Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

25.08.2017 20:07

Útilega á Apavatn

Skelltum okkur í útilegu 18 til 20 ágúst með Jóhanni,Þórhöllu og krökkunum og svo komu
Freyja og Bói líka og það var alveg rosalega gaman og við fengum alveg geggjað veður.
Þessi prins fagnaði 8 ára afmælinu sínu í útilegunni 19 ágúst. Auðvitað var skellt sér í 
sund í tilefni afmælisins og sundlaugin á Borg var fyrir valinu.
Benóný ætlaði ekki að vilja fara í þessa rennibraut fannst hún virka svo brött en þegar
við komum nær sá hann að hún var ekkert svo ógnvæginleg heldur rosalega skemmtileg
og við gefum þessari laug mjög góð meðmæli rosalega snyrtilegir klefar og flott laug.
Það var svo fengið sér ís í tilefni afmælisins og amma og afi splæstu svo í dominos
brauðstangir þegar við komum aftur upp á Apavatn. Við komum honum svo verulega á 
óvart um kvöldið með þvi að Maggi bróðir gat reddað fyrir mig skemmtiferðaskipi frá
playmó sem honum er búnað langa svo mikið í og ég gat svo reddað því til okkar í útileguna
svo hann fengi það á afmælisdaginn frá okkur og svo voru Maggi og Erla líka með í því.
Hann var rosalega ánægður með það og ætlaði ekki að trúa því þegar hann rakst óvart á það
inn í hjólhýsi hjá Jóhanni og Þórhöllu. Við geymdum það þar og vorum ekki búnað pæla
að hann myndi fara þangað inn og finna það he he svo það var mjög skemmtilegt að sjá
svipinn á honum þegar hann fann það.
Birgitta kom líka í heimsókn upp á Apavatn og hér eru þau að fá sér að borða í hjólhýsinu
hjá okkur.
Alexander prins kom líka í heimsókn með mömmu sinni og pabba.
Bjarki Steinn.
Freyja Naómí.
Allir að veiða.
Embla að veiða.
Benóný að veiða.
Á leiðinni út á bát.
Bjarki Steinn og Freyja Naómí reddy .
Komnir af stað.
Komin í land með aflann.
Jóhann fékk þessa fínu fiska.
Með alla fiskana svo gaman hjá þeim.
Svo æðislega kósý að vera í svona útilegu.
Siggi búnað slá há og hér er hann og Emil að rúlla. Það voru 5 og hálf rúlla af þessu.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af útilegunni.
Flettingar í dag: 428
Gestir í dag: 140
Flettingar í gær: 1079
Gestir í gær: 260
Samtals flettingar: 727197
Samtals gestir: 48373
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 08:10:44

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar