Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2017 Ágúst

30.08.2017 21:27

30 ágúst

Hrútur undan Burkna sæðishrút og Nælu.
Gimbrin á móti.
Næla með lömbin sín.
Fallegur hrútur undan Máv og Vofu.
Botnleðja með þrilembingana sína undan Zorró en þau ganga 2 undir.
Vofa með lömbin sín undan Máv.
Hrúturinn hennar Botnleðju.
Gimbrin svo töff á litinn.
Dúfa sem datt ofan í flórinn búnað jafna síg og finna hrútana sína.
Lengja hans Sigga í Tungu með lömbin sín undan Glám.

30.08.2017 09:34

Mávahlíð rúntur 28 ágúst

Svo fallegur hrútur undan Sóldögg og Zorró.
Gimbrin hennar líka mjög falleg. Ég er ótrúlega spennt að sjá hvernig þau koma út.
Donna er enn mesta hjálpartækið mitt til að ná til lambana það er ótrúlegt leið og ég
sleppi henni út þá æsast lömbin upp og hlaupa í áttina til hennar af mikilli forvitni og
þá næ ég að ná svo nálægum og góðum myndum af þeim.
Er alveg að dýrka litinn á honum og svo stendur hann svo fallega að hann verður 
pottþétt vel dæmdur ef innsæið mitt er rétt.
Hér er Sóldögg hún er Þorsta dóttir og fæddur þrílembingur og móðir hennar er Gugga
sem er af Hlussu kyninu mínu sem ég held svo mikið upp á.
Bræla 15-010 er undan Bekra og Zeldu.
Lömbin hennar hún á hrútinn og hann er undan Ísak en gimbrin var vanin undir hana því
hitt lambið hennar fórst á burði. Gimbrin er undan Maístjörnu og Máv.
Þessi eru undan Diktu og Kaldnasa hrútur og gimbur.
Hér er Dikta.
Íssól með 2 hrúta.
Annar hrúturinn hennar þeir eru undan Ísak.
Hinn á móti.
Morgunstjarna veturgömul með gimbrina sína undan Ask.
Snædrottning veturgömul með hrútinn sinn.
Svakalega fallegt gemlingslamb undan Snædrottningu og Flekk frá Bárði.
Ég hef haft trú á þessum frá fæðingu að hann verði fallegur hann var svo stór og þykkur
þegar hann fæddist í vor.

Ú þetta er allt að verða svo spennandi þrátt fyrir allar neikvæðu fréttirnar um sauðfjár
ræktina sem er auðvitað bara sorglegt mér finnst að við verðum að vernda þessa frábæru
auðlind sem sauðfjárræktin er fyrir okkur í landinu. Við verðum að reyna vera jákvæð
og treysta á að jákvæð hugsun og hugsa í lausnum hafi vinning á þessu neikvæða.
Við græðum aldrei á gremju og reiði hún lætur okkur bara líða verr en auðvitað er það 
erfitt eins og staðan er í dag. 


Læt þetta duga að sinni 

Kveðja Dísa

29.08.2017 09:11

Rúntur heldur áfram 28 ágúst

Frá Sigga held að þetta sé Vala með 2 hrúta undan Vin eða Gufa og þá eru þeir undan Korra.
Hrútur undan henni. Rosalega fallegur og ullin farin að síkka þá verða þau svo falleg.
Álft með lömbin sín undan Máv.
Álft.
Undan Álft.
Náði mynd af Þotu en hún fóstrar tvær gimbrar eina undan Dröfn og Ísak þessi sem er hjá henni
og svo er hin undan Dóru og Part. Þota missti lambið sitt í burði í vor.
Þessi undan Dóru og Part.
Það fer allavega vel um þær virðast vera vel í holdum.

Kveðja Dísa

28.08.2017 12:03

Rúntur 25 ágúst og Hestarnir

Jæja nú eru krakkarnir byrjaðir í skólanum og leikskólanum svo ég hef meiri timi til að fara
á rúntinn og reyna ná góðum myndum af lömbunum. Ég rakst svo líka á hestana okkar sem
eru inn í Tröð. Við eigum 2 hesta og Bói og Freyja 3 og svo Jóhanna frænka Emils restina.
Þetta er ær frá Sigga held hún heiti Dropa en er þó ekki alveg viss en ef þetta er hún þá
eru þetta lömb undan Gretti hrútnum hans Sigga en ef þetta er önnur þá leiðréttir
Siggi mig bara hérna í kommennti vona ég.
Stór og mikill hrútur frá henni.
Grá falleg gimbur á móti.
Það var ærslagangur í hestunum þegar ég var á rúntinum og hér er Máni minn og Ljóri
hennar Jóhönnu.
Svaka stuð á þeim.
Máni.
Hera meri sem við eigum.
Já við eigum bara rauðskjótta hesta.
Þessir hrútar eru frá Guðmundi Ólafs Ólafsvík.
Þessi virkar svaka boli og ekki skemmir fyrir hvað hann er fallegur á litinn.
Það verður spennandi að sjá þá þeir virka báðir rosalega fallegir.
Gimbrin hennar Eik svo falleg.
Mórauður hrútur á móti.
Hér er hún Eik með lömbin sín undan Móra hans Sigga.
Ögn með lömbin sín undan Grettir.
Þessi fallega gimbur er undan Rjúpu og sæðishrútnum Vin og ég er búnað vera spennt 
að finna Rjúpu til að taka mynd og sjá lömbin hennar en það vantaði hrútinn ég sá hann
ekki í fljótu bragði en ég held í vonina að hann hafi verið einhvers staðar í grenndinni við
hana og ætla ekki alveg að gefa hann upp á bátinn strax.

Læt þetta duga að sinni.

Kveðja Dísa

25.08.2017 22:40

Rúntur 24 ágúst

Askur að sóla sig í blíðunni.
Korri hans Sigga. Garra sonur
Glámur hans Sigga hann er Saum sonur.
Grettir hans Sigga hann er Máv sonur.
Gimbur undan Tinna sæðishrút og Maggý hennar Jóhönnu.
Hér eru þær með Maggý og Nál er fyrir aftan hana.
Þær voru svo forvitnar í Donnu hundinn minn að þær komu askvaðandi til okkar.
Hér er Nál með hrútana sína undan Zorró og ég meira segja fékk að klappa henni hún 
kom svo nálægt mér.
Nál með hrútinn sinn.
Hinn á móti.
Donna skelkuð eftir þessa miklu nærveru frá rollunum he he og forðaði sér í áttina að 
bílnum.
Rakst á þessar skvísur sem báru seinast hjá mér önnur bar 2 júní en hin 8 júní.
Arena með hrútinn sinn undan Korra. Fæddur 2 júní.
Orabora með hrútinn sinn undan Korra fæddur 8 júní.
Öskubuska veturgömul orðin svo stór og falleg
Hér er hún með gimbrina sína en hún er fæddur tvílembingur en hitt á móti var úldið og
hún var algert síli hefur greinilega ekki náð almennilegum þroska í móðurkviði svo lítil
var hún en hún er nú aldeilis búnað stækka núna þó hún sé nú ekki jafn stór og hin 
lömbin. 
Þessi var einmitt seinasta lambið á sauðburðinum að fæðast. Það sést nú aðeins á 
stærðinni hann nær ekki sama þroska eins og hin sem ég hef verið að mynda en það 
verður spennandi að sjá hvernig hann verður 16 sept.

Jæja það eru svo fleiri myndir af þessum rúnti hér inn í albúmi.

25.08.2017 20:55

Lamba rúntur 21 ágúst

Þessi er frá Sigga hún er gemlingur eða veturgömul núna og hún á þetta flekkótta en hitt
gengur undir henni. Held að þetta sé Gláma og hún er Saumsdóttir og virðist mjólka þeim
mjög vel.
Álft með hrút og gimbur undan Máv.
Veturgömul frá Sigga með hrútinn sinn.
Þessir tveir eru undan Nál og Zorró.
Hér er Nál hún er tvævettla.
Kvika með gimbrina sína undan Ask.
Lukka með sínar sem ég hef sagt áður að eru undan Dóru og Part og Botnleðju og Zorró.
Lukka fór í keisara og missti lambið sitt en fékk þessi í fóstur í staðinn og stendur sig vel.
Litla Gul hans Sigga með lömbin sín undan Zorró.
Hrútur frá Sigga og gimbur.
Flott gráa gimbrin hans Sigga.
Flottur hrútur frá Sigga.
Hér er annar sem var að spóka sig í Mávahlíðinni.
Skessa hans Sigga með hrútana sína undan Máv.
Eldey með gimbrina sína.
Hérna sjást gimbranar hennar betur þær eru undan Móra hans Sigga.

Pæja með flottu lömbin sín undan Flekk.
Er svo geggjað spennt yfir þessum tveim finnst þau æðisleg.
Hér eru þau svo æðislega flott á litinn.
Tunga í fegurð sinni með Snæfellsjökulinn í baksýn.
Hosa er líka með hrikalega flotta hrúta undan Einbúa. Einbúi er undan Ísak og Tungu.
Hér eru þeir aðeins nær.
Svo Sóldögg með sín lömb líka svo flott á litinn ég hugsa þetta verði erfitt val í haust að
velja líflömb úr öllum þessum flottu litum.
Gláma orðin svo stór og flott og virkilega væn lömbin hennar. Hún er veturgömul.
Hrútur undan Bifröst og er tvilembingur. Bifröst er veturgömul.
Bifröst.
Gimbrin hennar þau eru sæðingar undan Vin.
Frenja og Ýr með lömbin sín.
Flottir hrútar frá Sigga að fá góðan félagsskap með gæsunum.
Dásamlega Mávahlíðarfjaran í öllu sínu veldi með Snæfellsjökulinn glæsilegan bakvið.
Ég elska að fá þessi forréttindi að geta séð þetta listaverk á hverjum degi.
Hér er hún Skvísa mín hún hefur nú ekki enn viljað koma til mín í sumar en seinustu
sumur hefur hún alltaf komið og heilsað mér. En haustið er rétt að byrja svo ég fæ 
smá tíma í viðbót til að reyna nálgast hana.
Lömbin hennar þau eru fæddir fjórlembingar og eru undan Máv.
Djásn með hrútinn sinn undan Zorró.
Gimbrin á móti.
Það er nú saga að segja frá því að Emil er byrjaður að hræra upp í flórinum áður en þeir 
fara að dæla út og þegar hann kom um daginn og ætlaði að fara losa um þá var þar haus
með augu starandi af ótta og reyndist það vera hún Dúfa hennar Jóhönnu.
Hún hefur ratað á opnar dyrnar inn í fjárhús þrátt fyrir stóra barka og slöngur lét hún sig 
hafa það að gægjast inn í leit af brauði og hefur húrrað ofan í flórinn og sitið föst þar
en sem betur fer hafa lömbin hennar flúið í burtu. Emil þurfti að hafa sig allan við að ná
henni og kláraði sig næstum en allt hafðist þetta af lokum. Hér er hann að smúla hana
enda var hún alþakin skít.
Greyjið.
Þessi saga endaði þó vel hún fékk ókeypis bað í staðinn og var snyrt aðeins um ullina
og fór svo strax að éta enda orðin sársvöng.
Ég fann svo lömbin hennar stutt hjá en hér er annar hrúturinn.
Hinn á móti.
Bifröst með lömbin sín.

Það eru svo fullt af fleiri myndum af þessum rúnti hér inn í albúmi.

25.08.2017 20:50

Fyrsti skóladagurinn hjá Emblu Marínu og Benóný fer í 3 bekk.

Embla svo spennt að fara í fyrsta sinn í skólann.
Benóný Ísak líka spenntur að fara í skólann.
Hér eru flottu skóla krakkarnir okkar.

25.08.2017 20:07

Útilega á Apavatn

Skelltum okkur í útilegu 18 til 20 ágúst með Jóhanni,Þórhöllu og krökkunum og svo komu
Freyja og Bói líka og það var alveg rosalega gaman og við fengum alveg geggjað veður.
Þessi prins fagnaði 8 ára afmælinu sínu í útilegunni 19 ágúst. Auðvitað var skellt sér í 
sund í tilefni afmælisins og sundlaugin á Borg var fyrir valinu.
Benóný ætlaði ekki að vilja fara í þessa rennibraut fannst hún virka svo brött en þegar
við komum nær sá hann að hún var ekkert svo ógnvæginleg heldur rosalega skemmtileg
og við gefum þessari laug mjög góð meðmæli rosalega snyrtilegir klefar og flott laug.
Það var svo fengið sér ís í tilefni afmælisins og amma og afi splæstu svo í dominos
brauðstangir þegar við komum aftur upp á Apavatn. Við komum honum svo verulega á 
óvart um kvöldið með þvi að Maggi bróðir gat reddað fyrir mig skemmtiferðaskipi frá
playmó sem honum er búnað langa svo mikið í og ég gat svo reddað því til okkar í útileguna
svo hann fengi það á afmælisdaginn frá okkur og svo voru Maggi og Erla líka með í því.
Hann var rosalega ánægður með það og ætlaði ekki að trúa því þegar hann rakst óvart á það
inn í hjólhýsi hjá Jóhanni og Þórhöllu. Við geymdum það þar og vorum ekki búnað pæla
að hann myndi fara þangað inn og finna það he he svo það var mjög skemmtilegt að sjá
svipinn á honum þegar hann fann það.
Birgitta kom líka í heimsókn upp á Apavatn og hér eru þau að fá sér að borða í hjólhýsinu
hjá okkur.
Alexander prins kom líka í heimsókn með mömmu sinni og pabba.
Bjarki Steinn.
Freyja Naómí.
Allir að veiða.
Embla að veiða.
Benóný að veiða.
Á leiðinni út á bát.
Bjarki Steinn og Freyja Naómí reddy .
Komnir af stað.
Komin í land með aflann.
Jóhann fékk þessa fínu fiska.
Með alla fiskana svo gaman hjá þeim.
Svo æðislega kósý að vera í svona útilegu.
Siggi búnað slá há og hér er hann og Emil að rúlla. Það voru 5 og hálf rúlla af þessu.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af útilegunni.

25.08.2017 16:58

8 ára afmæli Benónýs

Benóný Ísak varð 8 ára 19 ágúst en við héldum upp á afmælið hans 17 ágúst.
Ég reyndi mitt besta til þess að gera fyrir hann köku með sundlaug og rennibraut og tókst bara
ágætlega með það og hann var mjög ánægður. 
Hér eru þeir vinirnir Benóný og Svavar.
Það var mikið stuð í íþróttahúsinu.
Ekki mikið fyrir að láta syngja afmælissönginn sinn he he.
Búnað blása.
Allir orðnir svangir og búið að grilla pylsur á línuna.
Svo þegar heim var komið fékk hann að opna pakkana. Þetta var mjög skemmtilegur dagur
og Benóný var mjög ánægður. Það eru svo fleiri myndir af afmælinu hér inn í albúmi.

24.08.2017 08:50

Eik,Hrifla,Gloppa og fleiri

Gimbrin hennar Eik hún er móbotnótt.
Hexía er með 2 hrúta undan Ask botnóttan og svargolsóttan.
Hosa með hrútana sína. Þeir eru undan Einbúa.
Hérna eru þeir báðir.
Sóldögg með hrút og gimbur undan Zorró.
Hrúturinn fallega hosóttur.
Bræla með hvítu lömbin fyrir aftan undan Ísak. Zelda fyrir framan með bíldótta gimbur og hvítan hrút undan Korra.
Sumarrós með sæðingana sína undan Burkna.
Lukka með eina gimbur frá Botnleðju og eina frá Dóru.
Hrútur undan Röst og Máv. Hann er frá Sigga í Tungu.
Hinn á móti.
Gloppa hans Sigga með gimbranar sínar undan Máv.
Flottar gimbrar frá Sigga undan Gloppu.
Gimbur undan Hriflu og Grettir.
Hin á móti frá Hriflu.
Frá Sigga Gola með hrút undan Máv.
Hinn hrúturinn frá Golu.
Flottur hópur Hrifla með gimbranar sínar undan Grettir og svo gimbrar frá Gloppu hans
Sigga hliðina á.
Flott gimbrin hennar Gloppu og Mávs frá Sigga.
Röst með flottan hrút undan Máv.
Held að þetta sé Gláma gemlingur frá Sigga hún gengur með 2 undir sér.

Jæja þetta var rúntur í kringum 15 ágúst. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.

18.08.2017 00:46

Smalað hjá Bárði og Dóru

Bárður og Dóra smöluðu seinustu helgi fyrir sumarslátrun og settu 40 hrútlömb í slátur.
Við fórum auðvitað og kíktum á þau og fengum forskot á sæluna að sjá lömbin aðeins fyrr
en maður er vanur enda orðin mikil spenna að sjá þau breytast núna með hverri vikunni 
sem líður.
Flottar gimbrar hér og skemmtilegir litir.
Flottir svartir hrútar undan Part.
Þessi eru fallega svarbotnótt.
Þessi móflekkótti hrútur lofar góðu og verður spennandi að sjá hvernig hann kemur út í 
haust.
Þessi gimbur er undan Litlu Gul hans Sigga og Zorró.
Hrúturinn á móti.
Elsa með hrút og gimbur undan Zorró.
Gimbrin á móti.
Ísabella er með 2 hrúta svona slettu flekkótta undan Ísak.
Hrútur undan Skuggadís og Korra. Korri er Garra sonur frá Sigga.
Hrifla með gimbranar sínar undan Grettir. Grettir er undan Svört og Máv.
Hér er Hrifla og svo einn gemlingur frá Sigga með hrútinn sinn.
Frá Sigga.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi 

17.08.2017 22:57

Ferðalag til Akureyrar um verslunarmannahelgina

Við fórum norður um verslunarmannahelgina og létum drauminn hans Benónýs loks verða að
veruleika að fá að fara í nýju rennibrautirnar á Akureyri. Hann er búnað bíða síðan hann sá á 
netinu teikningarnar og fylgjast svo með framkvæmdunum frá byrjun svo þetta var rosalega
mikilvægt fyrir hann að fá loksins að upplifa að sjá þær og prófa. 
Við fyrstu sýn ætlaði hann ekki að þora að fara í stóru háu klósett rennibrautina því að horfa niður í hana var ógnvæginlegt og gríðalega bratt en eftir smá tilsögn frá okkur að hann yrði að
prófa hana því annars ætti hann efitr að sjá eftir því lét hann sig hafa það.
Hann var skelfingu lostin og hræddur þegar hann kom niður og hjartað hans hamaðist en 
brosið og hamingjan fyllti allt og hann sagði vá þetta var æði ég ætla að fara aftur he he .
Við Emil prófuðum líka að fara í hana með stelpunum og ég var skít hrædd en hún var 
æðislega skemmtileg og við fórum nokkrar ferðir með þeim og Benóný ég var hætt að ná
tölu hvað hann fór oft í hana he he.
Hér er svo djásnið Rennibrautin á Akureyri.
Í Kjarnaskóg.
Þessi rennibraut er alltaf jafn vinsæl í Kjarnaskógi.
Flott saman Emil og Embla.
Embla að klifra.
Benóný að klifra.
Skemmtilegt tré .
Benóný að spreyta sig á fleka hlaupi.
Mega gaman og svo yndislegt veður.
Embla Marína.
Donna var gáfuð að spreyta sig á göngubrúnni.
Freyja Naómí.
Benóný Ísak í heitri sturtu svo kósý.
Þetta var alveg paradís fyrir krakkana að vera þarna á tjaldstæðinu á Hömrum það er fyrir
ofan Kjarnaskóg.
Sundlaugin i Þelamörk er æðisleg sundlaug.
Það var kíkt á sundlaugina á Ólafsfirði og auðvitað skellt sér í rennibrautirnar þar.
Við fórum líka í sundlaugina í Hrafnagili og Þelamörk. Okkur var svo boðið í mat hjá
vinum okkar Birgittu og Þórði á Mörðuvöllum það er líka staður sem við komum alltaf í
heimsókn þegar leið okkar liggur norður og það er alltaf jafn yndislega tekið á móti 
okkur og svo gaman að hitta þau enda erum við öll með sama áhugamálið sem er rollur og
það er spjallað um þær og svo allt milli himins og jarðar.
Mörðuvellir hjá Birgittu og Þórði. Svo fallegur staður.
Jólahúsið er alger skylda að heimsækja þegar maður kemur norður.
Stokköndin er svo falleg og hún var svo spök við krakkana þarna á tjaldstæðinu.
Þetta er alltaf jafn gaman. 
Kaffi kú er líka alltaf jafn gaman að koma og Embla fer ekki norður án þess að heimta að
fara þangað enda yndislegt kaffihús.
Emil að klappa þeim.
Embla í essinu sínu með þessa fallegu kú.
Kósý að spila í hjólhýsinu.
Við ákváðum að fara í gegnum Sauðárkrók og hittum þar Gunna Sunnu frænda hans 
Emils og Ragnheiði konu hans en þau reka sjoppu á Sauðárkróki. Við fórum svo yfir
og áfram á Skagaströnd og þar fékk Benóný að sjá sundlaugina þar en við létum duga að
taka bara mynd af henni. Síðan lá leið okkar á Blöndós og þar fórum við í heimsókn til
Arons og Stínu en þau eru ný búnað kaupa sér hús þar. Eftir góðan kaffi stopp hjá þeim
lá leið okkar heim aftur.
Hér er svo hjólhýsið okkar í fullri mynd og það er alveg yndislegt að vera í því.

Jæja það eru svo fleiri myndir af ferðalaginu okkar hér inn í albúmi.

02.08.2017 13:22

Fjöruferð í Lárós og fleira

Jæja þá er komið að framhaldi á sólríka deginum á undan og lá ferð okkar inn eftir að fara
í einhverja fjöru og enduðum að fara í fjöruna hjá Lárósnum rétt utan við Búlandshöfða.
Benóný að búa til rennibraut í sandinn.
Stelpurnar að mana sig í að fara í sjóinn.
Svo var skellt sér í sundfötin og farið í sjóinn.
Mikil hamingja í krökkunum að leika sér í veðurblíðunni.
Benóný alsæll að búa til rennibraut í sandinn.
Það var alveg magnað hvað það var hlýtt og gott allt í einu.
Hérna er Jóhanna með Mikka og Embla og Benóný.
Freyja að láta grafa sig í sandinn.
Embla búnað láta grafa sig.
Benóný orðin sandmaður.
Svo fallegur staður.
Með Kirkjufellið í baksýn.
Rákumst á Nál með hrútana sína undan Zorró.
Annar þeirra.
Hinn hrúturinn.
Núna erum við komin inn í Kötluholt við Holtstjörnina.
Benóný og Embla.
Mikki að ulla he he.
Benóný með fjarstýrða bátinn sinn á tjörninni.
Donna hundurinn okkar.
Embla að týna fjaðrir
Embla að fá að prófa bátinn.
Lömbin hennar Bifröst gemling þau eru sæðingar undan Vin.

Jæja þá er þetta komið og þessi fallegi og skemmtilegi dagur liðinn. Vildi óska að ég byggi
í sveitinni á svona löngum sumardögum það er alveg fjársjóður að geta verið úti frá morgni
til kvölds og sjá alla þessa fegurð í umhverfinu.

Það eru svo fleiri myndir af þessu öllu saman hér inn í albúmi.

02.08.2017 02:17

Skarðsvík

Við skelltum okkur í fjöruferð í Skarðsvíkina í dag það var frekar kalt þegar við fórum
en það breytti engu þegar þangað var komið þá naut maður staðarins enda mjög fallegur
og gaman að taka myndir þar.
Börnin orðin vel sjóvuð í að pósa fyrir mömmu sína.
Algerir gullmolar.
Benóný Ísak.
Embla Marína.
Freyja Naómí með Donnu.
Freyja tengdamamma og Jóhanna komu með okkur.
Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessum degi hjá okkur.

Þessi dagur átti svo eftir að verða talsvert lengri og geymi ég hann í næsta blogg þar kemur
framhald af þessum sumardegi.

02.08.2017 01:47

Sund á Lýsuhóli, Búðir og Jökulháls

Létum draum Benónýs verða að veruleika að fara í sundlaugina á Lýsuhóli. Við áttum ekki von
á því að hann vildi fara í hana enda mjög klígjugjarn á allt og hann var aðeins búnað hafa 
áhyggjur af slíminu en þegar ofan í var komið fannst honum þetta bara æði. 

Mín reynsla af þessari sundlaug og erum við eins og þið vitið búnað fara í þær ansi margar að
þessi var bara æðisleg svo heimilsleg og kósý. Sturtu klefarnir voru mjög snyrtilegir og 
starfsfólkið mjög almennilegt og maður gat meira segja keypt sér ís og kaffi og fengið sér á 
bekk við sundlauga bakkann ekkert smá kósý. Svo við gefum sundlaug Lýsuhóls 10 í einkunn
og mælum eindregið með því að þið sem hafið ekki prófað hana að prufa hana sem fyrst emoticon

Ferð okkar lá svo áfram út á Búðir að kíkja á gull sandinn eins og Embla okkar orðaði það
látum svo myndirnar bara tala sínu máli.
Búðarkirkja.
Sætu okkar með Jökulinn í baksýn.
Göngutúr.
Freyja Naómí.
Freyja svo falleg.

Benóný og Embla.
Kirkjan og Jökullinn svo fögur.
Fórum svo Jökulhálsinn heim og það var alveg yndislegt enda orðið langt síðan að við 
fórum hann seinast.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.
  • 1
Flettingar í dag: 303
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 1721
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 660815
Samtals gestir: 45521
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 05:54:08

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar