Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

09.10.2014 13:23

Sláturmat,Heimtur og eldgosa mistur


Tekið inn í Mávahlíð yfir Snæfellsjökulinn og fannst mér þetta svo skemmtilega löguð
ský og hér sést mistrið frá gosinu í loftinu yfir fjöllunum.

Hér sést það enn betur það var varla ský á lofti nema þessi fáu en samt var þetta 
mistur yfir allt og finna mátti smá brunalykt í loftinu.

Var svo heppin um seinustu helgi að Anna Dóra og Jón Bjarni fundu þessa tvo lambhrúta
sem mig vantaði undan Sigurrós og Ás. Sigurrós er örugglega tröllum gefin en hrútarnir
eru í góðum holdum og vigtuðu 53 og 45 kg.

Ég hefði átt að monta mig betur af fitunni þegar ég skrifaði um stigunina en það kom þó
ekki svo vel út í sláturhúsi fitan. Ég verð samt að taka tillit til þess að það er auðvitað löngu
fallið grasið og það er allt á kafi í grasi en þó ég bjóst við að fá hana aðeins lægra en þetta
he he. Ég setti 37 lömb í sláturhús og voru það restin af lömbunum svo það var búið að
taka þau bestu úr þeim hópi. Ég er mjög sátt við útkomuna en hefði viljað fá minni fitu.

Meðalþyngd 20,2 Gerð 10,11 meðaleinkunn fita 9,14

Ég fékk 2 skrokka í E og auðvitað fór 88 stiga hrúturinn minn undan Hriflu og Saum sem
var með 19 læri í þann flokk.
Ég fékk hann svo heim þann skrokk og ætlaði aldeilis að skoða hann en viti menn þá var
hann einn af þeim sem þeir söguðu í lærisneiðar og grillsneiðar ansk....
Svo ég varð að púsla honum saman til að sjá hverning gripurinn liti út he he og þetta 
er allveg heiftarkjöt eins og tveir skrokkar hann er svo mikill og ég með tárin í augunum
enn að hafa látið hann fara en svona er þetta ég bara gat ekki látið hann lifa með svona
fætur eins og hann var með þetta var of mikið snúið.


Hér er hún Svört hans Sigga og hún er undan Skessu sem var frá Steina frænda og svo
Surt sem var Svartur Kveiksonur sem Hreinn á Berserkseyri átti.
Þessi kind er allveg magnaður einstaklingur.
Hér er hún með þrílembingana sína.
Þeir voru allir með yfir 30 í vöðva og 18,5 í læri þau eru undan Garra sæðishrút og
Siggi setur hrútinn á og eina gimbrina en hin var seld til Óttars á Kjalvegi.

Hér er svo sýnishorn af stiguninni hjá Sigga 

14 hrútar voru stigaðir 

6 með 30 og yfir í ómv

Læri
2 með 18,5
4 með 18
6 með 17,5
2 með 17

Stig

2 með 86,5
2 með 86
1 með 85,5 
3 með 84,5
2 með 84
2 með 83,5
1 með 83
1 með 80,5

Gimbrarnar voru 21 stigaðar

10 með 30 og yfir í ómv

Læri

5 með 18,5
3 með 18
10 með 17,5
2 með 17
1 með 16,5

Ég er svo búnað taka saman eftir að þessir tveir lambhrútar skiluðu sér eru 8 lömb sem 
skiluðu sér ekki af fjalli og 2 rollur.
Siggi heimti allt sitt nema eina rollu sem er að öllum líkindum dauð.

Það eru nokkrar myndir hér inn í albúmi af hrútunum.

Ég minni svo á Héraðsýningu lambhrúta á Snæfellsnesi og hér má nálgast allar upplýsingar
um hana hér inni á 123.is/bui
Flettingar í dag: 682
Gestir í dag: 140
Flettingar í gær: 468
Gestir í gær: 100
Samtals flettingar: 1849840
Samtals gestir: 239523
Tölur uppfærðar: 5.8.2020 13:42:10

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar