Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

15.09.2013 08:53

Styttist í stigun og Hrútasýningu

Tralla lalla það eru svo skemmtilegir tímar framm undan við erum komin með dagsettningu á stigun og verður hún mánudaginn 23 sept og við smölum um næstu helgi. 
Vona að það vanti nú ekki mikið af lömbum því ég er búnað sjá ansi margar sem eru bara með annað lambið svo það er bara að halda í vonina að þau hafi villst undan í þessu átaka veðri sem er búnað vera undan farið. Hrútasýning Veturgamla verður svo mánudaginn 30 sept og er hægt að nálgast auglýsinguna á því hér inni. 
Stóra Héraðssýningin verður svo laugardaginn 19 okt.
Surtla hans Sigga í Tungu með gimbur undan Soffa sæðishrút.

Sá til hennar Molu nú um daginn og hún er bara með annað lambið reyndar var hún búnað tapa hinu strax snemma sumars. En þetta er gimbur frá Sigga sem gengur undir henni.
Dropa hans Sigga með gimbur undan Kjöl.

Gufa hans Sigga með hrút undan Kjöl.

Hulda með lömbin sín undan Nasa hans Óla Tryggva.

Þessi er undan Mjallhvíti sem er veturgömul og Blika.

Gimbur undan Storm og Rósulind. Það eru svo fleiri kinda myndir hér í albúmi.

Hérna er móflekkóttur hrútur frá Herði á Hömrum og er hann þrílembingur undan 
Klettssyninum sem var í 3 sæti á Héraðssýningunni í fyrra.

Falleg gimbur hjá Bárði undan Kjark frá Ytri Skógum.

Hér er hrúturinn á móti. Það eru svo fleiri myndir af fénu hjá Bárði og Dóru hér inn í albúmi á 123.is/bui Það eru svo fleiri myndir á Búa af kindunum í Bug og fleira með því að klikka hér

Það var fjör þegar Simbi og Mikki komu í heimsókn til mömmu sinnar.

Bjarki Steinn frændi alltaf jafn kátur. Það eru svo fleiri myndir af honum og Freyju og krökkunum með því að smella hér.


Flettingar í dag: 1052
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 487
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 713379
Samtals gestir: 47065
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 23:23:00

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar