Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Blogghistorik: 2022 Visa kommentarer

22.07.2022 10:36

Kíkt á Emblu og Viktoríu

Fórum kinda rúnt í gær og duttum í lukkupottinn og hittum Viktoríu og hún kom til mín og Freyju og við fengum að klappa henni það er svo magnað hvað við erum búnað mynda mikið traust við þær að þær skuli treysta því að koma til okkar í villtri náttúrunni án þess að vera fá brauð eða eitthvað heldur bara fá klapp og klór og tala við okkur. Við náðum svo líka að fara inn fyrir Búlandshöfða og þar sáum við allar sem ganga þar og Embla var í þeim hópi og við læddumst að henni og hún kom líka og talaði við okkur og fékk klapp og klór og Ósk var líka með þrílembingana sína og var næstum búnað koma til okkar en þorði ekki alveg að koma. Emil og Bói gengu frá tækjunum inn í Hlöðu í Mávahlíð svo núna er búið að ganga frá því öllu fyrir haustið.

 

 

Hér er Höfn með hrútinn sinn undan Bolta hann var fæddur tvílembingur en það var úldið á móti honum. Höfn er svo breið og falleg kind og ég er rosalega spennt fyrir þessum hrút það verður gaman að sjá hvernig hann kemur út.

 


Hann er líka svo fallegur á litinn verður svipaður og Toppur sem ég átti einu sinni.

 


Stelpurnar að halda á Snæfellsjöklinum.

 


Embla er alveg sjúk í þessa gimbur frá Gumma Óla hún er undan Zeldu sem við áttum einu sinni og er það ræktuninn hans Hinna Páls Ólafsvík þvi ég fékk hjá honum golsótta gimbur sem ég átti í mörg farsæl ár og hún var móðir Zeldu.

 

 

Hér er Viktoría með gimbur og hrút undan Ljúf.

 


Hér er grábotnótt gimbur undan Emblu en Embla var svo nálægt mér að ég náði ekki mynd af henni sjálfri.

 


Hin gimbrin hennar þær eru mjög fallegar og eru undan Óðinn.

 


Hér er gimbur og hrútur undan Melkorku og Dökkva þau eru svakalega dökk og falleg.

 


Melkorka með gimbrina sína.

 


Ósk með þrílembingana sína undan Kaldnasa ,Hrúturinn er þessi móflekkótti og svo er hún með hvíta og gráa gimbur.

 


Þessi verður fallegur þetta er þrílembingurinn hennar Brussu og Bassa og gengur undir Dúllu.

 

21.07.2022 00:10

Heyskapur klárast 20 júlí


Hér er Emil að rúlla í Kötluholti.

 

 

Siggi er á plastaranum og sá um að raða þeim vel upp eftir túnum.

 

Í Fögruhlíð voru alls 62 rúllur og í Kötluholti 75 rúllur.

 


Kristin er að raka saman. Þeir eru búnað vera svo hörku duglegir að ná þessu öllu saman og þeir kláruðu svo að rúlla inn í Tungu líka svo nú er heyskapi lokið þetta árið og komið alveg meira en nóg af heyji fyrir alla.

 


Hér eru veturgömlu hrútarnir Diskó og Prímus með stórglæsilega útsýnið í baksýn sem er í mínu uppáhaldi Mávahlíð og Snæfellsjökullinn.

 


Hér er Ronja með skúf andarungar sem afi hennar Bói bjargaði þegar hreiðrið var að flæða og hann setti eggin í útungunarvél og þessir tveir lifðu.

 


Hér eru þeir í sveitinni og eru svo miklar dúllur og duglegir að borða flugur og skordýr sem stelpurnar veiða fyrir þá.

 


Krafturinn í strákunum hélt áfram og þeir kláruðu að keyra rúllurnar upp á Tungu líka.

 


Góðum degi að kveldi komið lauk svo með þessu gríðalega fallega skýja listaverki yfir jöklinum.

 

 

18.07.2022 20:43

Skotta og Viðja með lömbin sin


Hér er Skotta með lömbin sin undan Ljúf og sú móbotnótta er frekar ljós mórauð en samt falleg. Það var svo leiðinlegt að sjá að Doppa gemlingur undan Skottu sem er mógolsótta hér fremst á myndinni átti að vera með móbotnóttan hrút undan Ramma en hann var hvergi sjáanlegur svo hún hefur týnt honum eða eitthvað skeð fyrir hann annars var hún tvílembd og gimbrin sem er á móti hrútnum gengur undir Hrafney og er svört. Auðvitað var Emil búnað gera sér miklar vonir með þennan hrút og þá vantar hann það er alltaf svoleiðis þegar maður er spenntur fyrir einhverju þá er vafasamt að gera sér miklar vonir.

 


Hér sjást systurnar betur undan Skottu og Ljúf svo fallegar á litinn.

 


Hér er Viðja gemlingur með hrútinn sinn undan Bibba hann virkar mjög fallegur. Viðja er undan Viðari sæðingarstöðvarhrút.

 


Emi að slá inn í Kötluholti í gær og hér eru krakkarnir aðeins að fá að sitja í traktornum.

17.07.2022 17:51

Heyskapur byrjar og kindur


Bassi veturgamal undan Hrímu og Bolta. Hann er svo spakur að ég labbaði upp að honum í hlíðinni og klappaði honum.

 


Bassi svo fallegur.

 


Gimbrar undan Emblu og Óðinn.

 


Fönix veturgamal undan Dúfu hennar Jóhönnu og Bjart. Hann hefur bætt við sig smá hornstubba í sumar.

 


Dísa með þrílembings hrútana sína undan Bolta.

 


Hér er sá þriðji.

 


Hexía með lömbin sín undan Ljúf. Hexía sjálf er eitthvað mikið hölt í framfæti hefur eitthvað meitt sig.

 


Hrúturinn hennar.

 


Gimbrin hennar.

 


Álfadís hans Kristins með hrút undan Dag.

 


Benóný og Kaldnasi.

 


Tuska hans Kristins með hrút og gimbur undan Bolta.

 


Kristinn að raka saman inn í Fögruhlíð.

 


Hér sést þegar þeir eru allir að heyja Siggi á plastaranum,Emil á rúlluvélinni og Kristinn á rakstravélinni og skýjin eru alveg ótrúlega falleg.

 


Siggi að plasta.

 


Hér sést frá sumarbústaðnum hjá Maju vel yfir þar sem þeir eru að heyja inn í Fögruhlíð.

 


Gríðalega fallegt veður að kvöldi komið tekið yfir Mávahlíðarfjöruna og Mávahlíðarhelluna og útsýnið teygir sig yfir í Ólafsvíkur Enni.

 


Jóhanna með Mikka og Ronja Rós náðist ekki á mynd var svo mikið að hlaupa og hafa gaman meðan við vorum að merkja rúllurnar.

 


Búið að fylla vörubílinn og hér er Kristinn að keyra með rúllurnar upp að Tungu.

 


Hér eru þeir að fara upp brekkuna í Tungu Kristinn á vörubílnum og Emil á traktorinum.

 


Hér er svo Emil að ferja rúllurnar af inn í Tungu.

 


Hér eru Kristinn og Emil byrjaðir að slá í Kötluholti og Siggi er að slá inn í Tungu. Spáin er búnað vera frekar erfið og ekki mikið um þurrk en þeir ákváðu að taka af skarið og klára þetta.

 


Við skelltum okkur til Reykjavíkur í bíóferð ég og eldri krakkarnir á Skósveinana nýjustu myndina.

12.07.2022 21:29

Embla hittir Hrafney og rúntur


Falleg lömb hér frá Sigga undan Búrku og Dag.

 


Mávadís með gimbrar undan Bassa.

 


Hríma með fallegu lömbin sín undan Bolta.

 


Gimbrin mjög falleg að sjá.

 


Hrúturinn líka en ég sé að merkið hefur rifnað úr eyranu á honum svo það er gott að hafa það á hreinu fyrir haustið.

 


Bræla sem ég átti en Gummi á hana núna hún er Bekra dóttir.


Hrútur undan Hexíu og Ljúf.

 


Gimbrin á móti.

 


Við vorum á rúntinum í kvöld og sáum Hrafney og ég sagði Emblu að prófa að fara og læðast að henni.

 


Það fyndna við það þegar hún var komin að henni spratt hitt lambið á fætur það tók ekki eftir Emblu fyrst og hér er hún búnað fá hana til að koma til sín.

 


Hér er Embla alveg búnað ná henni til sín.

 


Svo læddust hinir krakkarnir til hennar líka við vorum sama gengið á rúntinum eins og í gær og Ronja sofnaði aftur og ég gat svo ferjað hana inn í rúm og hún hélt áfram að sofa.

 

 
Hér er svo Hrafney með sæðing undan Bikar og svo er undir henni tvílembings gimbur undan Doppu gemling og Ramma sæðingar hrút. Hann er alger rumur þessi hrútur undan Bikar mjög stór og fallegur að sjá.

Viktoría með lömbin sín undan Ljúf.

11.07.2022 18:20

Lamba rúntur og undirbúningur og sláttur


Terta með þrílembingana sína undan Óðinn.

 


Virka jafnir og fínir hjá henni sá flekkótti var minnstur fæddur og er það enn.

 


Hér eru þeir allir saman ég komst svo nálægt þeim í Búlandshöfðanum.

 


Dúlla með hrútinn sinn og svo gengur undir henni þrílemingur frá Brussu og mér sýnist þetta vera hann sem er á myndinni.

 


Hér eru þeir sá seinni er hrúturinn hennar en fremri var vaninn undir en hún vildi bara þann sem var vaninn undir fyrst og vildi ekki sjá sinn eigin hrút en þeir hafa náð að fylgjast saman og vera undir henni.

 


Blesa með gimbrarnar sínar undan Dökkva þær eru mógolsóttar.

 


Þessi mynd var tekin 14 júní áður en við fórum til Tenerife og þetta er Óskadís með lömbin sín undan Dökkva mjög dökkmórauð og falleg.

 


Þessi mynd var líka tekin 14 júní áður en við fórum út þetta er Hríma með lömbin sín undan Bolta.

 


Þessi mynd líka tekin 14 júní og þetta eru lömbin hennar Mávahlíð og Bibba og virka svakalega falleg.

 


Sérst hérna enn þá betur hvað hrúturinn virkar þéttur allur það verður spennandi að fylgjast með honum í haust.

 


Fallegt útsýnið frá Búlandshöfðanum yfir i Kirkjufellið.

 


Ronja Rós alsæl með pabba sínum meðan mamman tekur myndir af kindunum.

 


Kaka gemlingur með hrút undan Ljóma.

 


Það voru fagnaðar fundir þegar Embla sá Diskó loksins vera kominn niður úr hlíðinni og var varlega að honum og auðvitað kom hann svo fagnandi til hennar og dillaði rófunni eins og sannur Diskó he he.

 


Hér eru allir krakkarnir komnir til hans sem sagt Embla og vinkona hennar Anita og svo Freyja og Aron vinur hennar og Diskó tekur vel á móti öllum og þiggur klapp og klór.

 


Alveg einstaklega geðgóður hrútur og svo traust og sterkt samband milli hans og Emblu. Dískó er undan sæðishrútnum Tón og kind frá okkur sem heitir Viana og hún er undan kaldnasa sem einmitt með alveg eins geðslag og kemur alltaf til krakkana úti.

 


Ljúfur hefur aldeilis stækkað hann er undan Óðinn okkar og Kolfinnu sem er undan Myrkva sæðingarstöðvarhrút. Mér hlakkar svo til að sjá hvernig lömbin undan honum koma út í haust ég hef mikla trú á honum sem kynbótahrút.

 


Hér er hrúturinn hans Guðmundar Ólafs Ólafsvík og svo Prímus frá Kristni sem hann fékk á Hjarðarfelli, þeir hafa stækkað vel og lita vel út.

 


Hér er Ljómi hans Sigga sem hann fékk hjá Óla á Mýrum og hann er líka orðinn stór og fallegur.

 


Diskó er orðinn algert tröll enda var hann stór og Ljúfur kom vel á óvart hann var svo lítill og nettur eftir fengitímann en hefur bætt það vel upp núna.

 


Hér sést Gumma hrútur betur hann er svo svakalega fallegur á litinn og hefur stækkað vel þvi hann heimti hann seint í vetur og var settur á út frá því og er þrílembingur og gegnu þrjú undir.

 


Hér er Bói,Kristinn og Emil að gera slátturvélina klára fyrir slátt.

 


Kristinn datt svo algerlega í lukkupottinn þegar hann fann Dorrit afvelta upp í hlíð í Hrísum fyrir algera tilviljun sá hann í kíkirnum lappir upp í loft þegar hann var búnað leita viða í kring í skurðum og ég og Emil vorum búnað leita eftir henni líka án árangurs en það byrjaði þannig að við sáum lömbin hennar en ekki hana og þá fór okkur að gruna að hún væri einhversstaðar dauð eða föst í skurð því það voru tveir dagar síðan við sáum hana með lömbin svo Kristinn var mjög heppin að reka augun í hana því það var ekki auðvelt að sjá hana því skyggni var slæmt hálf rigning og þoku kennt. Kristinn og Emil náðu að taka hana niður úr hlíðinni og ég fór og náði í kerruna og svo var henni skellt upp á og Kristinn fór með henni á kerrunni upp í Tungu inn í fjárhús og hún var frekar ringluð fyrst og leyst okkur ekkert vel á hana greyjið. Hún er þó öll að koma til í dag og krakkarnir reittu smá gras og gáfu henni og hún át það og drekkur svo það eru allar líkur á að hún eigi eftir að ná sér.

09.07.2022 03:52

Tenerife ferð 16 júní til 2 júlí

Við fjölskyldan skelltum okkur til Tenerife þann 16 júní. Við byrjuðum á að fara til Keflavíkur með vinafólki okkar og gistum þar eina nótt áður en við fórum út.

Freyja tengdamamma og Bói tóku eina tösku fyrir okkur út því þau fóru deginum á undan okkur til Tenerife og við komum ekki öllum töskunum fyrir í bílinn 

enda með tvær töskur stórar fyrir og svo öll börnin svo það var þétt setið í bilnum. Þau tóku líka barnakerruna okkar fyrir okkur til Keflavíkur svo tókum við hana

á hótelinu og með okkur á flugstöðina. Það var rosalegur spenningur í krökkunum á hótelinu og það var meira segja sussað á okkur hvað það væri mikil læti í 

krökkunum svo mikill var spenningurinn í þeim. Það var ekki á það bætandi að ég var frekar stressuð yfir að fara með Ronju í fyrsta sinn í flug og hún ætlaði 

aldrei að sofna á hótelinu og hélt systkinum sínum vakandi með svefngalsa og öskrum inn á milli en sofnaði svo á endanum. Svo kom að því að fara í flugið og 

það gekk vonum framar Ronja svaf meirihlutann af leiðinni og allt gekk eins og í sögu. Það var mjög gaman hjá okkur í Tenerife við vorum svo mörg saman

sem sagt við og Eva og Emmi og börnin þeirra vorum í herbergi hlið við hlið og þau eiga börn á svipuðum aldri og það var mjög þæginlegt þau bara löbbuðu á milli

og við spjölluðum á kvöldin og klifruðum yfir á svalirnar hjá þeim því þau fengu hornsvalir og herbergi sem var svo stórt og flott . Annað vinafólk okkar var svo 

líka með okkur úti Hreinn og Rósa og tvö börn og þau voru á fyrstu hæð sem var líka mjög þæginlegt þá var hægt að sitja og spjalla við þau niðri í garði.

Freyja og Bói voru á hæðinni fyrir ofan okkur við vorum öll á hótelinu Hovima la pinta á  Adeje ströndinni. Jóhann bróðir Emils og Þórhalla voru á öðru hóteli

rétt hjá og voru með Bjarka Stein strákinn sinn og þau komu oft yfir og svo hann gæti leikið við krakkana og við fórum með þeim í vatnsleikjagarð og Loro

park dýragarðinn og margt fleira. Þegar leið svo á ferðina kom Marinó bróðir Emils og konan hans Fríða með strákinn sinn Pétur og við hittum þau líka.

 

 

Allir ferðafærir á flugstöðinni og deyja úr spenningi.

 

 

Embla með Hildi Líf og Freyja með Ronju Rós og þær svo fínar með nýju töskurnar sínar sem þær geta rennt sér á.

 

 

Þá er komið að því að fara stíga um borð.

 

 

Emil sat með Benóný og Freyju og ég sat með Ronju og Emblu.

 

 

Fyrsti dagurinn í sundlauga garðinum.

 

 

Að fá sér ís.

 

 

Hér fórum við út að borða á afmælisdaginn minn 17 júní á Hvítu myllunni á Tenerife og hér erum við öll saman og 

svo voru Eva,Emmi og krakkarnir og Hreinn,Rósa og krakkarnir líka en það var tekin önnur mynd af þeim saman.

Eva og Emmi áttu líka brúðkaupsafmæli sama dag og ég afmæli svo þetta var tvöföld afmælisveisla og það var komið og sungið fyrir okkur og 

við fengum köku og kerti mjög skemmtilegt og æðislegt kvöld með frábærum ættingjum og vinum.

 

 

Við saman með Ronju Rós.

 

 

Hér eru Emmi og Eva vinir okkar sem eiga brúðkaupsafmæli 17 júní.

 

Það var skellt sér í Gokart og hér eru krakkarnir að gera sig klár. Aron,Embla,Freyja,Benóný og Bjarki Steinn.

 

 

Eva skellti sér með Hildi Líf.

 

 

Ronja Rós fékk bara að horfa á með Emma.

 

 

Bjarki og Freyja í tæki í Siam mall.

 

 

Jóhann og Þórhalla kát í leiktækjunum.

 

Í Loro park allir saman.

 

 

Hér er háhyrninga sýningin í Loro park og Eva,Emmi og Emil og krakkarnir fóru á splash svæðið og urðu rennandi blaut ég fór upp með Benóný og Ronju

Þórhalla og Jóhann líka svo við sluppum.

 

 

Eva var flott á hjólinu með krakkana svo hún gæti hvílt á sér fótinn því hún sleit hásinina í vor og er enn að jafna sig.

 

 

Ronja Rós er svo montin með nýja peppa pig bikinið sitt.

 

 

Við skelltum okkur tvisvar í Aqualand einu sinni með Þórhöllu,Jóhanni og Bjarka og svo líka með Evu,Emma og Hrein og Rósu og krökkunum.

Það er alltaf jafn gaman að fara í vatnsleikja garðana og Benóný er þar alveg í himnaríki. Aqualand er mjög fjölskylduvænn garður og stutt í allar 

rennibrautir og barnasvæðið er svona miðsvæðis og krakkarnir gátu hlaupið sjálf í brautirnar og við verið róleg í sólbaði á bekkjunum á meðan.

 

 

Hér er Embla og Bjarki að renna.

 

 

Emil og Benóný saman í rennibraut í Aqualandi.

 

 

Í fiskaspa Benóný og Embla.

 

 

Freyja og Aron að fá sér kókteil .

 

 

Embla og Ronja búnað fá sér fléttur svakalega fínar.

 

 

Freyja líka búnað fá fléttur.

 

 

Benóný í sundlauga garðinum.

 

 

Embla Marína fyrstu dagana.

 

 

Freyja Naómí fyrstu dagana líka.

 

 

Hér er kósý tími hjá Emblu,Freyju og Aroni með andlitsmaska og fótmaska.

 

 

Það var frábær krakkaklúbbur á hótelinu og hér eru þau öll búnað baka pizzu og teikna á pizza kassann og bíða eftir að fá að borða pizzuna sína.

 

 

Hér erum við í monkey park og þar finnst krökkunum svo skemmtilegt því þar má halda á dýrunum og gefa þeim að borða.

 

 

Benóný Ísak að skoða skjaldbökuna.

 

 

Stuð hjá Freyju að gefa þeim að borða.

 

Magnús og Benóný í Aqualandi.

 

 

Ronja og Embla elskuðu að vera á ströndinni.

 


Hér erum við öll á Camel baki í Camel park það var rosalega flottur og skemmtilegur garður.

 

 

Hér er Ronja að gefa Camel dýrinu að borða.

 

 

Embla að klappa asna.

 

 

Þau fengu svo öll að halda í og við fengum að taka myndir eins og við vildum og kostaði ekkert aukalega.

Hér er Benóný svo duglegur að halda í honum leist fyrst ekkert á það en þegar maðurinn rétti honum tauminn gat hann ekki sagt neitt he he.

 

 

Annað en hún litla skotta hún var alveg til í þetta he he.

 

 

Það var svo lítil skjaldbaka inni sem þau máttu gefa að borða.

 

 

Á leiðinni á fínan veitingarstað.

 

 

Við áttum svo brúðkaups afmæli 27 júní og ég verð að viðurkenna að það fór alveg fram hjá mér fannst ég þó vera gleyma einhverju það ætti einhver afmæli eða eitthvað og svo fattaði Emil það að við ættum brúðkaupsafmæli he he og Eva og Emmi komu okkur á óvart á veitingarstaðnum og létu færa okkur köku og syngja fyrir okkur alveg æðislegt.

 

 

Hér eru allir í stuði á ströndinni. Freyja, Ronja, Embla og Aron.

 

 

Reyna taka fjölskyldu selfie í sjónum og tókst bara ágætlega.

 

 

Hér erum við komin í Siam park og hér eru Ronja og Hildur að renna sér. Það var frekar kalt þegar við fórum sérstaklega ef maður var að renna sér og blotna þá var mjög kalt að koma upp úr. Benóný og stákarnir skemmtu sér konunglega og við stelpurnar líka við Eva fórum með Benóný í tvær alveg svakalegar og ég hef aldrei öskrað eins mikið held ég og það fannst Benóný gaman að heyra mömmu sína vera skít hrædda he he. Hann kláraði svo afrekið sitt og fór í Tower of power sem er búið að vera mikið markmið hjá honum að þora fara í hana.

 

 

Þetta er þessi hrikalega Tower of power rennibraut sem hann skellti sér í.

 

 

Svo montin í prinsessu kjólnum sínum og hælaskónum.

 

 

Hér erum við í Jungle park.

 

 

Hér erum við líka í Jungle park.

 

 

Benóný í Jungle park í slide run.

 

 

Þessi api var í Monkey park og var alger stríðnispúki og stóð svona á stöng fyrir ofan hausinn á manni og af öllum í hópnum þá pissaði hann niður á hausinn á Benóný og það var svo geggjað fyndið móment að hann skyldi lenda í því af öllum því Benóný er með dæmigerða einhverfu og hatar rigningu og óþarfa bleytu fyrir utan að elska sundlaugar og rennibrautir vill hann ekki vera blautur þegar hann er á landi he he svo þetta var alveg efni í fyndið myndband að hann skyldi velja hann til að pissa á og auðvitað fór hann úr bolnum og við þurkkuðum hann og honum fannst þetta sko ekki fyndið en gat svo séð húmorinn í þessu löngu eftir á he he strák greyjið.

 

 

Benóný Ísak í Jungle park svo flottur garður og geggjaður gróður og tré um allt.

 

 

Það er æðisleg sæljóna sýningin í Jungle park það er svo mikil stemming og stuð.

 

 

Embla fékk að láta taka mynd sér af sæljóni og það kostaði sér að gera það.

 

 

Freyja líka og mér finnst þetta svo dásamleg mynd það er eins og Freyja sé skíthrædd við hann og standi ekki alveg á sama að vera hliðin á honum he he.

 

 

Það er mjög flott fuglasýningin í Jungle park og hér er einn þjálfarinn með örn þeir voru svakalega flottir og vel þjálfaðir.

 

 

Ronja Rós að halda á páfagauk svo dugleg.

 

 

Freyja Naómí með páfagauk svo falleg mynd.

 

 

Embla Marína með tvo páfagauka.

 

 

Benóný með tvo líka.

 

Hér erum við öll saman í Loro park myndatöku.

 

 

Hér er svo komið að leiðarlokum á leið heim í flugvélinni eftir æðislega og frábæra Tenerife ferð með frábæru fólki og við Emil og hinir fullorðnu vorum alveg til í að vera lengur en krakkarnir biðu spenntir eftir að koma heim.

  • 1
Antal sidvisningar idag: 568
Antal unika besökare idag: 164
Antal sidvisningar igår: 1079
Antal unika besökare igår: 260
Totalt antal sidvisningar: 727337
Antal unika besökare totalt: 48397
Uppdaterat antal: 7.5.2024 10:34:07

Um okkur

Namn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Mobilnummer:

8959669,8419069

MSN användarnamn:

Disa_99@hotmail.com

Födelsedag:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Postadress:

Stekkjarholt 6

Plats:

355 Ólafsvík

Telefonnummer hem:

4361442

Om:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Länkar

Länkar

Länkar