Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2018 Ágúst

29.08.2018 13:47

Rifið upp grindurnar og fleiri lömb

Þetta er hún Gurra gemlingur með lömbin sín tvö undan Hlúnk. Svakalega væn hjá henni
og búin að ganga bæði undir. Gurra er undan Tinna sæðingarstöðvarhrút.
Hér sjást þau betur.
Þau eru næstum jafn stór og mamma sín svo hún hefur mjólkað þeim vel.
Krakkarnir komu með mér að gefa rollunum brauð og voru svo hrædd þegar þær komu
hlaupandi að þau hlupu sjálf í burtu he he.
Hér eru Embla,Freyja og vinkona þeirra og nágranni okkar hún Hanna Líf.
Sarabía er með hvíta gimbur undan Móra sæðishrút svo fóstrar hún þennan svart hrút
sem er þrílembingur undan Sölku og Móra hans Sigga.
Gimbrin hennar.
Zelda með hrútinn sinn undan Kraft ég er svo spennt að sjá hann betur því hann bar af í
vor hann var svo gríðalega sver að framan.
Gimbrin á móti honum.
Lömbin hennar Gló og undan Svan.
Hér er Gló með lömbin sín náði ekki að fá mynd framan í þau.
Orabora 16-012
Gimbrin hennar og hún er undan Kraft.
Hér er Djásn með svakalegan bola undan Tvist sæðingarstöðvahrút. Hún var tvílembd í
vor en hinn á móti drapst á sauðburði.
Verkefni mitt þessa dagana er að rífa upp grindurnar inn í fjáhúsum. Það gekk hálf
brösulega fyrst og ég hélt ég væri að rústa hömrunum því annar var kengboginn en svo
hringdi ég í Emil og sagði að þetta væri ekkert að gera sig ég myndi bara skemma 
grindurnar og hamrana en þá komst ég að því að hamarinn var beyglaður eftir hann he he.
Þetta fór svo loksins að ganga betur og ég var hætt að detta aftur fyrir mig þegar ég var
að nota allt mitt afl til að reyna ná lykkjunum úr. Ég lét þó ekki bugast og náði að finna
út að berja vel á lykkjuna áður en ég reyndi að lyfta grindinni upp við lykkjuna og þá var
auðveldara að ná þeim úr. Emil er farinn að róa á Skagaströnd og kemst ekkert í að hjálpa
mér við þetta en hann og Bói hafa alltaf séð um þetta svo þess vegna er þetta alveg nýtt
fyrir mig að losa grindurnar upp. Ekki var svo á þetta bætandi að ég festi sumar 
grindurnar niður í fyrra og setti allt of margar lykkjur í og negldi þær of fast niður.
Þá var ég að festa grindurnar niður í fyrsta skiptið og gerði það vitlaust. 
Svo það var eins gott fyrir mig að losa þetta sjálf eftir mig.

Jæja kláraði að losa það sem eftir var í morgun og næst verður hægt að dæla út og svo
þríf ég grindurnar og fjárhúsin eftir að þeir verða búnir að dæla út.
Lömb undan Nál og Tinna hans Gumma Óla.
Álft með hrúta undan Svan. Annar þeirra er undan Hrímu hennar Jóhönnu sem Álft
fóstrar fyrir hana.
Ljósbrá með hrút undan Dranga sæðingarstöðvarhrút og svo er hún fóstra fyrir þessa gimbur sem er þrílembingur undan Dröfn og Berg sæðingarstöðvarhrút.
Hér sjást þau betur.
Hosa með gimbrarnar sínar undan Grettir.
Hér er önnur gimbrin hennar Hosu.
Hér er svo hin.
Sóldögg 14-011 undan Þorsta og Guggu.
Önnur gimbrin hennar Sóldögg og faðir er Ísak. Þessi er alhvít
Þetta er hin á móti og hún er aðeins gul.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.


28.08.2018 08:43

Benóný 9 ára og sílaferð í Hofatjörn

Benóný Ísak orðinn 9 ára. Við gerðum enga afmælisköku í þetta skipti enda borðar hann
ekki köku svo við gerðum bara pizzu og brauðstangir og skreyttum svo borðið með
áhugamálinu hans sundlaugum og rennibrautum.
Hér er meistarinn okkar að fara opna pakkann sinn. Benóný er alveg einstaklega prúður
og kurteis drengur og orðalag hans getur verið mjög gamalt og höldum við stundum að
hann sé með gamla sál he he. Hann notar oft orðið hví sem er ekki mikið notað í íslensku
í dag. Orðið bull og vitleysa kemur oft hjá honum ef honum þykir eitthvað ekki vera rétt
sem mér finnst mjög fyndið. Ef hann þarf að spyrja um eitthvað þá segir hann Afsakaðu mig
og spyr svo spurninguna. Þegar hann er svangur notar hann oft ég er glorsoltin eða 
ég er að deyja ég er svo hungraður. Einlægnin hjá honum er alveg einstök og yndisleg.
Við elskum hann svo óendalega mikið hann frábæra Benóný okkar.
Fullorðna fólkið fékk þó kökur.
Hann óskaði sér línuskauta og við gáfum honum þá. Það var mjög
spaugilegt að fylgjast með honum að æfa sig he he.
Benóný vildi halda afmælið heima og það gekk mjög vel. Stelpurnar héldu sig svolítið
saman og svo strákarnir í hasarnum frammi.
Ein grínmynd af bekkjarfélögunum Max,Birgitta og Benóný.
Mamma tók virkan þátt í að hjálpa okkur í stuðinu.
Benóný,Ollý og Svavar.
Fórum um daginn í sílaferð með Bjarka Stein og Þórhöllu upp í Hofatjörn fyrir ofan
Kötluholt inn í Fróðarhrepp.
Hér eru sílaveiðararnir tilbúnir í veiðina.
Alveg að komast á áfangastað.
Það var aðeins og kalt en krakkarnir skemmtu sér mjög vel.
Embla var mjög dugleg að veiða og veiddi flest en hin náðu líka að veiða öll allavega
eitt síli.
Hér eru sílin að safnast í fötuna.
Freyja hafði meiri áhuga á berjunum og var að tína og borða ber.
Þær létu sig hafa það að vaða þó kalt hafi verið.
Benóný.
Svo var haldið heim með fulla fötu af sílum og sumir berjabláir eftir allt berjaátið he he.
Ég held það verði eitthvað af aðalbláberjum í haust þrátt fyrir kalda sumarið okkar.
Við fundum að minnsta kosti ágætis ber.

Jæja það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

27.08.2018 18:00

Freyja byrjar í skóla og dagsferð á Hellnum,Arnarstapa og Búðir

Þá er hún Freyja Naómí okkar byrjuð í skóla og þá eru öll börnin okkar komin í 
Grunnskóla. Hér er hún spennt að byrja og takast á við ný ævintýri sem bíða hennar.
Hér eru þau öll saman.
Bjarki og Freyja frændsystkini að byrja í skólanum.
Það var skrýtin tilfinning að horfa á eftir Freyju litlu að fara í rútuna.
Hér eru þau öll saman aftast í rútunni Embla,Freyja og Bjarki.
Við mamma skelltum okkur í dagsferð með krakkana niður í Skarðsvík og svo niður að
Hellnum og kíktum í fjöruna þar og fórum á Fjöruhúsið og fengum okkur kaffi og vöfflu.
Hér erum við inn í Skarðsvík.
Á Fjöruhúsinu.
Í fjörunni á Hellnum.
Inn á Arnarstapa.
Fundum þessa flottu krabba.
Inn á Arnarstapa.
Svo fallegt umhverfið séð frá bryggjunni á Arnarstapa.

Komin í fjöruna inn á Búðum.
Benóný að deba.
Hér endaði svo ferðin okkar inn á Búðum.
Rákumst á hana Skvísu með lömbin sín.
Hún er alveg yndislega kind og það þarf ekki brauð til þess að hún komi svo gæf er hún.
Það er þó misjafnt hvernig liggur á henni stundum kemur hún og vill fá klapp en stundum
vill hún ekkert koma. Hér erum við í hlíðinni inn í Mávahlið ég og krakkarnir og við fengum
öll að klappa henni og knúsa.
Gimbrin hennar skildi ekkert í þessu og beið bara eftir mömmu sinni.

Jæja það eru svo fleiri myndir af þessu öllu hér inn á albúmi.

26.08.2018 11:55

Rúntur 25 ágúst

Kolfinna með lömbin sín undan Flekkótta hrútnum hans Bárðar á Hömrum.
Orðin svo falleg þessi verður ásettningur hjá mér.
Virkar svo líka vel þykk að aftan séð.
Skuggadís með gimbur frá Sigga sem er undan Gullu og Hlúnk hans Sigga.
Ég er alveg að fíla þessa hún er æðisleg.
Dúfa með hrútana sína undan Móra sæðingarhrút.
Dúfa sleikjir hér vel út um þegar við köllum í hana að fá brauð.
Hér er annar hrúturinn hennar Dúfu undan Móra.
Hlúnkur veturgamall frá Sigga undan Máv og Skessu.
Svanur veturgamall undan Máv og Svönu frá okkur.
Hér eru þeir saman.
Hexía með hrútana sína undan Ísak.
Skvísa með lömbin sín undan Klett sæðingarstöðvarhrút.
Önnur gimbrin.
Hin gimbrin hún hefur örugglega fest annað hornið í einhverju því það vantar smá bút á 
það sýnist mér það er ekki eins langt og hitt.
Íssól.
Gimbrin hennar undan Bjart sæðingarstöðvarhrút.
Hrúturinn á móti sem er undan Íssól og Bjart.

Það eru svo fleiri myndir af þessum rúnti hér inn í albúmi.

26.08.2018 11:13

Rúntur 24 ágúst

Hér eru stóru hrútarnir frá Sigga Grettir og Drjóli. Grettir er undan Máv og Drjóli er undan
Hæng.
Glámur er Saumsonur frá Sigga og svo hin hvíti er Ísak Tvinna sonur frá okkur.
Askur Kaldasonur og svo Korri Garrasonur frá Sigga sem liggur.
Þetta er Bomba gemlingur orðin svo stór og falleg og hún er með hrút undan Ask.
Dimmalimm gemlingur frá Jóhönnu með hrút frá Sigga sem gengur undir henni og hann
er undan Mjöll og Grettir.
Sami hrútur bara sést betur.
Rakst loksins á Hriflu sem er afbragðs rolla hjá mér og hún er með sæðing undan Tvist
og hún var með 3 en tvö drápust í fæðingu 2 fallegar gimbrar sem drukknuðu því hún var
farin af stað og fór fram hjá okkur hvenær hún byrjaði svo það var gripið of seint inn í að
tékka á henni og þá náðist bara þessi hrútur á lifi alveg ömurlegt en svona gengur þetta
stundum en jæja svo fóstrar hún líka annan þrílembing sem er undan Skuggadís og 
Klett sæðingarhrút. Það verður gaman að sjá þessa í haust.
Held að þeir verði flottir sérstaklega þessi hér fremsti.
Rakel gemlingur er undan Hriflu hér fyrir ofan og Grettir og hún er hér með hrút undan
Glám.
Nál með gimbur undan Tinna hans Gumma Ólafs Ólafsvík.
Hrúturinn á móti.
Nál með lömbin sín.

Það eru svo fleiri myndir af þessum rúnti hér inn í albúmi.

23.08.2018 10:32

Rollu rúntur 17 ágúst

Þessi er undan Mjallhvíti minni og Hlúnk hans Sigga.
Gimbrin á móti.
Hér eru þau saman. Hlúnkur hans Sigga er undan Skessu hans Sigga og Máv sem fór á 
Sæðingarstöðina.
Þetta er Svana með sín lömb undan Part hans Bárðar og ég held að þetta verði 
svakalega falleg lömb þau eru svo þykk að sjá.
Þetta er Arena með hrútinn sinn hún var tvílembd í vor en hitt fæddist dautt.
Hrúturinn hennar er undan Glám hans Sigga sem er Saum sonur.
Þessi hrútur er undan Álft og Svan. Svanur er Máv sonur frá okkur.
Hér er Álft hún gengur líka með fósturlamb sem er frá Jóhönnu.
Flott gimbur frá Sigga undan Völu og Korra. Korri er Garra sonur frá Sigga.
Hrúturinn á móti. Þetta verða falleg lömb það sást strax í vor þegar þau fæddust hvað
þau voru þykk og mikil.
Lotta gemlingur hans Sigga með gimbur undan Glám.
Búrka gemlingur frá Sigga með gimbur undan Hlúnk.
Gimbur og hrútur undan Kvíku og Klett sæðingarstöðvarhrút.
Veturgamli hrúturinn minn hann Svanur hann er undan Svönu og Máv sem fór á stöðina.
Lambhrútarnir að djöflast í þeim.
Hlúnkur hans Sigga hann er líka veturgamal og undan Máv.
Þessar blómarósir voru með mér á rollu rúntinum. Freyja,Embla og Aníta vínkona þeirra.
Morgunstjarna hennar Jóhönnu með gimbrar undan kraft. Kraftur er undan Ísak.

Búið að hrista brauðpokann fyrir Hnotu hennar Jóhönnu og hún lætur ekki segja sér það 
tvisvar og hleypur til okkar.
Hún á þennan gula hrút sem er undan Berg sæðingarstöðvarhrút og svo er gimbur undir
henni sem er undan Skvísu og Klett sæðingarstöðvarhrút.
Hríma hennar Jóhönnu er líka mikið fyrir brauðið og kemur hlaupandi. Hún er með 
lömb undan Svan.
Maggý hennar Jóhönnu er hérna aftast hún er líka með lömb undan Svan.
Gola hans Sigga með hrúta undan Berg sæðingarstöðvahrút.
Móheiður með hrútana sína undan Kaldnasa. Kaldnasi er Magna sonur.
Hér sjást þeir betur sá hvíti virkar þykkri og fallegri.
Gimbur undan Hosu og Grettir. Grettir er frá Sigga og er undan Svört og Máv.
Hin á móti.
Gimbur undan Villimey og Ísak.
Skuld með sín tvö undan Hlúnk.

Það eru svo fleiri myndir af þessum rúnti hér inn í albúmi.

23.08.2018 10:16

Frábært veður inn í Kötluholti og farið á paddel bard

Það var æðislegt veður um daginn inn í sveit og Maja og Óli eru nýbúnað fá sér þessi 
paddel board bretti. Við skelltum okkur með þeim og fengum að prófa. Hér er Freyja með
Maju. Hjónin sem eiga Mávahlíð eru góðir vinir Maju og Óla og þau voru líka með þeim.
Hér er Benóný að hafa það kósý með Maju.
Freyja Naómí kát eftir að vera búnað fá að prófa.
Æðislegt útsýnið yfir í Mávahlíð. Hér sést Richard og Erin sem eiga Mávahlíð og Óli.
Richard var á svona uppblásum kajak bát.
Hér er Maja með Emblu.
Pollý fylgdist spennt með.
Og Messí auðvitað líka og henni langaði að fara með.
Og Erin lét það eftir henni og tók hana með og hún vildi helst bara fá að vera með.
Hér er Erin á sínu bretti.
Hér er Óli .
Lét mig hafa þetta að prófa fyrst var ég eins og skjálfandi spýtukarl að ná jafnvæginu
og sat fyrst en varð svo að standa upp og það var pínu kúnst að ná jafnvæginu og 
ég var óstyrk en svo eftir smá stund var þetta bara mjög gaman.
Hér erum við systurnar saman ég og Maja. Embla var svo dugleg að taka myndir.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

23.08.2018 10:00

Kíkt á lömbin í byrjun ágúst.

Þegar við komum úr ferðalaginu af norðan i byrjun ágúst stoppuðum við og smelltum 
nokkrum myndum.
Þetta er Rjúpa með lambið sitt sem hún fóstrar fyrir Björg gemling sem var tvílembd.
Það var mjög magnað að sjá eina stærstu rolluna í húsinu með minnsta lambið og það
þurfti að teppa leggja stíuna alveg svo lambið festist ekki í grindunum svo lítið var það
en hér er hann og orðin jafn stór og hin lömbin enda mjólkar Rjúpa rosalega vel og hann
gengur einn undir svo hann verður stór og flottur.
Tala með sín lömb undan Grettir.
Orðinn stór og flottur hann Golsi hjá Botnleðju.
Hér er einn flottur.
Hinn á móti þessir eru undan Ask og Frenju.
Orabora með gimbrina sína undan Kraft.
Stór hrútur undan Urði og Gutta sæðingarstöðva hrút.

17.08.2018 22:28

Vestfjarðarævintýrið og langþráður draumur Benónýs rættist.

Jæja við vorum heldur betur hvatvís á föstudaginn síðast liðinn eftir að við vorum ný komin
heim að norðan og náðum að mála þakkantinn á húsinu sem var búnað bíða eftir að vera 
málaður í allt sumar en aldrei þurrkur eða tími til að sinna því en nóg með það og aftur að
hvatvísinni okkar. Eftir hádegi á föstudaginn datt okkur það brjálæði í hug að láta draum
Benónýs ekki líða þriðja árið í röð um að fara á Vestfirðina og prófa sundlaugarnar þar.
Svo við skelltum í töskur og hentum inn í hjólhýsi og rukum af stað. 
Við komum við í matarvagninum hjá Viði og Kollu á Breiðabliki og fengum æðislega fiskipylsu.
Svo fórum við upp Heiðdalinn og keyrðum fram hjá Hallkelsstaðarhlíð og mér fannst það
mjög gaman því ég man eftir henni síðan ég var barn að fara með Steina frænda í heimsókn
til Einars í Hlíð og mig langaði svo að sjá hvernig þetta liti út núna hvort minningin væri rétt.
Jæja við fórum svo í gegnum Búðardal og þar á eftir kom svakalega leiðinlegur malarvegar
kafli en þar var verið að laga og fara malbika. 

Keyrðum fram hjá Dunkárbakka í Dölum en þar býr frændi hans Sigga í Tungu og 
Gerða mamma hans Sigga er frá þessum bæ.

Hólmavík er fyrsti viðkomu staður.

Auðvitað var skellt sér í sundlaugina á Hólmavík Benóný langaði það mjög mikið.

Mynd af sundlaugarhúsinu á Hólmavík.

Gleymdi að taka eftir hvað þessi brú heitir en hún var mjög flott hún kom eftir að maður
var búnað keyra svolítinn tíma frá Hólmavík.

Eftir langa keyrslu inn alla firðina og skoða náttúrufegurðina í hverjum fjörð vorum við
komin á Súðavík.

Styttist óðum komin að Ísafirði.

Jey loksins kominn á áfangastað Bolungarvík hér komum við. Það tók við allsherjar þrif
því hjólhýsið var fullt af ryki eftir malarvegskaflann frá Búðardal. Svo hafði opnast 
hrásalat dolla og hún var út um allann ískáp voða stuð.

Svona var útsýnið út um dyrnar á hjólhýsinu daginn eftir, rennibrautin í sundlauginni.

Benóný gat ekki lýst gleði sinni yfir að fara loksins að prófa rennibrautina á Bolungarvík
sem hann er búnað dreyma um í þrjú ár.

Hann fékk mynd af sér og stóru plakkati sem er af Bolungarvík og var inn í sundlaugahúsinu.

Það var svo gaman að bróðir Emils hann Marinó var akkurrat staddur á Bolungarvík
og kíkti á okkur á tjaldstæðið.

Við fengum æðislegt veður sól og 14 til 20 stiga hita loksins rötuðum við á réttann
stað með gott veður.

Það var skellt sér í sund strax um morguninn og hún stóð alveg undir væntingum og 
Benóný fannst hún rosalega flott og skemmtileg. Mér fannst aðstaðan sú besta sem ég
hef farið í sturturnar voru æðislegar og hef ég nú farið í þær margar.

Það var líka frábært leiksvæði við skólann og sundlaugina og líka hoppudýna.

Freyja að klifra.

Benóný að gera æfingar he he.

Ísafjörður.

Sundhöllin á Ísafirði. Við skoðuðum hana bara en fórum ekki í sund þar.

Fallegt tjaldsvæðið á Ísafirði.

Göngin sem liggja til Flateyrar,Þingeyrar og Suðureyrar.

Sjáið þessa hæð á fjöllunum þvílík fegurð sem þau eru og dalirnir sem myndast inn í 
fjörðunum ég var alveg dáleidd af náttúrunni.

Svakalega tignarleg fjöll.

Komin á Suðureyri.

Bingó kominn til Suðureyrar.

Kort af bænum.

Skoðuð bryggjan.

Auðvitað vildi Benóný fá mynd af sér við sundlaugina á Suðureyri og honum langaði
geggjað mikið í hana en við vorum bara ekki með sundfötin okkar með því við vorum 
búnað fara í sund á Bolungarvík.

Krakkarnir á bryggju á vatninu við sundlaugina á Suðureyri.

Það var fallegt sveita kaffihús sem heitir Kaffi Sól á bænum Neðri Breiðdal á leiðinni
að Flateyri.

Það var rosalega kósý að fá sér kaffi og ostaköku og Emil fékk sér vöfflu og horfa svo
á þetta æðislega útsýni yfir Önundafjörðinn.

Næsti staður var Flateyri.

Það var keyrt fram hjá sundlauginni á Flateyri og skoðað hana fyrir Benóný.

Löbbuðum upp þar sem snjóflóðavörnin er fyrir ofan bæinn.

Hér sést útsýnið yfir Flateyri.

Það var líka hoppudýna á Flateyri þeir eru mjög duglegir á Vestfjörðunum að vera með
flotta aðstöðu fyrir börn. Við þurfum klárlega fara redda okkur svona í Ólafsvík.

Jæja þá er að fara skella sér á Þingeyri.

Embla kallaði þetta prinsessu kastala. Ég veit ekki hvað þetta er eða hvað þetta heitir.

Hér sést til Þingeyrar.

Jæja þá er komið að Þingeyri og svo förum við aftur til baka á Bolungarvík og gistum
aðra nótt þar.

Sundlaugarhúsið á Þingeyri.

Kort af stöðunu sem við eru búnað rúnta í dag út frá Bolungarvík.

Feðgarnir niðursokknir í að skoða kortin.

Skruppum í Gamla bakaríið á Ísafirði og mér fannst svo flott að sjá þetta skilti í 
miðbænum að ég varð að taka mynd af því.

Fórum í Raggagarð á Súðavík.

Marinó bróðir Emils og konan hans Fríða sýndu okkar Raggagarð og sonur þeirra var
líka með þeim hann Pétur og hann og krakkarnir náðu vel saman.

Hér eru þau öll saman svo gaman að leika og þetta er frábær garður.
Við ætluðum að fara sömu leið til baka vestur og fara heim í dag sunnudag en datt svo í
hug að koma Benóný á óvart og hafa það hluta af afmælisgjöfinni hans að halda áfram
og fara yfir á Tálknafjörð svo hann gæti farið í sundlaugina þar sem er líka búnað vera 
draumurinn hans ef hann færi á Vestfirðina. Það gekk svo allt upp þegar ég gat útvegað
okkur ferð með Baldri frá Brjánslæk að Stykkishólmi svo við myndum sleppa við að 
fara með hjólhýsið alla malarvegina svo við lögðum aftur af stað frá Bolungarvík og
fikra okkur í áttina að Tálknafirði.

Komin aftur að Þingeyri og förum upp á heiði og malarveg.

Þetta er Hrafnseyrarheiði og hún var gríðalega brött upp og hæðin að horfa niður eftir
henni vakti manni óhug alla vega mér. Þó ég geti smalað um öll fjöll þá á ég ekki gott með
að vera í bíl upp og niður svona fjöll og hvað þá með hjólhýsi í afturdragi.

Og Guð minn almáttugur þegar upp á toppinn var komið að fara svo að keyra niður ég
var alveg sturlast og Emil og krakkarnir hlógu bara af mér. Þetta var svakalegt ég er búnað
fara Hellisheiði og yfir á Vopnafjörð en mér fannst þessi svakaleg því hæðin á fjöllunum
er rosaleg en kanski er ég bara búnað gleyma hvað Hellisheiðin var svakaleg en þá var
ég líka á fólksbíl en ekki jeppa og þá situr maður svo hátt uppi.

Jæja eftir að vera búnað vera á bremsunni ,ríghalda í beltið og slátra tveim bjórum til að
róa mig lifði ég af þessa niður leið he he. Hér erum við komin að fossinum Dynjanda.

Og en er ein önnur heiðin og það er Dynjandisheiði en hún var nú mikið skárri.

Jæja nú fer þetta að styttast.

Þegar við komum svo neðar í áttina að Bíldudal sáum við þessa frábæru náttúrulaug
sem var alveg ævintýri fyrir okkur hún var æðislega flott.

Svo voru líka heitir pottar í læknum alveg geggjað og sá efsti var örugglega 42 gráður
en þessir neðri aðeins minna.

Þetta var það magnaðasta sem við gerðum í þessu ævintýri en Benóný fannst það 
auðvitað vera að komast á Bolungarvík í rennibrautina og hina sem er eftir á Tálknafirði.

Benóný vildi fá mynd af sundlaugahúsinu he he en þetta var klósett og svo stelpu og 
stráka klefi til að skipta um föt en engar sturtur en samt alveg æðislegt. Við hittum
þarna bandaríkjamenn sem spurðu okkur hvaðan við værum og þeir hlógu svo bara þegar
við sögðum að við væru íslendingar að túristast um Vestfirðina þeim fannst það mjög
skemmtilegt að heyra.

Þessa bók gaf Irma Benóný þegar skólinn hætti það átti að fara hætta með þær og hún
var sko mikið notuð í sumar bæði fyrir sunnan,norðan og núna Vestfjörðunum.
Það var svo gaman að sjá hvað hann fylgdist með hvar við værum og svo gat hann sagt 
okkur til um nöfnin á fjöllunum og margt vissi hann því hann var búnað skoða það á 
kortavefnum inn á skólavefnum.

Bíldudalur.

Sundlaugar húsið á Bíldudal.

Bryggjan á Bíldudal. Tekið mynd af sundlaugum fyrir Benóný og bryggjum og bátum 
fyrir Emil.

Jæja þá er best að halda áfram í átt að Tálknafirði og þá er ein heiði eftir þangað það er
Botnheiði held ég.

Jæja þetta er að hafast.

Sundlaugin á Tálknafirði.

Við búnað koma okkur fyrir og komið kvöld. Krakkarnir spenntir að prófa sundlaugina
á morgun sem er hliðina á tjaldstæðinu.

Hér er minn maður kominn í sundlaugina og er að fara í rennibrautina á Tálknafirði.
Hann bræddi alveg konuna í sundlauginni og sagði við hana að þetta væri flottasta 
sundlaug sem hann hafi séð og það er mikið hrós því margar eru þær sem hann hefur
komið í. Ég þarf endilega að fara taka það saman hversu margar sundlaugar með 
rennibrautum við eigum eftir að fara í á íslandi ég held að það séu bara mjög fáar eftir.

Þetta er Pollurinn sem er fyrir ofan Tálknafjörð og er svona náttúrulaug ég tók bara mynd
af henni en við prófuðum hann ekki.

Hér sést Tálknafjörður nú erum við lögð af stað eftir sundið í áttina að Patreksfirði.
Við erum upp á Botnaheiði.

Jæja nú erum við komin á Patreksfjörð. Við náðum ekki að taka mynd af sundlauginni
þar því hún er svo upp í brekku. En hún er víst mjög flott og flott útsýni úr henni.

Sáum þennan á leiðinni frá Patreksfirði í áttina að Brjánslæk. Þetta er elsta stál skip
á Íslandi.

Áfram höldum við og förum yfir Kleifaheiði.

Komin niður og sjáum Barðarströndina.

Heilluðumst svo af ströndinni að við parkeruðum og hlaupum niður í fjöru.

Þetta var æðislegt frjálsæðið og frelsið svo mikið og ekki má gleyma æðislega veðrinu 
sem var búnað fylgja okkur alla ferðina.

Skrifað í sandinn. Kastað af sér skóm og sokkum og rokið af stað.

Emil dugnaðar maðurinn minn búnað keyra með okkur alla þessa leið og hlusta á 
hræðsluna i mér yfir heiðarnar he he. 

Jæja þá erum við komin að Brjánslæk og hér er Baldur ferjan.

Sundlaugin í Flókalundi við keyrðum að henni og tókum mynd og fórum svo á Hótel
Flókalund og fengum okkur að borða.

Þá er Emil að fara keyra um borð í Baldur.

Krakkarnir ótrúlega spenntir að fara um borð.
Það leynir sér ekki gleðin sem skín af þeim. Stelpunum fannst þetta mest skemmtilegt í 
ferðalaginu okkar að fá að fara í ferjuna heim.

Veðrið var náttúrulega bara æðislegt og siglingin tók aðeins 2 og hálfan tíma en er áætluð
rúmlega 3 tímar.

Freyja Naómí.

Benóný Ísak.

Embla Marína.

Flatey við komum við þar en engin fékk að fara frá borði nema hann væri að fara til vera
þar.

Benóný í leikherberginu í Baldri.

Farin að sjá Stykkishólm.

Emil búnað keyra út úr ferjunni og kominn í Stykkishólm.

Ein hér að lokum af krökkunum að nálgast Stykkishólm úr ferjunni. Þetta ferðalag var
alveg æðislegt og munum við öll eiga góða minningu um hversu frábært ævintýri þetta var.
Takk fyrir að skoða og upplifa þetta með okkur emoticon

Það eru svo fullt af myndum í viðbót af þessu ferðalagi fyrst hér úr myndavélinni og svo
með því að smella hér eru síma myndirnar.

Ég er svo búnað ná flottum lamba myndum og þær munu koma hér inn á næstunni því
nú er svo gaman að sjá lömbin það er farin að síkka ullinn og þau eru orðin svo stór og flott.

14.08.2018 21:55

Verslunarmannahelgin á Akureyri með fjölskyldunni

Byrjuðum á þvi að koma við á Hvammstanga en þar var Steinar bróðir Emils og fjölskylda og Jóhann bróðir Emils og fjölskylda í útilegu. Við fórum í sund á Hvammstanga og svo borðuðum við með þeim á tjaldstæðinu. Við héldum svo áfram og fórum á Skagaströnd.
Útgerðin sem Emil vinnur hjá var að kaupa bát og hann er að fara róa með hann um miðan ágúst. Þetta er bátur með beitningarvél um borð svo þeir verða 4 á honum í staðinn fyrir að þeir hafa verið 3 á línu bátnum sem Emil er að róa núna á. Við gistum eina
nótt á Skagaströnd og Emil fór aðeins að ræða við mennina sem eiga bátinn.
Tjaldstæðið á Skagaströnd var mjög flott og flott leiktæki fyrir krakkana.

Hér er báturinn sem er á Skagaströnd.

Ég gleymdi nú alveg að við fórum fyrst í sumarbústað í Húsafelli áður en leið okkar lá norður
og vorum við hjá Freyju og Bóa þau voru með nýja bústaðinn hjá Verkalýðsfélaginu og 
hann er rosalega flottur og stór.

Hér er stór hluti af barnabörnum Freyju og Bóa saman komin í heitapottinum í Húsafelli.

Kamilla Rún skemmti sér vel í útilegu í Húsafelli. 

Við geymdum hjólhýsið okkar í Deildartungu hjá Önnu Dís dóttir Bóa og hér fórum við
að skoða kálfana hjá þeim.

Það var mikið sport að klifra upp á háaloft í fjósinu.

Flottar saman allar upp í tré. Vigdís,Embla,Freyja og Sesselja.

Hér sést hjólhýsið okkar parkerað í Deildartungu.

Fórum í sundlaugina á Kleppársreykjum og hún var rosalega kósý og fín.

Hreppslaug var lokuð en við urðum að keyra upp að henni fyrir Benóný til að sýna 
honum hana það verður bara fara í hana næst.
Jæja leið okkar lá svo norður á Skagaströnd eins og ég sagði áðan og þaðan yfir á 
Varmahlíð sem við fórum í sund og Benóný var svo ánægður og hissa þegar hann sá að
það var komin ný rennibraut þar en því miður var ekki búið að opna hana strax það var
en verið að gera og græja hana. Við létum það þó ekki stoppa okkur og fórum í sund þar 
og Benóný horfði bara á hana og skoðaði hana með aðdáunar augum.
Við héldum svo áfram til Akureyrar og fórum á tjaldstæðið á Hömrum sem við höfum verið
áður og er æðislegt að vera. Jóhann,Þórhalla og krakkarnir voru komin þangað og líka
Steinar, Unnur og krakkarnir og þau voru búnað taka frá stæði svo við gætum verið öll
saman. Þetta var alveg æðislega gaman hjá okkur og það var farið í sund alla dagana
auðvitað Akureyri, Hrafnagil, Ólafsfjörð og tvisvar á Þelamörk sem er æðisleg sundlaug.

Sundlaugin í Varmahlíð.

Mikið um að vera á tjaldstæðinu á Hömrum nóg afþreying fyrir krakkana.

Á leiðinni að fara í hjólabát sem var á Hömrum.

Komin um borð.

Hér sést hvað það var kósý hjá okkur hjólhýsið hans Steinars sést hérna fremst svo kemur
hjá Jóhanni og svo glittir í okkar hér á endanum.

Auðvitað var skellt sér á Kaffi Kú sem er alltaf viðkomu staður fyrir okkur þegar við
förum norður við elskum þetta kaffi hús.

Þessi kisa á Kaffi kú var alveg einstaklega gæf og alveg elskaði að láta krakkana 
klappa sér og meira segja þegar við opnuðum bílinn stökk hún inn ætlaði bara koma með 
okkur he he en svo tókum við hana auðvitað út aftur en ekkert smá fyndið að hún skyldi
fara á eftir krökkunum inn í bíl. Við kíktum svo auðvitað á góðvini okkar Birgittu og Þórð
á Möðruvöllum en við gleymdum að fá mynd af okkur í þetta skipti en við eigum 
auðvitað mynd af okkur þegar við fórum til þeirra í júní því þetta er annað skiptið í 
sumar sem við förum norður enda elskum við allt fyrir norðan það er svo æðislegur staður.
Við fengum að sjá nýja eldhúsið hjá Birgittu sem er alveg frábært og auðvitað fengum
við kaffi og kræsingar í nýja eldhúsinu.

Kósý hjá krökkunum í hjólhýsinu okkar.

Rafmagnsbílar voru á Hömrum yfir verslunarmanna helgina.

Embla að keyra.

Freyja að keyra.

Það voru líka svona hjól.

Freyja rétt nær niður he he.

Benóný.

Benóný gerði sér lítið fyrir og massaði alveg þetta flekahlaup alla leið yfir.

Embla að hlaupa yfir hún þurfti smá hjálp fyrst frá Unni en svo kom þetta alveg eftir
eitt skipti og þá fór hún endalaust aftur yfir.

Freyja að fara yfir hún fékk líka hjálp frá Unni og lét sér eitt skipti duga.

Birgitta að fara yfir.

Unnur var svo dugleg að hjálpa krökkunum yfir og óð alveg út í. Hér er Alexsander svo
stoltur að fara yfir með mömmu sinni.

Hér erum við komin í Daladýrð dýragarð fyrir norðan.

Embla svo glöð að klappa kettlingunum.

Freyja með kettling.

Svo gaman hjá þeim.

Kamilla að kíkja á kettlingana.

Alexander með kettling.

Embla og Freyja með kanínu.

Birgitta og Alexander að hoppa í heyjið.

Kara og Daníel komu líka með okkur í dýragarðinn og hér er hún með kiðling.

Embla og Kamilla sætar frænkur.

Embla og Birgitta að skoða folöldin.

Sundlaugin á Akureyri.

Sundlaugin á Ólafsfirði.

Hér sést í nýju rennibrautirnar sem eru að koma á Dalvík. Það verður nóg fyrir okkur að 
prófa á næsta ári nýju rennibrautina í Varmahlíð og kannski á Sauðárkrók ef hún verður
tilbúin og svo þessar í Dalvík strax komin ný markmið fyrir Benóny næsta sumar.

Hann Benóný fann meira segja teikningarnar af nýju rennibrautunum á Dalvík því hann
var svo spenntur að það væri að koma nýjar því þetta hefur alveg farið fram hjá honum
því hann vissi ekki að það væru að koma nýjar þar.

Kósý hjá þeim Birgitta,Embla ,Freyja og Benóný.

Svo kósý hjá okkur hér er krakka hornið með kojunum.

Hér er svo matarkrókurinn hjá okkur og svo sést inn í krókinn hjá krökkunum.

Öll að kúra hjá pabba í hjólhýsinu.

Birgitta svo stolt með litlu systir.

Allar saman frænkurnar svo gaman.

Öll búin í klippingu og fengu lita sprey í hárið svo mikið sport.

Það var þó ekki lengi í hárinu því við fórum svo beint í sund og þá lak allt úr he he.

Í bakaleiðinni komum við aftur við á Skagaströnd því Emil var að tala við mennina í 
sambandi við bátinn og þá fékk Benóný ósk sína uppfyllta að fara í sundlaugina á 
Skagaströnd. Hún var ótrúlega hlýleg og kósý og gaman að koma í hana okkur var boðið
upp á kaffi í heitapottinum og alveg dekrað við okkur.

Benóný vildi að ég tæki mynd af henni og heitapottinum líka.
Þetta var flottur endir á góðri útilegu hjá okkur.

Það eru svo fullt af myndum hér inn í albúmi af þessu öllu saman.

  • 1
Flettingar í dag: 441
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 1107
Gestir í gær: 71
Samtals flettingar: 716503
Samtals gestir: 47231
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 13:34:30

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar