Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Blogghistorik: 2023 Författad av

23.09.2023 11:38

Hrútasýning veturgamla hrúta í Tungu 2023

Hrútasýning veturgamla hrúta fór fram í Tungu í gær og mættir voru 18 hrútar alls til keppnis.

Það voru 27 manns sem mættu það var heldur minna en hefur verið.

Aðeins tveir kollóttir hvítir sem mættu til leiks og 9 mislitir og 7 hvítir hyrndir.

Dómarar voru Jónmundur Magnús Guðmundsson og Logi Sigurðsson.

Það var sjóræningjasúpa hjá okkur sem er lambakjötssúpa með hakki svo var brauð með því og Helga hans Kristins bakaði súkkulaði horn og pizzasnúða og Þurý hans Gumma bakaði skúffuköku. Siggi í Tungu smurði flatkökur með hangikjöti. Við þökkum öllum kærlega fyrir baksturinn og bakkelsið.

 


Glæsileg mynd af vinningshöfunum í öllum flokkum.

 

Fremstur er Kristinn Jónasson með Byl besta mislita hrútinn.

Annar er Embla Marína og Emil Freyr Emilsson með besta kollótta hrútinn.

Friðgeir Karlsson með besta hvíta hyrnda hrútinn.

 


Hér er Birta Líf og Freyja Naómí á hrútunum okkar Ás og Tígull þeir eru svo gjæfir.

 


Hér eru Embla Marína og Erika að klappa þeim líka.

 


Hér er verið að dæma hrútana.

 


Hér er verið að skoða mislitu hrútana sem voru þrír efstir.

 


Hér er Logi að afhenda Kristinn bikarinn fyrir besta mislita hrútinn.

 


Hér er Bylur 22-003 undan 21-702 Húsbónda og 18-016 Randalín.

 

95 kg 41 ómv 5,5 ómf 4 lag 119 fótl

8 9 9,5 9 9 19 8,5 8 9 alls 89 stig.

 

Í öðru sæti var mórauður hrútur frá Ólafi Helgasyni Ólafsvík

Mósi 22-637 undan Kurdó 20-878 og Þuru 18-002

 

97 kg 45 ómv 4,7 ómf 4,5 lag 119 fótl

8 9,5 9,5 9,5 9,5 18,5 8 8 9 alls 89,5 stig.

 

Í þriðja sæti var Tígull 22-002 undan Bikar 17-852 og Hrafney 20-007

hann er frá okkur.

 

96 kg 36 ómv 12,7 ómf 3,5 lag 124 fótl

8 9 9 8,5 9 18,5 8,5 8 8,5 alls 87 stig.

 


Hér er mynd af Tigul.

 

Hér er verið að skoða hvítu kollóttu hrútana.

 


Hér er Guðmundur Ólafsson að færa Emil bikarinn fyrir besta kollótta hrútinn.

Hann er reyndar hugmynd og samvinna okkar Kristins en við sáum um að hann yrði settur á í fyrra til að fara með hann á hrútasýninguna hér og það samráð okkar heppnaðist heldur betur vel og skilaði okkur bikar núna.

 


Ás 22-001 undan Prímus 21-005 og Snúllu 17-101.Frá okkur.

 

106 kg 39 ómv 9,4 ómv 4 lag 126 fótl

8 9,5 9 9 9  19 7,5 8 8,5 alls 87,5 stig.

 

Í öðru sæti var hrútur frá Gunnari á Kolgröfum nr 22-079 Bliki og er undan Ófeig 19-105 og Kollubotnu 19-897.

 

71 kg 37 ómv 5,9 ómf 4,5 lag 119 fótl.

8 8,5 9 9 9 18,5 7,5 8 8,5 alls 86 stig.

 


Hér er verið að skoða hvítu hyrndu hrútana.

 


Hér er Guðmundur Ólafsson að afhenda Friðgeiri bikarinn fyrir besta hvíta hyrnda hrútinn.

 

 


Hér er Friðgeir með besta hvíta hyrnda hrútinn stórglæsilegur hrútur

 


22-395 Frá Knörr undan 15-376 og 13-930.

 

94 kg 34 ómv 12,8 ómf 3,5 lag 123 fótl.

8 9 9,5 8,5 9 19 8,5 8 9 alls 88,5 stig.

 


Í öðru sæti var hrútur frá okkur sem heitir Klaki 22-005 undan Bassa 21-001 og Brussu 16-008.

 

102 kg 43 ómv 7,8 ómf 4,5 lag 123 fótl.

8 8,5 9 9,5 9,5 18,5 7,5 8 9 alls 87,5 stig.

 

Í þriðja sæti var hrútur frá Jón Bjarna og Önnu Dóru Bergi og heitir Bárður 22-202 undan Víking 18-702 og Fanney 17-011.

 

81 kg 39 ómv 7,5 ómf 4 lag 118 fótl.

8 8,5 8,5 9 9 19  8,5 8 9 alls 87,5 stig.

 

 


Hér eru Ólafur Helgi og Gummi Óla kátir með sýninguna.

 

 

 

 

 

 

20.09.2023 18:54

Dæmt lömbin mánudaginn 18 sept

Árni og Torfi komu og dæmdu lömbin hjá okkur mánudagsmorgun klukkan 9 . Torfi var á mæli tækinu og Árni dæmdi. Við létum dæma 103 lömb í allt 46 hrúta og 57 gimbrar. Það voru 17 lömb af 122 sem voru ekki stiguð og voru það hrútar sem voru teknir út því þeir náðu ekki 30 í ómv og einhverjir gripir sem þóttu ekki álitlegir til ásettnings vegna júgurbólgu hjá kindum eða eitthvað annað slíkt. En svo hafðist spennan sem allir eru búnað vera bíða eftir með mikilli spennu og kvíða hnút eftir að fá dómana á lömbin. Þetta er svo skemmtilegur tími og mikil spenna í loftinu.

 


Hér eru allir djúpt hugsi og spennan í hámarki þegar verið er að dæma.

Stelpurnar tóku mynd fyrir mig.

 


Freyja vildi fá mynd af sér með Ulla sínum eins og hún kallar hann. Hann var frekar slappur að ná að fara á spena þegar hann fæddist og þurfti að fá pela fyrst en svo hefur það alveg reddast hann er undan gemling og var 43 kg.

 


Embla og Freyja skiptust á að hjálpa mér að fletta upp þyngdinni hjá lömbunum meðan ég var að skrifa dómana niður.

Við vigtuðum lömbin á föstudeginum og meðaltal var 46,3 kg af 122 lömbum. Meðalvigtin í fyrra var 47 kg af 111 lömbum svo það munaði 700 grömmum. Við vorum alveg í skýjunum með útkomuna af dómunum og það besta var að þetta var svo rosalega flottur og jafn hópur bæði hjá hrútum og gimbrum og lærin mikið betri í ár en í fyrra hjá okkur allavega hjá hrútunum við fengum enga með 19 læri í fyrra en náðum svo heldur betur að bæta það upp núna í ár svo framræktin og vinnan er að borga fyrir sig.


Vorum með þessa glæsilegu tertu með kaffinu en hún átti að vera á laugardaginn þegar það átti að smala en af því að við smöluðum fyrr kom Maggi og Rut með hana á föstudagskvöldið og hún var höfð með kaffinu á sunnudeginum og mánudeginum þegar það var stigað. Ég pantaði hana frá Tertugallerý þeir eru alveg snillingar að gera tertur og góð þjónusta.

 


Gleymdi að setja þessa mynd inn sem Emil tók áður en við fórum að smala á föstudeginum.

Hér er Erika,Embla,ég,Freyja,Hekla,Ágúst og Benóný Ísak inn í Fögruhlíð og tilbúin í að fara upp á fjall.

 

Jæja ætla ekki pína ykkur lengur af spennunni hér kemur útkoman af stiguninni hjá okkur.

 

46 hrútar stigaðir

 

1 með 91,5 stig

1 með 90    stig

1 með 89,5 stig

4 með 89    stig

3 með 88,5 stig

4 með 88    stig

1 með 87,5 stig

7 með 87    stig

1 með 86,5 stig

7 með 86    stig

6 með 85,5 stig

3 með 85    stig

4 með 84,5 stig

3 með 84    stig

 

Meðaltal af stigum er 86,7 stig

 

Meðaltal ómvöðva hjá hrútunum var 33 og hljóðaði svona

 

1 með 39

3 með 38

3 með 37

3 með 36

3 með 35

7 með 34

6 með 33

4 með 32

4 með 31

9 með 30

1 með 29

2 með 28

 

Meðalþyngd hrútlamba sem voru stigaðir var 49,7 kg

Meðaltal malir 9

Meðaltal ómfitu 3,4

Meðaltal lögun 4,5

 

Gimbrar voru 57 stigaðar 

 

Meðaltal ómvöðva var 33,2 og voru 52 af 57 með 30 og yfir í ómvöðva.

Óvöðvi hljóðaði svona

 

1 með 40

6 með 37

6 með 36

5 með 35

8 með 34

10 með 33

6 með 32

4 með 31

6 með 3

2 með 29

2 með 28

1 með 26

 

Meðaltal læri 18

Lærastigun hljóðaði svona

 

7 með 19

12 með 18,5

18 með 18

19 með 17,5

1 með 17

 

Meðaltal af framparti var 8,9

 

6 með 9,5

33 með 9

18 með 8,5

 

Meðaltal lögun gimbra 4,4

 

6 með 5,0

29 með 4,5

22 með 4,0

 

Meðaltal ómfitu var 3,6 

 

Þá held ég að þetta sé upptalið hjá mér. Siggi fékk líka mjög flotta og jafna stigun í gimbrunum og var þar ein sem fékk 40 í ómvöðva og 19,5 læri. Hrútarnir voru líka jafnir og ómvöðvinn er orðinn mjög góður og jafn hjá okkur og Sigga og ekki mikið um lömb sem eru undir 30.

Dorrit hjá Kristinn kom verulega á óvart og má segja að hún sé heldur betur að launa líf sitt því hún var ansi tæp í fyrra hún varð afvelta og lömbin villtust undan henni og Kristinn fann hana fyrir algera heppni og Siggi og hann hlúðu að henni og það var selt báðar gimbrarnar hennar í fyrra óstigaðar en þær voru svo fallegar á litinn og gæfar að einn kaupandi féll alveg fyrir þeim. Það var svo ákvörðun Kristins að setja hana á aftur úr því að hún bjargaðist úr þessum hremmingum sem hún lenti í. Svo núna í ár kom hún með hrút og gimbur og gimbrin stigaðist svona 50 kg 34 ómv 3,7 ómf 4,5 lag 9 framp 18 læri 8 ull 9 samræmi og hrúturinn stigaðist svona 57 kg 36 ómv 3,6 ómv 4 lag 110 fótl 8 9 9 9 9 19 8,5 8 9 alls 88,5 stig svo þetta er hörku kind og greinilega flóðmjólkar og hún er tvævettla.

 


Hér er Freyja og Birta vinkona hennar að klappa Dorrit í sumar.

 


Þessi glæsilegi hrútur er í eigu Sigga og er undan Glúm hans Gumma Óla og Botníu hans Sigga og hann stigaðist svakalega flott og vonandi setur Siggi hann á hann er mjög spennandi og kindin Botnía er alveg hörku kind.

 


Þessi móri er seldur hann stigaðist 88 stig með 19 læri og 33 ómv og er undan Óskadís og Blossa.

 


Þessi er undan Perlu og Alla sæðingarstöðvarhrút og verður settur á.

57 kg 38 ómv 4,9 ómf 4,5 lag 111 fótl 

8 9 9,5 9,5 9,5 19 7,5 8 9 alls 89 stig.

Gimbrin á móti honum var með 40 í ómv og 19 læri 9,5 frampart og 51 kg 

Svo þetta eru hörku tvílembingar hjá henni Perlu.

Perla 20-016 er undan Ask 16-001 og Gurru 17-016.

 


Þessi er mjög spennandi líka hann er undan Spyrnu og Þór sæðingarstöðvarhrút.

52 kg 35 ómv 3,8 ómf 4,5 lag 

8 9 9,5 9,5 9 19 7,5 8 8,5 alls 88 stig. Bróðir hans er 87,5 stig

 


Þessi er undan mórauðri kind sem heitir Móna Lísa 14-008 og Byl 22-003

52 kg 38 ómv 2,7 ómf 4,5 lag 112 fótl 

8 9,5 9,5 9,5 9 19 8,5 8 8,5 alls 89,5 stig bróðir hans var svartur líka og er 88,5 stig.

 


Hér er svo gullið okkar undan Gimstein sem er með grænan fána.

Hann er undan Móflekkóttri kind sem heitir Vaiana.

67 kg 33 ómv 4,7 ómf 4,0 lag 115 fótl

8 9 9 9 9 18 8,5 8 8,5 alls 87 stig.

 


Ég er ekki hundrað prósent á að þetta sé réttur hrútur á myndinni en annað hvort er þetta þessi rétti undan Kórónu og Klaka eða þetta er undan Klöru og Bassa en þeir eru mjög líkir. Efsti hrúturinn okkar er undan Kórónu og Klaka og var 91,5 stig.

Stigun hans hljóðaði svona:

55 kg 37 ómv 2,5 ómv 5 lag 109 fótl

8 9,5 9,5 9,5 9,5 19,5 9 8 9 alls 91,5 stig.

Bróðir hans var svo 88 stig.

Þessi undan Klöru og Bassa var 90 stig.

Ég veit þetta betur hvor þetta er þegar ég rek inn á morgun fyrir hrútasýninguna hjá okkur.

En allavega þá setjum við þennan hrút á undan Kórónu og Klaka. Klaki er veturgamal hrútur undan Bassa og Brussu.

 


Hér er hluti af gimbrunum sem við erum að velja úr til ásettnings.

Þessar gráu gimbrar voru mjög öflugar með 36 ómv og tvær með 19 og ein með 18,5 svo þar er mikill hausverkur að velja á milli og setja á.

 


Hér er svo annar gimbrahópur sem er á lokastigi að vera valin á eftir að skoða aðeins betur en Embla dóttir mín er pottþétt búnað velja þessa gráflekkóttu og svo er þess svarta líka sett á hún er undan Snúru og Glúm og er með 19 læri 5 lag og 35 ómv.

Ein kollótt þrílembingur undan Gimstein er sett á og hún er með grænan fána svo er önnur kollótt undan Svörð sæðingarstöðvarhrút líka sett á hún var mjög góð 47 kg undan gemling 35 ómv 18,5 læri.

 

Við finnum ekki Blossa mórauða veturgamla hrútinn okkar sem við eigum svo ég ætla að skella mér í smá göngutúr og gá hvort ég geti fundið hann en ég vona að hann sé á lífi en það eru þó sterkar líkur að svo sé ekki því hann kom ekki af fjalli með hinum hrútunum en þeir hafa líka ekki verið hátt uppi heldur bara í kringum Tungu svo það ætti að sjást til hans ef hann er á lífi.

Það er ekki seinna vænna að finna hann því hrútasýning veturgamla er hjá okkur á morgun.

 

 

20.09.2023 15:58

Smalað Fróðarheiði að Svartbakafelli og Fögruhlíð að Rjómafossi 15 sept

Hér kemur svo blogg af föstudags smöluninni sem var farin 15 september. Við byrjuðum á að hittast upp í Tungu hjá Sigga og skipuleggja okkur og skiptum okkur í tvo hópa annar hópurinn fer upp á Fróðarheiði og labbar yfir í Svartbakafellið og Tungufell og nágrenni. Hinn hópurinn fer upp í Föghruhlíð og upp í Urðir og Borgir og Ágúst fór svo efst yfir Rjómafoss og yfir í Svartrbakafell og kemur til móts við hina sem koma hinum megin í Svartbakafellið.

 


Hér er hópurinn sem fór í Svartbakafellið. Hannes Adolf Magnússon Eystri Leirárgörðum og sonur hans Tómas, Siggi,Kristinn,Kristinn Jökull sonur hans og vinur hans  Þráinn Sigtryggsson

 


Hér er hópurinn okkar Erika Lilý, Embla Marína og Hekla Mist og Freyja Naómí.

 


Það var frekar vindasamt og kaldara heldur en blíðskapar veðrið sem við fengum í gær. Hér erum við Ágúst bróðir vel vindbarinn.

 


Stelpurnar svo duglegar en núna var farið blása meira og við sjáum rigninguna vera nálgast fjöllin.

 


Það sést núna vel hjá okkur yfir í Svartbakafell og Rjómafoss og núna er ég og stelpurnar að bíða á meðan Ágúst fjallageit gafst upp á hvað við vorum hægar og vildi tölta upp í Fossakinnar og sjá upp í Borgir og Skálina og yfir í Kaldnasarætur að Svartbakafellinu. 

 

 

Hér er Ágúst kominn yfir og nálgast Borgirnar þar er ein golsótt kind með lömb sem hann ætlar að reyna ná yfir í Svartbakafellið.

 


Ágúst náði henni yfir og hér sést glitta í hann lengst upp í Svartbakafelli alveg efst við stóra klettinn.

 


Við höfum aldrei farið svona ofarlega eins og Ágúst er núna hann fylgdi þessari linu yfir og var undir klettunum mér leyst ekkert á hvað hann var ofarlega það er mjög glæfralegt að labba þarna.

 


Hér sjáið þið Svartbakafellið og svo þið gerið ykkur grein fyrir hversu hátt Ágúst er hann er þarna undir klettinum efst á myndinni. Eins og sést á myndinni þá var rigningaskýin að koma hratt að og þau dundu svo yfir okkur og það var algert skýfall og nánast él svo mikið ringdi á okkur og það var erfitt skyggni að sjá yfir í Svartbakafellið en sem betur fer stóð það ekki lengi yfir og létti aftur til svo ég gat leiðbeint Ágústi að færa sig neðar til að vera til móts við Sigga sem kom hinum megin að í Svartbakafellinu.

 


Hér eru Hekla og Freyja búnað vera svo duglegar að smala og orðnar rennandi blautar og þær náðu að standa fyrir meðan ég þurfti að fara aftur upp á fjall og komast fyrir eina kind sem stakk okkur af og sem betur fer náði ég að komast fyrir hana og koma henni niður til þeirra.

 


Á niður leið og regnboginn fylgdi okkur yfir Fögruhlíð.

 


Embla og Erika vel blautar líka orðnar kaldar og þreyttar og voru vel fegnar að fá að komast upp í bíl hjá Emil.

 


Ég var vel blaut og veður barinn líka en þessi 66 norður jakki hélt mér þó talsvert þurri en það náði að blotna út frá rennilásnum.

Friðgeir á Knörr var mættur að fylgjast með okkur koma niður.

 


Komin niður og erum að reka seinustu upp í Tungu.

 


Yndislegu hjónin Þórir frændi og Hildigunnur kíktu upp í fjárhús og voru búnða gera aðra súpu fyrir okkur sem beið okkar inn í Tungu. Við þökkum þeim kærlega fyrir það er svo geggjað að fá heita súpu eftir smölun. Hér er Siggi með þeim hjónum en Siggi hefur verið að smíða fyrir þau í Tankinum á Rifi þar sem þau búa í glæsilegum Olíutank sem er íbúðarhúsið þeirra.

 

Hér er Hannes yfir vigtari og sonur hans það er svo frábært að fá þá á hverju ári.

 


Embla var alveg ástfangin af þessari gimbur undan Gjöf og hún er orðin svo gjæf.

 


Það var eitthvað um fé frá Friðgeiri sem kom í smölun og fleira sem hann tók með sér.

 


Þetta hefði verið svo glæsileg mynd af þeim feðgum ef ljósið hefði ekki verið þarna bak við en þeir voru kátir og strákarnir stóðu sig svo vel að smala þetta var í fyrsta sinn sem þeir koma í smölun og það var eins og þeir hefðu aldrei gert neitt annað. Myndavélin á símanum mínum var líka full af móðu eftir rigninguna svo það spilaði líka inn í gæðin á myndinni.

 

 

20.09.2023 11:49

Smalað Hrísar og Búlandshöfða að Föguhlíð 14 sept

Fórum að smala á fimmtudaginn 14 sept Búlandshöfðann í blíðskapar veðri eins og það gerist best. Ágúst bróðir kom alla leið að austan til að smala með okkur ekkert smá frábær og geggjað að fá hann enda alvanur smali og með endalaust þol. Við breyttum smöluninni hjá okkur í staðinn fyrir að smala á föstudag og laugardag fórum við fimmtudag og föstudag út af slæmri veðurspá.

Fyrst byrjuðu Kristinn og Siggi að fara upp á Fróðarheiði og koma svo niður í Hrísar og á meðan fórum við niður í Hrísalandið og Brimisvelli og náðum í þær sem voru þar svo rákum við þetta saman inn í Tungu og fórum svo í hádegismat og smöluðum svo eftir hádegi Búlandshöfðann.

 


Hér er Ágúst með mér fyrir neðan Hrísa.

 


Það er mjög gaman og fallegt að labba fyrir neðan Hrísar þar má sjá gamlar rústir af hleðslu síðan byggð var þar og eins þennan bát sem er gróinn ofan í jörðina.

 


Hér eru Kristinn og Siggi komnir niður og við sameinumst með kindurnar sem ég og Ágúst tókum og þeir og rekum þær inn í Tungu.

 

Það gekk aftur á móti ljómandi vel, ég og Kristinn fórum niður fyrir Búlandshöfða í Búlandið og Siggi og Ágúst bróðir fóru upp í Grensdali og löbbuðu svo upp á fjalli alla leið upp að Kistufelli og yfir að Rjómafossi í Fögruhlíð. Emil var á bílnum og stjórnaði okkur frá veginum svo bættust stelpurnar við eftir skóla og Bói kom líka og fór svo með mér upp í Mávahlíð og við löbbuðum hlíðina fyrir ofan og að Fögruhlíð og Embla og Erika voru fyrir neðan okkur og Freyja og Hekla tóku Mávahlíðarifið með Emil. 

 


Hér er Kristinn kominn niður í Búlandið og byrjaður að reka ég var fyrir ofan því ég þurfti að fara upp í Grensdali og taka kindur sem Ágúst og Siggi ráku niður og koma þeim niður á veg svo þeir gætu haldið áfram að fara upp á fjall.

 


Við Kristinn héldum svo áfram að labba með bil á milli okkar undir Búlandshöfðanum þegar ég var búnað koma hinum niður og það gekk mjög vel og þær sameinuðust og héldu áfram.

 


Hér erum við að reka þær í svo æðislegu veðri en þær sneru nú aðeins á okkur Kristinn og ákváðu að fara upp á öðrum stað en venjulega en það reddaðist með því að Emil var upp á veg til að snúa þeim niður aftur og halda áfram.

 


Við héldum svo áfram undir og yfir í Mávahlíðarhelluna.

 


Ég var heppin að sjá þessar þær voru fyrir neðan Mávahlíðarhelluna alveg lengst innst inni og eins og sjá má á myndinni falla þær vel inn í umhverfið ofan í steinana í fjörunni.

 


Hér erum við að halda áfram út Mávahlíðina.

 


Hér sést hvað veðrið var yndislegt þennan dag Mávahlíðin í allri sinni fegurð með Snæfellsjökulinn í baksýn ég elska þetta útsýni.

 


Við Bói komin upp í hlíð.

 


Hér fáum við stórkostlegt útsýni úr hlíðinni yfir Tröð og Mávahlíð og alla leið út af Ólafsvík.

 


Bói og ég erum komin hér upp undir kletta fyrir ofan Tröð og Fögruhlíð og núna erum við farin að sjá Sigga ,Ágúst og Kristinn koma upp á Sneiðinni og þá meigum við halda áfram út hlíðina að þeim og fara svo niður í Fögruhlíð.

 


Núna erum við að fara niður á leið inn í Fögruhlíð.

 


Þær halda svo áfram hér eftir veginum og Magnús Óskarson kom ásamt Guðmundi Ólafssyni betur þekktur sem Gummi Ólafsvík og Gummi á slatta af kindum í þessu hjá okkur.

Hann og Magnús koma alltaf og hjálpa okkur á hverju ári þegar við smölum þennan hluta.

 


Erika Lilý og Embla Marína duglegir smalar.

 


Flottir smalar að reka heim að Tungu og Hörður í Tröð slóst í hópinn að hjálpa okkur að smala heim á hjólinu sínu.

 


Freyja Naómí og Hekla Mist svo duglegar að smala.

 


Verið að reka eftir veginum fram hjá Kötluholti og inn í Tungu.

 


Hér sést Mávahlíðarfjallið sem við vorum að smala við vorum að labba þessa hlíð alveg upp undir klettum og Siggi og Ágúst fóru upp Grundarfjarðarmegin í Búlandshöfðanum og löbbuðu ofan á fjallinu. Þetta var alveg dásamlegt veður eins og sjá má Holtstjörnin alveg spegil slétt.

 


Þá erum við komin með féið upp að Tungu og rekum inn í girðingu. Kristinn þurfti að hafa hraðann á því hann var að fara henda sér í sturtu og fara syngja á afmælistónleikum Brimisvallakirkju sem áttu að hefjast eftir klukkutíma.

 

 

Þórir Gunnarsson og Hildigunnur Haraldsdóttir komu til okkar og færðu Sigga súpu fyrir smalana. Það var auðvitað lambakjötssúpa sem var alveg rosalega góð og allir voru svo ánægðir og þakklátir fyrir að fá heita og ljúffenga súpu.

 


Það var svo rekið inn og farið yfir hvað er komið og hvað vantar af fé og sótt ókunnugt fé sem heimtist í þessari smölun og það tók alveg tíma fram eftir myrkur og svo endaði dagurinn á þessu stórkostlegu ljósadýrð frá norðurljósunum.

18.09.2023 00:29

Hrútasýning veturgamla 2023

 

Hrútasýning veturgamla verður föstudaginn 22 sept inn í Tungu Fróðarhreppi hjá Sigga kl 18:00

Keppt verður í þremur flokkum hvítum hyrndum,hvítum kollóttum og mislitum kollóttum og hyrndum.

Minni fyrrum vinningshafa á að koma með bikarana.

Gerum okkur glaðan dag og mætum með hrútana okkar.

Kveðja stjórnin

 


Hér eru Emil og Kristinn með Prímus besta kollótta veturgamla árið 2022.

12.09.2023 14:58

Göngutúr,kindur og þrif


Hér er Álfadís 21-015 með gimbrar undan 20-202 Kóng frá Bergi.

 


Önnur þeirra í nærmynd.

 


Svo hin þær voru svo flottar fyrirsætur.

 


Fallegir hrútar undan Tertu 18-013 og Kóng.

 


Embla er búnað vera svo dugleg að fara á hestbak með afa sínum hér eru þau á leiðinni til baka inn í sveit en þau komu á hestunum alla leið inn i Ólafsvík heim til okkar.

 


Embla Marína hestastelpa.

 


Erika Lilý vinkona Emblu. Þær fóru einar frá Klettakoti alla leið inn í Tungu á hestunum í dag.

 

Ég er búnað vera þrífa fjárhúsin þessa vikuna og fór í göngutúra á hverjum degi í seinustu viku nema einn dag sem var mjög vont veður. Emil,Kristinn og Bói gengu svo frá tækjunum og settu inn í hlöðuna í Mávahlíð svo það er allt klárt fyrir komandi vetur. Núna fer spennan aldeilis að heltaka mann enda stutt í smölun og gæti mögulega orðið fyrr en áætlað var því það spáir svo leiðinlega á laugardaginn svo það gæti orðið að við flýtum henni á fimmtudag og föstudag í staðinn. Ég ákvað að baka í dag svo það yrði klárt ef við myndum fara smala á morgun. Síðan hérna hefur eitthvað verið að stríða mér og vill ekki setja inn myndir fyrir mig svo ég ákvað að sleppa myndum af þrifunum og fleiru svo ég gæti klárað að blogga.

 

05.09.2023 21:45

Göngutúr 5 sept

Það var ansi hvasst í morgunsárið og ég var ekki alveg að leggja í að fara í göngu en eftir að ég rúntaði inn fyrir Búlandshöfða komst ég að því að það var ekki nærri eins hvasst þar innfrá nær Grundarfirði og niður í Búlandi svo ég lagði bílnum upp á útsýnisstaðinn og labbaði niður í Búland og færði mig svo upp í hlíðina niður fyrir veginn og labbaði undir Höfðanum og þar var bara fínasta veður. En það blasti við mér ófögur sjón þegar ég var búnað ganga dágóða stund undir Höfðanum en þá sá ég ull út um allt og það vakti áhuga minn að þetta var óvenju mikil ull fyrir að vera einhver ull sem hefur dottið af kind svo ég elti slóðina og horfði vel í kring og þá sá ég það að það var hræ af kind neðar í brekkunni og ekkert eftir nema hryggsúlan og hornin svo ég gat ekki greint hvaðan hún væri en þetta hefur verið lambhrútur og mórauður. En þegar ég labbaði svo lengra sá ég legg með ull og klauf og það var ekki alveg mórautt svo líklega hefur þetta verið móbotnóttur hrútur og ef þetta er sá sem ég held að þetta sé það er að segja ef hann er frá mér þá var þetta hrútur undan Hríslu gemling og Grettir sæðingarstöðvarhrút en ég vona svo innilega að það sé ekki rétt hjá mér því ég var virkilega spennt fyrir því að sjá hann í haust. En Emil sá Hríslu um daginn og ekki hrútinn svo það er ansi líklegt að þetta hafi verið hann.

 


Hér er ég á leiðinni að labba undir Höfðanum.

 


Það er mjög skemmtilegt að labba þessa leið en alls ekki fyrir lofthrædda.

 


Hér er hræið sem blasti við mér. Búið að éta það upp til agna.

 


Hér er svo leggurinn frekar hræðileg sjón. 

 


Ég hélt svo göngunni áfram hér fyrir ofan klettana.

 


Hér fer ég svo upp aftur þetta eru klettarnir við veginn fyrir ofan Búlandið.

Ég var svo ánægð að ná þessari göngu í dag því veðrið fór svo bara versnandi og hvessti meira og ringdi líka.

04.09.2023 20:13

Göngutúr og kindur heldur áfram


Á föstudeginum 1 sept fór ég í göngu á undan rokinu og rigningunni og labbaði upp í hlíð fyrir ofan Mávahlíðarhelluna og ætlaði upp á fjall en þá tók á móti mér svo mikið rok að ég tölti niður aftur.

 

 

Hér sést niður á gamla veginn og þjóðveginn við Mávahlíðarrifið.

 


Benóný kíkti með mér í kvöldgöngu niður í fjöruna við Bug.

Ég fór svo ekkert í göngu um helgina enda var snarvitlaust veður á laugardeginum rok og rigning svo ég var í fríi laugardag og sunnudag frá göngu.

 


Melkorka20-017 með þrílembings gimbrarnar sínar undan Blossa 22-004.

 


Brá 20-013 með hrút undan Þór 21-896 sæðingarstöðvarhrút og svo fóstrar hún hrút undan Ósk og Gimstein.

 


Hér sést hennar betur hann virkar mjög fallegur undan Þór.

 


Sá loksins Prinsessu 22-015 með gimbrina sína undan Byl 22-003 en hún bar seint 5 júní.

 


Sá líka Glóey 22-022 með gimbrina sína undan Byl líka en ég hélt hún væri geld í vor því það kom aldrei neitt undir hana og það kom mikið á óvart þegar hún bar svo og það þurfti að gefa lambinu pela með því það kom ekki heldur undir hana þó hún væri borin en eitthvað kom þó en ekki mikið og lambið fékk alltaf eitthvað svo henni var sleppt út. Hún bar seinust 8 júní.

 

 

 

 


Við fórum þó kindarúnt á sunnudagskvöldið og stelpurnar fengu knús hjá Hrafney.


Hrafney fær alltaf knús og klapp enda afskaplega geðgóð kind sem kemur alltaf til okkar þó hún sé lengst frá með öðrum kindum þá gefur hún sér tíma til að koma til okkar.

 


Kvöldrúnturinn er vinsæl hjá krökkunum mínum eins og sjá má eru stelpurnar í kósýgöllunum sínum.

 


Svo fær hún tvöfaldan koss bless.

 


Falleg gimbur frá Sigga undan Reyk.

 


Álfadrottning 21-016 með gimbur undan 21-033 Glúm frá Guðmundi Ólafs Ólafsvík.

 


Hrúturinn á móti mjög fallegur.

 


Gimbrin í nærmynd svo falleg.

 


Álfadrottningin svo falleg kind hún er undan Brussu 16-008 og Bolta 19-002.

 


Sá í fjarska Margréti 22-009 með gimbrarnar sínar undan Tígull 22-002.

 


Ég fór svo göngutúr í dag 4 sept upp með gilinu að Rjómafossi.

 


Það er mjög falleg leið að labba.

 


Hér sést í Svartbakafellið.

 


Mjög mikil náttúruperla.

 


Hér má sjá hella undir klettunum og þarna hafa kindur oft falið sig og orðið eftir í smölun.

 


Hér er ég komin alveg upp og sé inn í Rjómafoss og ofan í gilið fossin sést þó ekki á þessari mynd.

 


Það voru engin ber sjáanleg alla þessa leið eins og þetta hefur verið mikið berjaland í mörg ár en síðustu ár hafa engin ber verið ég fann smá laut með þessum berjum en það var ekki mikið á lynginu og þau farin að skemmast.

 


Ég sá þennan hóp af kindum í Svartbakafellinu og sýndist þessi svarta vera Elíza hans Kristins með sín þrjú ásamt fleiri kindum.

 

Týndi þessa fallegu steina á leiðinni sem hafa brotnað úr klettunum.
 

 

 
 
  • 1
Antal sidvisningar idag: 1028
Antal unika besökare idag: 208
Antal sidvisningar igår: 1079
Antal unika besökare igår: 260
Totalt antal sidvisningar: 727797
Antal unika besökare totalt: 48441
Uppdaterat antal: 7.5.2024 19:47:00

Um okkur

Namn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Mobilnummer:

8959669,8419069

MSN användarnamn:

Disa_99@hotmail.com

Födelsedag:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Postadress:

Stekkjarholt 6

Plats:

355 Ólafsvík

Telefonnummer hem:

4361442

Om:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Länkar

Länkar

Länkar