Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Blogghistorik: 2010 N/A Blog|Month_1

29.01.2010 19:39

Landdráttur

Það byrjar vel árið hjá Emil, hann var dreginn í land í dag. Það losnaði eitthvað tengi og skrúfan losnaði svo hann gat ekki klárað að draga og Dóri og Heiðar kláruðu að draga fyrir hann og var Dóri með tæp 3 tonn á balana hans Emils og Heiðar er enn að draga og er víst að mokfiska á þá ýkt böggandi fyrir Emil að missa af þessu og náttla var ég niðri á bryggju í dag og tók á móti honum brosandi með myndavélina að taka myndir af honum he he algjört kvikindiemoticon hann fer að verða þekktur sem Emil dráttur það er búið að draga hann svo oft í land. En ég er svo búin að dæla fullt af myndum inn á netið bæði af hvolpunum og heimsókn til Freyju ömmu og Huldu ömmu voða stuð.

25.01.2010 16:24

Ofsaveður

Það var hrikalegt veður í nótt ég hélt að það væri bara allt að fara til fjandans. Við sváfum eiginlega ekki neitt það lak svo inn um svalahurðina hjá okkur og svo vorum við svo hrædd um girðinguna á pallinum hún var á fullu en það var svo í lagi. Það tók svo ekki betur við þegar við fórum inn í hesthús þá var hurðinn þar fokinn af og urðu Steini og Emil að festa hana svo fórum við inn í Mávahlíð og þar byrjaði ballið fyrst blasti við okkur að það væri fokið af hlöðunni plata sitt hvoru megin og svo þegar við fórum bak við kom í ljós að þakið af súrheysgryfjunni var fokið af í heilu lagi svo það hefur aldeilis mikið gengið á þar í nótt. Rollurnar voru þó bara rólegar og ánægðar að fá að éta. Emil,Steini,Bói og Maggi festu svo niður það sem þeir gátu því það er enn þá svo mikið rok og verður að laga þetta bara á morgun eða þegar að það hæir svo hægt sé að setja nýja járnplötu.

Hérna er sláturhúsið það losnuðu nokkrar spýtur framan af því og þarna er platan farinn af hlöðunni.

Hérna má sjá þakið hinum megin sem þeir festu niður og svo súrheysgryfjuna og þakið af henni fauk af í heilu lagi og liggur við hliðina á henni.

24.01.2010 22:27

Hvolparnir

Jæja það er búið að vera nóg að gera um helgina á laugardaginn voru Tristan og Alexandra í pössun hjá okkur því Hafrún var að vinna í Valafelli allveg brjálað að gera þar og svo í dag fórum við í heimsókn til Maju að skoða hvolpa boltana og Hafdís,Eva og Ragnar Ágúst komu í heimsókn að skoða líka og svo var öllum boðið í vöfflur hjá mömmu og þar var páfagaukurinn Travis sem Brynja átti og er hann nú kominn með nýtt heimili hjá Evu og Ragnari Ágústi, sem voru afar lukkuleg með hann enda rosa karekter þessi fugl. Benóný var allveg sjúkur í hann og reyndi að klípa í hann ýkt fyndið. Ég tók svo myndir af hvolpunum sérstaklega fyrir þig Brynja svo hér koma þær og fleiri inn í albúminu.

Tík,Strákarnir tveir og Dögg.

Strákur Torres

Tíkin hans Óla

Hin tíkin

Dögg

Hinn strákurinn.

19.01.2010 17:03

5 Mánaða

Jæja þá er hann Benóný orðinn 5 mánaða, ekkert smá fljótt að líða. Hann fór í skoðun í morgun og kom allt mjög vel út hann er 6920 gr og 67 cm á lengd. Hann fór í sprautu svo það má búast við að hann verði pirraður í kvöld. Ég er svo en þá með of háan blóðþrýsting allveg ömurlegt ég ætla bara ekki að losna við þetta, ég á að fara á önnur lyf svo vonandi helst hann niðri þá. Það er svo sorgarfréttir að einn hvolpurinn hann Fatli er dáinn en hann var svo fatlaður greyið að þetta hefur bara átt að fara svona en hinir dafna vel og eru algjörar bollur. Við fórum til Bárðar í gær og náðum í Rósu hans Emils og Flekku hans Bóa sem vonandi koma með kynbætur úr Kubb frá Bárði. Þær dafna vel gimbrarnar hjá honum allar með svaka hornahlaup og margar spakar en það er engin orðin spök hjá okkur en þá, þær eru bara forvitnar. Jæja það eru svo myndir af þessu öllu saman í albúminu njótið vel.

Já maður er sko orðinn fótafimur.

Það eru alltaf brosmyndir svo ég varð að setja eina af honum í réttu ljósi að fá smá frekjukast emoticon

16.01.2010 00:58

Fyrsta skiptið á hestbak

Benóný fór með okkur í hesthúsin og fékk að fara í fyrsta sinn á hestbak og fékk Huld heiðurinn af því að vera fyrsti hesturinn sem hann fer á, þeir eiga nú væntalega eftir að vera miklu fleiri sem hann fær að máta. Honum líkaði vel og yðaði allur við að klípa í faxið á henni og reyndi svo að stínga grasinu upp í sig og éta það. Við fórum svo í heimsókn til hvolpaömmu hennar Köru og Maju langömmu he he þar er sko allt í hershöndum að gefa hvolpunum á þriggja tíma fresti úr pela og passa að þeir sjúgi ekki Pollý meðan hún er jafna sig. Emil er svo alltaf á sjónum bara og gengur vel hann og Steinar voru með 4,8 tonn í dag 15 jan og komu heim allveg búnir á því enda mikið fiskerý og bræla úti.
Stoltir feðgar.
Viltu knús O þeir eru svo miklar dúllur að drekka pela hjá Maju hvolpalangömmu.
Ein sæt af pútla litla hann er svo brosmylt barn.

14.01.2010 10:30

Pollý og hvolparnir

Það er sko búið að vera nóg að gera hjá Maju og fjölskyldu því yngsti fjölskyldumeðlimurinn hún Pollý var að eignast 6 litla æðislega hvolpa og er mikill gleði þar á bæ en það er búið að vera mikið stress því það þurfti að bruna með Pollý til Rvk á spítala til að hlúa að henni hún var orðin svo veik og fékk hún allskyns sprautur og vitamín og hún má ekki hafa hvolpana hjá sér fyrr en hún er orðin sterkari og byrjuð að borða. Svo núna þarf Maja og Kara að gefa hvolpunum á þriggja tíma fresti það er bara eins og ungabarni he he og núna er Maja í vinnunni og Kara í skólanum og Lena bauðst til að fóðra hvolpana á meðan svo vonandi fer hún Pollý elska að frískast. Það er ekki nóg með að þetta sé allt í gangi heldur þurfti að fá Dýra til að kíkja á folaldið mitt hann Mána því hann er kominn með sýkingu í augað og þarf að bera krem í augað á honum á hverjum degi og sér hann Bói um það fyrir mig hann er svo hjálpsamur að hugsa um hann fyrir mig.

Hérna er svo stolt mamman með krútt boltana sína.

11.01.2010 23:33

Rambó

Jæja til lukku fengum við hann Golsa aftur og fékk hann nafnið Rambó og var hann bara helvíti duglegur að lemba kallinn og snöggur að, svo það á eftir að komast að því hverning reynsla verður af afkvæmum hans næsta haust. Hann frændi minn heitinn myndi nú bölva vel vitandi að ég hafi sett þetta skrípi á emoticonhe he hann dýrkaði nefla hana Golsu svo mikið eða þanning en nei nei það kemur bara í ljós kanski verður þetta bara fínasti hrútur, allavega hef ég góða trú á honum og finnst mér hann afskaplega fallegur og ágætlega byggður. Jæja nú er ég loksins búnað koma rollunum mínum inn og Maju og Karítas og Bóa svo nú getið þið skoðað það undir Rollurnar mínar hérna til hægri í horninu og einnig setti ég inn ásettningsgimbrarnar 2009 og það er svo til gamans að hlakka yfir að ég átti bestu gimbrina af okkar kindum í ár, sem er svört með hvíta krúnu svo mislita ræktunin mín er ekki svo galin eftir allt saman og stigaðist hún svona :
Þungi 49-ómv 32 ómf 2,7-lögun 4,5 Framp 9 Læri 18,5 ull 8. Þið sjáið hana inn í rollu dálknum
hún heitir Króna, svo endilega skoðið það.


Hérna er hann Rambó 09-015 í eigu Dísu.
Stigun kíló 58 fótl 114 ómv 31 ómf 4,9 lögun 5 
8-8,5-8,5-9-8,5-17,5-8-9-Alls 84,5 stig

09.01.2010 21:15

Janúar

Jæja þá er komið 2010 vá hva þetta er fljótt að líða og strákurinn fer bara að vera 5 mánaða bráðum. Hann dafnar annars bara vel og er komin með ný hljóð svona skræki ýkt dúlló og hann iðar allur af spenningi þegar hann sér eitthvað nýtt dót og reynir að troða öllu upp í sig. Það er nú verri sagan að segja frá fengitímanum því það gekk svo mikið upp hjá okkur ég hreint bara skil það ekki hva klikkaði en það þýðir ekki að spá í því svona verður þetta bara tvískiptur sauðburður og megnið 28 maí allveg hrikalega seint en það er bót í máli að ég er í fæðingaorlofi og get verið allveg yfir þessu. Það er búið að vera hrikaleg hálka undafarið og var ég svo gáfuð að fara út að labba með barnavagninn og var eins og belja á svelli þvílík bjartsýni að fara út í svona en það endaði þó vel og enginn hlaut meiðsli af en aftur á móti rann Örvar á grindverkið á milli húsana hjá okkur og braut það aðeins og Dóra vínkona datt hægt og rólega fyrir utan hjá mér en meiddi sig ekkert sem betur fer. Núna aftur á móti er allur snjórinn farinn og ég fór í hörku göngutúr og labbaði út að vegagerð og ætlaði inn í hesthús en þá var Emil búinn svo ég labbaði bara til baka aftur og fór í göngutúr með pabba einn hring svaka stuð bara.

Ein mynd af prinsinum.
  • 1
Antal sidvisningar idag: 737
Antal unika besökare idag: 181
Antal sidvisningar igår: 1079
Antal unika besökare igår: 260
Totalt antal sidvisningar: 727506
Antal unika besökare totalt: 48414
Uppdaterat antal: 7.5.2024 13:45:59

Um okkur

Namn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Mobilnummer:

8959669,8419069

MSN användarnamn:

Disa_99@hotmail.com

Födelsedag:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Postadress:

Stekkjarholt 6

Plats:

355 Ólafsvík

Telefonnummer hem:

4361442

Om:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Länkar

Länkar

Länkar