Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2013 Mars

28.03.2013 23:59

Embla Marína 2 ára og fermingin hjá Karítas

Skvísan okkar 2 ára 28 mars 2013.

Fermingargjöfin til Köru frá Írisi og Ágústi fyrir skreytingu.

Búið að skreytann.

Karítas var fermd í dag og fór veislan framm á Hótel Hellissandi og var það allveg rosalega flott og góður matur.

Jóhanna með nýtt útlit allveg stórglæsileg.

Litla skottið farið að grípa í. Það eru svo fleiri myndir inn í albúmi hér.

23.03.2013 23:37

Bland í poka í Mars

Sælt verði fólkið

Við erum loksins búnað fá bílinn okkar aftur en það varð dýr biti að melta svona rétt fyrir skírn já það er alltaf skondið hvað svona hlutir þurfa að koma upp á þegar maður þarf akkurrat að útrétta fyrir einhverju. 
En það er svakalega fínt að vera búnað fá hann aftur því maður er jú víst allt of háður þessum bílum.

Við skelltum okkur svo suður núna í gær að útrétta aðeins fyrir skírnina og þá var keypt afmælisgjöf handa Emblu og smá líka fyrir Benóný og því pakkað inn í toysrus pappír og skellt í skottið ásamt salt steinum fyrir rollurnar.

Ég fór svo að gefa í dag og drengurinn með mér. Ég er að laumast í skottið til að sækja salt steinana og þeir eru stórir og þungir svo það tekur smá tíma fyrir mig að taka þá út og í því kemur hann og sér pakkana og allveg ljómar MAMMA Benóný fá afmæli í dag! 
Ég Nei ekki núna við erum að fara gefa kindunum og hann samþykkir það og kemur með mér að gefa. En þegar búið er að gefa fer hann og stendur fyrir aftann bílinn og segir Benóný fá pakka núna...svo fórum við í kaffi til Gerðu og Sigga og enn var hann að spá í pakkann þegar við fórum heim. 

Þegar heim var komið varð hann allveg óður og vildi auðvitað fá pakkann og beið við skottið á bílnum og ég var allveg ráðþrota hvað á ég að gera til að koma mér undan þessu því ég veit að hann skilur engan veginn að hann eigi að bíða. 

Ég hringdi því í Emil og sagði honum hverning í þessu lá. Hann fór að skellihlæja og sagði þú verður bara leyfa honum að fá hann. Svo þegar Emil kom heim að sjónum þá leyfðum við þeim að opna pakkana og hugguðum okkur á því að þau ættu hvort eð er eftir að fá svo margt annað þegar afmælið hennar Emblu verður. Svo þau njóta þess bara betur að fá þetta núna til að dunda sér. 

Þessi gleði glampi í augunum á þeim bræddi okkur allveg þegar við gáfum þeim pakkana hvað er það sem maður lætur ekki eftir þeim þau kunna allveg á fullorðna fólkið eða eru að minnsta kosti að læra komast upp á lagið með það emoticon

Alsæll með ruslabílinn sinn.

Gaman í hesthúsunum hjá Steina og Jóhönnu.

Embla í göngutúr með Donnu.

Á hestbaki hjá Bóa afa á hestinum Blæ frá ömmu Freyju.

Sætu stelpurnar okkar.

Flotti kubba sjúklingurinn okkar.

Ég lennti í allveg svaklegu sjokki í dag. Ég var að gefa litlu brjóst inn í stofu og Donna fer að gelta allveg eins og geðsjúklingur og ég segi við Benóný og Emblu að fara gá hvort það sé nokkuð einhver að koma og þau æða framm og ég sé svo Donnu hlaupa til þeirra og heyri svo ekki múkk meir. Ég reif littlu af brjóstinu og hljóp framm og þá var útidyra dyrin opin og Donna stungin af og þau út á bílaplani að hlaupa og á leiðinni að hlaupa út á götu. emoticon Já það er víst vissara að fara læsa hér á þessum bæ því ekki mátti miklu muna ef ég hefði ekki fattað þetta strax. Jæks ég er enn með í maganum eftir þetta mér brá svo.
Þau eru svo ótrúlega fljót og svona fljótt geta slysin orðið ef maður passar ekki upp á allt.

Jæja komið gott af þessu það eru svo fullt af myndum af fjörkálfunum okkar hér inn í albúmi með þvi að smella hér.

Siggi í Tungu tók af gimburnum sínum í morgun og þær eru vel í holdum og svakalega fallegar. Hann hefði ekki getað valið betri tíma en akkurrat núna því það er svo hlýtt úti og spáir bara hlýindum á næstunni svo þetta er allveg kjöraðstæður.

Hér er hópurinn hans Sigga.

Hér er Gosa dóttir hjá honum rosalega stór og falleg.

Hérna er Hróa dóttir hjá Sigga og sjáiði hvað hún er með falleg fótstöðu á framan og það er mín Hróa dóttir líka svo hann er greinilega að gefa góðan frammpart.

Það eru svo fleiri myndir af gimbrunum hans Sigga með því að smella hér.

12.03.2013 14:11

3 Mánaða skvísa

Skvísan okkar er 3 mánaða í dag og fór ég með hana í skoðun og hún þyngist vel.
5320 gr, lengd 64 og höfuðmál 40. Er farin að brosa á fullu og hjala algjör dúlla.
Hún fékk tvær sprautur í dag litla greyjið. 

Bílinn okkar er búinn að vera bilaður og hef ég verið að níðast á mömmu þessa dagana, fá hana til að skuttla mér allt og fá lánaðan bílinn hennar svo ég er mjög þakklát fyrir að fá svona mikla aðstoð frá mömmu góðu :) 
já og svo má ekki gleyma hvað hún er rosalega dugleg að passa fyrir mig :).

Mars er svo stór afmælis mánaður Maja systir var fertug í gær og svo á Steinar bróðir Emils afmæli í dag 
Ég óska þeim báðum kærlega til hamingju með daginn sinn :)

10.03.2013 09:05

Ekkert nema dauði og djöf.... þessa dagana!!

Já ég er aldeilis búin að fá minn skerf af dauða á þessu ári. Ég var að missa aðra rollu núna um daginn og ekki einhverja rollu heldur mína bestu hrútaafkvæmis rollu. Hún er búnað gefa mér alltaf besta lambhrútinn. Í hitti fyrra kom hún með 87,5 stiga hrút og núna í ár 88 stig og 19 í læri sem var allveg einstaklega góð útkoma og æðislegt að fá. Ég verð nú samt að viðurkenna að ég var í vafa um hana því hún hefur komið 2 einlembd en ætið verið sædd og meira segja líka tekinn sénsinn á því að sæða hana á öðrum degi þegar hún hefur verið að blæmsa svo ég var ekki allveg að taka fulla mark á frjóseminni hjá henni.

Ég lét svo telja núna í ár og var hún ekki sædd og var talið í henni 2 mér til mikilla gleði en nei þá er hún tekin frá mér. Svo enn aðra ferðinna fóru Emil og Bói líknarmenn með líkið til grafar. Vona að þetta fari nú að taka enda þessi óheppni hjá mér. Bárður var svo búnað hringja í mig og segja mér að Draumur hrúturinn okkar væri að drepast hann hafi verið stangaður svo illilega að það blæddi úr nösunum á honum svo ógæfan heldur áfram.
En Bárður hringdi í mig í gær og þá hélt ég að hann væri að tilkynna mér dauða hrútsins en það var ekki gæfan er aðeins að koma aftur því hann sagði að hann væri farinn að éta og væri allur að koma til aftur.

Blessuð sé minning hennar Ylfu minnar sem var undan Mátt og Skálm.


Jæja hvað er nú betra en að skella sér á upplyftingu hjá henni Sigríði kling þegar maður er búnað lenda í svona mikilli neikvæðni og láta lyfta sér upp og koma jákvæðum hugsunum að og læra að skrifa niður það sem maður ætlar sér að gera í lífinu og stefna að því. AMEN

Hér er hún Sigga allveg yndisleg þessi kona það geislar af henni sjálfstraustið og gleðin.
Við fórum nokkrar vínkonur og áttum allveg æðislega skemmtilegt kvöld með henni og fleirum hressum konum úr Staðarsveitinni og nágrenni í Langholti á föstudagskvöldið.

Embla Marína skvísan okkar orðin svo stór að hún er byrjuð á leikskólanum út á 
Hellissandi og það gekk bara vel með aðlögunina og svo byrjar hún á mánudaginn
Úff hvað tíminn líður hratt.

Embla búnað finna sér nýja Krónu. Þetta er hún Hosa gemlingur og hún er allveg sjúk í Emblu.

Það snjóaði ærlega hjá okkur um daginn og eins og sjá má þá komst Steini ekki langt á bílnum sínum he he hann snjóaði allveg á kaf. Þessi snjór dvaldi þó ekki lengi þvi það fór að rigna ofan í þetta daginn eftir svo það var ekki hægt að njóta hans með krökkunum.

Hérna er svo hún Silla litla nýrökuð og fín. Hún er ekki svo lítil lengur heldur lítur rosalega vel út og orðin svo löng og falleg enda dekrað við hana hjá Bárði og Dóru.

Það eru svo myndir af þessu öllu saman hér inn í albúmi með því að smella hér.

02.03.2013 09:37

Húsafell,Rúningur og enn ein jarðaförin.

Við skelltum okkur í Húsafell seinustu helgi með Steinari,Unni og Birgittu. Það var skemmtilegt og skelltum við okkur í sund og grilluðum læri svakalega gott.

Embla útskrifaðist hjá dagmömmunum núna á fimmtudaginn og fékk þessa fallegu bók í útskriftargjöf. Hún mun byrja í aðlögun út á Hellissandi í leikskólanum á mánudaginn það gengur vonandi vel.

Varð að taka mynd af þessum gamla slökkviliðsbíl í Borgarnesi fyrir Benóný honum fannst hann allveg æði. Það eru svo myndir af ferðinni og fleira hér inn í albúmi.

Hérna er hann Guðmundur úr Búðardal að rýja kindurnar fyrir okkur.
Svo nú eru þær orðnar vel snyrtar og fínar. 

Það er nú samt búið að ganga á ýmsu hjá okkur. Hún Laufey veturgömul lét 2 lömbum
nú seinast liðinn mánudag og svo þegar það var tekið af á miðvikudaginn þá var hún allveg komin að leiðarlokum svo ég fékk Gumma Óla til að koma og lóa henni. 
Svo það var haldin enn ein jarðaförin því það var verið að jarða um daginn hann 
Storm Kveikson. Þetta er vonandi þá komið gott framm að sauðburði.

Það kom svo í ljós að Ronja sem er búnað vera 3 lembd þrjú ár í röð og er núna með eitt
er kviðslitin svo ég mun þurfa að lóa henni í haust. Svo það verða mikill afföll hjá mér í haust því svo er það Króna líka sem er ónýt og svo ein hvít sem heitir Aþena og hún er allveg búin í fótunum og liggur alltaf bara stendur til að borða. 
Þannig að það er bara vona að ég fái góð lömb í haust til að fylla í skarðið.


Fínt að koma með þessa mynd eftir þessar leiðinlegu fréttir hún allveg bjargar deginum hún er svo fyndin. Þetta er Mókolla hans Sigga og hún styllti sér svona líka flott upp fyrir mig um daginn he he allveg yndisleg.

Hérna eru svo Kjölur,Brjánn og Bliki nýrakaðir og flottir. Brjánn lagði rosalega af á fengitímanum og leist mér orðið ekkert á hann en hann er allur að koma til núna og lýst mér bara betur á hann svona rakaðann. Bliki er þrusuflottur og sýnist mér hann hafa alveg átt skilið sín 19 fyrir læri. Þau eru allveg afgerandi flott á honum. 
Það má svo finna fleiri myndir af þessu öllu saman hér inn í albúmi.

Ekki meira að sinni kveðja Dísa

  • 1
Flettingar í dag: 138
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 1721
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 660650
Samtals gestir: 45519
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 03:38:07

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar