Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2013 September

25.09.2013 20:36

Smölun,vigtun og stigun

Við smöluðum fyrst Höfðann ég,Emil og Maja og svo fóru Hannes frá Eystri Leirárgörðum,Siggi og Bói og tóku Fögruhlíðina og svo sameinaðist þetta allt saman í eitt og við rákum það út á Tungu. Hörður og Sigurborg áttu leið hjá og hjálpuðu okkur að reka inn að Tungu. Það gekk síðan allveg rosalega vel og þær runnu beint inn í girðingu.

Verið að smala niður í Búlandi.

Verið að lesta út það sem gafst upp þegar smalað var Svartbakafellið. Bói,Hannes og Siggi fóru ásamt fleirum upp á Fróðarheiði og fóru þar yfir í Svartbakafellið. Reyndist það vera léttari ganga en svipað langt eins og að fara upp hjá Tungu.

Mamma sá um að taka á móti okkur í staðinn fyrir Gerðu sem var sárt saknað með kræsingarnar sínar. Við skelltum í tertur saman ég mamma og Freyja tengdamamma.
Það eru svo fleiri myndir hér af smölun og lömbum með þvi að smella hér.

Jæja þá er það sem allir eru búnað vera bíða spenntir eftir. Stigun fór framm mánudaginn 23 sept og er ég bara mjög sátt við útkomuna. Hrútarnir komu rosalega vel út og margir jafnir. Gimbranar komu líka vel út og kom best undan Blika Gosa syni út bæði hjá gimbrum og hrútum svo hann er allveg að skila vel sínu besta framm. Brimill var að gefa vel áfram ómvöðvan en svo á ég eftir að setja þetta upp í fjárvís og skoða betur er bara nýbúnað setja það inn. Það er nefla búnað vera þvílík törn í að velja allt áður en kaupendur kæmu. 
Ég er búnað velja fyrir mig,Emil og Bóa 16 gimbrar til lífs obbob kanski full mikið en við eigum nóg hey og það eru 10 rollur sem detta út svo þetta verða ekki nema 6 í rauninni sem bætast við töluna okkar nema það bætist fleiri við það.

Það voru 29 gimbrar stigaðar eða allar gimbrarnar sem við áttum.
Læri                                     
1 með 18,5
10 með 18
14 með 17,5
3 með 17
1 með 16,5

Þessar með 17 í  lærunum var eitt graslamb og 2 undan rollum sem eru með ónýt júgur. Ég var rosalega svekkt að finna 3 góðar rollur hjá mér þær Drottningu,Mýslu og Rós þær eru allar með júgurbólgu. Ég hef ekki verið vör við júgurbólgu svona mikið síðan ég tók við kindunum ,veit ekki hvort það geti verið veðráttan svona mikil rigning og kuldi sem hefur verið í sumar.

17 með 30 í ómv og yfir mest 36
2 með 35

14 með 9 framp
15 með 8,5
2 með 8

Ómf frá 1,9  
1 var með 6 sem gekk í túninu í allt sumar og 1 með 5,6 og 1 með 5,2
Ég er ógeðslega sátt við hvað ég er búnað ná fitunni rosalega niður núna bara á 2 árum.

Hrútarnir . Það voru 34 hrútar stigaðir af 42 hrútum.

1 með 88 stig
1 með 87,5
1 með 86,5
5 með 86
6 með 85,5
5 með 85
2 með 84,5
3 með 84
4 með 83,5  Einn var graslamb sem fékk samt 30 í ómv. 
1 með 83
2 með 82,5  Einn var undan Júgubólgu rollu
2 með 81,5  Einn var tvílembings gemlings lamb sem gengu 2 undir og hinn var undan rollu sem var með júgurbólgu.

21 hrútur var með 30 í ómv og yfir
Hæðst 36 og minnst var 26 og það var undan rollu sem var með júgurbólgu.
Meðaltalið á þessum 62 lömbum sem voru skoðuð hjá mér gimbrar og hrútar var svona
þyngd 48,2 ómv 30,4 ómf 3,4 lag 4,1 fótl 109,5 læri 17,7 framp 8,6


Hér er 88 stiga gripurinn undan Snældu Topps dóttur og Brimil Borða syni.

Ég datt í lukkupottinn með þennan grip minn undan Soffa hann stigaðist upp á 85 stig og er með 18 í læri og 34 í ómv svo ég er hoppandi kát að vera komin með hrút á mórauðu kindurnar loksins og nú er tími til að búa til mórauða gimbur með hvíta krónu.emoticon

Þessi er undan Mjallhvíti gemling og Blika Gosa syni og er með 18 í læri og 34 ómv og 5 í lögun 87,5 stig.

Þetta er besta gimbrin undan Hyrnu gemling og Blika 
var með 18,5 í læri og 36 í ómv 5 í lag

Hjá Sigga í Tungu var allveg frábær útkoma.
Hann lét stiga 12 gimbrar
1 með 18,5
8 með 18
3 með 17,5

8 með 30 í ómv og yfir
2 með 37 í ómv og þær eru mæðgur undan Kveik syni frá Hreini á Berserkseyri.
Önnur þeirra hefur komið með 6 lömb á 3 árum og alltaf verið sett á undan henni.
Hún er án efa ein besta kind sem ég veit um og svakalegur karekter líka.

Siggi lét stiga 23 lömb og var meðaltalið af lömbunum hans svona
49,8 kg 31,3 ómv 4 fita lag 4,2 framp 8,7 læri 17,8 
Allveg stórkostleg útkoma hjá honum.

Hann fékk líka flottan ásettningshrút undan Gloppu og Draum Topps syni sem var stigaður
upp á 86,5 stig.

Hann er 50 kg 35 í ómv 3,8 í fitu 4,5 í lag
8 9 9 9,5 9 18 7,5 8 8,5 alls 86,5

Flottur gimbra hópur hjá Sigga. Sú gula er sú sem er með 37 í ómv og sú kollótta fékk meira segja 18 í læri svo hann er strax búnað ná Emil í kollótta stofninum he he. Annars komu kollurnar okkur verulega á óvart við fengum 2 með 18 líka og hrútinn undan Huldu líka með 18 í læri. Það eru svo fleiri myndir af stiguninni og lömbunum með þvi að smella hér á albúmið.

Ég fór að heimsækja Óttar á Kjalveginn um daginn og smellti nokkrum myndum af stórkostlegu hjörðinni hans sem á eftir að stiga. Þar er glæsilegur hópur af lömbum sem mun án efa fá enn flottari dóma en í fyrra hjá honum og voru þeir eins og þeir gerast bestir.

Hér er hann að kalla á þær og þær koma allar til hans. Mér leist svakalega vel á þessa gráu gimbur sem sést hér og dökkgrái hrúturinn er á móti henni.

Hér er einn boli hjá honum og í baksýn má sjá flottar botnóttar systur undan Lunda.

Hér eru tveir Kletts synir hjá honum.

Hér er einn svakalegur hann vildi reyndar ekki hætta að naga eyrað á mömmu sinni meðan ég var að reyna taka myndina. Ég giska á að hann verði um 70 kíló.

Hér eru veturgömlu rollurnar þær voru hafðar geldar og eru allar undan Klett. Gríðalega stórar og fallegar. Það eru svo fleiri myndir af rollunum og lömbunum hans með því að smella hér.

Jæja læt þetta duga í bili og vona að þið njótið þess að skoða og lesa.
Kveðja Dísa

15.09.2013 08:53

Styttist í stigun og Hrútasýningu

Tralla lalla það eru svo skemmtilegir tímar framm undan við erum komin með dagsettningu á stigun og verður hún mánudaginn 23 sept og við smölum um næstu helgi. 
Vona að það vanti nú ekki mikið af lömbum því ég er búnað sjá ansi margar sem eru bara með annað lambið svo það er bara að halda í vonina að þau hafi villst undan í þessu átaka veðri sem er búnað vera undan farið. Hrútasýning Veturgamla verður svo mánudaginn 30 sept og er hægt að nálgast auglýsinguna á því hér inni. 
Stóra Héraðssýningin verður svo laugardaginn 19 okt.
Surtla hans Sigga í Tungu með gimbur undan Soffa sæðishrút.

Sá til hennar Molu nú um daginn og hún er bara með annað lambið reyndar var hún búnað tapa hinu strax snemma sumars. En þetta er gimbur frá Sigga sem gengur undir henni.
Dropa hans Sigga með gimbur undan Kjöl.

Gufa hans Sigga með hrút undan Kjöl.

Hulda með lömbin sín undan Nasa hans Óla Tryggva.

Þessi er undan Mjallhvíti sem er veturgömul og Blika.

Gimbur undan Storm og Rósulind. Það eru svo fleiri kinda myndir hér í albúmi.

Hérna er móflekkóttur hrútur frá Herði á Hömrum og er hann þrílembingur undan 
Klettssyninum sem var í 3 sæti á Héraðssýningunni í fyrra.

Falleg gimbur hjá Bárði undan Kjark frá Ytri Skógum.

Hér er hrúturinn á móti. Það eru svo fleiri myndir af fénu hjá Bárði og Dóru hér inn í albúmi á 123.is/bui Það eru svo fleiri myndir á Búa af kindunum í Bug og fleira með því að klikka hér

Það var fjör þegar Simbi og Mikki komu í heimsókn til mömmu sinnar.

Bjarki Steinn frændi alltaf jafn kátur. Það eru svo fleiri myndir af honum og Freyju og krökkunum með því að smella hér.


12.09.2013 08:55

Freyja Naómí 9 mánaða og kindur


Þessi skvísa er 9 mánaða í dag. Hún er farin að reyna fara um á rassinum og reyna standa upp við allt svo ég hugsa að hún standi upp áður en hún getur farið að skríða.
Það eru svo fleiri myndir af prinsessunni með því að smella hér.

Kindur og aftur kindur


Mjallhvít gemlingur með hrútinn sinn undan Blika.

Náði að súma þennan inn langt frá mér. Þetta er gripurinn minn undan Eldingu og Soffa sæðishrút sem ég er búnað vera bíða í allt sumar eftir að sjá. Loks varð mér að ósk minni að sjá hann og viti menn auðvitað vantaði hinn hrútinn þann mórauða emoticon
ARRRRRRRRRGGGGGGG hversu týpiskt þarf það alltaf að vera að það vanti það sem maður bíður mest spenntur eftir að sjá. Það vantar allavega aldrei eitthvað sem manni er allveg sama um en jæja það er eins gott að þessi standi fyrir sínu og verði ásettningur fyrir mórauðu ræktunina mína.

Elding með hrútinn og hvar er Hinnnnnn ??????????????

Gaga hennar Maju með lömbin sín.

Langt súm af gimbrinni hennar Bríet hennar Maju.

Kjölur hans Sigga í Tungu. Hann er undan Klett hans Óttars.

Bliki Gosa son.

Brjánn Toppsson.

Verið að dæla út úr fjárhúsunum í Tungu.

Gimbur og hrútur undan Soffa sæðishrút. Ég veit nú ekki hvað það er með mig og þessa sæðishrúta allavega er ég ekki að veðja nógu vel á þá hvað frjósemina varðar alla vega hjá Gosa og Borða og nú ætlar Soffi líka að vera eitthvað slakur á því sviði með 94 í fjósemi á kynbótamatinu hjá Stöðvahrútum 2013. 
Svo nú er spurning hva skal gera við Borða og Gosa soninn sem ég á. Hvort ég eigi að geyma þá og sjá hva dætur þeirra gera eða á ég ekkert að vera halda í þá. emoticon
Það er mikil pæling jæja það eru fleiri myndir af lömbunum með því að smella hér.

07.09.2013 01:22

Spennan magnast óðum


Hér er Snotra með 2 hrúta undan Blika. Spenningurinn er orðinn svakalegur hjá mér núna ég fer á hverjum degi á rúntinn nema það sé aftaka veður og ekki hægt að taka myndir né skoða. Ég er enn að bíða eftir henni Eldingu minni með hrútana sína undan Soffa sæðishrút ég fæ bara fiðring í magann um að hugsa um þá mig hlakkar það mikið til að fá að sjá hverning þeir eru orðnir. Annars eru alltaf einhverjar nýjar að sjást til viðbótar við það sem er í hlíðinni við Fögruhlíð og við Mávahlíð og svo áfram út úr Hellunni í átt að Búlandshöfðanum. Já það eru jólin að nálgast hjá okkur í sauðfjárræktinni emoticon
Þó er alltaf einhver kvíða hnútur líka emoticonum hverning allt kemur út og miklar eftirvæntingar um vel valda gripi.

Eygló gemlingur með 2 hrúta undan Brján. Hún er svo töff með svona hrúta í stíl við sig.

Gimbrin undan Aþenu og Soffa sæðishrút.

Litla Gul hans Sigga með gimbrina sína.

Svört hans Sigga með lömbin sin undan Brimil.

Bliki Gosa son.

Fallegur hrútur frá Gumma Óla undan Klett.

Frá Sigga undan Valbrá.

Gemlingarnir Dropa frá Sigga,Hrifla mín og hún á hrútinn fyrir aftann og Toppa hans Sigga.
Það eru svo fleiri rollu myndir með því að smella hér.


Krúttið okkar hún Freyja Naómí klappaði saman lófunum í fyrsta sinn í gær og svo getur
hún líka sýnt okkur hva hún er stór. Hún er farin að segja mama og baba algjör gullmoli þessi elska hún er líka orðin svo dugleg að reyna standa upp og færa sig á rassinum.

Mikill fögnuður þegar pabbi kom heim eftir langa útiveru á sjónum á Skagaströnd og ekki spillti fyrir að fá pakka líka he he.
Það eru svo fleiri myndir af okkur fjölskyldunni með því að smella hér.


Hænan hjá Freyju og Bóa í Varmalæk með ungana sína.

Að borða á pallinum hjá þeim.

Benóný svo góður við ungana.

Freyja að gefa þeim brauð með Bóa afa sínum.
Það eru svo fleiri myndir af þessu öllu saman með þvi að smella hér.
  • 1
Flettingar í dag: 399
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 1107
Gestir í gær: 71
Samtals flettingar: 716461
Samtals gestir: 47227
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 12:48:08

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar