Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2018 Maí

09.05.2018 22:37

En Kalt í veðri og sauðburður byrjar af krafti

Svona er þetta búnað vera inn á milli núna í endaðan apríl og byrjun maí.

Allt hvítt.byrjar ekki vel þetta sumar.

Hér er Villimey með hrút og gimbur undan Ísak.

Gribba gemlingur er undan Máv og Svört hans Sigga og hér er hún með svakalega fallegan
hrút undan Ask.

Glóð gemlingur með móflekkótta gimbur undan Knarran hans Bárðar.

Gurra gemlingur með tvílembingana sína undan Hlúnk hans Sigga.

Hér sjást þau betur. 

Stelpurnar fögnuðu snjónum og fóru að búa til snjóbekk.

Hér er Freyja kominn á bekkinn.

Svo gerðu þær sér lítið fyrir og reistu þessa flottu snjókarla.

Hér er einn þrílembingur undan Skuggadís sem kom þrem tímum seinna. Hér er verið að blása
í þessa gráu gimbur hita. Hún bar einum hrút og það kom smá sleikja með honum sem var eins
og það væri eitthvað dautt í henni og ég fór inn í hana og þreifaði en fann ekkert og taldi að 
hin tvö væru dauð í henni og þar af leiðandi vandi ég einn þríelmbing frá Sigga undir hana
og það gekk mjög vel. Þegar Siggi kom svo í húsin tók hann eftir að hún var búnað bera tveimur
í viðbót og þá var hún allt í einu kominn með 4 lömb . 

Það tókst svo fljótlega að venja þetta undan henni og núna er hún bara með fósturlambið sem hún
fékk hjá Sigga he he fyndið hvernig þetta æxlaðist en það hitti bara á að hin lömbin voru svo 
svöng að það lá betur við að venja svangt lamb undir en satt svo það færi strax  á spena.


Embla er alveg að elska að stússast í sauðburðinum.

Jæja ákvað að henda þessu inn aðeins til að sýna smá lit en annars er bara allt á haus hjá okkur
og nóg að gera í sauðburði sem og að reyna halda heimilinu og krökkunum í standi meðan 
þessa mikla vinna er í gangi en þetta er alltaf jafn gaman og spennandi.

Það er allt komið á fullt núna og búið að fæðast fullt af lömbum og flottum litum sem ég á eftir
að gefa mér tíma í að setja hér inn þegar fer að róast hjá mér.

Það er svo eitthvað af myndum hér inn í albúmi.
  • 1
Flettingar í dag: 686
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 1721
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 661198
Samtals gestir: 45534
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 11:32:53

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar