Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

22.07.2022 10:36

Kíkt á Emblu og Viktoríu

Fórum kinda rúnt í gær og duttum í lukkupottinn og hittum Viktoríu og hún kom til mín og Freyju og við fengum að klappa henni það er svo magnað hvað við erum búnað mynda mikið traust við þær að þær skuli treysta því að koma til okkar í villtri náttúrunni án þess að vera fá brauð eða eitthvað heldur bara fá klapp og klór og tala við okkur. Við náðum svo líka að fara inn fyrir Búlandshöfða og þar sáum við allar sem ganga þar og Embla var í þeim hópi og við læddumst að henni og hún kom líka og talaði við okkur og fékk klapp og klór og Ósk var líka með þrílembingana sína og var næstum búnað koma til okkar en þorði ekki alveg að koma. Emil og Bói gengu frá tækjunum inn í Hlöðu í Mávahlíð svo núna er búið að ganga frá því öllu fyrir haustið.

 

 

Hér er Höfn með hrútinn sinn undan Bolta hann var fæddur tvílembingur en það var úldið á móti honum. Höfn er svo breið og falleg kind og ég er rosalega spennt fyrir þessum hrút það verður gaman að sjá hvernig hann kemur út.

 


Hann er líka svo fallegur á litinn verður svipaður og Toppur sem ég átti einu sinni.

 


Stelpurnar að halda á Snæfellsjöklinum.

 


Embla er alveg sjúk í þessa gimbur frá Gumma Óla hún er undan Zeldu sem við áttum einu sinni og er það ræktuninn hans Hinna Páls Ólafsvík þvi ég fékk hjá honum golsótta gimbur sem ég átti í mörg farsæl ár og hún var móðir Zeldu.

 

 

Hér er Viktoría með gimbur og hrút undan Ljúf.

 


Hér er grábotnótt gimbur undan Emblu en Embla var svo nálægt mér að ég náði ekki mynd af henni sjálfri.

 


Hin gimbrin hennar þær eru mjög fallegar og eru undan Óðinn.

 


Hér er gimbur og hrútur undan Melkorku og Dökkva þau eru svakalega dökk og falleg.

 


Melkorka með gimbrina sína.

 


Ósk með þrílembingana sína undan Kaldnasa ,Hrúturinn er þessi móflekkótti og svo er hún með hvíta og gráa gimbur.

 


Þessi verður fallegur þetta er þrílembingurinn hennar Brussu og Bassa og gengur undir Dúllu.

 

Flettingar í dag: 3039
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 2626
Gestir í gær: 135
Samtals flettingar: 756003
Samtals gestir: 52711
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 17:19:03

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar