Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

18.01.2023 17:12

Útkoma úr sæðingum

Jæja þá er komið að því að segja frá hvernig fengitíminn kom út hjá okkur. Í heildina voru 20 kindur sæddar og inn í því var ein frá Jóhönnu og 4 frá Kristinn.

Það voru 11 sem héldu og það var þessi eina frá Jóhönnu sem hélt og ein frá Kristinn og svo rest frá okkur.

Hjá Sigga héldu 6 af 7 og inn í því var ein frá Kristinn.

Fyrsta daginn fékk ég gefins sæði og átti alveg von á því að það myndi ekki halda mikið því við vissum ekkert hvar þær voru staddar en það var ein sem hélt af

þeim svo það var allavega einhver plús.

Við eigum sem sagt von á að fá lömb úr þessum sæðingarstöðvarhrútum:

Hnaus 1 kind

Alli 1 kind

Grettir 2 kindur

Þór 2 kindur

Baldur 1 gemlingur

Gimli 1 kind

Svörður 1 gemlingur

Gimsteinn 2 kindur

Af heimahrútum voru 11 notaðir og 2 sem við fengum lánaða hjá Guðmundi Ólafssyni Ólafsvík og Jón Bjarna og Önnu Dóru á Bergi.


Hér er Kóngur frá Bergi og það fóru 8 kindur í hann.

 


Glúmur hans Gumma og það fóru 6 í hann.

 


Óðinn frá okkur og það fóru 5 kindur í hann.

 


Ingibergur eða Bibbi eins og hann er kallaður fékk 3 kindur.

 


Bassi frá okkur fékk 7 kindur.

Diskó kollótti sem er undan Tón sæðingarstöðvarhrút fékk eina kind og eins Prímus sem var keyptur frá Hjarðafelli og er kollóttur hann fékk eina kind en fór

svo í afkvæmarannsókn inn í Bjarnarhöfn.

 


Ás lambhrútur undan Prímusi fékk 3 kindur.

 


Tígull lambhrútur undan Bikar sæðingarstöðvarhrút fékk 6 kindur.

 


Klaki lambhrútur undan Bassa fékk 5 kindur.

 


Blossi lambhrútur undan Dökkva fékk 7 kindur.

 

Bylur lambhrútur frá okkur er undan Glitnis son frá Bárði og hann fór á 11 kindur.

 

Reykur sem er lambhrútur hjá Sigga og hann fékk hjá Friðgeiri á Knörr fékk eina kind.

 

Ljómi frá Sigga fékk einn gemling frá Kristni sem við sáum ekki ganga en fékk mögulega 6 jan.

 

Þá er þetta upptalið og voru alls notaðir 22 hrútur með sæðingarhrútunum á kindurnar okkar sem eru 77 alls.

Svo nú er bara bíða eftir næstu spennu sem verður fósturtalningin í febrúar.

 

Það voru tvö lömb sem teygðu sauðburðinn en við vorum aldrei búnað sjá þau ganga og hættum að fara með hrútinn í 1 janúar og settum

þá hrútinn í 2 janúar og tókum eftir því að ein gimbrin hafi getað verið að ganga 6 jan þessi frá Kristni og hina sáum við ganga 12 janúar.

 


Stelpurnar duglegar að draga gimbrina frá kindunum og setja hana aftur hjá lömbunum.

Við tókum hrútana úr síðast liðin laugardag.

 


Hér eru Siggi og Kristinn að græja í lambhrútana vír til að venja hornin.

 


Hér er búið að græja vír og setja rör utan um. Þetta hefur virkað mjög vel.

Á laugardaginn skilaði svo Emil og Siggi hrútunum Kóng og Glúm aftur heim til sín.

 

 

 

Flettingar í dag: 669
Gestir í dag: 119
Flettingar í gær: 2761
Gestir í gær: 276
Samtals flettingar: 733071
Samtals gestir: 49084
Tölur uppfærðar: 10.5.2024 09:38:18

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar