Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2021 Apríl

04.04.2021 23:31

Gleðilega páska

Gleðilega páska hér eru allir búnað finna eggin sín eftir smá vísbendingaleik.

Það var spilað líka Bingó sem vakti mikla lukku hjá krökkunum.

Ronja Rós sátt með eggið sitt.

Þetta var mjög spennandi en það sem var mest spennandi var að taka tappann úr og loka 
egginu aftur og svo var bitið í það he he.

Amma Hulda með prinsessuna sína.

Maggi bróðir minn kom og var með okkur á páskadag. Ronja var pínu feimin fyrst við hann
en svo þegar hann var búnað prakkarast í henni náði hann henni alveg í fíflaganginn.

Hér er svo selfie páskatime mikil gleði í þessari mynd.

Hjörtur kom með Heru og það var mikil gleði hjá Emblu okkar að fá hana loksins til okkar
en Emblu fannst hún heldur róleg en það kemur með æfingunni hjá þeim saman.

Hér er mikil kátína yfir páskana og Bói búnað járna og hann járnaði líka Heru fyrir Emblu.

Embla náði meira segja að fá pabba sinn til að rifja upp gamla takta og fara með sér á bak.

Eins og áður kom fram í fyrri blogg færðslu átti Emil afmæli 1 apríl og við fórum út á borða
á Skerinu með Þórhöllu og Jóhanni bróðir hans Emils og það var rosalega fínt það er alltaf
mjög gott að borða þar og flottur veitingarstaður.

Hér er Embla aðstoðarmaður pabba sins að brjóta niður inn á klósetti og þá kemur covid
gríman vel að notum.

Það er allt orðið í rúst hjá okkur hérna rétt fyrir Páska og Ronja líka að hjálpa til
við stefnum á að skipta loksins um allt inn á baðherberginu.

Hér er litla prakkara stelpan hún Ronja sem ber nafnið sitt með réttu og notar hvert
tækifæri til að fara inn og taka eitthvað sem hún má ekki gera og svo tekur hún skrúfjárnið
og segir pabbi gera búmm búmm.

04.04.2021 10:37

Sprautað fyrri sprautuna kindurnar 3 apríl

Það var fallegur regnboginn yfir Ólafsvík þegar ég var að keyra heim úr fjárhúsunum um daginn.

Hér eru Emil og Kristinn og Siggi að sprauta fyrri sprautuna við lambablóðsótt.

Hér er Kristinn að halda fyrir Telmu dóttir sína sem er að sprauta fyrir okkur.
Við fengum flotta aðstoð frá henni og tengdasyni Kristins við að sprauta.

Hér er tengdasonur Kristins að sprauta, glæsilegt að fá lærða lækna í verkið.
Þau voru svo ánægð með þetta að fá að spreyta sig á að æfa sig í að sprauta kindurnar og
fá að sjá hvað Kiddi hefur gaman að kindunum og um fræðast um þær.

Þau tóku sig svo svakalega vel út að gefa á garðann öll saman.

Hér er svo Siggi að klaufsnyrta Bolta fyrir Kidda. Bolti er hrúturinn hans Kidda.
Bolti fékk svo væna lúku af fóðurbætir frá Thelmu fyrir að vera svona góður og stylltur í 
snyrtingunni.

Benóný fékk að fara á hestbak með stelpunum í gær og er pínu óöruggur en það kemur.

Það ætlar að ganga erfiðlega hjá Benóný hænsnabónda að rækta hana sem verða ekki
grimmir því þetta er hann Belgur sem er í miklu uppáhaldi hjá honum og hann hefur mikið
verið með hann en hann byrjaði svo allt í einu að sýna Bóa mikla grimmd og hefur ráðist´
á hann ítrekað þegar hann kemur að gefa þeim í hænsnakofanum en hann hefur ekkert gert
við Benóný en við getum ekki haft hann lengur því það er ekki hægt treysta því að hann
fari ekki að ráðast á krakkana þegar þau eru úti að leika svo hann verður látinn fara.

Það eru svo fleiri myndir af þessu öllu hér inn í albúmi.

04.04.2021 09:54

Embla Marína 10 ára

Elsku frábæra og duglega Embla okkar varð 10 ára 28 mars. Hún elskar að fara á hestbak og
allt sem tengist hestum og hún fékk frá okkur reiðskó.vettlinga og svo skóreiðbuxur sem
hún fékk aðeins seinna. Emba er full af orku,gleði og elskar að vera úti að leika og með vinum sínum. Hún æfir frjálsar,sund,fimleika og er á reiðnámskeiði líka svo það er nóg að gera hjá henni en reyndar er það allt í pásu núna út af covid. Embla er roslega góður námsmaður og gengur mjög vel í skólanum að læra og gerir allt samviskusamlega.
Það er mikill heiður að fá að vera mamma hennar.

Hérna er hún um morguninn að opna pakkann og Birgitta frænka þeirra var í heimsókn og gisti hjá þeim 3 nætur.

Svo falleg og orðin svo stór hún Embla Marína okkar.

Smá fjölskyldu afmæli fyrir Emblu hér er hún og systkyni hennar og frændsystkyni.

Að gera sig tilbúna til að fara blása.

Alsæl með gjafirnar.

Á hestbaki í reiðhöllinni. Bói afi var að járna fyrir Emblu og Freyju svo núna verða þær 
óstöðvandi að fá að fara á hestbak. Þær hafa líka verið á reiðnámskeiði hjá Gunna og Veronicu á Brimisvöllum.

Hér eru þær systur saman.

Æðislega mynd af bestu mínum vantar bara Benóný á myndina.

Annað krúttlegt hópknús til Emils en hann átti afmæli núna 1 apríl og fékk þessar flottu
móttökur þegar hann var vakin með afmælissöng og knúsi frá stelpunum sínum og Birgittu
frænku sinni.

Svaka stuð inn í sveit hjá Freyju og Bóa að gera snjóhúsagöng. Hér eru Friðrika vinkona Emblu,Embla með Ronju,Guðjón vinur þeirra,Freyja og Bjarki Steinn frændi þeirra.

Hér eru krakkarnir að spila yfir í sveitinni.

Hér er Embla á reiðnámskeiðinu.


04.04.2021 00:23

Ronja Rós 18 mánaða

Ronja Rós var 18 mánaða þann 27 mars og er svo lífsfjörug og full af spenningi að uppgötva allt í lífinu.
Hún er rosalega athugul og spyr um alla hluti og verður að fá svar við öllu og svo apar hún það eftir og grípur orðin alveg ótrúlega klár og er farin að segja heilu settningarnar og halda uppi samræðum af mikilli athygli. Hún er jafn mikill klifrari og prílari og notar hvert augnablik sem ég er ekki að fylgjast með til að fara upp á stól og upp á borð og jafnvel upp í glugga. Hún er mjög hrifin af traktor þessa dagana og varð alveg heilluð þegar Vigfús var
að moka götuna um daginn að sjá stóra traktorinn. Ég fór með hana í ungbarnaskoðun um
daginn og hún heldur sinni vaxtarlínu og er orðin 9,1 kg frekar nett en það hafa öll okkar
börn líka verið. 

Hún er með húmorinn frá pabba sínum og elskar að stríða systkynum sínum og láta djöflast
í sér og hún er líka mjög ákveðin og mikil mömmu stelpa.

Mjög vinsælt að máta skó af öllum sem koma í heimsókn hér er hún komin í skóna hennar
Jóhönnu og með vettlingana frá Freyju og Emblu nóg að gera hjá henni.
Það eru svo að hrúgast í hana tennurnar núna hún er byrjuð að fá jaxla bæði uppi og niðri.

Að skoða hænu unga hjá Benóný bróðir.

Að klappa Blesu.

Að príla upp á borð hjá ömmu Freyju.

Með Skugga í sveitinni hjá ömmu.

Með Kamillu frænku í fjárhúsunum þau komu í heimsókn yfir páskana.

Að tala við gemlingana allir svo gæfir.

Smá grallara svipur.

Kikja á hænurnar með Benóný bróðir.

Með Emblu og Freyju í fjárhúsunum..
  • 1
Flettingar í dag: 729
Gestir í dag: 61
Flettingar í gær: 1566
Gestir í gær: 78
Samtals flettingar: 715684
Samtals gestir: 47204
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 19:36:25

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar