Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Blogghistorik: 2021 N/A Blog|Month_3

24.03.2021 08:41

Ronja Rós 17 mánaða

Þessi krútt sprengja varð 17 mánaða um daginn og ætlaði ég að vera löngu búnað blogga um það en mars líður bara svo hratt að hann alveg flýgur áfram.

Svo flott í fötunum sem Jóhanna frænka gaf henni í jólagjöf.

Jóhanna í göngutúr með Mikka ,Donnu og Ronju öll í bandi he he.

Létum loks verða af því að fara í heimsókn til Steinars og Gullu í Njarðvík og hér er Emil að 
labba með Ronju Rós.

Ég að labba með Ronju við erum á leiðinni á leikvöllinn.

Í fyrsta skipti að prófa rólu rosa stuð.

Og fara í rennibraut með Kamillu frænku.

Freyja og Alex.

Svo flottur leikvöllur í skólanum í Njarðvík.

Birtgitta Emý,Ronja Rós og Kamilla Rún að leika.

Benóný með kisuna hjá Steinari og Gullu.

Benóný var lengi búnað mana sig í að komast alla leið upp og lét sig svo á endanum hafa það þrátt fyrir mikla lofthræðslu.

Hér eru svo allir saman að borða.

Að labba inn í Tungu.

Ronja Rós er rosalega skýr og fljót til. Hún er farin að tala mjög mikið og tekur við öllum orðum sem er sagt við hana og segir þau aftur. Hún er farin að tengja ótrúlega mikið til dæmis þegar Jóhanna kemur heim á bílnum sínum segir hún Jóhanna koma og Jóhann á bilnum,billinn kominn heim og Jóhanna koma og fara til Mikka svo þegar Jóhanna kemur í heimsókn spyr hún Jóhönnu hvar er Mikki. Svo þegar amma Freyja kemur spyr hún hvar er afi. Svo hún er mjög klár að muna og syngur allan daginn afi minn og amma mín.

Benóný sá svo framkvæmdirnar á nýju rennibrautinni í Keflavík og bíður mjög spenntur eftir þeim.

Það var mikið pælt í þessu og hann er mjög áhugasamur um hvernig rennibraut hann geti hannað inn í Ólafsvík.

Hér er litla snúllan orðin svo dugleg að klæða sig í buxur. Hún er mjög áhugasöm um að taka sokka sem krakkarnir fara úr og klæða sig í óhreina sokka og nærföt ef þau eru ekki tekin upp úr gólfinu strax he he.

Hér eru systurnar í galsa.

Embla í nýja fimleikabúninginum sínum.

Alveg snillingur í brú.

Og Freyja líka.

Glæsilegar í nýju búningunum sínum þær voru að byrja æfa fimleika.

Það er ár á milli þeirra og þær eru svo samrýmdar en samt geta þær líka rifist eins og köttur og hundur en það fylgir systkyna baráttunni.

Ronja Rós hitti frænku sína um daginn hana Brynju Katrínu og fór svo vel á milli þeirra og þær voru svo krúttlegar saman.

Hér eru þær að leika og prófa skiptast á dóti og rífa aðeins af hvor annarri he he.

Ronja er svo dugleg að hjálpa mömmu sinni að sópa í fjárhúsunum hér er hún aðeins að sópa eftir að snoðið var tekið af um daginn.

Embla og Freyja svo duglegar að fara með hana út að leika.

Aðeins að labba og skoða sig um í garðinum.

Í sveitinni hjá ömmu Freyju og afa Bóa hún elskar að skottast þar með hænunum.

Út á palli að leika heima hjá okkur.

Svo dugleg að gefa kindunum með mömmu sinni.

Hér er hún alveg í fullri vinnu og nóg að gera.

Svo er tekinn göngutúr í restina þegar búið er að gefa.
Það eru svo fleiri myndir hér inn í abúmi.

10.03.2021 12:28

Tekið snoðið af 27 feb

Arnar kom og tók af snoðið fyrir okkur og hér er Ronja Rós spennt að fylgjast með ásamt
Jóhönnu,Emil,Sigga og Kristinn.
Arnar kom um hálf 11 og var eldsnöggur að þessu. Ég var svo með mat fyrir þá í hádeginu
hakksúpu og þegar þeir voru búnir að borða voru bara gemlingarnir okkar eftir og hrútarnir svo þetta gekk eins og í sögu.

Hér er hann að taka af Bibba og það biða allir spenntir eftir að sjá hvernig hann kemur út
undan ullinni.

Hér er svo hann Ingibergur kallaður Bibbi svo flottur undan ullinni og hefur stækkað vel
í vetur.

Hér eru gimbrarnar hans Sigga svo stórar og fallegar.

Hér eru kindurnar hans Sigga.

Hluti af gimbrunum okkar.

Lóa og Klara.

Hér er búið að rýja lambhrútana.

Hér er Mínus sonur hann Dagur og hann kemur best út af lambhrútunum og hefur þroskast
mjög vel.

Hér er hann í ullinni.

Hér er nærmynd af Dag svo flottur.

Hér er Þór hann er undan Ask og hér sést hvað rörin hafa virkað vel á að venja hornin.

Settum líka í Óðinn og hornin hans hafa líka farið vel út.

Hér er Óðinn.

Hér er Óðinn án ull og hann er alveg gríðalega langur og fallegur.

Hér eru þeir saman Óðinn og Þór. Óðinn er undan Vask sem er Ask sonur.
Þór fékk tannkýli og hefur látið af út af því og ekki braggast eins vel og hinir Þór er þessi
svartgolsótti. Það voru svo tekin rörin úr þeim áður en tekið var af þeim.

Hér eru svo stóru hrútarnir.

Hér er Ronja að klifra upp í jötu og kindurnar hjá Sigga fylgjast spenntar með henni.

Bibbi er mikill karekter og prílar alltaf upp þegar maður kemur.

Ronja Rós að labba inn í Tungu.

Ronja og Donna í göngutúr.

Ronja að spjalla við Emblu sem er Fáfnis dóttir.

Það verður svo næst á dagskrá að bólusetja fyrstu sprautuna í gemlingana fyrir lambablóðsótt og verður það gert núna um helgina.
Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.
  • 1
Antal sidvisningar idag: 1267
Antal unika besökare idag: 236
Antal sidvisningar igår: 1079
Antal unika besökare igår: 260
Totalt antal sidvisningar: 728036
Antal unika besökare totalt: 48469
Uppdaterat antal: 7.5.2024 22:31:56

Um okkur

Namn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Mobilnummer:

8959669,8419069

MSN användarnamn:

Disa_99@hotmail.com

Födelsedag:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Postadress:

Stekkjarholt 6

Plats:

355 Ólafsvík

Telefonnummer hem:

4361442

Om:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Länkar

Länkar

Länkar