Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2016 Maí

29.05.2016 23:09

Sauðburði alveg að ljúka

Við erum aldeilis búnað fá að kenna á því með rigningu og roki alla seinsustu viku.
Hér er Ljósbrá gemlingur með lambið sitt undan Máv. Við erum búnað taka rúnt núna
á hverjum degi til að athuga hvort allar ær séu ekki örugglega með lömbin sín allavega
þær sem við sjáum og hingað til höfum við ekki séð að það vanti neitt og vonandi helst 
það þannig.

Framtíðar bóndakonan mín hún Embla að horfa á eftir kindunum fara til haga.

Embla Marína að hjálpa okkur að reka út úr túninu.

Hrifla og Dröfn tvær af mínum bestu kindum fengu með Máv og Ísak bestu lambhrútunum
sem eru ættaðir í sitthvora kindina og því notaðir á víxl í þær svo það verður spennandi
að sjá hvað kemur út úr því. Hrifla er með 2 hrúta undan Máv og Dröfn er með hrút og 
gimbur undan Ísak.

Hnota hennar Jóhönnu með gimbur og hrút undan Zorró.
Við fáum 12 lömb undan honum.

Mírranda vígaleg með lömbin sín.

Snædís með gimbur undan Ísak. Hrúturinn á móti drapst á burði.

Það var borið á túnin seinustu helgi fyrir rigninguna miklu.

Þessi eru öll afkvæmi undan Ísak.

Djásn gemlingur með sin tvö undan Korra.

Mjöll hans Sigga sónaðist með eitt en kom með 2 flotta hrúta svo nú eru rollurnar hjá 
honum allar með 2 og 3 ekkert smá flott.

Vofa með fallega hosótta gimbur undan Korra.

Hjá Sigga undan Ísak og Skessu. Held að þetta sé fyrsta sinn sem Siggi fær flekkótt og 
það gimbur.

Þrílembingar undan Mjallhvíti sem er móðir Ísaks. Hrúturinn er stærstur og virkar mjög
þykkur og stór ein gimbrin var vanin undir hjá Sigga svo Mjallhvít verður með 2 undir.
Það verður gaman að sjá hvort þessi verði föðurbetrungur þó ólíklegt sé því það verður
erfitt að toppa hann Ísak.

Mórauðu lömbin hjá Sigga orðin mjög stór við tókum allt sem var inn í girðingu og 
hleyptum því inn meðan veður ofsinn gekk yfir.

Þessi lokaði sauðburði hjá Sigga.

Þessi bar næst seinust hjá Sigga og því miður hefur lambið ekki komist alveg á spena
og bar engin merki um það svo við vorum ekkert að pæla í því og þegar Siggi tók eftir því
var það sár svangt og hann gaf því pela og náði að láta það sjúga en daginn eftir var það
svo steindautt hefur örugglega fengið slefsýki greyjið. Þetta var grá gimbur undan Ísak.

Salka kom með þrjú golsótt undan Zorró og okkur tókst að venja eitt undan henni.
Hún kom með 2 gimbrar og einn hrút.

Freyja að klappa Hosu. 

Sauðburður hófst hjá mér og mun enda hjá mér því gemlingarnir gengu svolítið upp hjá
okkur og fengu þeir sem gengu upp með Drjóla hans Sigga sem er Hæng sonur.
Við fáum 9 lömb undan honum og vonandi 10 með þessari sem verður seinust að bera
þetta vorið hjá okkur. Þetta er hún Lukka vínkona hennar Emblu.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

Látum nú þetta duga í bili.

29.05.2016 22:25

Sauðburður í hámarki.

Vinsælt að sitja í hásætinu og halda á lömbunum. Hér er Margrét og Embla saman.

Magga Lóa gemlingur með hrútinn sinn undan Mugison.

Skrýtla með Saums afkvæmi.

Soffía hans Sigga með mórauða gimbur hún kom einnig með mórauðan hrút og svo svart
sem hefur verið nýdautt fyrir einhverjum dögum. Við fengum Styrmir mórauðan hrút hjá 
Eiríki Helgasyni lánaðan og Siggi fékk þessi lömb og við fengum 15 lömb 6 mórauða
hrúta en aðeins eina mórauða gimbur en ég vona að einhver af þessum hrútum verði
ásettningshæfur í haust. Þessi hjá Soffíu sem er hér á myndinni kemur sterklega til 
greina því hún er af mjög góðu kyni hjá Sigga.

Alveg einstök kind hún Hrafna hún kippir sér sko ekkert við að krakkarnir séu hjá henni
þó svo að hún sé borin enda er hún uppáhalds kindin þeirra. Þau hafa aðeins fengið að 
kynnast því hvað spakar rollur geta verið reiðar þegar þær eru komnar með lömb og voru
ansi sár við þær he he.

Benóný hefur ekki mikið gaman af því að fara með mér í fjárhúsin og er auðvitað kominn 
með myglu fyrir því núna he he en gleymir því þegar hann fær eitt lítið og sætt í fangið.

Mátulegt fyrir Freyju til að halda á.

Embla er án efa með rollu delluna frá mömmu sinni í húð og hár. Hún lifir fyrir að koma 
með mér í fjárhúsin þó svo að hún sé mjög skelkuð við rollurnar eftir að þær voru geðillar
og ekki eins góðar við hana eftir burð. Hér er hún að passa lamb meðan við erum að venja
annað undir og þetta er lambið sem hún bar, við tökum það frá og erum búnað maka hitt út
í slími af belgnum og hellum volgu vatni yfir það og núna í ár hefur þetta ekki klikkað hjá
okkur við létum sóna allt svo við vissum hverjar væru einlembdar svo það aðveldaði 
manni verkið. Svo vorum við svo heppin að tvær voru að bera á sama tíma önnur kom með
annað úldið og hin var með þrjú svo við tókum þriðja lambið blautt og settum til hinnar og
hún tók því um leið alveg snilld.

Einn þrílembingur fótbrotnaði hjá okkur og hér er Siggi að seja á hann spelku.

Sáttur og fínn kominn með spelku og hleypur um allt. Þetta eru þrílembingar undan
Fíónu og hún kom með einn hvítan einn svartan og einn mórauðan þeir eru undan Styrmi.

Grána hans Sigga var með þrjú undan Korra Garra syni og það er búið að venja eitt undan.

Fallegu forrystu lömbin mín mókápótt gimbur Emil til mikilla gleði því auðvitað set ég
hana á ef hún skilar sér af fjalli og já hún mun skila sér he he. Móbíldóttur hrútur á móti
þau eru reyndar ekki hreinar forrystur því þau eru undan Mugison Soffa syninum mínum.

Snotra hennar Jóhönnu með þrjú undan Skara.

Seinasta myndin af honum Skara greyjinu. 

Sæðingur undan Grím.

Lambakóngarnir stækka óðum.

Alltaf mikil gleði hjá krökkunum að skoða lömbin hér eru Birgitta og Alexsander.

Birgitta og Alexsander með Freyju ömmu.

Svo æðislegt í sveitinni þau eru svo frjáls.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

29.05.2016 21:20

Leikskóli og Grunnskóla heimsókn í fjárhúsin

Jæja það hefur ekki gefist nógur tími til að blogga á meðan sauðburði stóð en ég tók nóg af 
myndum sem segja meira en nokkur orð í bloggi. Af því sem lifði eru 72 lambhrútar og 55
gimbrar það jafnaðist út þegar leið á. Mér leist nefnilega ekkert á þetta fyrst það voru bara
hrútar sem komu. Sauðburður gekk bara nokkuð vel nema að það voru nokkuð margar sem
voru með annað lambið úldið eða dautt fóstur og þegar ég tók það saman voru það allt 
rollur sem voru í sömu kró og tvær rollur létu svo mín kenning er sú að þær hafi smitað 
eitthvað í hinar eða eitthvað. Það voru 5 úldin fóstur og eitt sem hafði drepist fyrir 
einhverjum dögum. 5 létust í burði 2 við afturfótafæðingu og hin vegna erfiðs burðar
þau voru gríðalega stór og eitt drapst vegna þess að hyldirnar hafa losnað og hún var
borin öðru lambinu og þegar við fórum að reyna ná í hitt var það að drukkna inn í henni
og við vorum of sein að ná því.

Það bættist ein þrílemba við sem var sónuð með 2 og úr því að svo margar komu með annað
úldið fór engin þrílemba með 3 á fjall og eins hjá Sigga við gátum fóstrað fyrir hann líka.

Hrúta ólánið virðist elta okkur því stuttu eftir að við slepptum hrútunum út fann ég 
veturgamla kollótta hrútinn okkar hann Skara dáinn. Svo núna er ég búnað sækja um
leyfi til að kaupa mér fleiri. Siggi var nú að segja okkur svolítið sem ég tek merkan 
mark á að það sé álagablettur í Hrísum sem Emil teygði sig of langt á þegar hann var
að slá í fyrra og held ég hreinast sagt að þar sé búnað segja okkur að hrúta tapið komi
heim til sögunnar enda eru þetta 2 kollóttir hrútar fyrir kollótta stofninn hans Emils.
Svo vonandi erum við búnað gjalda fyrir þetta núna.


Bói gerði þessa frábæru græju fyrir rollurnar til að klippa á þeim klaufarnar og þær
setjast bara eins og í hægindastól og festar með belti og svo snyrtar.

Miklu þægilegra að skella þeim rólega í sætið og snyrta þær.

Þau voru mjög þroskuð og stór fædd undan Ísak og mjallahvít en svo kom okkur mjög
á óvart að hann gefur einnig mislit svartflekkótt og grátt.
Við fengum 22 lömb undan Ísak og því miður hittist þannig á að öll þessi 5 sem létust í 
burði voru undan honum. Þetta eru mjög falleg lömb og með mikinn brjóstkassa það er 
áberandi hvað þau eru flott að framan og mikil svo vonandi verða þau það í haust, allavega
verður spennandi að fylgjast með þeim dafna í sumar.

Þota fékk með Máv sem er undan Blika og Dröfn. Við fáum 22 lömb undan honum.
Jökulrós gemlingur hér með tvílembingana sína sem eru alveg gríðalega fallegir og
eru undan Skara frá Bug sem lést hjá okkur nú um daginn. Hann fór á allar þessar
kollóttu og þetta voru rosalega þroskuð og falleg lömb. Við fáum 13 lömb undan 
honum. 2 Kollóttar fengu með Krapa sæðishrút og þær eru báðar með eitt.

Skoppa fékk með Korra Garra syni hans Sigga og hann er að gefa skemmtilega liti.
Ég fékk flekkótt og hosótt undan honum. Við fáum 10 lömb undan honum.

Ég fékk svo heimsókn frá Leikskólanum Krílakoti Ólafsvík sem ég var að vinna hjá áður
en ég fór í sauðburðarfrí. Það var mjög gaman að fá svona mörg glöð andlit í heimsókn
og Brynja frænka aðstoðaði mig við að rétta þeim lömb og fleira svo buðum við þeim
upp á djús og nýbakaða snúða sem Jóhanna frænka Emils var svo góð að gera fyrir mig.

Hér eru þau svo í hlöðunni að taka fyrir okkur smá söngstund og gæða sér á snúðum og
djús. 

1. Bekkur úr Grunnskóla Snæfellsbæjar kom líka í heimsókn til okkar 
sem sagt bekkurinn hans Benónýs og það var mjög gaman að fá þau í heimsókn 
og Brynja aðstoðaði mig einnig við það og þau fengu
svo ís áður en þau fóru heim rosa stuð.

Það eru svo fleiri myndir af þessu öllu saman hér inn í albúmi.

04.05.2016 23:46

Sauðburður byrjar 2016

Jæja þá er biðin á enda og sauðburður hafinn. Hann hófst meira segja á meðan við vorum
en úti á Tenerife og Siggi sá um að taka á móti Eik sem kom með tvo mórauða hrúta aðeins
fyrir tal. Við komum heim 27 apríl og þá var ein að bera hjá Jóhönnu svo við fórum bara
strax upp í fjárhús með fullan bíl af töskum og allir en í sumarfötum.

Það var auðvitað skíta kuldi upp í fjárhúsum og krakkarnir farnir að kvarta yfir kulda en 
samt mjög spennt að sjá lömbin. Siggi var svo fljótlega kominn heim úr vinnu og aðstoðaði
mig að hjálpa Feikirófu sem var að bera og það var mjög stór hrútur sem var mikil átök að
ná út. Feikirófa var með 2 lömb en annað hefur verið löngu dautt og þess vegna var hitt
alveg risa stórt.


Ég var að vona að ég fengi móbotnótta gimbur en fékk bara 2 mórauða hrúta.

Feikirófa með hrútinn sinn undan Styrmi frá Eiríki.
Kvika bar 1 maí en átti ekki tal fyrir en 9 maí það hefur verið svoldið mikið um þetta núna
hjá okkur að þær séu að bera fyrir tímann. Hún kom með mórauðan og móbotnóttan 
hrút það er allt hrútar sem koma núna hjá okkur. Þessi litlu kríli þurfti að hita og þurrka
með hárblásara til að koma þeim á lappir og eftir smá klukkutíma þolinmæðisvinnu
komust þeir á ról og á spena.

Þessi var sædd með Kalda í þeirri meiningu að hún kæmi með golsótta gimbur en 
nei en var það hrútur. Þetta var stærðar gemlingslamb hjá henni og fyndið að sjá 
muninn á þessum og litlu krílunum hjá Kviku hér fyrir ofan.

Hrútarnir horn skelltir og klauf snyrtir.

Ísak fyrir horntöku hann er alveg leiðinlega náhyrndur.

Og hér er hann eftir horntöku.

Hrútunum sleppt út á tún hjá Sigga og auðvitað tóku þeir smá slagsmál.

Og meiri slagsmál.

Það var sko fjör að kíkja í fjárhúsin hjá Bárði og Dóru á Hömrum og fara í kara róluna.

Bárður með flotta þrílembinga undan tvævettlu.
Jæja vildi bara setja smá hérna inn en þetta er bara rétt að byrja hjá okkur og byrjar sem
hrúta ár því það eru komnir 13 hrútar og 4 gimbrar.
Það eru svo fleiri lambamyndir og af lömbunum hjá Bárði hér inn í albúmi


04.05.2016 20:16

Hesthúsin og undirbúningur fyrir sauðburð

Jæja þetta átti að vera löngu komið inn en það er bara alltaf þetta blessaða tímaleysi hjá 
manni að komast í hlutina en allavega þá kemur þetta núna.

Sætar frænkur að hjálpa í hesthúsunum.

Svo mikið stuð. Embla Marína og Margrét Arnbjörg.

Það er ekki beint vorlegt en svo kalt hjá okkur þetta var í byrjun apríl.

Flottir feðgar að prófa bátinn hans Benónýs sem hann fékk í jólagjöf frá Jóhönnu
og ömmu Freyju og afa Bóa. Það er samt heldur mikill bræla fyrir þennan bát í dag.

Freyja á hestbaki á Blær rosalega montin.

Embla alsæl á Blær hún er svo mikil hestastelpa.

Hér er Siggi og Emil að setja nýtt á eina stíuna fyrir sauðburð.

Verið að leggja loka hönd á þetta.

Verið að sprauta seinni sprautuna fyrir sauðburð.

Fróði Stera sonur lést úr Barkabólgu eða einhverri lungnabólgu hjá okkur í apríl.
Ég notaði hann ekkert í ár heldur lánaði hann til Óla Tryggva svo ég fæ engin lömb
frá honum í ár. Við eigum einn gemling undan honum sem er alveg rosalega stór og flott
og hún er sónuð með 2 lömb. Svo þetta hrúta basl ætlar aldeilis að dvína á okkur í vetur
en er vonandi komið gott núna.

Við héldum Aðalfund hjá Búa áður en ég fór út og við áttum þar 3 stigahæðstu
lambhrútana og hér er ég með verðlaunaskjölin fyrir þá.
Þið getið lesið um fundinn hér inn á 123.is/bui

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.

  • 1
Flettingar í dag: 240
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 1721
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 660752
Samtals gestir: 45519
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 05:10:51

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar