Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2013 Júlí

29.07.2013 23:34

Heyskapur og sumarið komið loksins

Heyskapur hófst loksins í seinustu viku og má segja að þá hafi sumarið hafist fyrir alvöru hérna fyrir vestan hjá okkur.
Hér er verið að klára rúlla fyrir Sigga í Tungu í blíðskapar veðri í sveitinni. Það er búið að ganga á með ýmsu hjá okkur t.d. bilaði þessi græni traktor og sá guli líka svo það þurfti að fá lánaðan traktor hjá Sigga í Tungu og hjá Gumma Óla. Þegar það átti að fara rúlla í Mávahlíðinni bilaði rúlluvélin og þurfti að fá stykki í hana sent að sunnan en við áttum svo góðan mann að hann Gumma Óla að hann rúllaði fyrir okkur á meðan. Steini skaust þá suður í Borgarnes þar sem hann mælti sér mót við Jóhann bróðir Emils sem kom með stykkið að sunnan. Já það er alltaf soddan basl þessi búskapur. 

Þetta gerist nú á hverju ári að eitthvað sé bilað en það eru svo fleiri myndir af heyskap blíðveðrinu í sveitinni með því að smella hér.

Kristmundur veiddi þennan fína sjóbyrting í vaðlinum.

Ég skellti mér með krakkana að vaða í vaðlinum inn í Mávahlíð það er allveg fastur liður á hverju sumri að gerast smá krakki aftur og fara að sulla he he.

Við skelltum okkur í útilegu um daginn á Blöndós á Húnavöku með góðu og skemmtilegu fólki og það var allveg rosalega gaman. Þetta var svona fyrsta fjölskyldu útilegan okkar saman því einu sinni fengum við tjaldvagninn lánaðan hjá tengdó og rúntuðum bara með hann og enduðum á hóteli. En við létum verða að þessu núna og þetta var algert æði. Það eru svo myndir af þessu öllu hér.
Missti mig allveg í að taka myndir af þessari fyrirsætu í Mávahlíðar fjörunni það var svo yndislegt veður og útsýnið allveg æði.

Ég dýrka þessa himnesku sveit okkar hún er allveg gull á svona fallegum sumardögum.
Hérna eru krílin mín að hlaupa á nýslegnu túninu rosalega gaman.

Freyja Naómí skartar sínu fegursta í blóma hafinu í Mávahlíðinni. Það eru svo fleiri dásamlegar myndir úr sveitinni og meiri heyskapar myndir hér.

Traktors sjúku börnin mín alltaf svo hrifinn af þessum traktor frá Sigga í Tungu.

Bjarki Steinn og Freyja Naómí frændsystkyni að leika saman.

Já það má vægast sagt hafa að það hafi verið öllu lokið hjá basli hjá bændum þennan daginn. Hann Emil er nú þekktur fyrir það að stækka alltaf túnin og krúnka aðeins meira gras og hér kom það ekki að góðu gagni. Bói greyjið fór að raka saman og keyrir bara eftir túninu eins búið er að slá og tætla og obb obb ofan í skurð því Emil var búnað slá ofan af grasinu í skurðinum he he. Emil Strák skratti hvað ertu búnað gera núúú......

Enn Steini reddaði því og Emil og tókst eins og í sögu að draga hann upp. Bóa leyst ekkert á þetta fyrst og hljóp eins og fætur toguðu til að ná í bílinn og binda spotta þvi traktorinn var byrjaður að sökkva og sökk alltaf hægt og sígandi en allt er gott sem endar vel.

Við Benóný skelltum okkur út með hvolpana niður á Oddum og leyfðum þeim að hlaupa í grasinu og fannst þeim það rosa sport.

Grafan var líka tekinn með og prófað að moka grasið.

Alltaf líf og fjör í sveitinni hjá Freyju og Bóa hér er ein hænan búnað koma sér vel fyrir og er að unga út. 

Það eru svo fleiri myndir af hvolpunum og fleiru með því að smella hér.

O hvað ég er ánægð að hafa loksins getað bloggað og sett allar myndirnar inn. Það er bara allveg ótrúlega mikið að gera alltaf og maður kemst ekki yfir helmingin af þvi sem manni langar til að gera. Og þá verður maður svo geggjað pirraður og argur.

Ég á henni Freyju tengdó og Bóa að þakka að hafa orkuna í að vaka núna og blogga þvi Benóný gisti hjá þeim í gær og Embla svaf út með mér til hálf 10 ég var allveg orðin viðþangslaus að lita á klukkuna hvað væri að ske því þetta hefur ekki skeð að ég sofi svona út án þess að vakna síðan ég átti Emblu liggur við. 

Já þetta var alger vitamíns sprauta fyrir mig og svo tóku þau Emblu líka í dag og ég gat slegið garðinn og skverað aðeins yfir heimilið og leikið við Freyju út á palli og notið sólarinnar. Takk kærlega fyrir mig þetta var allveg yndislegur dagur og svo tóku þau Emblu núna með sér til að gista þvi hún varð að fá að fara alein og gista allveg eins og Benóný. 

Alger dúlla þessi elska svo kanski fæ ég að sofa út líka á morgun ef Benóný sefur eitthvað lengur. Emil fór á sjóinn í dag og fer aftur á morgun hann er enn að veiða upp byggðarkvóta. Svo er það spurningin hvað maður á að fara um næstu helgi sjálfa verslunarmanna helgina það er að segja ef maður fer eitthvað.

jæja nú er ég að fara hvíla mig með bros á vör emoticon

18.07.2013 11:08

Hvolparnir og Freyja Naómí 7 mánaða

Litli 

Allir saman.

Stóri.

Allir strákarnir saman stóri fremstur svo ljósi og svo litli.

Freyja Naómí var 7 mánaða núna 12 júlí.

Smá rollu rúntur er tekinn þegar grislingarnir mínar þurfa að fara sofa og hér er Botnleðja með gimbrarnar sínar undan Draum.

Gimbrin undan Hröfnu og Sigurfara syni frá Hraunhálsi.

Aþena með lömbin sín undan Soffa sæðishrút.

Svona leit gestaborðið út við erfðadrykkjuna hjá pabba. Tófan setti stíl á hans áhugamál í gegnum tíðina. Það var svo líka mynd af honum með besta hrútinn sinn í kirkjuskránni og mynd af Mávahlíð yfir síðuna sem var allveg rosalega fallegt. Við þökkum lions konum fyrir frábærar veitingar á laugardaginn og ættingjum fyrir alla hjálpina sem við fengum í kringum undirbúninginn. 

Þökkum Dvalarheimilinu Jaðar ómetanlega umhyggju og góða vinnu í kringum pabba í kringum árin sem hann var þar.
Stuðning og ástúð starfsfólks og Sigrúnar Sveinsdóttur hjúkrunarfræðings sem stóðu með okkur seinustu dagana þið voruð allveg yndisleg.
Það eru svo fleiri myndir af  hvolpunum og fleira hér.

12.07.2013 00:29

Faðir minn fær hvíldina

Ég er búin að vera lítið í netheiminum núna og er það vegna þess að seinustu vikur hafa verið mjög erfiðar hjá okkur fjölskyldunni. Pabbi er búnað vera glíma við taugahrönunar sjúkdóm í mörg ár og æða kölkun. Það hefur því alltaf verið tímaspursmál hvenær sá sjúkdómur myndi taka hann frá okkur. 

Það verður skrýtið að fara ekki lengur niður á Dvalarheimili þótt stundum hefðum við mátt vera duglegri að fara til hans en það var bara svo sjálfsagt eitthvað að hann væri alltaf þar til að taka á móti manni og maður bjóst ekkert við því að hann væri að fara neitt og maður gleymdi sér í sínu upptekna heimilis lífi. 

Nú á seinustu vikum fór honum að hrörna fljótt og vorum við yfir honum í 10 daga dag sem nótt og lést hann seinast liðinn sunnudag 7 júlí. 

Blessuð sé minning hans og hans verður sárt saknað emoticon

En minningarnar þær lifa með okkur og hér er smá minningar tiltekt


Ungur að árum hér í Mávahlíð. Ég tel að minn rollu áhugi hafi komið í gegnum pabba og Steina og þykir mér verst að hafa ekki fengið hann fyrr og getað rætt við þá um skoðanir og ræktun þegar þeir voru til taks að ræða um þau mál en einhvað hefur maður lært því ræktun þeirra lifir enn góðu lífi í gegnum okkur og virðist alltaf bæta sig meira ár frá ári.

Hér má sjá gamla fjölskyldumynd af Þuríði og Ágústi úr Mávahlíð með börnin sín 6
Leifur Þór, Elínborg , Ragnar, Hólmfríður, Jóna og Þorsteinn. 
Af þessum hóp er Hólmfríður sú eina sem eftir er á lífi. 

Hér er gömul blaðaúrklippa af pabba og heimilsrefnum sem var alltaf hefð á hverju sumri að hafa einn yrling yfir sumarið og það fannst okkur krökkunum ekki leiðinlegt.

Einhvern tímann heyrði ég að aðal draumur pabba hafi verið að verða sjómaður en hér er hann út á sjó.

Hér er Magnús bróðir með rjúpu og leikfanga rifill. Þetta var mjög vinsælt leikfang hjá okkur að fá eitt stykki rjúpu til að leika með he he það væri ekki mjög vinsælt í dag eða hvað..

Fjölskyldumynd Maja og Ágúst bara fædd þarna.

Hér eru þau hjónakornin í seinasta jólaboðinu sem haldið var í Mávahlíð já maður á nú margar minningarnar úr Mávahlíðinni og þykir verst að hún sé að renna úr greipum okkar það væri svo geggjað ef hún gæti enn verið okkar fjölskyldu eign þessi fallega jörð.

Vonandi hvílir þú í friði elsku pabbi minn og færð lengra og betra líf eftir þetta líf.
Minning þín lifir að eilífu.

Leifur Þór Ágústsson verður jarðsungin í Ólafsvíkurkirkju 13 júlí kl 14.00 og jarðsettur á Brimisvöllum. Erfðadrykkja mun svo fara framm í Grunnskóla Ólafsvíkur.

03.07.2013 23:06

Hvolparnir og Hrafna myndir

Oðnir ekkert smá miklar bollur þessir gaurar.

Hér er sá ljósi og þeir eru allir búnað opna augun.

Sá stóri hann er með hvíta sokka á framan og aftann og svo með hvíta bringu.

Minnsti er með hvíta bringu og hvita sokka á aftann.
 
Smá hobby hjá mér að mála hrafna og gá hvort það sé einhver áhugi fyrir því að selja svona myndir annars get ég málað líka önnur dýr.

Þetta er bara akkrýl málað á striga ég fékk smá hrafna æði því þeir eru jú svo mikið í tísku núna.

Ég málaði þessar myndir og fleiri fyrir Ólafsvíkurvöku bara til að sjá hvort einhver hefði áhuga á þessu og ég náði að selja 6 myndir svo ég er bara mjög ánægð og held ég fari bara að leggja fyrir mig að mála aðeins fleiri og fleiri útgáfur ef áhugi verður fyrir því.

Jæja ákvað að skellu þessu hér inn snöggvast því ég hef nú ekki getað varið miklum tíma hér í tölvunni vegna veikinda föður míns. Það eru svo fleiri hvolpa myndir og hrafna myndir hér inn í albúmi.
  • 1
Flettingar í dag: 138
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 1721
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 660650
Samtals gestir: 45519
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 03:38:07

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar