Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Blogghistorik: 2018 N/A Blog|Month_2

21.02.2018 10:01

Vetrar rúningur, Snjór og smá óhapp.

Fallega sveitin í Fróðarhrepp skartar hér sínu fegursta milli lægða sem ganga hver á
eftir annarri núna síðast liðnar vikur og enn er önnur á leiðinni. Ég myndi nú samt bara
segja að þetta væri almennilegur vetur eins og maður man eftir þeim sem krakki. Vera
fastur í sveitinni, rafmagnið alltaf að fara og engin skólabíll því allt er ófært.

Guðmundur Þór kom til okkar á laugardaginn og tók af seinni rúninginn.
Alltaf jafn laginn við þetta og þær verða svo vel klipptar og fínar.
Það var svo tekið allt af hrútunum.

Þetta er alveg magnað hvað hann er fljótur og yfirleitt eru þær þægar og 
afslappaðar en þó eru sumar sem eru óþekkar og erfiðari viðfangs.

Gemlingarnir orðnir svo vel snyrtir og fínir.

Og rollurnar líka og gaman að sjá litadýrðina undir sem verður allt öðruvísi  eins og sjá 
má á flekkóttu rollunum þær verða sumar eins og dalmatíu hundar.

Hrútarnir fyrir rúninginn.

Eftir rúning hér er Ísak svo vel snyrtur og flottur og Grettir er fyrir aftann hann.

Emblu fannst þeir svo fyndnir svona he he.

Hérna eru klifrarnir mínir Drjóli hans Sigga og Kaldnasi okkar.

Askur.

Grettir hans Sigga.

Lambhrútarnir fyrir rúning.

Eftir ný snyrtir og fínir. Sá mjóhyrndi er sauðurinn hans Sigga.

Hér eru þeir allir og einn er sauður.

Ein læra mynd af þeim. Ég var fyrir vonbrigðum hvað Kraftur virkar bara frekar lítil og
ekki mikil læri á honum en vonandi á hann eftir að fóðrast betur og stækka. Sauðurinn
hans Sigga aftur á móti hefur tekið mikinn vaxtakipp og er orðinn stærri en Kraftur.
Kraftur er hrúturinn hennar Emblu og er undan Ísak og Ísól. Hinir 2 hvítu við hlerann 
eru frá mér og Sigga og eru báðir Máv synir.

Gemlingarnir hans Sigga í Tungu.

Gjöfinni lokið hjá veturgömlu og gemlingunum.

Gjöfinni lokið hjá rollunum.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.


Já það eru ekki bara túristarnir sem eru að keyra útaf í vetur he he.
Ég var á leiðinni einn morguninn að fara að gefa og mætti flutningabíll og víkti aðeins of
mikið út í kant og rann aðeins útfyrir og þegar ég reyndi að jugga mér aftur upp á veginn
grófst bílinn bara meira niður . Þvílíkur klaufaskapur í mér og svo hafði ég mestar 
áhyggjur að Emil yrði ekki nógu fljótur að koma því ég skammaðist mín svo mikið að 
einhver sem ég þekkti myndi keyra framm hjá he he frekar vandræðalegt þar sem ég
er á þessum fína jeppa og þekki þessa leið inn í sveit út og inn og fer hana á hverjum
degi og jafnvel oft á dag. En það er ekki allt óhöppin geta alltaf gerst.emoticon

Emil og Gylfi komu svo fljótlega og kipptu þessu í lag.

Sjóararnir voru sko alveg með þetta Gylfi með svaka kaðal sem var gaddfreðinn
he he en þeir náður honum í sundur og höfðu pínu áhyggjur að ná bílnum ekki upp á
veginn aftur því hann var svo langt kominn á hliðina en það hafðist eins og í sögu og
bílinn bara fór beint upp á veginn og ég gat haldið leið minni áfram inn í fjárhús emoticon
Já það er frábært eiga góða og hjálpsama granna Gylfi býr við hliðina á okkur
í Ólafsvík og er mjög þakklát fyrir að Emil gat leitað beint til hans og að þeir gætu hjálpað
mér úr þessari klípu.

Skafl við endann á húsinu hans Gylfa í götunni okkar Stekkjarholti og svo má sjá fyrir
aftann Ólafsvíkur Enni og sjóflóðavarnirnar sem eru fyrir ofan Heilsugæslustöðina.

Hér sést húsið hans Gylfa og svo húsið okkar.

Þessar skvísur eru sko alveg að elska þennan snjó þetta er Aníta vínkona Emblu og svo
Embla og Freyja.

Benóný að renna í Sjómannagarðinum.

Freyja að renna sér.

Allt er á kafi í snjó hjá Freyju og Bóa inn í Varmalæk.

Skaflinn fyrir framan hús nær yfir tréin sem eru þar fyrir aftan skjólvegginn og þekur skaflinn hann alveg.

Mikið stuð að renna sér hér þverhnýtt niður.

Embla er alveg að elska þetta.

Freyja inn í kofanum sem er á kafi.

Flottar að fara búa til snjóhús.

Í hliðinu hjá ömmu og afa allt alveg á kafi. Þau muna ekki eftir að það hafi komið svona
mikill snjór síðan þau fluttu inn eftir. Snjórinn er það mikill að krakkarnir ná að fara bak
við hús og klifra upp á þak.

Búnað moka sér snjógöng til að renna sér niður.

Þetta er alveg æði að fá svona mikinn snjó fyrir börnin þeim finnst þetta æðislegt en það
er verst hvað þau fá stuttan tíma til að njóta hans því það er alltaf brjálað veður og núna
á svo að fara rigna svo það má búast við að megnið af honum fari burt og við tekur að
allt fari á flot og mikið slabb og leiðindi.

11.02.2018 19:06

Snjór,bollur og fósturtalning

Allt var á kafi hjá okkur í morgun og eins og þið sjáið þá komst kisa greyjið ekki einu sinni
út því kattalúan var á kafi. Hún auðvitað lét eigandann sinn kenna á því og gerði þarfir
sínar í blómapottinn ansk.... kvikindið.
Svona var þetta á laugardaginn en svo bætti talsvert á þetta yfir nóttina.
Verið að moka á laugardaginn.
Þurftum að moka bílinn út úr bílskúrnum.
Séð út frá bílskúrnum.
Búið að moka göng út úr húsinu og þá var að hefjast handa við að moka bílinn út.
Hér er Emil að moka bílinn út.
Emblu og krökkunum leiddist þetta nú ekki og fannst mjög gaman.
Bói ætlaði að fara að gefa í hesthúsunum á sunnudags morgun og komst ekki lengra
og sat fastur og við komum honum til aðstoðar.
Þetta tók ágætis tíma en hafðist svo á endanum. Við fórum svo í kaffi til Freyju og Bóa
og eftir það lá leið okkar í fjárhúsin en festum okkur rækilega við rimla hliðið hér hjá
þeim og við tók hálftími í að losa okkur.
Það var ekki mikill snjór í Tungu það hefur bara fokið allt í burtu en aftur á móti var
búið að skafa rosalega mikið inn.
Það var búið að skafa vel inn hjá rollunum.
Það var líka vel á kafi inn í hlöðunni.
Á laugardaginn fórum við í hinar árlegu bollur hjá mömmu og þær alltaf jafn gómsætar.
Fósturtalning fór framm hjá okkur á laugardaginn fyrst út á Hellissandi og svo hingað
inn úr. Það kom flott út hjá Gumma Óla, Marteini og Óla í Ólafsvík. Mest allt tvílembt
og 4 held ég þrílembdar hjá Marteini og einhverjar hjá Gumma og Óla líka ég man bara 
ekki alveg töluna á þeim. Guðbrandur Þorkelsson kom að fósturtelja.
Flottar forrystu gimbrar hjá Óla i Lambafelli.
Hér erum við komin til Gumma.
Þá erum við komin til okkar og spennan magnast.
Siggi búnað hólfa allt niður.
Embla búnað vera svo dugleg að skottast með okkur í allan dag og fylgjast með og núna
er hún svo spennt að sjá hjá okkur.
Guðbrandur leyfði Emblu að vera hliðina á sér og var svo að sýna henni hvernig hann
myndi sjá fóstrin það fannst henni mjög spennandi þó svo að hún sæi ekki alveg
hvernig hann sæi lömb út úr þessu he he.

Hjá Sigga voru gemlingarnir allir með 1 nema einn var með 2.
Veturgömlu voru held ég 2 með 1 og rest með 2
Rollurnar voru 2 með 3, 2 með 1, 2 geldar og rest með 2.

Hjá okkur voru af þessum fullorðnu

33 með 2
6   með 1
10 með 3
1  geld og ein sem fékk rosalega seint svo það taldist ekki í henni.

Veturgömlu

12 með 2
4   með 1
1  geld sem hefur farið fram hjá þegar hún gekk upp því ég er búnað reikna það út að
ég var akkúrat í Rvk og lét gefa fyrir mig þegar hún hefur átt að ganga upp og þar af
leiðandi lét ég ekki leita fyrir mig því Jóhanna gaf fyrir mig og treysti sér ekki til að fara
með hrútinn svo ég lét það eiga sig og tók sénsinn á tveim dögum. Svo hefur liðið annað
gangmál eftir það og þá var ég líka í Rvk og lét gefa fyrir mig og hélt þá að allt væri 
sloppið enda kominn 20 jan en þá var ekki leitað svo hún hefur farið framm hjá.
Ömurlega svekkjandi svo ef þetta er rétt hjá mér ætti hún að ganga aftur núna næstu helgi
en ég hugsa að ég nenni ekki að standa í því svo hún verður bara vera geld þetta árið.

Gemlingarnir

4   með 2
10 með 1
1 geldur

Við hleyptum bara eitt gangmál í gemlingana og létum það duga svo settum við 
engan hrút í þá svo það er allt í góðu þó einn hafi gengið upp og það þurfti endilega
að vera Vaíanna gæfi gemlingurinn hennar Emblu.

Af sæðingunum að segja þá komu þær bara vel út.

Klettur var með 2 þrílembdar og 1 tvílembda
Tvistur var með 1 þrílembda og 1 tvílembda
Bergur var með 1 þrílembda og 1 gemling með 1
Bjartur var með 2 tvilembdar og 2 einlembdar
Móri var með 1 þrílembda og 1 einlembda
Drangi með 1 einlembda
Gutti var með 3 tvílembdar

Út frá þessu eru 5 sæddar ær þrílembdar af 10 þrílembum í heildina.
Dröfn mamma hans Mávs hún er þrílembd og svo fékk ég fréttir af því að alsystir
Mávs sem Auður og Jói á Hellissandi eiga sé þrílembd.
Mjallhvít mamma Ísaks er þrílembd og Skvísa okkar sem var með 4 í fyrra hún heldur
sinni uppskrift og kemur þrílembd núna. Fíóna er þrílembd þriðja árið í röð.
Nál er ný þrílemba og er undan Tungu og Tvinna. Tunga er undan Dröfn
og Garra. Skuggadís er svo þrílembd í fyrsta sinn. Hrifla er móðir Tvinna sem er faðir
Ísaks og hún er þrílembd í annað sinn. Von og Ófeig eru þrilembdar í fyrsta sinn.
Salka er þrílembd í annað sinn.

Hér kemur svo smá úttekt af hrútunum sem voru notaðir og áætlaður fjöldi lamba
út frá fósturtalningu.

Sæðingshrútar

Klettur 8 
Móri     6
Bergur 5
Gutti     6
Tvistur 5
Bjartur  6
Drangi  1
Hrútar frá Bárði Hömrum
Knarran 4
Skjöldur 2
Bónus  2
Bliki  3
Partur 4
Tinni hans Gumma Óla 6
Láfi Óla 2
Heima hrútar 
Hlunkur 9
Grettir 14
Glámur 7
Móri Sigga 11
Kaldnasi 8
Askur 13
Kraftur 10
Ísak 11
Svanur 22

Þá er það upptalið fjöldi fóstra á hrúta í ár.

Það eru svo fleiri myndir bæði af snjónum,kaffi hjá mömmu og fósturtalningunni hér inni.

04.02.2018 10:17

Fjárhús,renna og Embla missir tönn

Alltaf jafn gaman að tala við gemlingana og það er búið að bætast talsvert í hópinn sem
ég er búnað spekja. Fyrst var það bara Vaíanna þessi kollótta móflekkótta en núna eru
þær orðnar 5 til viðbótar svo þetta er allt á góðri leið.
Alveg einstakur kærleikur milli þessara tveggja. Embla og Vaíanna.
Verið að vigta haust ullina.
Embla aðstoðar kona að skrifa niður þyngdina.
Embla að máta alla hestana í hesthúsinu og hún gerir sér lítið fyrir og klifrar frá 
jötunni og lætur sig síga niður hálsinn.
Svo lætur hún sig renna niður aftur og fer út úr stíunni og yfir í næstu alveg yndisleg.
Vínkonurnar mættar í fjárhúsin Embla,Aníta og Freyja.
Nóg að gera að klappa gemlingunum.
Aníta að gefa Vaíönnu smá knús.
Freyja líka.
Og svo allar í hópknús.
Og Benóný líka.
Embla að fara gefa fóðurbætir.
Aníta að fara aðstoða Emblu og gefa líka fóðurbætir.
Og Freyja líka. Svo duglegar þessar stelpur og Benóný líka.
Og gefa svo heyjið.
Embla að fara gefa.
Benóný hafði gaman að því að labba og láta þær elta sig.
Benóný hafði gaman að Möggu Lóu sem langaði mikið í kókið hans.
Jæja þá hófst gangan til að fara renna í brekkunni fyrir aftan hlöðuna.
Benóný og Anita á leiðinni upp brekkuna.
Freyja kominn upp og sjáiði hvað himininn er fallegur fyrir aftan hana.
Hér renna svo Aníta og Benóný á fleygiferð rosalega gaman.
Embla missti tönn númer 2 á fimmtudaginn. Rosalega lukkuleg.
Myrra sá um þessa útstyllingu he he og kom sér vel fyrir á stofuborðinu.

Það var svo vonsku veður hjá okkur á föstudagskvöldið og nóttina og ég svaf ekki mikið
hélt að húsið væri að fara það var svo mikið brak og brestir en það slapp allt vel og 
ekkert fauk eða losnaði. Við fórum svo rúnt inn í sveit þegar við fórum að gefa og þá 
tók Emil eftir að það höfðu losnað þakplötur af hlöðunni í Mávahlíð og hann lét Sigga
vita og Siggi reddaði því og náði að finna allar plöturnar sem fuku sem betur fer.
Enda var þetta ekkert smá sprengju rokur sem voru.


Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.

01.02.2018 14:19

Embla í reiðhöllinni í Ólafsvík

Embla Marína okkar er svo heppin að eiga svona góða frænku hana Jóhönnu sem fer með
henni í reiðhöllina og leiðbeinir henni þegar hún er á hestbaki. Embla elskar allt sem tengist
hestum og finnst æðislegt að fara með Jóhönnu í hesthúsin. Bói afi var svo frábær að járna
fyrir þær svo nú geta þær farið að prufa sig áfram í reiðhöllinni glæsilegu sem við höfum
í Ólafsvík. Ég stolta mamman fór auðvitað og horfði á Emblu mína og tók myndir af henni.
Gleðin leynir sér ekki í augunum og brosinu sem geislar af henni.
Svo dugleg.
Það er frábært að geta æft sig hér inni.
Jóhanna er búnað raða upp keilum svo hún geti æft sig að beygja.
Hér er hún komin hringinn.
Jóhanna að taka þetta út hjá henni hvernig gekk.
Hér er hún að kenna henni að láta hestinn bakka.
Við Benóný skelltum okkur að renna í gær inn í Mávahlíð og það var rosalega gaman
við fórum svo hratt að ég gerði ekki annað en að bremsa he he. Hann var aftur á móti
á fleygiferð og naut þess að sigra mömmu sína í keppninni.
  • 1
Antal sidvisningar idag: 542
Antal unika besökare idag: 160
Antal sidvisningar igår: 1079
Antal unika besökare igår: 260
Totalt antal sidvisningar: 727311
Antal unika besökare totalt: 48393
Uppdaterat antal: 7.5.2024 10:04:59

Um okkur

Namn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Mobilnummer:

8959669,8419069

MSN användarnamn:

Disa_99@hotmail.com

Födelsedag:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Postadress:

Stekkjarholt 6

Plats:

355 Ólafsvík

Telefonnummer hem:

4361442

Om:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Länkar

Länkar

Länkar