla hitann sem kom frá kind og hrút fyrir og eftir rúning.

Hjá kindinni (Dorrit) var þetta þannig að fyrir rúning var hitinn sem kom frá henni 7,9 C en eftir rúning 29,8 C.

Hjá hrútnum (Bolta) var þetta þannig að fyrir rúning var hitinn sem kom frá honum 5,9 C en eftir rúning 33,3 C. Tekið skal fram að hann var með ársull á sér.

 

  • 1
Flettingar í dag: 546
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 678
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 717286
Samtals gestir: 47271
Tölur uppfærðar: 28.4.2024 19:49:10

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar