Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

23.03.2013 23:37

Bland í poka í Mars

Sælt verði fólkið

Við erum loksins búnað fá bílinn okkar aftur en það varð dýr biti að melta svona rétt fyrir skírn já það er alltaf skondið hvað svona hlutir þurfa að koma upp á þegar maður þarf akkurrat að útrétta fyrir einhverju. 
En það er svakalega fínt að vera búnað fá hann aftur því maður er jú víst allt of háður þessum bílum.

Við skelltum okkur svo suður núna í gær að útrétta aðeins fyrir skírnina og þá var keypt afmælisgjöf handa Emblu og smá líka fyrir Benóný og því pakkað inn í toysrus pappír og skellt í skottið ásamt salt steinum fyrir rollurnar.

Ég fór svo að gefa í dag og drengurinn með mér. Ég er að laumast í skottið til að sækja salt steinana og þeir eru stórir og þungir svo það tekur smá tíma fyrir mig að taka þá út og í því kemur hann og sér pakkana og allveg ljómar MAMMA Benóný fá afmæli í dag! 
Ég Nei ekki núna við erum að fara gefa kindunum og hann samþykkir það og kemur með mér að gefa. En þegar búið er að gefa fer hann og stendur fyrir aftann bílinn og segir Benóný fá pakka núna...svo fórum við í kaffi til Gerðu og Sigga og enn var hann að spá í pakkann þegar við fórum heim. 

Þegar heim var komið varð hann allveg óður og vildi auðvitað fá pakkann og beið við skottið á bílnum og ég var allveg ráðþrota hvað á ég að gera til að koma mér undan þessu því ég veit að hann skilur engan veginn að hann eigi að bíða. 

Ég hringdi því í Emil og sagði honum hverning í þessu lá. Hann fór að skellihlæja og sagði þú verður bara leyfa honum að fá hann. Svo þegar Emil kom heim að sjónum þá leyfðum við þeim að opna pakkana og hugguðum okkur á því að þau ættu hvort eð er eftir að fá svo margt annað þegar afmælið hennar Emblu verður. Svo þau njóta þess bara betur að fá þetta núna til að dunda sér. 

Þessi gleði glampi í augunum á þeim bræddi okkur allveg þegar við gáfum þeim pakkana hvað er það sem maður lætur ekki eftir þeim þau kunna allveg á fullorðna fólkið eða eru að minnsta kosti að læra komast upp á lagið með það emoticon

Alsæll með ruslabílinn sinn.

Gaman í hesthúsunum hjá Steina og Jóhönnu.

Embla í göngutúr með Donnu.

Á hestbaki hjá Bóa afa á hestinum Blæ frá ömmu Freyju.

Sætu stelpurnar okkar.

Flotti kubba sjúklingurinn okkar.

Ég lennti í allveg svaklegu sjokki í dag. Ég var að gefa litlu brjóst inn í stofu og Donna fer að gelta allveg eins og geðsjúklingur og ég segi við Benóný og Emblu að fara gá hvort það sé nokkuð einhver að koma og þau æða framm og ég sé svo Donnu hlaupa til þeirra og heyri svo ekki múkk meir. Ég reif littlu af brjóstinu og hljóp framm og þá var útidyra dyrin opin og Donna stungin af og þau út á bílaplani að hlaupa og á leiðinni að hlaupa út á götu. emoticon Já það er víst vissara að fara læsa hér á þessum bæ því ekki mátti miklu muna ef ég hefði ekki fattað þetta strax. Jæks ég er enn með í maganum eftir þetta mér brá svo.
Þau eru svo ótrúlega fljót og svona fljótt geta slysin orðið ef maður passar ekki upp á allt.

Jæja komið gott af þessu það eru svo fullt af myndum af fjörkálfunum okkar hér inn í albúmi með þvi að smella hér.

Siggi í Tungu tók af gimburnum sínum í morgun og þær eru vel í holdum og svakalega fallegar. Hann hefði ekki getað valið betri tíma en akkurrat núna því það er svo hlýtt úti og spáir bara hlýindum á næstunni svo þetta er allveg kjöraðstæður.

Hér er hópurinn hans Sigga.

Hér er Gosa dóttir hjá honum rosalega stór og falleg.

Hérna er Hróa dóttir hjá Sigga og sjáiði hvað hún er með falleg fótstöðu á framan og það er mín Hróa dóttir líka svo hann er greinilega að gefa góðan frammpart.

Það eru svo fleiri myndir af gimbrunum hans Sigga með því að smella hér.
Flettingar í dag: 1401
Gestir í dag: 376
Flettingar í gær: 557
Gestir í gær: 152
Samtals flettingar: 1857061
Samtals gestir: 240813
Tölur uppfærðar: 12.8.2020 09:04:57

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar