Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

10.03.2013 09:05

Ekkert nema dauði og djöf.... þessa dagana!!

Já ég er aldeilis búin að fá minn skerf af dauða á þessu ári. Ég var að missa aðra rollu núna um daginn og ekki einhverja rollu heldur mína bestu hrútaafkvæmis rollu. Hún er búnað gefa mér alltaf besta lambhrútinn. Í hitti fyrra kom hún með 87,5 stiga hrút og núna í ár 88 stig og 19 í læri sem var allveg einstaklega góð útkoma og æðislegt að fá. Ég verð nú samt að viðurkenna að ég var í vafa um hana því hún hefur komið 2 einlembd en ætið verið sædd og meira segja líka tekinn sénsinn á því að sæða hana á öðrum degi þegar hún hefur verið að blæmsa svo ég var ekki allveg að taka fulla mark á frjóseminni hjá henni.

Ég lét svo telja núna í ár og var hún ekki sædd og var talið í henni 2 mér til mikilla gleði en nei þá er hún tekin frá mér. Svo enn aðra ferðinna fóru Emil og Bói líknarmenn með líkið til grafar. Vona að þetta fari nú að taka enda þessi óheppni hjá mér. Bárður var svo búnað hringja í mig og segja mér að Draumur hrúturinn okkar væri að drepast hann hafi verið stangaður svo illilega að það blæddi úr nösunum á honum svo ógæfan heldur áfram.
En Bárður hringdi í mig í gær og þá hélt ég að hann væri að tilkynna mér dauða hrútsins en það var ekki gæfan er aðeins að koma aftur því hann sagði að hann væri farinn að éta og væri allur að koma til aftur.

Blessuð sé minning hennar Ylfu minnar sem var undan Mátt og Skálm.


Jæja hvað er nú betra en að skella sér á upplyftingu hjá henni Sigríði kling þegar maður er búnað lenda í svona mikilli neikvæðni og láta lyfta sér upp og koma jákvæðum hugsunum að og læra að skrifa niður það sem maður ætlar sér að gera í lífinu og stefna að því. AMEN

Hér er hún Sigga allveg yndisleg þessi kona það geislar af henni sjálfstraustið og gleðin.
Við fórum nokkrar vínkonur og áttum allveg æðislega skemmtilegt kvöld með henni og fleirum hressum konum úr Staðarsveitinni og nágrenni í Langholti á föstudagskvöldið.

Embla Marína skvísan okkar orðin svo stór að hún er byrjuð á leikskólanum út á 
Hellissandi og það gekk bara vel með aðlögunina og svo byrjar hún á mánudaginn
Úff hvað tíminn líður hratt.

Embla búnað finna sér nýja Krónu. Þetta er hún Hosa gemlingur og hún er allveg sjúk í Emblu.

Það snjóaði ærlega hjá okkur um daginn og eins og sjá má þá komst Steini ekki langt á bílnum sínum he he hann snjóaði allveg á kaf. Þessi snjór dvaldi þó ekki lengi þvi það fór að rigna ofan í þetta daginn eftir svo það var ekki hægt að njóta hans með krökkunum.

Hérna er svo hún Silla litla nýrökuð og fín. Hún er ekki svo lítil lengur heldur lítur rosalega vel út og orðin svo löng og falleg enda dekrað við hana hjá Bárði og Dóru.

Það eru svo myndir af þessu öllu saman hér inn í albúmi með því að smella hér.
Flettingar í dag: 263
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 1174
Gestir í gær: 117
Samtals flettingar: 705941
Samtals gestir: 46640
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 07:47:00

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar