Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Blogghistorik: 2009 N/A Blog|Month_11

29.11.2009 14:04

Allt á kaf í snjó

Já það er sko heldur betur búið að snjóa það er gersamlega allt á kafi GEGGJAÐ manni langar bara til að vera 6 ára aftur og fara út að leika emoticon Það eru allir nágrannarnir út að moka he he. Ég skellti mér út og tók nokkrar myndir og Olíver fór með mér og var í vandræðum að komast áfram í öllum snjónum. Hér eru tvær myndir en svo eru fleiri inn í myndaalbúminu.


Lanserinn við húsið allveg á kafi.

Stekkjarholtið.

27.11.2009 19:06

Afmæli Leifs

Jæja hann pabbi á afmæli í dag og fórum við og heimsóttum hann og var rjómaterta og allt í tilefni dagsins rosalega fín. Við gáfum honum prins póló og malt það er uppáhaldið hans og var hann ánægður með það og hann er bara ungur í anda því þegar hann var spurður hvað hann væri gamall sagði hann 37 ára.Já hann var ánægður að fá litla prinsinn í heimsókn og okkur öll við heilsuðum líka upp á Hilmar pabba hans Bóa og fékk hann að máta strákinn.


Stoltir saman. Leifur og Benóný Ísak.

27.11.2009 00:17

Nóvember

Hæ við fengum skemmtilega heimsókn í fyrradag því þá kom Gunni frændi Emils og Hugrún konan hans og litli prinsinn þeirra og er hann mánaðar gamall og er næstum jafn stór og Benóný. Það eru skemmtilegar myndir af þeim saman inn í myndaalbúminu svo endilega kíkið á það. Og muna svo að skrifa í GESTABÓKINA það er must!emoticon


Hérna eru frændurnir saman og eins og sést er ekki mikill stærðarmunur á þeim.

23.11.2009 23:30

Rollurnar komnar inn

Jæja á laugardaginn fórum ég,Maggi,Maja og Siggi og Gerða og náðum í rollurnar og voru þær bara ánægðar að komast inn held ég en það vantaði 3 og ég og Maggi tókum rúnt að gá að þeim en Benóný var svo órólegur að ég gat eiginlega ekkert kíkt en við fórum svo daginn eftir og fundum þær og náðum þeim inn og Siggi og Gerða komu svo og Siggi hjálpaði okkur að gefa þeim ormalyf. Svo það er hægt að fara dekra við þær og gaman. Já og við fórum í heimsókn til Steina og Jóhönnu og Benóný hló svo rosalega með Jóhönnu og náðum við hluta af því á video og getið þið séð það inn í myndbönd. Ágúst bróðir er svo í heimsókn og var að hitta Benóný í fyrsta sinn. Svo má ekki gleyma því að hrútaskráin 2009 er kominn og það er náttla alltaf gaman að glugga í hana og spá og speglura en aðalmálið er að þetta heppnist það gekk svo illa í fyrra að það er spurning hvort maður nennir að standa í þessu það er alltaf spurningin. Ég fékk svo kjólinn minn sem ég bað Brynju að prjóna fyrir mig og er hann allveg æði hjá henni ég er allveg himinlifandi hún er algjör prjónasnillingur.

Benóný Ísak er sko farinn að reyna hífa sig upp.

Dísa lukkuleg í kjólnum.

ESSSASÚ.........

19.11.2009 16:55

3 Mánaða

Þá er kúturinn orðinn 3 mánaða aldeilis fljótt að líða og ég veit ég var að blogga í gær en langaði að henda aðeins meira inn í tilefni þess að hann er 3 mánaða í dag. Ég ætla að byrja á því að óska honum Óla til hamingju með daginn og óska Köru,Selmu og Maju góðs gengis að baka kökuna fyrir hann emoticon he he ég veit að Maju finnst svo gaman að baka. Ég fékk nýja myndavél í gær Canon G9 svo núna get ég náð öllum mómenntum á mynd því mín var orðin svo sein að þegar hún loksins tók mynd þá var allt búið og maður missti af öllu svo núna er maður sko klár í þetta, jæja ég kíkti með Benóný inn í frystihús í heimsókn í dag og hann var bara hissa á öllu þessu fólki en brosti bara, já svo var hann að meðtaka bláa litinn sem var í stíl við húfuna og gallann sem frystihúsfólkið gaf honum,það er kanski verið að ýja einhverju að honum emoticon já það á eftir að koma í ljós hvað hann velur vonandi ekki skattaparadísina sem er við völd núna he he. Máni nýji hesturinn er kominn inn í hús en hún Hera er allveg brjáluð út í hann og bítur hann bara en hann Vökull vendar hann og passar að hún bíti ekki í hann en hún nær nú samt að ráðast á hann algjör grýla. Hún er sko ekki eins saklaus og sæt eins og hún var í fyrra vetur.


Knús knús pínu rauð augu var að prófa myndavélina.

Fór og gaf rollunum hans Marteins brauð í dag og þær eru vel aldar þær komu allar til mín.

Hérna er Máni og Vökull og Máni er farinn að hafa vit á því að fara hliðina á Vökli til að fá frið fyrir drottningunni henni Heru.

18.11.2009 23:52

Fyrsti hesturinn hennar Dísu

Jæja þá er ég loksins búnað eignast minn fyrsta hest og er það allt henni Írisi að þakka, hún gaf mér rauðskjóttan fola undan Kristall sem er undan Skrúð og undan Kólgu sem er undan Reyk. Mér langaði svo rosalega að eignast fola undan Skrúð og varð mér að ósk minni emoticon .
Knúsarinn hann Benóný fór í 3 mánaða skoðun núna 17 nóv og gekk bara æðislega vel, við fórum bæði með hann og fékk hann sína fyrstu sprautu og fann ekki fyrir því þegar hann var sprautaður í lærið og er hann orðinn 5720gr og 62 cm svo það er allt bara í réttum hlutföllum samkvæmt bókinni.
En í gærkveldi fékk greyið hita og var allveg brjálaður og grét og grét en fékk svo stíl og sofnaði.
Hann er búnað fá nýja gesti í vikunni því Júna og Íris kíktu á prinsinn og svo kom Fríða í Tröð og svo kom Tinna og Íris dóttir hennar í dag svo það er bara búnað vera gaman hjá okkur og nóg að skoða fyrir Benóný alltaf ný og ný andlit og hann er farinn að taka svo vel eftir öllu. Já og svo eru Steinar og Unnur komin með lítið kríli hann Tristan sem bræðir alla geðveikt sætur tjúahvolpur ýkt heppin mér langar svo í svona hvolp þeir eru svooooooo sætiremoticon
Við fórum síðan á mánudaginn í heimsókn til Bárðar í fjárhúsin að skoða ásettningsgimbrarnar hans og eru þær allar rosalega fallegar og svo kíktum við líka á hann Læk gamla sem lítur bara rosalega vel út þrátt fyrir háan aldur. Jæja ég er búnað vera svo lengi að blogga að það er kominn nýr dagur svo núna er Benóný orðinn 3 mánaða 19 nóv og svo á Óli hennar Maju afmæli í dag og óskum við honum til hamingju með daginn. Rúnar kom svo í gær og sprautaði lömbin og Bói hjálpaði honum og Gummi tók svo gimbrarnar sínar.



Þetta er hann Máni.


Þetta er hann Tristan sem Unnur og Steinar eiga.

Benóný að tala við Topp.

15.11.2009 16:21

Fyrsta kindin

Jæja nú er Benóný búnað fá fyrstu gimbrina sína afhenta. Bárður kom og gaf honum sína fyrstu kind og fékk hún nafnið Dóra og er hún afskaplega falleg gimbur. Við fórum svo til Reykjavíkur á föstudaginn og var það allveg stress dauðans í þessu kreppubæli, það er allt orðið svo hrikalega dýrt að það er bara klikkun þessi vinstri stjórn er að gera útaf við landið. Já sæll svo er náttla viðbrigði að fara í bæinn að versla og vera komin með lítinn skæruliða en það reddaðist fínt bara og kíktum við á Fríðu og Helga og tókum myndavélina með en gleymdum myndavélakortinu algjör bömmer svo það voru engar myndir teknar í þessari ferð. Við fórum svo til Jóhanns og Þórhöllu og voru þau á fullu að baka fyrir barnaafmælið hjá krökkunum svaka dugnaður í liðinu bara. Það er svo varla frásögufærandi að Maggi bróðir lenti í því skemmtilega atviki að fara að sofa heima hjá Soffíu og skilja bílinn okkar eftir fyrir utan og þegar að hann vaknar og ætlar að skutla Soffíu í vinnuna þá vill svo til að það er enginn bíll og hann fær allveg sjokk og kemur þá í ljós að bíllinn er búnað renna yfir til Jóa Ragnars og klessa á bíllinn hans, þá hefur hann ekki verið allveg í handbrensu og bara rúntað af stað, ekkert smá skondið en það skemmdist nú ekkert alvarlega bara smá beygla. Jæja svo er ég búnað setja fyrsta myndbandið inn af Benóný og getið þið séð það á forsíðunni undir myndbönd. Þar skellihlær hann með pabba sínum.


Hérna er hún Dóra hans Benónýs sem Bárður gaf honum.


Hérna er svo myndin af lancernum með beygluna.
Lambalundir er algjört lostæti og mjög girnilegt þetta er heimagert og létt steikt á pönnu og kryddað með salt og pipar og lítur bara eins út og á veitingarhúsi emoticonnamm namm. Mæli með þessu að skera lundirnar af hryggnum og steikja þær það er algjört nammi sérstaklega núna í kreppunni þegar það er nú ekkert hlaupið að því að fara út að borða.

09.11.2009 15:59

Mávahlíð

Hæ í minningu þess að það verða nú ekki haldin árlegu jólaboðin hjá henni Huldu í Mávahlíð er ég búnað setja myndir úr jólaboðum í kringum árin sem margir eiga sér góðar minningar um. Eflaust verða jólin skrítin hjá flestum í ár þegar vantar allar kræsingarnar og góðu piparkökurnar sem allir nutu góðs af í jólaboðunum og tala ekki um skonsurnar með hangikjötinu nammemoticon namm. 
Það var líka bara svo gaman að hittast svona allir saman og alltaf var komið þó veðrið léki ekki alltaf við alla. Já þeirra verður sko sárt saknað svo endilega gluggið í myndirnar.


Hérna er Húsfreyjan sjálf hún Hulda umvafin piparkökum.

08.11.2009 13:03

Athygli Takk!

Komiði sæl, það er skondið að segja frá því að hann Olíver er allveg að tapa sér í athyglinni hann er búnað prófa allt sem Benóný á  og held ég að hann sé orðinn heldur betur abbó en gerir þó ekki neitt.  
En svo er ég búnað setja myndir af heimilinu okkar inn því það var alltaf verið að biðja um það og nú er það komið og fullt af nýjum myndum svo njótið vel.

  

  
Algjör dúlla ég fékk ekki einu sinni að vera í tölvunni þá lagðist hann ofan á hendurnar á mér og það
skrítnasta við þetta allt er að hann fær alltaf nóg athygli við pössum okkur alltaf að tala mikið við hann en það er greinilega ekki nóg. emoticon

06.11.2009 14:29

Sjóaramyndir

Jæja það er allt að koma hjá okkur nú er kallinn búnað setja fullt af sjávarmyndum, þannig að það er hægt að segja að þetta er alltaf að vera fjölbreyttari og fjölbreyttari síða svo endilega farið og skoðið aflamyndirnar í myndaalbúminu.emoticon


Emil með einn glæsilegann.

01.11.2009 23:13

Heimsókn í Bröttuhlíð

Jæja það var sko nóg að gera hjá okkur yfir helgina við fórum í göngutúr með Leif afa á laugardaginn og svo á sunnudaginn fórum ég og Maggi með Benóný og Leif í heimsókn til Maju og Óla í Bröttuhlíð nýja bústaðinn sem þau voru að kaupa inn í Tröð. Hann er geggjað kósý og útsýnið er allveg meiri háttar og sérstaklega gaman að vera þar eins og í dag í blíðskapar veðri og bara ágætis líf í sveitinni Sigrún og Brynja komu í heimsókn og svo var Hörður í Tröð og þau hjónin voru á göngu svo það er að kveikna meira líf þarna inn frá sem er allveg nauðsynlegt það er svo undarlegt að koma inn í  Mávahlíð síðan að mamma fór og að húsið skuli bara standa mannlaust . Við rákum svo hrútana inn í dag og það var sko aldeilis sprettur á þeim, þeir ruku upp í horn með rollunum og svo hlupu þeir heim með þeim en hann Prúður var gáfaðastur af þeim því ég var búnað reka allt í réttina og tók eftir að það vantaði hann og fór að leita af honum og viti menn hann stóð bara við dyrnar sem við förum inn um og beið þar fyrir framan svo ég opnaði bara og teymdi hann inn ekkert mál. Það er líka gaman að segja frá því að Gráni og Stertur eru allveg í essinu sínu þegar Maja er inn í Bröttuhlíð, þeir bíða við girðinguna og góna yfit ýkt forvitnir og bíða eftir að það sé komið og gefið þeim brauð ekkert smá fyndið að sjá þá og þetta er líka bara svo vinalegt að hafa þá þarna og hva þeir sækjast í félagsskapinn.  Það er komið nýjar myndir af Benóný og svo skellti ég nokkrum myndum af bústaðnum í Bröttuhlíð svo það er um að gera að kíkja inn í myndaalbúmið emoticon Bless í bili.

Úti að labba Leifur og Dísa með Benóný.

Í blómasófanum inn í Bröttuhlíð algjört krútt.
  • 1
Antal sidvisningar idag: 821
Antal unika besökare idag: 183
Antal sidvisningar igår: 1079
Antal unika besökare igår: 260
Totalt antal sidvisningar: 727590
Antal unika besökare totalt: 48416
Uppdaterat antal: 7.5.2024 15:31:39

Um okkur

Namn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Mobilnummer:

8959669,8419069

MSN användarnamn:

Disa_99@hotmail.com

Födelsedag:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Postadress:

Stekkjarholt 6

Plats:

355 Ólafsvík

Telefonnummer hem:

4361442

Om:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Länkar

Länkar

Länkar