Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2014 Október

30.10.2014 21:32

Gimbranar hjá Óttari á Kjalveg.


Þessi heitir Rassbót. Er undan Glaum frá Sigga í Tungu og Kletts dóttir.

48 kg 33 ómv 3 ómf 4,5 lag 9 framp 18,5 læri 7 ull.


Þetta er systir hennar og heitir Rós.

46 kg 32 ómv 2,6 ómf 5 lag 9 framp 18,5 læri 7 ull.


Drottning heitir þessi og er undan Sporð sem er veturgamal hrútur í eigu Óttars undan
Prúð sæðishrút.

51 kg 31 ómv 2,5 ómf 5 lag 9 framp 18,5 læri 9 ull.


Flekka undan Glaum frá Sigga í Tungu.

45 kg 30 ómv 2,1 ómf 4,5 lag 8,5 framp 18 læri 7 ull.


Skriða undan Klett frá Kjalvegi.

48 kg 31 ómv 3 ómf 4,5 lag 9 framp 18 læri 8 ull.


Birta undan rollu frá Óttari sem er undan Morgun. Faðir Glaumur hans Sigga í Tungu.

44 kg 29 ómv 1,6 ómf 5 lag 9 framp 18,5 læri 9 ull.


Þetta er Tunga sem hann keypti af Sigga og er undan Garra og Svört.

49 kg 31 ómv 5,1 ómf 4,5 lag 8,5 framp 18,5 læri 8 ull.


Flott að sjá Óttar keyra með þær sér við hlið og kalla á þær.

Hér er svo flotti hópurinn hans á komin út á tún.

Það má svo sjá fleiri myndir af ásettninginum hans hér inn í albúmi.

30.10.2014 21:10

Gimbrar og hrútar hjá Bárði og Dóru


Hafiði séð glæsilegri litahóp af lífgimbrum já þetta eru sko gimbranar hjá Bárði,Dóru og 
Herði á Hömrum í ár. Allveg hreint magnaður hópur ég er allveg græn af öfund yfir öllum
þessum litum sem hér eru.

Hvíti hópurinn er svo hinum megin á móti og allveg jafn glæsilegur líka.

Fallega svargolsótt gimbur hjá honum hún er þrílembingur undan Þorsta sæðishrút.

Þessi er undan systir hennar Dóru sem Benóný á.

Þessa fékk hann á Fáskrúðabakka.

Eina kollan hans. Hún er undan Strandakollu sem hann fékk á Ströndunum og er afar
frjósöm.

Hér er ein fallega hvít.

Ein mjög fallega flekkótt. Held hún sé undan Vita frá Bergi.

Þessa móflekkóttu fékk hann hjá Friðgeiri á Knörr.

Lambhrútarnir hans annar undan Vita frá Bergi og hinn fékk hann hjá okkur og er hann
undan Kára sæðishrút.

Hér eru stóru hrútarnir Lundi undan Grábotna og Partur undan Klett.

Svakalega bollangur hrútur hér Raftssonur frá Herði.

Fóstri frá Bárði veturgamal.

Rjómi sá alhvíti er undan Blika Gosa syni.

Jæja þá er þetta komið en ég var ekki með stiganir á gimbrunum og ætterni en vonandi
upplýsir Dóra okkur um það.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi með því að smella hér.

30.10.2014 14:08

Ferð til Hannesar á Eystri Leirárgörðum

Lögðum leið okkar til vinar okkars Hannesar á Eystri Leyrárgörðum.
Alltaf gaman að koma þangað í heimsókn.
Við fengum að skoða ásettningshópinn hjá honum. Hann setur á um 70 
gimbrar og slatta af lambhrútum sem ég náði ekki allveg tölunni af.

Flottar líf gimbrar hjá Hannesi.

Mér þótti þessi allveg æði hún er svo spes á litinn. Hún fæddist grábotnótt.

Falleg svört gimbur.

Hver annarri fallegri.

Þá erum við komin í hrútana hans. Þessi er seldur hjá Hannesi og er gríðalega flottur og
svakalega fallegur á litinn.

Þetta er efsti hrúturinn á Hrútasýningunni í kollótta flokknum í Hvalfjarðarsveit.
86,5 stig . Rosalega fallegur frá Hannesi.

Grár hrútur frá Hannesi.

Móbotnóttur.

Annar hvor þessara var í öðru sæti á Hrútasýningunni.

Ég var svo hrifinn af þessum ekkert smá flottur.

Hér er svo hrúturinn sem hann fékk hjá okkur undan Þorsta og hinn er líka frá Hannesi
undan Þorsta svo hér með eru þeir allir komnir held ég.

Glæsileg háin sem gimbranar fá.

Hér má svo sjá fleiri myndir af ferðinni okkar inn í albúmi.



28.10.2014 10:38

Gimbranar hjá Gumma Óla

Skemmtilegur tími framundan að fara heimsækja bændur og taka mynd af ásettninginum þeirra. Hér erum við með ásettningshópinn hans Gumma Óla í Ólafsvík.
Hann setur 5 gimbrar á og einn hrút .

Hann setti 35 lömb í sláturhús í haust og fékk rosalega flotta útkomu sem hljóðar svona :

18,32 í meðalvigt 10,74 gerð 7,71 fita

Hér koma svo myndir af gripunum hans og stiganir

Undan Hlussu og Garra 

52 kg 30 ómv 5,9 ómf 4 lag 9 frp 19 læri 8,5 ull


Undan Garra og Væntingu.

53 kg 30 ómv 5,7 ómf 4,5 lag 9 frp 18 læri 8 ull


Undan Kára og Klumbu.

53 kg 33 ómv 3,6 ómf 4,5 lag 9 frp 18 læri 8 ull


Undan Salómon og Skrautu.

51 kg 32 ómv 5,1 ómf 4,5 lag 8,5 frp 18 læri 7,5 ull


Undan Salómon hans Gumma undan Guffa og Silju.

52 kg 32 ómv 3,6 ómf 5 lag 9 frp 18 læri 8 ull


Hrútarnir hans Gumma þessi svarti er reyndar seldur.

Svarti er undan Salómon hans Gumma og Dóru.

60 kg 104 fótl 33 ómv 3,6 ómf 5 lag

8 9 8,5 9,5 9 8,5 18,5 8 8 8,5 alls 87 stig

Hvíti er undan Væntingu og Garra.

54 kg 31 ómv 4,6 ómf 112 fótl 4,5 lag

8 8,5 8,5 9 9 18,5 8 8 8,5 alls 86 stig


Flottur hópur hjá Gumma.


Gimbranar hjá Óla í lambafelli. Sú hvíta er undan Baug og flekkótta undan Grámann,

Undan Salómon sæðishrút hjá Óla.

Undan Garra hjá Óla.

Flottur forrystu hrúturinn hans Óla undan Flórgoða.

Ferhyrndar gimbrar sem Siggi Arnfjörð á.

Það eru svo fleiri myndir inn í albúmi hér.

20.10.2014 12:25

Héraðssýning lambhrúta Snæfellsnesi 2014

Héraðssýning lambhrúta fór framm núna um seinustu helgi og voru 41 hrútur í heildina.
13 austan girðingar og 28 vestan girðingar. Þar af voru 26 synir sæðingahrúta.


Hér er Skjaldhafinn í ár hann Arnar Ásbjörnsson frá Syðri Haukatungu og tók hann við
skyldinum fyrir föður sinn.

Hér er Garra sonurinn sem er besti lambhrúturinn 2014 og fékk skjöldinn.

Hyrndir hvítir voru alls 25.
Kollóttir alls voru 9.
Mislitir voru alls 7.


Hér eru vinningshafar í Hvítum hyrndum.
1.sæti Syðri-Haukatunga Arnar Ásbjörnsson tók við verðlaununum.
2.sæti Álftavatn Gísli Örn Matthíasson.
3.sæti Gaul Heiða Helgadóttir.

Fékk aðra mynd hjá henni Iðunni af skjaldhafanum frá Haukatungu.

Stigun á verðlaunahrútunum hljóðar svona:

1.sæti lamb nr 22 undan Garra og Núpu sem hefur ætiir að rekja til Kveiks og Púka.

48 kg 109 fótl 32 ómv 2,6 ómf 4 lag
8 9 9 9 9 18,5 8 8 8,5 alls 87 stig

2.sæti lamb nr 166 undan putta 11-324 .

52 kg 109 fótl 32 ómv 3,2 ómf 4,5 lag
8 9 9 9 9 18 9 8 9 alls 88 stig.

3. sæti lamb nr 316 undan Snák 11-525.

48 kg 107 fótl 35 ómv 2,6 ómf 5 lag
8 8,5 9 9,5 9 18 7,5 8 8,5 alls 86 stig.

4.sæti lamb nr 5 undan Saum 12-915 Haukatungu

50 kg 99 fótl 29 ómv 3,4 ómf 4 lag
8 8,5 9 8,5 9,5 19 8 8 8  alls 86,5 stig

5.sæti lamb nr 776 undan Botna Álftavatni

48 kg 110 fótl 32 ómv 3,9 ómf 4,5 lag 
8 9 9 9 9 18,5 8 8 8,5 alls 87 stig


Vinningshafar í kollótta flokknum. 
1.sæti Guðbjartur og Harpa Hjarðarfelli.
2.sæti Lauga og Eyberg Hraunhálsi.
3.sæti Guðbjartur og Harpa Hjarðarfelli.


Besti kollótti hrúturinn 2014 frá Hjarðarfelli.

Stigun á verðlaunahrútunum hljóðar svona :

1. sæti lamb nr 560 undan Baug 10-889 Hjarðafelli
46 kg 109 fótl 31 ómv 2,2 ómf 5 lag
8 8,5 8,5 9 9 18 9 8 8,5 alls 86,5 stig

2. sæti lamb nr 140 undan Kropp 10-890 Hraunhálsi
50 kg 110 fótl 30 ómv 4,4 ómf 4 lag
8 8 8,5 8,5 8,5 18 8 8 8,5 alls 84 stig

3. sæti lamb undan Sigurfara 09-860 Hjarðafelli
46 kg 110 fótl 29 ómv 2 ómf 4,5 lag
8 9 9 8,5 9 18 8 8 8,5 alls 86 stig

4. sæti lamb nr 164 frá Sæþóri Stykkishólmi faðir Hamar
57 kg 108 fótl 29 ómv 5,3 ómf 4,5 lag
8 8,5 8,5 8,5 9 18 9 8 8,5 alls 86 stig

5. sæti lamb nr 8 frá Fossi undan Rosa 11-899
35 kg 104 fótl 27 ómv 2,6 ómf 4,5 lag
8 8,5 8,5 8,5 8,5 18 8,5 8 8 alls 84,5 stig


Vinningshafar í mislita flokknum.
1. sæti Arnar Ásbjörnsson Haukatungu Syðri.
2. sæti Lauga og Eyberg Hraunhálsi.
3. sæti Arnar Ásbjörnsson Haukatungu Syðri.

Á eftir að fá mynd af vinningshafanum í þessum flokki en ég á hér mynd af þessum frá
Hraunhálsi sem var í öðru sæti.

Lamb frá Hraunhálsi sem var í öðru sæti. Svakalega fallegur hrútur.

Hér eru svo stiganir á verðlaunahrútunum í þessum flokki : 

1. sæti lamb nr 35 frá Haukatungu Syðri undan Salamon 10-906

51 kg 110 fótl 33 ómv 1,8 ómf 4,5 lag
8 8 8,5 9 9 18 8 8 8,5 alls 85 stig

2. sæti lamb nr 148 frá Hraunhálsi faðir 13-432

56 kg 116 fótl 36 ómv 4 ómf 4 lag
7,5 9 8,5 9 9 18,5 7,5 8 8 alls 85 stig

3. sæti lamb nr 75 frá Haukatungu Syðri faðir Gráni 13-542

51 kg 109 fótl 32 ómv 4,1 ómf 4 lag
8 9 9,5 9 9 18,5 8 8 8,5 alls 87,5 stig

4. sæti lamb nr 725 frá Hofstöðum faðir Lási 10-258

49 kg 115 fótl 32 ómv 1,8 ómf 4,5 lag
8 8,5 8,5 9 8,5 18 7,5 8 8,5 alls 84,5 stig

5. sæti lamb nr 46 frá Guðmundi Ólafs Ólafsvík faðir undan Guffa nr 12-032

60 kg 104 fótl 33 ómv 3,6 ómf 5 lag
8 9 8,5 9,5 9,5 9 18,5 8 8 8,5 alls 87 stig


Eyjólfur og Jón Viðar voru dómarar og svo var Lárus Birgisson líka.
Gaman að fá þessa merku menn alla saman.

Hér er Lárus Birgisson að segja okkur frá Farandsskjöldinum fagra og afhenta hann
næsta arftaka sem var Haukatunga Syðri. Haukatunga átti mjög sigursælan dag og 
 óska ég þeim og öllum hinum vinningshöfunum innilega til hamingju með þennan
glæsilega árangur og fallegt fé.

Flottir vinirnir saman Gunnar Kristjánsson Fáskrúðarbakka og Óttar Sveinbjörnsson Kjalvegi Hellissandi.

Hér inn í albúmi má svo sjá myndir af sýningunni.

Það voru einnig veitt verðlaun fyrir afurðarhæðstu ærnar fæddar 2009 .

Hér eru upplýsingar um efstu fjórar ærnar á Snæfellsnesi fæddar 2009. Tvær ær eru jafnar í 3-4 sæti.

 

1.       09-944 frá Heggsstöðum með 114,0 í einkunn. F. Mókollur 03-978 MF: Sómi 92-972

2.       09-049 frá Hraunsmúla með 113,3 í einkunn. F. Skundi 06-564 undan Lunda 03-945.

3.-4. 09-980 frá Hjarðarfelli með 112,8 í einkunn. F. Kaldi 03-989

3.-4. 09-745 frá Krossholti með 112,8 í einkunn. F. Obama 08-015 MF: Móri 02-363 Ystu-Görðum




09.10.2014 13:23

Sláturmat,Heimtur og eldgosa mistur


Tekið inn í Mávahlíð yfir Snæfellsjökulinn og fannst mér þetta svo skemmtilega löguð
ský og hér sést mistrið frá gosinu í loftinu yfir fjöllunum.

Hér sést það enn betur það var varla ský á lofti nema þessi fáu en samt var þetta 
mistur yfir allt og finna mátti smá brunalykt í loftinu.

Var svo heppin um seinustu helgi að Anna Dóra og Jón Bjarni fundu þessa tvo lambhrúta
sem mig vantaði undan Sigurrós og Ás. Sigurrós er örugglega tröllum gefin en hrútarnir
eru í góðum holdum og vigtuðu 53 og 45 kg.

Ég hefði átt að monta mig betur af fitunni þegar ég skrifaði um stigunina en það kom þó
ekki svo vel út í sláturhúsi fitan. Ég verð samt að taka tillit til þess að það er auðvitað löngu
fallið grasið og það er allt á kafi í grasi en þó ég bjóst við að fá hana aðeins lægra en þetta
he he. Ég setti 37 lömb í sláturhús og voru það restin af lömbunum svo það var búið að
taka þau bestu úr þeim hópi. Ég er mjög sátt við útkomuna en hefði viljað fá minni fitu.

Meðalþyngd 20,2 Gerð 10,11 meðaleinkunn fita 9,14

Ég fékk 2 skrokka í E og auðvitað fór 88 stiga hrúturinn minn undan Hriflu og Saum sem
var með 19 læri í þann flokk.
Ég fékk hann svo heim þann skrokk og ætlaði aldeilis að skoða hann en viti menn þá var
hann einn af þeim sem þeir söguðu í lærisneiðar og grillsneiðar ansk....
Svo ég varð að púsla honum saman til að sjá hverning gripurinn liti út he he og þetta 
er allveg heiftarkjöt eins og tveir skrokkar hann er svo mikill og ég með tárin í augunum
enn að hafa látið hann fara en svona er þetta ég bara gat ekki látið hann lifa með svona
fætur eins og hann var með þetta var of mikið snúið.


Hér er hún Svört hans Sigga og hún er undan Skessu sem var frá Steina frænda og svo
Surt sem var Svartur Kveiksonur sem Hreinn á Berserkseyri átti.
Þessi kind er allveg magnaður einstaklingur.
Hér er hún með þrílembingana sína.
Þeir voru allir með yfir 30 í vöðva og 18,5 í læri þau eru undan Garra sæðishrút og
Siggi setur hrútinn á og eina gimbrina en hin var seld til Óttars á Kjalvegi.

Hér er svo sýnishorn af stiguninni hjá Sigga 

14 hrútar voru stigaðir 

6 með 30 og yfir í ómv

Læri
2 með 18,5
4 með 18
6 með 17,5
2 með 17

Stig

2 með 86,5
2 með 86
1 með 85,5 
3 með 84,5
2 með 84
2 með 83,5
1 með 83
1 með 80,5

Gimbrarnar voru 21 stigaðar

10 með 30 og yfir í ómv

Læri

5 með 18,5
3 með 18
10 með 17,5
2 með 17
1 með 16,5

Ég er svo búnað taka saman eftir að þessir tveir lambhrútar skiluðu sér eru 8 lömb sem 
skiluðu sér ekki af fjalli og 2 rollur.
Siggi heimti allt sitt nema eina rollu sem er að öllum líkindum dauð.

Það eru nokkrar myndir hér inn í albúmi af hrútunum.

Ég minni svo á Héraðsýningu lambhrúta á Snæfellsnesi og hér má nálgast allar upplýsingar
um hana hér inni á 123.is/bui

02.10.2014 21:35

Hrútasýning Veturgamla,lambhrúta og fegurðarsamkeppni gimbra á Mýrum 2014

Hrútasýningin fór framm á Mýrum nú seinast liðinn þriðjudag 
og það er orðið langt síðan svona fáir hrútar mættu til leiks 
svo nú þurfa félagsmenn að vera duglegri að setja á
he he svo við fáum fleiri á næsta ári. 
En sýningin fór vel framm og það mætti sama góða fólkið og áður. 
Dómarar voru Torfi og Eyjólfur og þeir dæmdu veturgömlu hrútana
og svo var gætt sér á ljúffengri kjötsúpu sem Þorsteinn Bergþórsson 
bjó til fyrir mig og Jóhanna Bergþórs sá um að halda henni heitri 
og svo voru kökur og kaffi.
Eiríkur Helgason kom svo og dæmdi Fegurðarsamkeppni gimbra 
og besta lambhrútinn en það var heldur slök keppni í því 
það mættu bara 3 gimbrar og 3 lambhrútar svo 
var ekki flókið að velja úr því en ég þakka Eiríki kærlega fyrir komuna og dómana.
Gunnar á Kolgröfum með Besta veturgamla hrútinn 2014.
Hann er undan Drífanda sem var á sæðingastöð.

Hér er gripurinn svakalega fallegur hrútur.
Þyngd 84 fótl 119 ómv 34 ómf 4,9 lag 4
8 8,5 9 9 9 18 8 8 8,5 alls 86 stig

2.sæti var Bárður og Dóra með hrút undan Blika Gosa syni frá Mávahlíð

Þyngd 85 fótl 122 ómv 34 ómf 4,6 lag 4,5
8 8,5 9 8,5 9 18 8,5 8 8 alls 85,5 stig

3.sæti var Óskar í Bug með hrút undan Kjöl Klettssyni frá Tungu.

Þyngd 97 fótl 126 ómv 38 ómf 8,8 lag 4
8 8 8,5 8,5 9 18 8,5 8 8,5 alls 85 stig

Besti kollótti veturgamli var frá Guðfinnu og Ragnari á Kverná.
Hann er undan Dal.

Þyngd 87 fótl 124 ómv 34 ómf 6,3 lag 4,5
8 8 8,5 8,5 9 18 8 8 8 alls 84 stig

Í öðru sæti var hrútur frá Óskari undan Brimil.

Þyngd 92 fótl 119 ómv 29 ómf 10,9 lag 4
8 8,5 8,5 7,5 9 18 7,5 8 8 alls 83 stig

Í þriðja sæti var Gunnar á Kolgröfum með hrút undan Stúf.

Þyngd 75 fótl 118 ómv 31 ómf 5,9 lag 4
8 8 8,5 8 8 17,5 8,5 8 8,5 alls 83 stig.

Í fyrsta sæti mislitra veturgamla var Siggi í Tungu með Glaum sem er undan Draum 
Toppsyni og Gloppu.

Þyngd 84 fótl 120 ómv 35 ómf 7 lag 4
8 8,5 9 8,5 9 18 8 8 8 alls 85 stig.

Í öðru sæti var Fóstri frá Bárði og Dóru og er undan Depil .

Þyngd 80 fótl 118 ómv 29 ómf 3,1 lag 4
8 8 8,5 8 9 18,5 8 8 8 alls 84 stig.

Í þriðja sæti var hrútur frá okkur hann Mugison sem er undan Soffa sæðishrút.

Þyngd 106 fótl 128 ómv 37 ómf 6,2 lag 3,5
8 9 9 9 8,5 17 8 8 8,5 alls 85 stig

Jæja þá er komið af gimbrunum og lambhrútunum sem Eiríkur Helgason kom og dæmdi
fyrir okkur.

Þessi gimbur er heimalingur frá Kvíarbryggju og hún var valin fegursta gimbrin af 
Eiríki Helgasyni.

Ég bjó til þessa verðlaunagripi fyrir sýninguna og eru þeir úr Mávahlíðar grjóti og grjóti
úr Höfðanum svo málaði ég á þá og skreytti með mosa og berjalyngi.

Þessi er frá Kverná og var valin best gerða gimbrin.

Þessi er frá okkur og var valin best skreytta gimbrin.

Þessi var valinn besti lambhrútur Búa 2014 og er hann í eigu Sigga í Tungu og er 
þrílembingur sem gengu undir 3. Systur hans voru báðar með 31 í vöðva og 18,5 í 
læri og hann með 29 í vöðva og 18,5 í læri. Þetta er allveg glæsileg systkyni og verður
spennandi að sjá hverning kemur undan þessum gullmola.

Það átti svo líka vera kollóttir lambhrútar en það mættu engir svo þessi verðlauna steinn
verður að bíða til næsta árs og mála yfir ártalið :) vonandi verður betri þátttaka þá og þá
verðum við líka að muna að auglýsa þetta fyrr það var svolítið klúður hvað við gerðum 
þetta núna með stuttum fyrirvara og býðst ég enn og aftur afsökunar á því.

Það eru svo fleiri myndir af þessu öllu saman hér inn í albúmi.



  • 1
Flettingar í dag: 135
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 2447
Gestir í gær: 153
Samtals flettingar: 709519
Samtals gestir: 46865
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 01:40:30

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar