Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2023 Janúar

18.01.2023 17:12

Útkoma úr sæðingum

Jæja þá er komið að því að segja frá hvernig fengitíminn kom út hjá okkur. Í heildina voru 20 kindur sæddar og inn í því var ein frá Jóhönnu og 4 frá Kristinn.

Það voru 11 sem héldu og það var þessi eina frá Jóhönnu sem hélt og ein frá Kristinn og svo rest frá okkur.

Hjá Sigga héldu 6 af 7 og inn í því var ein frá Kristinn.

Fyrsta daginn fékk ég gefins sæði og átti alveg von á því að það myndi ekki halda mikið því við vissum ekkert hvar þær voru staddar en það var ein sem hélt af

þeim svo það var allavega einhver plús.

Við eigum sem sagt von á að fá lömb úr þessum sæðingarstöðvarhrútum:

Hnaus 1 kind

Alli 1 kind

Grettir 2 kindur

Þór 2 kindur

Baldur 1 gemlingur

Gimli 1 kind

Svörður 1 gemlingur

Gimsteinn 2 kindur

Af heimahrútum voru 11 notaðir og 2 sem við fengum lánaða hjá Guðmundi Ólafssyni Ólafsvík og Jón Bjarna og Önnu Dóru á Bergi.


Hér er Kóngur frá Bergi og það fóru 8 kindur í hann.

 


Glúmur hans Gumma og það fóru 6 í hann.

 


Óðinn frá okkur og það fóru 5 kindur í hann.

 


Ingibergur eða Bibbi eins og hann er kallaður fékk 3 kindur.

 


Bassi frá okkur fékk 7 kindur.

Diskó kollótti sem er undan Tón sæðingarstöðvarhrút fékk eina kind og eins Prímus sem var keyptur frá Hjarðafelli og er kollóttur hann fékk eina kind en fór

svo í afkvæmarannsókn inn í Bjarnarhöfn.

 


Ás lambhrútur undan Prímusi fékk 3 kindur.

 


Tígull lambhrútur undan Bikar sæðingarstöðvarhrút fékk 6 kindur.

 


Klaki lambhrútur undan Bassa fékk 5 kindur.

 


Blossi lambhrútur undan Dökkva fékk 7 kindur.

 

Bylur lambhrútur frá okkur er undan Glitnis son frá Bárði og hann fór á 11 kindur.

 

Reykur sem er lambhrútur hjá Sigga og hann fékk hjá Friðgeiri á Knörr fékk eina kind.

 

Ljómi frá Sigga fékk einn gemling frá Kristni sem við sáum ekki ganga en fékk mögulega 6 jan.

 

Þá er þetta upptalið og voru alls notaðir 22 hrútur með sæðingarhrútunum á kindurnar okkar sem eru 77 alls.

Svo nú er bara bíða eftir næstu spennu sem verður fósturtalningin í febrúar.

 

Það voru tvö lömb sem teygðu sauðburðinn en við vorum aldrei búnað sjá þau ganga og hættum að fara með hrútinn í 1 janúar og settum

þá hrútinn í 2 janúar og tókum eftir því að ein gimbrin hafi getað verið að ganga 6 jan þessi frá Kristni og hina sáum við ganga 12 janúar.

 


Stelpurnar duglegar að draga gimbrina frá kindunum og setja hana aftur hjá lömbunum.

Við tókum hrútana úr síðast liðin laugardag.

 


Hér eru Siggi og Kristinn að græja í lambhrútana vír til að venja hornin.

 


Hér er búið að græja vír og setja rör utan um. Þetta hefur virkað mjög vel.

Á laugardaginn skilaði svo Emil og Siggi hrútunum Kóng og Glúm aftur heim til sín.

 

 

 

17.01.2023 13:13

Áramót og ýmislegt í janúar

Gleðilegt ár kæru vinir og takk kærlega fyrir það liðna og innlitið á síðuna á liðnu ári. Ég var aðeins of lengi að blogga hér eftir áramót og svo þegar ég ætlaði loksins að gefa mér tíma í það þá var bilun á kerfinu í nokkra daga svo það dróst enn þá lengur hjá mér. 

Við höfðum það gott yfir áramótin og borðuðum heima hjá okkur og Freyja,Bói,Jóhanna,Siggi í Tungu og mamma komu og voru hjá okkur.

Við vorum með grillaða nautalund sem við keytpum í kjötkompaní og svo svínahamborgarahrygg og það var alveg æðislega gott.

Jóhanna gerði súpu í forrétt og við fengum hana áður en við fórum á brennuna sem var haldin fyrr núna en venjulega og var klukkan 6.

Það var mjög kósý að hafa súpuna áður og flugveldasýningin á brennunni var alveg svakalega stór í ár og mjög flott.

 


Hér má sjá hlaðborðið okkar og nautalundin medium rare alveg fullkomin.

 


Stelpurnar fengu að sitja sér á litlu borði voða kósý hjá þeim.

 


Ronja Rós spennt að bíða eftir flugveldunum. Þetta var þegar búið var að spila aðeins í krakkaleikum og allir fengu að taka þátt og fullorðnir líka að leika

og svo hinir að giska það var mjög gaman og allir skemmtu sér vel. 

 


Benóný búnað bíða svo spenntur eftir að fá að fara skjóta upp og kveikja smá bál.

 


Hér er Emil búnað hjálpa honum að gera smá bál og þeir notuðu arinkubb til þess og kveiktu svo á blisum og því með bálinu.

 


Freyja tilbúin að fara sprengja.

 


Hér er Embla með sjóblys frá Emil.

 


Ronja gafst fljótt upp á látunum úti og vildi bara fara inn og horfa.

 


Það var svo kaffi og kræsingar hjá Jóhönnu frænku Emils sem býr á móti okkur og það var gott að fá sér heitt

súkkulaði og kökur eftir sprengjurnar og kuldann úti.

 


Hér er Ronja Rós á nýjársdag á leiðinni í sveitina hjá ömmu Freyju og afa Bóa .

 


Við áttum góðar stundir með krökkunum milli hátíða bæði í hesthúsunum og fjárhúsunum.

Hér er Embla Marína að gefa Ösku folaldinu sínu nammi.

 


Hér er Freyja Naómí að gefa henni.

 


Þriðja janúar kom Ronja Rós með okkur í fjárhúsin og var að baka þessa fínu snjóköku.

 


Hér er hún að gefa Ljóma nammi.

 


Verið í göngutúr og úti að renna.

 


Hér er flottur hópur af álfum að sníkja á þrettándanum. Þetta er Embla og Ronja og svo Erika vinkona Emblu og systur hennar og frænka.

 


Hér fékk ég svo senda mynd af Freyju og vinkonum hennar áður en þær fóru að sníkja. 

Það var æðislegt veður til að sníkja því oftar en ekki hefur verið hundleiðinlegt veður á þrettándanum.

Þetta var alveg frábært fyrir krakkana og þau fengu fullt af nammi í pokana sína og gleðin eftir því.

 


Ronja Rós var svo súper spennt yfir þessu enda búnað bíða lengi eftir þessum degi og kallar hann halloween.

 


Þann 8 janúar fórum við til Steinars bróðir Emils og Gullu og fögnuðum með þeim 1 árs afmæli Mattheu Katrínu.

Það var alveg yndislegt að koma til þeirra og þvílikar kræsingar hún Gulla alveg snillingur í matargerð og kökugerð.

 


Emil stoltur frændi með litlu afmælisprinsessunni sem var með svo æðislega kórónu.

 


Alveg dásamleg að opna pakkana á eins árs afmælinu sínu. Þau héldu það 8 jan en hún á afmæli þann 9 janúar.

Þetta var skemmtilegur dagur í alla staði og alltaf gaman að hittast.

 


Hér eru frænkurnar að leika saman Ronja Rós og Kamilla Rún og Matthea Katrín.
  • 1
Flettingar í dag: 663
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 1107
Gestir í gær: 71
Samtals flettingar: 716725
Samtals gestir: 47233
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 22:18:56

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar