Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Blogghistorik: 2010 Nästa sida

29.04.2010 22:49

Rósa hans Emils borin í Bug.

Rósa með flekkótta gimbur og svartan hrút.

Breyting á herberginu hans Magga, varð að setja hana inn og sýna honum því hann
er fyrir austan hjá Ágústi bróðir. Svo hverning lýst þér á finnst þér það bara ekki lita
út fyrir að vera miklu stærra en það var?

26.04.2010 23:11

Ýmislegt í apríl

Jæja henti inn slatta af myndum af prinsinum og vormyndum úr Mávahlíðinni. Við skelltum okkur svo til Reykjavíkur í gær og kíktum í heimsókn á Emil og Önnu og voru þau voða kát að sjá drenginn og gaf afi hans honum vörubíl sem hann smíðaði sjálfur og var hann afar lukkulegur með hann svo næst var ferð okkar að kíkja á Fríðu og Helga og var þar kaffi og kræsingar og Steini og Ágúst komu einnig og kíktu á okkur. Við enduðum svo hjá Jóhanni og Þorhöllu og fengum okkur Dominos nammi namm.
Donna fékk einnig að fara með svo hún fór í sína fyrstu Reykjavíkurferð.

Lukkulegur með bílinn frá afa Emil.

Fallegur dagur í Mávahlíð.

22.04.2010 14:01

GLEÐILEGT SUMAR.

Ein gömul í tilefni dagsins tekin í Mávahlíð 2007.

Búinn að velja sér fyrsta hnakkinn sinn :)

19.04.2010 13:07

8 Mánaða og Rúningur á hrútunum.

Kúturinn orðinn 8 mánaða bara og er hálf slappur litla greyið. Er búnað vera með hósta og kvef og er allveg að fá tönn í efri góm, hann er svo bólgin litla sílið. Bárður kom á laugardaginn og tók af hrútunum og líta þeir bara vel út og kom hann Moli á óvart þó hann sé smár, er hann með hörku læri og fallega byggður hrútur. Bárður hjálpaði okkur svo líka að snyrta klaufarnar á þeim svo þeir eru búnað fá fyrsta flokks snyrtingu frá snyrtistofu Bárðs he he og þökkum við honum kærlega fyrir hjálpina. Emil er búnað vera róa með Kalla Fía á grásleppu og hafa þeir fengið bara fínt á þessa tvo róðra sem Emil fór með og fór ég niður á bryggju og tók myndir af þeim á laugardaginn. Það var svo hundaættarmót í Mávahlíð þegar Pollý, Donna og Dögg hittu Fídel hans Snorra, þau eru öll systkini voða stuð og var líka margt um manninn inn í Mávhlíð á laugardaginn Jói Ragnars kom með Snata hundinn sinn og svo voru Oddur og Margrét að veiða enda var blíðskaparveður.

8 Mánaða töffarinn með fyrstu derhúfuna sína.

Bárður fagmaður í að taka af.

Emil einbeittur á svip að ganga frá grásleppunni.

14.04.2010 21:54

Fyrsti áfangi búinn í Sauðburðinum

Jæja hún Eyrún hans Bóa bar í nótt hrút og gimbur undan Prúð og gekk það hjálparlaust og fljótlega hjá henni. Benóný Ísak fór svo í skoðun í morgun og braggast vel hann er orðinn 8 kíló og 72 cm og er bara en í línunni sinni og svo fékk hann sprautu en hann var svolítið reiður yfir því og grét sárum grát þegar hann fékk hana en svo var allt búið. Ég bætti myndum af Eyrúnu inn í sama albúm og hinar sauðburðar myndirnar eru.

Eyrún stolt mamma.

13.04.2010 22:44

Sauðburður

Jæja þá er byrjaður fyrsti hlutinn af sauðburðinum eða annar rétt að segja því Golsa var fyrst og núna er Stjarna og Bríet hennar Karítas bornar og kom Stjarna með í nótt hrút og gimbur hvítt og svo bar Bríet í dag hvítum hrút og svo Köru til ánægðu kom hún svo með svarkápóttan hrút og öllum heilsast vel. Þanning að það er búið að vera nóg að gera og Benóný er búinn að vera með 39 stiga hita og örugglega að fara að taka tennur í efri góm. Emil gerði svo skemmtilega tilraun að setja grænan matarlit í sósuna á fiskiréttinn í gær og gera hann svona nammi grænan og girnilegan svo þetta er æðið núna erum að spá í að hafa svona þema núna rauða sósu á jólunum og gula á páskunum skil ekki af hverju okkur datt þetta ekki fyrr í hug he he algjör snilld.

Stjarna hennar Karítas.

Bríet með hrútana sína einnig í eign Karítas og eru öll þessi lömb undan Prúð hans Sigga en því miður lenti hann í átökum við Flekk bróðir sinn um daginn og hlaut innvortismeiðsli og fannst látinn á grindunum í gær svo það er kanski bara lán í óláni að hann slapp fyrr í rollurnar í haust og eignaðist öll þessi fínu lömb áður en hann kvaddi.

12.04.2010 12:36

Flugveiðinámskeið 11 apríl

Jæja það var skellt sér á flugveiðinámskeið um helgina í íþróttahúsinu í Ólafsvík og var þar margir menn komnir saman en flestir voru þó búnað kasta flugu áður en það hafði ég aldrei gert og ekki Emil heldur en við náðum þessu þó á endanum og svo var ég og Maja einu konurnar allveg geggjað góðar náttla he he, ég er að drepast núna úr harðsperrum í hægri hendinni voða gaman en við fórum svo inn í Mávahlíð og æfðum okkur þar en þar var hávaða rok og rigning svo það skeði nú ekki margt hjá okkur þegar við reyndum að kasta en það verður gaman að prufa þetta í góðu veðri fyrst maður veit núna út á hvað þetta gengur.

Allir að æfa sig í íþróttahúsinu inn í Ólafsvík.

10.04.2010 21:28

Fjárhúsin

Það var farið í fjárhúsin í gær með Benóný og hann fékk aldeilis að kynnast sveitalífinu. Hann var settur inn í hlöðu og fékk að virða fyrir sér heyið og svo var honum plantað í jötuna og voru rollurnar náttla rosa forvitnar hva þetta væri og var Stjarna hennar Karítas sérstaklega hrifin af honum og nartað í hann og hann gretti sig allan svo fékk hann að klappa lömbunum sem hafa fengið nafnið Beggi og Pakas og varð hann hæst ánægður með þetta bara. Við fórum svo aftur í fjárhúsin í dag og vigtuðum gemlingana og voru þessir þyngstu 62 kíló og léttasti var 42 kíló, meðalþyngdin var 55.5 kg af 12 gimbrum. Svo settum við einnig ásettningsmerkin í þá.

Sætastur í heyinu.

Aðeins að kítla hann he he.

05.04.2010 22:29

Páskaegg


Namm namm náði strax að gera gat á það með tönnunum og varð svo heldur 
betur æstur að fá þetta stóra.

Þetta er næstum stærri en hann og hann var allveg óður að sleikja he he.

Varð svo þetta líka brjálaður þegar það var tekið af honum en brosti svo bara
og umm meira meira.

04.04.2010 21:04

Gleðilega Páska

Gleðilega Páska öll sömul. Það er alltaf að bætast í hundafólkið í fjölskyldunni því nú er Dagbjört og fjölskylda búnað fá gullfallegan Golden retriever og var svaka spenna að bíða eftir að sjá hann og fóru allir inn í sveit til Freyju og Bóa og þar kom allt hundastóðið saman Skuggi hans Jóhanns sem er 
labrador og svo Perla sem er border collie sem Freyja og Bói eiga og svo náttla Fróði hennar Dagbjörtu og síðast en ekki síst hún Donna litla. Það var allveg magnað að sjá Fróða hann er svo stór og fallegur minnir mann á ísbjörn. Við höfum svo haft það bara mjög gott yfir páskana og fórum til mömmu í mat í hádeginu í hangikjet og Svínahamborgara hrygg rosa fínt og svo fóru Jóhann og Þórhalla suður í gær en þau voru búnað vera hjá okkur siðan á fimmtudag og svo er hún Dóra vínkona komin frá Noregi og kíkti náttla á okkur í kerti og spil.... En við gleymdum síðan að láta Benóný borða páskeggið sitt því við vorum svo mikið á ferðinni í dag og svo var hann svo þreyttur að hann fær bara að borða það á morgun.

Eyrún og Jóhann með Fróða og Skugga.

Allir að leika saman Olíver, Donna og Benóný Ísak.

01.04.2010 21:24

Emil 25 ára

Jæja þá er kallinn orðin 25 ára við héldum smá kaffi heima og fjölskyldan kom í kaffi og Dagbjört og fjölskylda gáfu Benóný risa páskaegg sem er hans fyrsta páskaegg og var hann allveg þvílíkt spenntur yfir því og eru núna allir að afvelta af áti.

Emil voða hamingjusamur.

Benóný með sitt fyrsta risapáskaegg.

  • 1
Antal sidvisningar idag: 542
Antal unika besökare idag: 160
Antal sidvisningar igår: 1079
Antal unika besökare igår: 260
Totalt antal sidvisningar: 727311
Antal unika besökare totalt: 48393
Uppdaterat antal: 7.5.2024 10:04:59

Um okkur

Namn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Mobilnummer:

8959669,8419069

MSN användarnamn:

Disa_99@hotmail.com

Födelsedag:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Postadress:

Stekkjarholt 6

Plats:

355 Ólafsvík

Telefonnummer hem:

4361442

Om:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Länkar

Länkar

Länkar