Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

19.11.2009 16:55

3 Mánaða

Þá er kúturinn orðinn 3 mánaða aldeilis fljótt að líða og ég veit ég var að blogga í gær en langaði að henda aðeins meira inn í tilefni þess að hann er 3 mánaða í dag. Ég ætla að byrja á því að óska honum Óla til hamingju með daginn og óska Köru,Selmu og Maju góðs gengis að baka kökuna fyrir hann emoticon he he ég veit að Maju finnst svo gaman að baka. Ég fékk nýja myndavél í gær Canon G9 svo núna get ég náð öllum mómenntum á mynd því mín var orðin svo sein að þegar hún loksins tók mynd þá var allt búið og maður missti af öllu svo núna er maður sko klár í þetta, jæja ég kíkti með Benóný inn í frystihús í heimsókn í dag og hann var bara hissa á öllu þessu fólki en brosti bara, já svo var hann að meðtaka bláa litinn sem var í stíl við húfuna og gallann sem frystihúsfólkið gaf honum,það er kanski verið að ýja einhverju að honum emoticon já það á eftir að koma í ljós hvað hann velur vonandi ekki skattaparadísina sem er við völd núna he he. Máni nýji hesturinn er kominn inn í hús en hún Hera er allveg brjáluð út í hann og bítur hann bara en hann Vökull vendar hann og passar að hún bíti ekki í hann en hún nær nú samt að ráðast á hann algjör grýla. Hún er sko ekki eins saklaus og sæt eins og hún var í fyrra vetur.


Knús knús pínu rauð augu var að prófa myndavélina.

Fór og gaf rollunum hans Marteins brauð í dag og þær eru vel aldar þær komu allar til mín.

Hérna er Máni og Vökull og Máni er farinn að hafa vit á því að fara hliðina á Vökli til að fá frið fyrir drottningunni henni Heru.
Flettingar í dag: 532
Gestir í dag: 113
Flettingar í gær: 2052
Gestir í gær: 304
Samtals flettingar: 1854313
Samtals gestir: 240169
Tölur uppfærðar: 9.8.2020 07:30:51

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar