Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Blogghistorik: 2010 Visa kommentarer

27.07.2010 00:11

Ættarmót í Mávahlíð

Jæja ég vil bara þakka ykkur Brynju og Steina fyrir vel heppnað ættarmót sem byrjaði frekar rólega og maður hélt að enginn yrði bara eitt tjald hjá Bigga en nei það komu svo flestir og það var grillað og spjallað og drukkið í blíðskapar veðri og allir skemmtu sér konunglega. Vonandi höldum við svo Mávahlíðinni lengur svo hægt sé að endurtaka þetta einhvern tímann og hafa það bara svona ekkert skipulagt bara hittast og hafa gaman af emoticon

25.07.2010 22:54

Hænu ungar hjá Freyju og Bóa

Jæja það er sko aldeilis fjör í Varmalæk því á dögunum byrjuðu eggin að klekjast út og þá byrjaði ballið og ungarnir komu og allir voða hamingjusamir sérstaklega yngsta kynslóðin.

Benóný vildi bara éta þá :)

Hérna eru svo hluti af ungunum.

20.07.2010 00:48

Heyskapur og Benóný Ísak 11 mánaða

Það er búið að vera allveg yndislegt veður hjá okkur og heyskapurinn gekk allveg ljómandi vel og byrjaði hann á þriðjudegi og lauk á sunnudegi. Benóný fékk náttúrulega að vera í vagninum á rúntinum og prufa að sitja í traktornum og svo inn í bústað hjá Maju inn á milli í sólbaði og í heitapottinum algjör lúxus. Það er svo gaman að segja frá því að eitt kvöldið náði Donna að læsa sig inn í bíl og við komumst ekki inn og var reynt mikið að láta hana opna því læsingin er milli sætana og hún hafði stigið ofan á hana og læst. Eftir margar tilraunir gáfumst við upp og Maggi kom með aukalykillinn og opnaði fyrir okkur og var það mikill léttir. Í dag vorum við inn í sveit í allann dag að vaða í vaðlinum og svo í sólbaði hjá Maju í bústaðnum svo var grillað þorsk hnakka og skötusel og borðað með bestu lyst enda snilldar kokkur þar að leik hann Ólafur Sigmarsson. Um kvöldið fórum við svo í fjöruferð niður að Hellu og prufuðum að veiða en fengum ekkert en veðrið var allveg yndislegt og bara gaman að vera til og vera úti í náttúrunni.

Með mömmu í heyskapnum.

Kara að labba inn á Hellu.

Montinn með pabba í traktornum.

15.07.2010 01:34

Heyskapur byrjar

Jæja nú er heyskapur að bresta á og það er blíðskapar veður í Mávahlíðinni og lífið allveg yndislegt í alla staði. Benóný stækkar með hverjum deginum og er að verða skæfari og skæfari tætir í öllu og stendur allsstaðar upp og sleppir sér meira segja svo það verður ekki langt í að hann fari að labba.
Ég ætla nú bara að hafa þetta stutt en henti annars fullt af myndum inn að fallega veðrinu í dag og af Benóný Ísak síðast liðna daga svo njótið vel.

Bói og Kara björguðu æðakollu ungum frá sláttuvélinni hans Emils.

Hér má svo sjá kolluna elta þau.

Byrjað að slá inn í Mávahlíð.

Og ein grallara mynd af gaurnum okkar.

06.07.2010 00:03

Sjóferð

Ég ætla að verða skipstjóri eins og pabbi he eh emoticon Við fórum smá siglingu um daginn og var Benóný bara sallarólegur og óður að fá að stýra og tæta en mest hafði hann þó gaman af því þar sem sjórinn spýttist út úr bátnum og vildi bara fara að sulla.

Helduru að maður sé nú ekki flottur skipstjóri.
 
Jæja það er svo myndir af þessu og einnig þegar við hleyptum hestunum inn í Bug og þegar Bói og Emil voru að dæla út úr húsunum hjá Óla,Sigga og Brynjari og voru þeir gersamlega í skítabaði emoticon
Emil fékk gusu framan í sig tvisvar og Bói fékk líka og meira segja sló barkinn hann niður svo hann lá kylliflatur á grindunum og var bara heppinn að detta ekki ofan í skítinn. Já þetta var hreint ævintýri hjá þeim og mikið hlegið.

Smá skítabað hjá Bóa he he.
  • 1
Antal sidvisningar idag: 571
Antal unika besökare idag: 79
Antal sidvisningar igår: 1352
Antal unika besökare igår: 248
Totalt antal sidvisningar: 728692
Antal unika besökare totalt: 48560
Uppdaterat antal: 8.5.2024 05:05:10

Um okkur

Namn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Mobilnummer:

8959669,8419069

MSN användarnamn:

Disa_99@hotmail.com

Födelsedag:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Postadress:

Stekkjarholt 6

Plats:

355 Ólafsvík

Telefonnummer hem:

4361442

Om:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Länkar

Länkar

Länkar