Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2010 Febrúar

26.02.2010 22:52

Hvolpar og fleira.

Jæja ég er allveg orðin hundaóð Maja er örugglega orðin hundleið á mér ég er alltaf í heimsókn að kíkja á hvolpana he he. Við fórum í dag og Brynja og Marta komu líka og þær eru líka með hundaæði og eru allveg dolfallnar yfir þeim, þeir eru allveg milljón hlaupa út um allt og leika sér á fullu og þeir voru allveg sjúkir í Benóný og dótið hans og fóru meira segja ofan í skiptitöskuna hans og tóku bleyjurnar úr og tuskuna og drógu út voða gaman. Benóný fékk svo að smakka soðið brokkólí stappað í nýja töfrasprotanum sem við keyptum og var hann ekki hrifinn af því og geibblaði sig allann og spýtti því út úr sér og náttla hafði Emil og Maggi svo gaman af því að þeir urðu að gefa honum meira bara til að sjá svipinn á honum algjör kvikindi. Honum finnst samt gulrótamaukið best eintómt og borðar það með bestu lyst. Ég skráði okkur svo í ungbarnasundið sem byrjar 6 mars og bíðum við spennt eftir að fara í það en ég verð bara að kaupa á okkur sundföt. Við fórum svo í mat til Huldu í pizzu í kvöld sem var mjög fínt bara hún bakar svo góða pizzu. Það er svo myndir af þessu öllu saman í albúminu.
Ö hva eruð þið að gefa mér.
Gaman í töskunni.
Hérna eru svo dúllurnar.

24.02.2010 21:26

Hundur sem kúkar í klósett.

Jæja það er nú skondið að segja frá að Steini kom í heimsókn með Tristan um daginn og hann gerði sig líklegan til að fara að kúka inn í stofu og var kúkurinn farinn að ulla og viti menn að klíjugjarnasti maður sem ég þekki hann Þorsteinn Bergþórsson tók Tristan og hélt við kúkinn og lét hann bókstaflega kúka í klósettið og gerði hann það, svo hundar geta kúkað í klósett he he. Ég fór að gefa Dögg fyrir Maju í dag og er hún algjört yndi hún er svo fyndin byrjuð að leika sér og hlaupa út um allt þetta litla kríli.  Maggi kom svo í land í morgun og hann er stórslasaður nei nei hann er kominn á hækjur og er með rifið liðband eftir að hann fékk kar á sig þegar það kom brot á bátinn. Emil fékk svo í bakið í gær og var allveg fastur með þursabit svo ég bý með tveim fatlafólum svo Emil getur hætt að segja að hvolpurinn Dögg sé fatlafól því hann er bara sjálfur fatlafól og hana nú. Benóný er svo að fá aðra tönn svaka stór og slefar eftir því honum klæjar svo, ég kíkti svo á Mána folaldið mitt og tók myndir sem eru í albúminu.

Steini að láta Tristan skíta.

Sætust í heimi ég er ekki fatlafól.

He he voða gaman í hoppurólunni.

20.02.2010 12:48

6 Mánaða og Nýji bílinn

Jæja litli strákurinn orðinn 6 mánaða og við fórum í heimsókn til Maju og þar voru Steini,Helgi og Biggi komnir vestur í heimsókn voða gaman. Þeir tóku sér föstudagsrúnt og kíktu á liðið. Emil og Maggi fóru svo í bæinn að sækja nýjan bíl Skoda árgerð 2007 keyrður 70 þús,sjálfskiptur disel, já loksins kaupum við okkur nýjan bíl en hann Emil er nú ekkert allveg í essinu sínu að hafa ekki fengið jeppa en er samt sáttur á Skoda ljóta he he. Þetta er bara fínt eyðir engu svo þetta kemur sér vel í kreppunni. Jóhann og Þórhalla og Jakob og Eyrún eru svo í heimsókn og gista hjá okkur yfir helgina. Hulda amma fann svo fyrstu tönnina á fimmtudaginn 18. febrúar.

Stóri strákurinn.

Nýji bílinn okkar.

17.02.2010 21:59

Borðar í fyrsta sinn

Jæja við fórum í saltkjöt hjá Steina og Jóhönnu í gær mjög gott og svo fór prinsinn í skoðun í dag og er orðinn 7340 gr og 70 cm og er enn bara allveg í línunni sem er fínt bara og nú má ég fara að byrja gefa honum smátt og smátt að borða og byrjuðum við á því í kvöld og það var mikið hlegið, Steini frændi var hjá okkur og Emil og hann gáfu honum að borða og hann kúgaðist og kúaðist og fannst þetta alls ekki gott. Pabbi hans var allveg að deyja úr hlátri og við hin líka algjör kvikindi.

Oj oj hva eruð þið að gera mér.

Pabbi hló og hló.

14.02.2010 20:47

Lambaskoðun og Bollur hjá Huldu.

Jæja þetta er búið að vera annasamur dagur. Hann byrjaði þannig að það var farinð inn að Hömrum kl hálf 11 í morgun til að vera viðstödd lambatalningu hjá Bárði og vorum við nú heldur sein því aðeins voru fjögur lömb eftir þegar við komum, það gekk bara ágætlega það er fjórar 3 lembdar og ein 4 lembd og margar tvílembdar og svo voru einhverjir gemlingar tvílembdir svo þetta er flott bara. Við fórum svo í heimabakaðar bollur hjá mömmu í blokkina og Maja og fjölskylda komu og Maggi og Soffía komu með pabba svo það voru borðaðar bollur með bestu lyst enda svaðalega góðar hjá henni Huldu. Því næst fórum við að kíkja á bændurna í Ólafsvík. Fyrst fórum við til Gumma og meira segja mætti aðalbóndinn hún Þuríður Ragnarsdóttir og tók þetta út hvort allt gengi ekki eftir bókinni og gekk bara ágætlega nema svolítið margar einlembdar en það er fyrir öllu að það séu allar með lömbum. Það var svo sónað hjá Óla,Sigga og Brynjari og gekk held ég bara nokkuð vel en gekk allra best hjá Marteini það voru flestar tvílembdar og 4 þrílembdar held ég svo það er bara glæsilegt og það var víst líka góð útkoma hjá Eddu Báru en eitthvað slakara hjá Óttari þar var svolitið um einlembdar held ég en ég ætla bara að bíða spennt þori ekki að eyðileggja spennuna hjá mér með því að kíkja í pakkann strax. Það eru svo myndir af þessu öllu saman í albúminu góða skemmtun.

Verið að telja hjá Gumma.

Hulda lukkuleg með bollurnar sínar.

13.02.2010 22:43

Benóný í fyrsta sinn í baðhringnum sínum.

Jæja það var keyptur baðhringur í bænum og fékk prinsinn að prufa hann og var lukkulegur í honum en svo fórum við út á labba á fimmtudaginn í okkar venjulegu fjallgöngu bak við hábrekkuna og skoða rollurnar hans Palla og niður hjá hesthúsunum hans Gústa og finna þar hrossa ilminn voða hressandi, svo förum við niður á bryggju og svo upp hjá skólanum svo við förum hringinn í kringum Ólafsvík nánast á hverjum degi. Við komum svo við í kirkjunni og kíktum á mömmumorgna og hittum þar mömmur og hressa krakka voða stuð og prufaði Benóný göngugrind þar sem er miklu léttari en hans og þeyttist fram og aftur á henni. Á fimmtudagskvöld var svo litli kúturinn kominn með hita og voða slappur og lítill í sér en hann er orðinn hitalaus í dag karlgreyið. Við kíkjum svo á hverjum degi að gefa henni Dögg fyrir Maju í hádeginu, hún er nú búnað stækka vel og drekkur meira, en augun á henni eru svo skrítin að það er mikill hætta að hún verði blind greyið. Maggi var svo duglegur um daginn að hann skúraði og ryksugaði fyrir mig og tók svo bílinn sinn og minn og þreif þá hátt og lágt svo nú er lanserinn orðinn glanserinn he he. Það eru svo nýjar myndir í albúminu bæði af hvolpum og Benóný Ísak.
Kúturinn í baði.

Sætir strákar Olíver og Benóný.

Glanserinn skínandi hreinn eftir Magga.

Litla rangeygða dúllan hún Dögg.

08.02.2010 23:12

Rúntur með Magga í Grundó

Við gerðum okkur glaðan dag með Magga í dag og fórum rúnt inn í Grundafjörð. Við byrjuðum á því að kíkja í hesthúsin hjá Bárði og skoða skrauthænurnar hans og hann Vörð sem er haninn hans og hann stendur sig í stykkinu að passa hænurnar. Því næst fórum við að skoða hestana sem eru í góðum holdum í blíðveðrinu sem er búið að vera seinustu daga enda er það alveg með eindæmum hversu góð tíð er búinn að vera í vetur. Við héldum svo næst að Hömrum og skoðum hænsnabúið sem Bárður var að taka við og var það rosalega snyrtilegt og flott og er hann nýbúnað fá nýjar hænur ellefu hundruð í heildina held ég svo það verður nóg að gera að tína egg. Næst héldum við svo til Sverris og Gerðar í Gröf og var tekið vel á móti okkur með kræsingum með kaffinu eins og Gerði einni er lagið, Sverir fór með okkur upp í fjárhús til Lárusar sonar síns og sýndi okkur rollurnar og sagði sögur. Á meðan var Benóný í góðum höndum hjá henni Gerði og lék sér við fílinn sinn.  Síðan lá leiðin okkar í þessu blíðskapar veðri og haustsólinni að bæjarhlaðinu í Mávahlíð, þaðan hélt leið okkar áfram í Tungu þar sem við lentum í veislu hjá Gerðu og fengum sólarpönnukökur í haustsólinni. Haldið var heim á leið eftir góðan dag, en þið getið skoðað ferðina í nýja myndaalbúminu sem ég setti inn, og einnig myndband af Benóný taka ofvirkniskast.

Vörðurinn hans Bárðar.

Hæsnabúið hans Bárðar.

Fallegur mánudags miðdagur í febrúar.

07.02.2010 01:23

Bumbo

Hæ það er mikið búið að drífa á dagana hjá okkur erum rosalega mikið alltaf hjá Maju að kíkja á hvolpana og reyna að hressa þessa minnstu við og gengur það bara fínt. Ég, Maggi og Benóný náðum í pabba og fórum með hann í heimsókn til Maju að skoða hvolpana og kom þá aðeins upp sá pabbi sem við munum eftir þvi þá heyrðist í honum þetta eru nú ljótu kvikindin og vildi hann ekki mikið spá í þeim en klappaði Pollý. Við erum svo mikið búinn að vera að pæla í að kaupa okkur nýjan bíl og fórum til Reykjavíkur að skoða og erum að pæla í Skoda eða Pajero og Emil langar náttla meira í Pajero en mig langar í Skoda Octaviu disel því þeir eyða svo litlu, þanning að við eigum eftir að ákveða hva við gerum. Við kíktum svo til Steina frænda og Fríðu og Helga í smá stund og svo kíktum við líka á Jóhann og Þórhöllu en við höfðum bara svo lítinn tíma til að fara í heimsóknir þvi þegar maður fer svona í bæinn í einn dag þá flýgur tíminn gersamlega. Það var svo loksins keyptur Bumbo stól handa Benóný og er hann allveg hæðst ánægður með hann, þeir eru allveg snilld þessir stólar en jæja þetta er komið gott í bili og það eru nýjar myndir í albúmi bæði af hvolpunum og Benóný svo endilega skoðið.





02.02.2010 21:19

Febrúar

Við fórum í göngutúr um daginn niður á bryggju og tókum myndir af bátunum það var svo rosalega gott veður og Emil var allveg grænn í framan að vera í landi. Það er enn verið að reyna að laga bátinn fyrir hann en hann kemst nú væntanlega á sjó á morgun. Jæja það gengur hálf erfiðlega með einn hvolpinn hjá Maju hana Dögg hún stækkar ekkert og kemst allveg inn í hina og er komin með einhverja sýkingu greyið hún getur varla opnað augun og drekkur ekki sjálf það þarf að sprauta ofan í hana, Maja hélt að hún væri að deyja í gær en nei hún lifir enn og ég fór með hana til Rúnars í dag og lét sprauta hana og við fengum sýklalyf til að sprauta hana á hverjum degi svo þetta basl með greyi hvolpana ætlar aldrei að taka enda en vonandi hefur hún það af litla sílið því hún er nú búnað vera helvítið hörð að komast af.
Benóný dafnar svo bara mjög vel og er farinn að geta sitið sjálfur en dettur stundum hægt til hliðar he he er ekki allveg kominn með jafnvægið.

Fallegt veður í Ólafsvíkurhöfn.

Þið sjáið hérna muninn á hvolpunum hvað hinir eru miklir bolar og svo hin litla algjör písl.
Algjör töffari í nýju lopapeysunni og húfunni sem Brynja frænka var að gefa honum allveg geggjað flott,hún er algjör snilli í að prjóna og já sæll eigum við eitthvað að ræða það hva hún er snögg af þessu, algjör snild þessi prjónamaskina.
  • 1
Flettingar í dag: 403
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 1721
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 660915
Samtals gestir: 45526
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 07:25:02

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar