Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Blogghistorik: 2020 Denna post är låst. Klicka för att öppna.

30.08.2020 12:05

Smalað veturgömlu hrútunum 29 ágúst

Hér eru veturgömlu hrútarnir inn fyrir Höfða. Ég fór og keyrði Sigga í Tungu og Kristinn
Bæjarstjóra þangað til að fara sækja þá og saga á þeim hornin.

Hér leggja þeir af stað.

Hér eru þeir komnir vel af stað.

Komnir upp að þeim og það eru fleiri kindur í kringum þá.

Búnir að ná að aðskilja þá frá kindunum.

Hér sést hvar þeir eru að smala þeim í hlíðinni.

Þeir stylltu sér svo flott upp fyrir mig.

Svo höfðingjalegur sá efsti hans Sigga Sprelli undan Gosa hans Gumma Óla og sá hvíti
fremri er frá Gumma og er líka undan Gosa og heitir Mosi svo er Bolti hans Kristins 
fyrir aftann.

Siggi og Kiddi stoppuðu meðan þeir stylltu sér upp svo ég næði mynd af þeim.

Hér halda þeir áfram.

Ögn tók á rás þegar þeir fóru fram hjá henni og þeir lita mjög vel út hrútarnir hennar.

Siggi kominn fram fyrir þá fyrir neðan veg inn í Búlandshöfða og við ætlum að reyna króa
þá bara af til að hornskella þá.

Hér er Siggi og Kristinn búnað fanga þá.

Ég hélt svo í Bolta sem er undan Víking sem er hrútur frá Bárði og er undan Skjöld hans
Bárðar og Dóru. Kristinn hélt í hrútinn hans Sigga meðan Siggi notaði vírinn á hornin.

Hér er Siggi að fara byrja taka hornin með vírnum.

Kristinn fann sér góða þúfu til að skorða sig af til að halda honum meðan Siggi hornskellti
hann og hann slapp vel hornin voru ekki komin í augað hans en það mátti ekki vera mikið
lengur svo þetta gekk allt að óskum og það gekk mjög vel að króa þá af enda eru þeir
allir rólegir og gæfir hrútar. Þeir voru fallegir og holdmiklir að sjá svo það verður gaman að
sjá þegar þeir fara á veturgömlu sýninguna í haust.

Hrútur frá Sigga undan Grýlu og Vask

Gimbrin á móti.

Aftur sama gimbur mjög falleg.

Hér er Grýla með hrútinn.

Undan Skessu hans Sigga og Vask fædd 31 maí.

Hrúturinn á móti.

Lömb frá Gumma Óla.

Falleg gimbur frá Gumma Óla sem gengur inn frá.

Virka svakalega falleg lömb hjá Gumma þarnar er sama gimbur og fyrsta séð aftan frá.

Hér er rosalega fallegur gráni hjá Gumma.

Ég held að þessi verði svakalegur boli.

Virkar allur svo þykkur og saman rekinn.

Svarti Pétur hans Óttars.

Bjartur frá Fáskrúðarbakka og Askur frá okkur.

Svanur Máv sonur.

Svarti P og Svanur.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

30.08.2020 10:21

Rúntur 22 til 23 ágúst

Botnleðja með lömbin sín undan Svan Máv syni.

Skrýtla með þrílembingana sína undan Vask.

Botnleðja aftur.

Frá Sigga veturgömul.

Hrútur undan þessar frá Sigga og Svarta Pétri hans Óttars.

Skessa hans Sigga með lömbin sín undan Vask og hún bar seinust hjá honum um
mánaðarmótin maí júní. Litla lambið sem er með henni er auka lamb.

Hrúturinn hennar.

Auka lambið sem hefur villst undan eða kindin drepist.

Frá Sigga gemlingur eða veturgömul núna með lambið sitt.

Þessar eru frá Sigga.

Frá Sigga með hrút undan Svarta P

Fallegir tvílembingar undan Gemling eða veturgamli núna frá Sigga.

Hér er hún mjög falleg kind með væn lömb.

Svakalega falleg gimbur frá Sigga.

Önnur hér á móti þessar eru undan Ask og Röst.

Hér er falleg golsótt gimbur undan Hélu hans Sigga og Ask.

Mjög falleg gimbur.

Lömb frá Sigga þessi golsóttu eru undan Hélu og Ask.

Frá Sigga.

Hinn hrúturinn á móti frá Sigga.

Hér er önnur frá Sigga Glæta með svakalega falleg lömb tvo hrúta undan Ask.

Hér eru fleiri falleg lömb frá Sigga.

Glæta með hrútana undan Ask.

Lotta hans Sigga með gimbur undan Mosa hans Gumma Óla.

Fleiri lömb frá Sigga ég náði ekki að greina hvaða kind þetta væri.

Þetta var rúntur 22 ágúst til 23 ágúst.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

30.08.2020 08:29

Kindarúntur 20

Hér er Blíða með hrútana sína 20 ágúst þeir eru undan Kol. Sem er mógolsóttur hrútur frá
okkur og er undan Kviku sem er Soffa dóttir og í föður ætt er hann undan Zesari sem er frá mér
og var undan hrút frá Gumma Óla sem á ættir að rekja í Dreka sæðingarstöðvahrút.

Hér sjást þeir betur.

Mamma þeirra er tvævettla.

Mógolsi.

Hér er Ögn með bolana sína undan Svarta Pétri hans Óttars.

Gurra með gimbrarnar sínar undan Ask.

Virka svakalega fallegar.

Þessi er frá Jóhönnu.

Rósa með hrútana sína.

Undan Rósu

Undan Zeldu og Mosa hans Gumma Óla sem er ættaður í Bjart frá Ytri Skógum.

Hér er hinn á móti.

Hér er Björg með golsótta gimbur og golsubíldóttan hrút undan Ask.

Hér sést hrúturinn betur.

Bomba með hrút undan Vask. Vaskur er undan Ask.

Hér sést gimbrin betur undan Björg virkar mjög falleg.

Hér er Dimmalimm sem er frá Jóhönnu og hún bar seinust um mánaðarmótin maí júní og
hún er með hrút og gimbur undan Drjóla hans Sigga sem er Hæng sonur.

Hér eru aftur hrútarnir hennar Ögn sem er Blika dóttir og undan Svarta Pétri hans Óttars
þetta átti að vera tilraun til að fá kveik og Gosa kynið saman þeir eru algjörar dúllur svona
í framan eins og Bliki var svona smáfríðir og krúttlegir.

Sprengja er með þrílembinga undan Mosa hans Gumma.

Hér er einn þeirra.

Hér er svo ein en held hún hafi fengið eitthvað lítið hjá henni því hún er afskaplega smá.

Hér er svo þriðja.

Terta tvævettla 

Undan Tertu hrútur og undan Amor sæðingarstöðvarhrút.

Þessi var gemlingur í haust og núna veturgömul hún var geld og var með vír fastan í sér
í sumar en okkur var bent á það frá fólki sem sá það og við fórum með Sigga og náðum
að fanga hana og ná vírnum úr henni.

Hér eru aftur hrútarnir hennar Blíðu og Kols.

Rakst þá þessa höfðingja um daginn þetta eru veturgömlu hrútarnir. Bolti fremstur frá 
Krstinni Bæjarstjóra, Sprelli hans Sigga undan Gosa hans Gumma Óla því næst 
Kolur sem er undan Zesari og svo Mosi hans Gumma sem er einnig undan Gosa 
hans Gumma Óla Ólafsvík.

Stórir og myndarlegir og ég náði sem betur fer góðri mynd því við vorum að bíða eftir að 
sjá þá svo við gætum farið að ná þeim til að saga á þeim hornin og eins og sjá má er 
hrúturinn hans Sigga sem er hér hægra megin orðin ansi náhyrndur.

Hér er hún Hrafna mín með sæðisgimbrina sína undan Móra og hún fóstrar svo annað 
lamb líka.

Kolur veturgamall.

Mosi hans Gumma Óla Ólafsvík.

Ófeig 13-018

Hrútur undan Ask og Ófeig.

Gimbrin á móti.

Undan Von og Kaldnasa hrútur.

Grá gimbur undan Ósk sem er grá tvævettla undan Móra sæðingarhrút og hún er svo 
með hvítan hrút líka og það er undan Kaldnasa.

Hér eru þessar veturgömlu. Sú golsótta er held ég tvævettla frá Sigga sem missti lömbin sín í vor.

Þessi er svakalega falleg veturgömul kind frá Sigga.

Mæðgurnar saman Von og Ósk.

Hér er svo Embla sú gráa veturgömul undan Fáfni sæðingahrút og svo er kollótt fyrir aftan
hana líka veturgömul og er undan Guðna sæðingarstöðvarhrút.

Snædrottning með hrút undan Ask sem ég held að eigi eftir að verða rosalega fallegur
hann var svo fallegur fæddur.

Hér sést hann betur.

Hér er hinn hrúturinn á móti honum.

Gemlingur frá Sigga með gimbur undan Svarta Pétri.

Hér sést hún betur.

Birta 17-006 með lömbin sín undan Bolta.

Ég var með Freyju með mér þegar ég var að taka myndir og hún var með húfuna hennar
Ronju og skreið á fjórum fótum og sagði me og þær voru alveg sjúkar í hana og eltu hana
alveg að mér.

Freyja kinda hvíslari he he.

Rósalind hennar Jóhönnu með lömbin sín undan Bjart frá Fáskrúðarbakka.

Veturgömul undan Guðna sæðingarstöðvarhrút. Hún var geld núna sem gemlingur.


He he Freyja að hlaupa undan þeim leyst ekkert á þegar þær voru komnar alveg upp að henni.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.


28.08.2020 14:36

Ferðalag norður og austur

Hér er Benóný með Ronju á Kaffi kú sem hefur alltaf vakið mikla lukku hjá krökkunum og
alltaf verið árlegur viðburður hjá okkur að kíkja þangað þegar við förum norður.

Ferðin norður gekk vel og Ronja grenjaði aðeins yfir Holtavörðu heiðina he he sem er lítið
á hennar mælikvarða og ég þurfti að setjast aftur í hjá henni og syngja fyrir hana en við 
náðum að keyra norður á einum degi til Akureyrar. Við ætluðum að fara á Hamra en það
var ekkert laust í rafmagn svo við fórum á Hrafnagil og vorum þar.

Hér eru Freyja ,Embla og Bjarki á Kaffi kú.

Benóný og Hrannar.

Embla og Bjarki í Kjarnaskógi.

Inn í Kjarnaskóg Benóný var svo spenntur að fara með gopro og taka video í rennibrautinni.

Benóný neðstur svo koma Freyja og Bjarki og svo Embla efst.

Verið að fara spila kubb með krökkunum og hér er Þyri og Gylfi.

Við mæðgur í hjólhýsinu.

Maggi kom til okkar norður og hér er hann með Freyju í Daladýrð.

Benóný lukkulegur í Daladýrð hann náði hænu alveg sjálfur.

Ronja að skoða geiturnar.

Við Birgitta hittumst á tjaldstæðinu á Hrafnagili okkar árlega hitting og það var mjög gaman
að ná að hitta þau hjónin þau voru á fullu í framkvæmdum heima hjá sér.

Inn á Hrafnagili á tjaldsvæðinu Jóhann og Þórhalla komu og kíktu á okkur. Það var mjög
gaman að vera þar Gylfi og Hafrún voru þar og Þyri og Kjartan með krakkana og svo 
voru Halli og Ástrós og Magga Sigga og Ævar og Irma og Nonni og fjölskyldan hennar
Irmu, Toggi,Halla,Mylla og Tedda svo það var rosalega gaman að vera svona margir saman.

Maggi bróðir og Erla komu líka en þau voru fyrst á öðru tjaldstæði því það var allt lokað
eftir að fjöldatakmarkanirnar voru settar á út af Covid en svo losnaði og þau komu og voru
eina nótt á tjaldstæðinu hjá okkur. Steini frændi og Dagbjört komu líka í heimsókn þau
voru fyrir norðan og líka Karítas og Danni en þau enduðu inn á Siglufirði það var eina
tjaldstæðið sem var laust á.

Við fórum í sund inn á Hrafnagili,Þelamörk,Akureyri og Dalvík meðan dvöl okkar stóð.

Maggi og Erla og Ronja Rós.

Verið að spila.

Benóný,Freyja,Embla og Dalía í hjólhýsinu.

Flottar systur Ronja Rós og Freyja Naómí.

Embla Marína hesta stelpa.

Búið að loka Ronju inni svo hún steypi sér ekki niður úr hjólhýsinu.

Svo góð að leika sér í hjólhýsinu.

Grísirnir okkar á Greifanum við fórum öll út að borða á Greifanum sem sagt við,Maggi og
Erla,Steini og Dagbjört og svo Kara og Danni.

Við vorum inn á Hrafnagili frá þriðjudegi til mánudags og vorum yfir verslunarmanna
helgna fyrir norðan svo færðum við okkur austur á Egilsstaði og Gylfi,Hafrún og Magga
Sigga og Ævar fóru líka. Sú bílferð gekk vel að Vopnafjarðarafleggjara en þá byrjaði Ronja
að vakna og grenjaði alla leiðna að Egilsstöðum og var að gera alla grillaða í bílnum.
Við stoppuðum svo alveg í viku fyrir austan því það var svo geggjað gott veður 20 til 24
stiga hiti og æðislegt. Við fórum nokkrum sinnum yfir til Ágústar bróðirs í Breiðdalinn
og svo alla firðina og fórum í sund á Eskifirði,Neskaupsstað,Egilsstöðum,Vök og Höfn
í Hornafirði við tókum dagsferð yfir Öxi og yfir á Djúpavog og svo til Höfn og það var
svo falleg leið að ég var alveg heilluð af náttúrunni bæði upp á Öxi sem var svakalega
brött en samt svo höfðingjaleg fjöll og mikið um á og fossa. Svo tók við mjög falleg leið
frá Djúpavogi yfir á Höfn.

Með Dalíu inn í Hallormsstaðaskóg.

Stelpurnar fengu að fara á hestbak með Daliu þegar við heimsóttum Ágúst og Írisi inn
á Fell í Breiðdal.

Þær voru svo ánægðar og líta svo svakalega upp til stóru frænku sinnar.

Við fórum í óbyggðarsafnið og það var alveg geggjað rosalega flott og skemmtilegt safn.

Krakkarnir hlustuðu á söguna og fannst þetta mjög framandi.

Ágúst bróðir og Dalía dóttir hans þau komu með okkur á Óbyggðarsetrið.

Við mæðgur.

Þetta er alveg geggjað ég vissi ekki að það væri til svona flott safn á Íslandi.

Benóný í óbyggðarsetrinu.


Fórum svo aðeins lengra inn Dalinn hinum megin og þar var þessi kálfur til að fara yfir ána
mér leyst ekkert á þetta og var bara kyrr með Ronju og horfði á eftir þeim öllum draga sig
yfir.

Hér er Dalía,Ágúst.Freyja og Benóný að fara yfir og Emil að draga þau.

Þetta var alveg frekar glannalegt en þetta fannst þeim alveg geggjað gaman.

Við að bíða og Fiðla með okkur.

Freyja komin til baka alsæl.

Hér er Benóný við skiltið við Jökulsá.

Fórum að veiða með Ágústi í Urriðavatni á Egilsstöðum. Fengum nú bara sýnishorn sem
við slepptum aftur.

Gerðum okkur dagsferð til Vopnafjarðar og ætluðum að fara í Burstafell en þá var það 
lokað út af Covid mjög leiðinlegt.

Æðislegur staður og leiðinlegt að komast ekk inn.

Við sáum þennan kálf í Burstafelli og tvo heimalinga.

Sundlaugin á Vopnafirði Selárlaug. Það var mjög gaman að fara í hana og hún er í svo
fallegu umhverfi.

Það var svo geggjað veður og skýjin spegluðust í sjónum við bryggjuna á Vopnafirði.

Svakalega fallegt niður við bryggjugarðinn á Vopnafirði.

Gylfi og Hafrún inn á Egilsstöðum.

Ævar inn á tjaldstæðinu á Egilsstöðum.

Þegar við vorum fyrir norðan fórum við lika í jólahúsið og keyptum okkur árlegu jólakúluna sem við höfum gert undan farin ár.

Íris,Emil og Ágúst inn í Hallormsstaðar skógi.

Sáum þennan bát á leiðinni á Óbyggðarsetrið og keyrðum að honum og tókum mynd.

Hér var báturinn við þennan helli í Jökuldalnum eða ég held að það sé Jökuldalurinn.

Flottu stelpurnar okkar.

Benóný fann sér hænur hjá Dalíu til að spekja.

Benóný út í Lagafljótinu í Atlavík.

Freyja Naómí 

Sæt saman feðgin.

Seyðisfjörður við fórum þangað einn daginn og það var geggjað veður engin sól en það
var 24 stiga hiti og okkur leið eins og við værum í útlöndum.

Hér erum við á Seyðisfirði.


Emil og Ronja Rós.

Embla,Freyja og Benóný inn á Seyðisfirði.

Á leikvellinum þar.

Benóný Ísak 

Í Vök á Egilsstöðum það var æðisleg upplifun að fara þangað.

Krökkunum fannst þetta æði fengu krap og ég og Ronja smoothie.

Þetta er alveg óborganlegur svipur hjá henni og sprengir alveg krúttskalann.

Við hjónin á Seyðisfirði.

Skvísurnar okkar á hoppubelg með Ronju í fyrsta sinn.

Á Djúpavogi.

Á Djúpavogi.

Á leiðinni á Höfn var þessi stóll sem vakti áhuga okkar á leiðinni.

Á Höfn Í Hornafirði.

Þegar við vorum búnað vera fyrir austan lá leið okkar aftur norður til baka og þá fórum við
á Hamra og gistum þar tvær nætur og krakkarnir alveg elska að fá að fara á það tjaldsvæði.
Hér eru stelpurnar að vaða í tjörninni þar.

Töff mynd af Emblu að stökkva ofan í.

Og við fengum áfram góða veðrið með okkur og sólina.

Benóný á Hömrum.

Emil fór með krakkana í tívolí á Akureyri og það var auðvitað svakalega gaman fyrir þau.

Brjáluð stemming í klessu bílunum.

Í bakaleiðinni var svo endað á þvi að fara í sund í Varmahlíð sem er mjög skemmtileg 
rennibraut og sundlaug.

Þetta er búið að vera svakalega flott útilega og yndislegt veður allann tímann.

Fyrir heyskap fórum við suður og gistum eina nótt í Rvk og svo eina nótt á Hótel Örk
í Hveragerði og það var alveg æðislegt við ákváðum að koma Benóný á óvart því hann
hefur dreymt um að fá að fara í rennibrautina þar í langann tíma og við ákváðum að láta
þann draum verða að veruleika fyrir hann og hann var alveg í skýjunum með hótelið og
sundlauga garðinn.

Hér eru rennibrautirnar.

Ronja Rós var alsæl að leika sér í fyrsta sinn á hótel herbergi meðan Emil fór með krakkana
í bíó á Selfossi.

Þetta var svona Tenerife fílingur hér voru krakkarnir í spilasalnum.

Stelpurnar í fótbolta spilinu.

Verið að kenna Benóný réttu handtökin.

Þetta var alveg frábært hótel og gaman að vera þarna.

Ronja Rós svaf í vagnstykkinu á gólfinu skorðað við vegginn og svaf eins og engill.

Við fórum að borða um kvöldið á Veitingarstaðnum á Hótel Örk og það var svakalega 
góður matur.

Benóný Ísak varð 11 ára þann 19 ágúst.

Hér er hann á afmælisdaginn sinn. Hann er alveg yndislegur drengur sem kemur oft með
þvílíkar pælingar og orð sem koma manni til að hlægja. Hann notar mikið orðið hví sem er
nú ekki mikið um í dag og svo er hann svo kurteis segir alltaf afsakaðu mig ef hann er að
biðja um eitthvað. Um daginn sagði hann við mig mamma ég ætla aldrei að hlaupa aftur
og ég kom alveg að fjöllum Ha afhverju segirðu það þá segir hann afþví að ég vill ekki fá 
hlaupabólu og ég gat ekki annað en tryllst úr hlátri og útskýrt fyrir honum að það væri ekki
ástæðan fyrir því að fá hlaupabólu að hlaupa he he. Svo segir hann ég vil ekki fara í sund
ef það er mikil bifröst og ég ha hva meinarðu svo fattaði ég að hann var að meina biðröð.
Hann er enn með hug sinn allann af sundlaugum og rennibrautum og hænum elskar 
hænurnar sínar í svetinni hjá Ömmu og afa Varmalæk.

Hér er hann með einn af hönunum sínum sem hann er búnað spekja svo mikið.
Hann alveg elskar hænurnar sínar og fer í heimsókn til ömmu og afa nánast á hverjum degi
til að kíkja á þær. Honum dreymir enn um að fá stærri rennibraut í sundlaugina í Olafsvík
og pælir í því í hverri sundlaug sem við förum í hvort þessi eða þessi rennibraut myndi
henta fyrir Ólafsvík.

Hér er sundlaugin á Þelamörk hún er alveg einstaklega kósý og barnvæn laug.

Hér er á Akureyri hún er án efa sú allra flottasta og skemmtilegasta sem til er á Íslandi.

Hér eru rennibrautirnar á Neskaupsstað og þær enda í svona skúffu sem er mjög hentugt.

Hrafnagil hún er mjög há og skemmtileg og endar í skúffu.

Við erum langt komin með að vera búnað prufa næstum allar rennibrautir á Íslandi með
því að fylgja áhugamálinu hans á sumrin að fara í sundlaugar í kringum landið og plúsinn
við það er að maður verður alfróður um alla bæi og sundlaugar á Íslandi.

Jæja þetta tók sinn tíma að koma þessu blogg niður og það eru svo fullt af myndum hér inn í albúmi.








21.08.2020 23:43

Ronja Rós 10 mánaða 27 júlí

Ætlaði löngu að vera búin að koma þessu bloggi hér en við fórum í ferðalag og svo var allt 
bilað hér á 123 svo þetta verður að koma svona löngu seinna. Ronja var sem sagt 10 mánaða og hún er farin að skríða um allt og standa upp með öllu og meira segja farin að sleppa sér og standa ein. 
Hún er farin að skella alveg upp úr og elskar þegar stelpurnar eru að fíflast í henni. 
Hún er enn þá alveg brjáluð í bíl og hatar að keyra eitthvað þegar hún er vakandi en
er þó í lagi ef hún sofnar í bílnum en ef hún vaknar verður hún alveg brjáluð. Það bætist
óðum við orðin hjá henni hún segir mamma mjög skýrt og babba,amma og kis kis,nei,ha,þetta og þá held ég að það sé upp talið. 
Elskar að borða ávexti jarðaber,bláber og banana.
Hún er orðin 7560 gr og 71 lengd og heldur sinni línu bara en er aðeins fyrir neðan 
meðallag en stækkar fínt eftir sinni kúrvu.

Inn í Mávahlíð þegar við vorum að heyja.

Farin að fikta í öllu hjá mömmu sinni nú fær skrautið ekki að vera í friði.

Út í garði með Donnu hundinum sínum og Myrru kisu.

Alltaf stutt í brosið.

Svo montin að standa sjálf.

Heyskapur gekk mjög vel og fljótt fyrir sig í blíðskapar veðri.

Hér erum við mæðgur inn í Mávahlíð þegar það var verið að heyja.

Siggi á gula að plasta.

Emil á bláa að rúlla.

Bói á græna að raka saman.

Það var klárað að heyja allt og svo gengið frá rúllunum strax eftir það og allt keyrt upp í 
Tungu og Siggi sá um að raða þeim upp. Þessar myndir voru teknar 19 júlí.


Hrútur undan Nál og Bolta og svo fóstrar Nál þessa gimbur sem er þrílembingur undan Skvísu og Vask. Þessar myndir voru teknar í kringum 24 til 28 júlí.

Gimbur undan Ösku og Mosa hans Gumma Óla Ólafsvík við fengum hann lánaðann og 
það eru mjög falleg lömbin að sjá undan honum.

Hér eru báðar gimbranar saman.

Kvika með hrút og gimbur undan Vask.

Sól með gimbur undan Mosa.

Fóstrar svo þennan hrút sem er þrílembingur undan Skrýtlu og Vask.

Falleg gimbur frá Sigga undan Svarta Pétri og gemling frá Sigga.

Krúttlegur hrútur undan Ögn Blika dóttur og Svarta Pétri hans Óttars ég held að þessi og
bróðir hans verði svakalega fallegir. Hermil hans Arnars frá Haukatungu var ættaður bæði
í Kveik og Blika og var alveg magnaður í gerð svo ég vona að þarna sé á ferðinni sama
blanda eða allavega varð ég að prófa þessa uppskrift í svipuðu sniði og sjá hvað myndi
koma út úr því. Þessi mynd var tekin 27 júlí.


  • 1
Antal sidvisningar idag: 1138
Antal unika besökare idag: 231
Antal sidvisningar igår: 1079
Antal unika besökare igår: 260
Totalt antal sidvisningar: 727907
Antal unika besökare totalt: 48464
Uppdaterat antal: 7.5.2024 21:42:47

Um okkur

Namn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Mobilnummer:

8959669,8419069

MSN användarnamn:

Disa_99@hotmail.com

Födelsedag:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Postadress:

Stekkjarholt 6

Plats:

355 Ólafsvík

Telefonnummer hem:

4361442

Om:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Länkar

Länkar

Länkar