Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2010 Júní

28.06.2010 12:28

Folald hjá Hörpu, Ættarmót hjá Emil og Margt um manninn í Bústaðnum hjá Sigrúnu og Ragga.

Jæja það er búið að vera margt að gerast hjá okkur meðal annars kastaði hún Harpa merfolaldi sem er rautt á lit með hvíta blesu og fékk það nafnið Kapitóla og er í eigu Steina og Jóhönnu. Við kíktum svo á graddann sem er hjá Gumma og fór Emil með Gyðju í hann svo það verður spennandi hvort eitthvað skeði þar.

Það var svo ættarmót núna um helgina hjá afkomendum Dagmars og Bergþórs og var það haldið á Görðum í Staðarsveit. Við fengum allveg æðislegt veður og allt gekk allveg ljómandi vel og allir skemmtu sér vel. Það var farið í gólf, tínt helling af fallegum steinum og eins steina og drumba og kveikt upp í smá varðeld svaka kósý og sungið svo og trallað eftir nóttu og náttúrulega grillað lambakjöt sem var allveg nauðsynlegt í svona útilegu.

 Við fórum svo inn í Mávahlíð í gær og það var þetta rosalega fallega veður og allir í sveitinni. Ferðinni var heitið í bústaðinn hjá Ragga og Sigrúnu og þar var allt fullt af fólki og meira segja Raggi sjálfur allveg rosa ánægður og svo náði Maggi í pabba og Fríða og Helgi voru líka svo Steini og Björk þannig að það var eins og lítið ættarmót he he þetta var góð upphitun fyrir ættarmótið í sumar. Já lifið er búið að vera allveg æðislegt þegar allir eru svona ánægðir og gott veður kemur alltaf öllum í gott skap. Jæja nóg af blaðri það eru hellingur af myndum síðan inn í myndaalbúminu af þessu öllu saman.


Harpa með Kapitólu

Á ættarmótinu á Görðum.

Benóný Ísak með Snæfellsjökull í baksýn.

Ingi Björn og Benóný voru allveg í essinu sínu að leika saman.

24.06.2010 00:08

Folaldið hennar Dagmar

Jæja þann 20 júní kastaði Dagmar hest folaldi í Klettakoti og er það undan Vála sem er undan Stála held ég eitthvað í þá ætt og er það rautt á lit og er í eigu Steina og Jóhönnu.

Dagmar með folaldið.

Emil lukkulegur að stríða Dagmar og halda á folaldinu.

22.06.2010 00:33

Benóný 10 Mánaða og Ferðalag til Reykjavíkur.

Jæja það er alltaf nóg að gera þegar það er komið sumar svo það minnkar bloggið en ég náði að koma þessu til skila loksins. Benóný var 10 mánaða 19 júní og fór hann í skoðun og er hann orðinn 8440 grömm og 74 cm svo hann heldur línunni sinni og er frekar nettur að eðlisfari en borðar vel. Hann skríður enn bara á rassinum út um allt svo ég held að hann skríði ekkert hins segin strax. Við fórum svo í bæinn og ætluðum austur í ferðalag og tókum tjaldvagn með okkur en hann var bara dreginn fram og til baka og ekkert notaður en hann fékk þó að fara smá rúnt. Við hættum nefla við að fara austur því veðurspáin var svo tvísýn og Ágúst bróðir var síðan farinn út á sjó svo það er betra að fara þegar hann er í fríi þannig við vorum bara í Rvk og rúntuðum þar í kring til Hveragerðis og þaðan til Þorlákshafnar og síðan keyrðum við þaðan og til Grindavíkur þvílík leið bara malarvegur og eins og maður væri bara kominn á vestfirðina eða eitthvað okkur var allveg hætt að lítast á blikuna hvert við værum eiginlega komin en náðum þó á endanum að komast til Grindavíkur og keyrðum fram hjá Krýsuvík og Strandakirkju þá vissum við að við værum að nálgast. Jæja nóg um það við áttum bara fína daga í Höfuðborginni og fórum í húsdýragarðinn með Dóru og Ragnheiði og heimsóttum Dagmar langömmu og Marinó og Fríðu sem voru að skíra nýjasta frændan hans Benónýs og hlaut hann nafnið Pétur Þór og var mjög gaman að fá að sjá hann algjör gullmoli. Það er allveg ótrúlegt hva tíminn er fljótur að líða mér fannst Benóný bara vera risi miðað við hann en samt er svo stutt síðan hann var svona lítill, maður verður kominn inn á elliheimili áður en maður veit af þetta er rosalegtemoticon það er eins gott að kunna meta hvern einasta dag sem maður á í lífinu. Steini hennar Maju var að fá bílprófið í dag voða lukkulegur það er einmitt ýkt skrýtið hva hann er orðinn gamall það er svo stutt síðan að maður var að passa hann allveg merkilegt.
Við fórum svo út að borða á afmælinu mínu 17 júní á Argentínu steak house í boði Magga bróður og var það allveg himneskt að borða þar ekkert smá vel útlátið og kósý staður og maturinn eftir því. Mamma passaði Benóný á meðan fyrir okkur svo gaf Emil mér hestahjálm í afmælisgjöf ýkt nettan og góðan og passaði hann allveg perfektó svo þessi afmælisdagur var bara allveg snilld emoticon 

Hann kunni sko ekki að meta það að fara í traktorinn með pabba sínum enn ...........

Steini kunni þetta hann vildi náttla bara fá að gera þetta sjálfur og fá að sitja og stýra he hee..

Þessa mynd tók ég fyrir Steina það væri nú ekki amalegt að aka um á þessum olíubíl.

Marinó stoltur með frændurna saman.

Myndarlegur hann Benóný Ísak 10 Mánaða.

10.06.2010 11:05

Júní

Það er búið að vera nóg að gerast hjá okkur, það er búið að bera á túnin og sleppa öllum kindum. Rúnar dýralæknir kom svo um daginn og geldi Mána og kom þá í ljós að Vökull var meiddur og var þá slegið tvær flugur í einu höggi og svæft þá báða og tekið kúlurnar af Mána og fixað sárið á hinum. Benóný er svo búnað vera á fleigi ferð um allt og opnar alla skápa og klemmir sig og skríður á rassinum og reynir að standa upp allsstaðar svo nú er friðurinn úti og gaurinn málar heimilið rautt emoticon
og ég hleyp á eftir honum og naga á mér neglurnaremoticonekki flotta dótið mitt NEI NEi rosa stuð.
Við fórum svo inn í kirkjugarð um daginn og heimsóttum leiðið hans Steina frænda og settum stjúpur hjá honum og stillti ég svo Benóný upp hjá steininum og tók mynd og hann reyndi bara að éta blómin algjör, það gæti svo sem verið að frændi hans hafi verið að lauma  að honum blómi til að bíta í he he honum hefði nú ekki leiðst það að hafa fengið að spilla honum með kaffi og mola.
Heimsóttum við svo hestana í fyrradag því Hera var komin út og ég og Maja fórum að sækja hana og teymdi Maja hana heim og fórum við svo að kíkja á klárana og voru þeir allveg sjúkir í Benóný og hann allveg sjúkur í þá og vildi helst éta þá bara.


UMM svaklega gott.

Búið að gelda Mána og Hera var að tékka hvort að kúlurnar væru farnar.

Svaka óður í Stert.

Ætlar allveg að éta Grána.

Að byrja að teygja sig.

Að hífa sig upp rosa seigur.

Helduru að maður sé montinn náði að standa upp allveg sjálfur í morgun.
Vá hva þetta er fljótt að líða og bráðum fer hann sko að tæta alltemoticon time out .

02.06.2010 00:21

Sauðburði lokið!

Jæja þá er þessum langa sauðburði loks lokið. Hann gekk vel til að byrja með en endaði svo frekar leiðinlega. Það voru 2 dagsgömul lömb hjá sitt hvorri rollunni sem fengu Slefsýki og greindi ég hana ekki nógu snemma. Þrátt fyrir að þau hefðu fengið skítapillu stuttu eftir burð fengu þau hana og prufaði ég að gefa þeim sykurvatn og sprauta pensilíni í vöðva en það dugði ekki til svo ég missti þau bæði. Það var ferlega fúlt það hafði verið mikill umgangur í fjárhúsunum þegar þær báru svo það er ábyggilega ástæða þess að við tókum ekki almennilega eftir þess því þau veikjast vanalega af slefsýki 12-48 klst.gömul og þau verða dauf,hætta að sjúga og innan 1 klst fara þau að slefa og það safnast loft í vinstur og gutlar í belgnum. Lömbin deyja svo eftir 6-24 klst sé ekkert gert. Þetta gerist líka ef þau fá ekki nægan brodd til að byrja með. En svona er þetta bara ég missti náttla svakalega spennandi lit úr þessu það var hrútur sem var svargolsóttur með hvíta blesu afar sérkennilegt allveg típist. 
Sauðburður endaði svo að það voru 31 sem báru ,11 gemlingar og 20 rollur og fengum við 46 lömb.
7 lömb drápust yfir sauðburðin sem er allt of mikið.
Aðeins ein rolla var þrílembd það var hún Golsa og 13 voru tvílembdar og svo voru6 einlembdar og svo gemlingarnir með eitt allir nema einn sem var hafður geldur.

Það eru svo myndir inn í albúmi af Benóný í Maí,sauðburði og Emil að sækja merina sína úr tamingu á Kverná svo það er nóg að skoða emoticon


Drottning með gimbrarnar sínar undan Topp 

Króna besti gemlingurinn minn þurfti að fara í keisara og var lambið dautt fyrir 1-2 dögum í henni því nú ver, það var nefla snúið upp á legið í henni.

Á rúntinum með pabba sínum í Stekkjarholtinu á nýjasta farartækinu he he emoticon

Fannst síðan allveg vera við hæfi að setja þessa vísu hér með.

VIÐ LOK SAUÐBURÐAR

Eftir strangan vetur var
von á daufu skari,
fekkst þá best til fagnaðar
að finna líf í kari.

Þegar kviknar lítið líf
lambs í grónum haga,
burtu hörfar bóndans kíf,
boðar sæla daga.

Þá er gott að vaka við
vorsins óðinn þýða,
lambajarm og lækjarnið
lofsöng hlýrri tíða.
                                                                      Höf Sig.Sig og Jói í Stapa.

  • 1
Flettingar í dag: 374
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 1721
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 660886
Samtals gestir: 45525
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 07:02:56

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar