Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Blogghistorik: 2021 N/A Blog|Month_10

30.10.2021 08:59

Fjárhúsalífið í okt

Það er mikil gleði og gaman hjá krökkunum að koma í fjárhúsin og spekja lömbin og hér eru þau með lambhrútinn Diskó og fengu kindamúl hjá Sigga til að kenna honum að labba í bandi. Diskó er einstaklega gæfur og leyfir þeim að leika alskyns kúnstir með sig.

Hér eru Embla og Erika svo stoltar af honum Diskó sem labbar með þeim í taum.

Hér er Freyja á hrútbaki á Diskó og hann kippir sér ekkert upp með það.

Benóný að klappa henni Ástrós sem er mjög gjæf .

Embla að klappa gimbrinni sem var fyrst spök og hún er undan Brussu og Bolta og heitir
Orka.

Ronja Rós að hjálpa til við að temja Diskó með því að gefa honum gras og láta hann elta sig.

Hér er stelpurnar að klappa gimbrunum og setjast niður og bíða eftir að þær komi til sín með mikilli þolinmæði og ekki liður á löngu áður en þær sem er orðnar spakar komi og umkringji þær svo þær sitja nánast fastar.

Allir að hjálpast við að gefa hér er Embla Marína.

Hekla Mist vinkona Freyju.

Freyja Naómí.

Erika Lilý.

Birgitta Emý.

Benóný Ísak.

Og síðust en ekki síst Ronja Rós.

Hér eru tvær mógolsóttar fyrirsætur.

Ein mórauð frá mér og svört frá Sigga.

Hér er Óðinn,Bibbi og Kolur.

Hér er Emil að festa niður grindurnar því Lalli er búnað dæla út fyrir okkur og Ronja var 
mjög áhugasöm um að fá að prófa að negla.

Það tókst nú bara nokkuð vel og hér er hún að hitta á lykkjuna he he.

Það eru svo fleiri myndir af lömbunum hér inn í albúmi.

27.10.2021 10:50

Ásettningur hjá Bárði og Dóru

Ég fór í heimsókn til Bárðar og Dóru um síðustu helgi og skoðaði flotta ásettningin hjá þeim.
Hér er ein mjög falleg á litinn.

Hér er önnur mjög falleg.

Hér er ein mógolsótt.

Hér er ein hvít hjá honum gæti verið sæðingur.

Þessi er undan Sól sem ég lét hann hafa ég meira segja þekkti hana á svipunum.

Held að þessi sé sæðingur undan Kost.

Margir og skemmtilegir litir. Þessi fremsta er systir Skottu sem ég fékk hjá Bárði í fyrra.

Hér eru tvær flottar.

Þessi finnst mér svo falleg svo dökkgrá.

Þessi flekkótta er svo skondin með hvíta neðri vör.

Það er öll litaflóran svartgolsótt,mógolsótt.svartflekkótt,svarthosótt og krúnótt með blesu og gráflekkótt með blesu og móhosótt með blesu alveg æðislega gaman að sjá svona marga liti og fjölbreytni.

Svo fallegar líka veturgömlu hjá þeim þær eru komnar inn líka. Hér er ein grá sem var með 19,5 í læri sem lamb.

Þessa fékk hann hjá mér í skiptum fyrir Skottu í fyrra og þessi er alsystir Dags og er undan 
Mínus og Sóldögg.

Hér eru lambhrútarnir þeir eru undan Viðari og Glitni.

Þessi er undan Húsfreyju og Glitni.

58 kg 36 ómv 1,9 ómf 5 lag 109 fótl

8 9 9,5 9,5 9,5 19 8 8 8,5 alls 89 stig.


Þessi er undan Tölu sem Bárður fékk hjá mér og Viðari sæðingarstöðvarhrút.

52 kg 28 ómv 3,6 ómf 4,5 lag 109 fótl 

8 8,5 9 8,5 9,5 19 8 8 9 alls 87,5 stig.


Hér eru stóru strákarnir hjá þeim Einbúi lengst til vinstri svo Víkingur og svartur sem ég veit ekki hvað heitir og svo Víkings sonur.

Hann verður svo með þennan Móra sem heitir Dökkvi og er frá Lalla í Gröf. Hann er einstaklega dökk mórauður og hefur verið að gefa dökk og vel gerð lömb. Mig langar að fá að prófa að koma með einhverjar í hann á fengitímanum.


Það má svo skoða fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

24.10.2021 07:44

Óvæntir endurfundir hjá Kristinn

Kristinn fór að smala á fimmtudaginn tveim hvítum lömbum eða lamb og kind hann var ekki viss hvort þetta væri og stóð allann tímann í þeirri meiningu að þetta væri ókunnugt fé enda við búnað heimta allt okkar. En svo þegar hann var búnað smala þessu heim í Tungu og Siggi búnað aðstoða hann við að ná þeim inn kom nú heldur betur á óvart að þetta voru tveir lambhrútar annar frá Sigga þrílembingur undan Þíðu og Óðinn sem hann var búnað telja að hafi drepist og svo var hinn kollóttur hrútur sem var frá Jóhönnu undan Dúfu og hann hefur villst undan í júlí og við vorum löngu búnað telja hann vera dauðann. Já svona getur þetta komið manni svakalega á óvart og þessi Dúfu hrútur, ég var löngu búnað ákveða áður en hann fæddist að ég ætlaði að búa hann til og setja hann á því Dúfa er óskyld okkar kollótta fé og svo er hann undan Bjart sem er líka óskyldur og var látinn fara í fyrra vetur svo þessi hrútur hefur mætt örlögum sínum og snúið aftur til okkar.
Open photo
Hér eru þeir Sigga hrútur vigtaði 49 kg og hinn 54 kg þessi kollótti.
Þessi kollótti verður settur á en hinn er óstigaður auðvitað en hann er vel gerður og 
er þrílembingur á móti honum voru tvær gimbrar svartflekkóttar.
Faðir hans er Óðinn veturgamall hrútur sem var besti veturgamli hrúturinn á sýningu 
veturgamla hjá fjárræktarfélaginu okkar svo ef einhver hefur áhuga á að eignast hann og vantar hrút þá eru nánari upplýsingar hjá Sigga í síma 8460166 og sem fyrst annars verður honum slátrað.

Hér er betri mynd af honum.

Mjög langur og með síða ull. Hann er 49 kg og þau gengu öll þrjú undir og hann hefur farið undan í byrjun september.

23.10.2021 10:34

Gimbrarnar teknar inn og gefið ormalyf

Seinast liðina helgi tókum við gimbrarnar inn um leið og  við smöluðum hrútunum heim og á sunnudeginum var svo rosalega leiðinlegt veður og myndaðist mikill snjór og varð frekar hættulegur á sumum stöðum fyrir kindurnar sem þær voru búnað hrúga sér við brúnina á skurðum sem gæti verið varasamt fyrir þær svo við ákváðum að ná þeim sem við sæjum og það var alveg ógeðslegt veður og sást varla neitt. Þessar myndir hér tók ég á föstudeginum þegar ég sótti gimbrarnar.

Hér er ég komin inn fyrir Búlandshöfða og er að reka kindurnar undir Höfðanum og hér sést niður í Búlandið.

Hér eru þær enn fyrir ofan Búlandið svo voru þær aðeins óþekkar við mig og sneru við út í enda og hlupu niður í Búland svo ég þurfti að hafa mig alla við að hlaupa niður og komast fyrir þær svo þær færu ekki inneftir aftur.

Hér er ég búðnað komast fyrir þær og koma þeim áfram undir Höfðann.

Hér erum við Donna með þær. Donna labbaði með mér alla leið en ég þurfti þó að halda stundum á henni yfir lækina.

Hér eru þær í einni halarófu eftir kindagötunni sem liggur undir öllum Búlandshöfða.

Þær eru að fylgjast með okkur Donnu hvort við séum örugglega að veita þeim eftirför.

Hér eru þær komnar vel á leið og við Donna í rólegheitum á eftir.

Hér erum við svo alveg að fara koma að útsýnispallinum og þá þarf ég að fikra mig þar upp og sækja bílinn því ég skyldi hann eftir þar.

Hér fór ég upp og þær héldu áfram leið sinni.

Þær halda vel áfram og hér er farið að sjást í Helluna sem er grasbakkinn þarna fyrir hornið á þessri brekku.

Hér erum við Donna og núna erum við að fara heim aftur og sækja krakkana úr skólanum og svo höldum við áfram að smala og Kristinn kemur þá líka og stelpurnar Embla og Erika.

Hér er Embla Marína að hjálpa mér upp í hlíð. Við fórum upp inn í Fögruhlíð til að
fara fyrir ofnan kindurnar þar og koma svo á móti Kristinn en hann fór upp hlíðina inn í Mávahlíð og Erika labbaði fyrir neðan hann og svo komum við á móti þeim og tökum svo allt saman niður í Fögruhlíð.

Hér erum við komin alveg niður og hér er Kristinn að fara á eftir þeim niður i Kötluholt.
Þegar ég hljóp niður með ánni í Kötluholti þá voru stórir skurðir þar fullir af bleikju og það var alveg magnað að sjá það þær skutust alls staðar undan bakkanum þegar ég labbaði og þær voru örugglega 20 stykki og svakalega stórar.

Hér er Embla Marína að reka heim að Tungu.

Erika líka að reka með Emblu.

Hér er svo Kristinn og Emil og stelpurnar.

Kristinn og Emil að gera klárt áður en við rákum inn.

Kristinn og Siggi fóru svo að smala aftur á laugardeginum þegar hrútasýningin var og komu með þessar tvær en þar eru frá Friðgeiri  á Knörr. Sú aftari hefur komið oft áður og er mamma hennar Gjöf sem Embla á.

Hér erum við að reka kindunar á sunnudeginum sem Siggi og Kristinn fundu inn í Mávahlíð í hættu staddar.

Hér má sjá hvar það er allsstaðar búið að koma skriður í Mávahlíðinni. 
Hér er ein við Mávahliðarfossinn. Þetta er á mánudeginum 18 okt.

Ég fór upp í hlíð á mánudeginum og þar mátti sjá skriður allsstaðar og meira segja heyrði ég í einni meðarn ég var að labba upp og sá hana falla niður.

Það var svo lúmskt mikill snjór í hlíðinni og erfitt að fóta sig og passa sig að pompa ekki ofan í lækina sem leynast allsstaðar á milli.

Hér er ég búnað finna kindurnar sem ég ætla að reka heim og athuga hvort að það vanti einhverjar. Kristinn var búnað sjá þær í hádeginu og benda mér á hvar þær voru áður en ég fór inn eftir að kíkja á þær.

Það kom í ljós að það vantaði alveg 7 kindur og við Emil vorum búnað keyra út um allt og leyta af þeim en svo fyrir tilviljun sá Emil þær vera inn í Mávahlíð á gamla hrúta túns svæðinu og þær voru ekki á góðum stað ef þær færu mikið að hreyfa sig því það eru svo stórir skurðir allt í kring svo ég rak þær af stað.

Og þær enduðu með að fara í gamla haughúsið undir fjárhúsinu í Mávahlíð og við leyfðum þeim að vera þar í góðu skjóli.

Við gáfum svo gimbrunum og hrútunum ormalyf á mánudaginn 18 okt.

Hér er kristinn,Siggi og Emil að gefa þeim ormalyf.

Elsku prinsinn okkar hann Benóný Ísak er hér á mánudeginum 18 okt að fara á Reykir og verður þar fram á föstudag svo það verður mjög tómlegt án hans því hann hefur aldrei verið svona lengi að heiman.

19.10.2021 14:47

Héraðssýning lambhrúta 2021 úrslit

Seinni sýningin var um kvöldið sama dag kl hálf 9 um kvöldið og þar var líka vel mætt um rúmlega 40 manns. Það var vel tekið á móti fólki með veitingum frá Ásbyrni og Helgu á 
Haukatungu Syðri 2 sem héldu sýninguna. Það voru 5 kollóttir, 2 mislitir og 11 hvítir hyrndir sem mættu til keppnis við þá sem voru svo vestan megin efstir í hverjum flokki.
Sigríður Ólafsdóttir og Stella G Ellertsdóttir voru dómarar líka á þessari sýningu.

Hér má sjá mislitu hrútana í uppröðun hér. Á myndinni eru Gísli Mýrdal og Atli Dalsmynni

Hér eru kollóttu hrútarnir 5 austan megin.

Hér eru 5 efstu hyrndu í uppröðun austan megin.

Hér er verið að skoða hvítu hyrndu fyrir uppröðun.

Hér er bleika slaufan þema og flottar kræsingar og farandsskjöldurinn fagri til sýnis.

Þessir verðlaunagripir voru líka afhentir fyrir besta í hverjum flokk hér er fyrir hvitu hyrndu.

Þessi fyrir kollótta í fysta sæti.

Og svo besti misliti kollóttur eða hyrndur.

Kristinn og Guðbjartur á Hjarðarfelli.

Heiða á Gaul, Guðmundur Ólafsson,Emil og Eyberg  á Hraunhálsi.

Hér er komið að því að dómararnir eru búnað komast að niðurstöðu hverjir eru bestir og hér eru Stella og Sigríður tilbúnar að fara kalla upp verðlaunahafa.

Í mislita flokknum var Dalsmynni með besta hrútinn og í örðu sæti var hrútur frá Halli á Naust en hann var ekki viðstaddur á sýningunni og svo var hrútur frá Laugu og Eyberg í þriðja sæti. Á myndinni eru Lauga á Hraunhálsi og Halla frá Dalsmynni.

Hér er besti misliti hrúturinn 2021 frá Dalsmynni undan hrút frá Dalsmynni nr 20-201.

1. sæti 46 kg 109 fótl 33 ómv 2,6 ómf 4,5 lag

8 8 9 9 9 18,5 8 8 8,5 alls 86 stig.

2. sæti Hallur Pálsson Naust lamb nr 83 svartur undan hrút nr 18-602

53 kg 107 fótl 37 ómv 4 ómf 4,5 lag.

8 9,5 9 9,5 9,5 19 8 8 9 alls 89,5 stig.

3. sæti Eyberg og Lauga Hraunhálsi lamb nr 136 svartbotnóttur undan Hraunhöfða. 

48 kg 108 fótl 32 ómv 3 ómf 4 lag

8 9 9 9 9 19 8 8 8 alls 87 stig.


Hér eru vinningshafar í kollóttu. Á myndinni eru Helga Haukatungu Syðri 2, Guðlaug frá Hraunhálsi og Brynjar í Bjarnarhöfn.

1.sæti er frá Haukatungu Syðri 2 hrútur nr 1449 og faðir Tilberi.

54 kg 110 fótl 32 ómv 5,2 ómf 4,0 lag

8 9 9,5 9 9,5 19,5 7,5 8 8,5 alls 88,5 stig.


Hér er besti kollóttu hrúturinn frá Ásbyrni og Helgu Haukatungu Syðri 2.

2.sæti er frá Hraunhálsi hrútur nr 44 og faðir er Grjóthóll.

57 kg 110 fótl 40 ómv 4,2 ómf 5,0 lag.

8 9 9,5 10 9,5 19 9 8 8,5 alls 90,5 stig.

Hér er hrúturinn frá Laugu og Eyberg Hraunhálsi sem var í örðu sæti.

3.sæti var frá Bjarnarhöfn hrútur nr 57 og faðir er Tónn sæðingarhrútur.

54 kg 107 fótl 38 ómv 4,3 ómf 5,0 lag.

8 9,5 9 10 9 19 8 8 8,5 alls 89 stig.


Hér sést hrúturinn í þriðja sæti sem Herborg í Bjarnarhöfn heldur í.


Hér eru vinningshafar í hvítu hyrndu. Á myndinni eru Jón Bjarni Bergi, Helga Haukatungu Syðri 2 og Gísli frá Mýrdal.

1.sæti er frá Bergi hrútur nr 15 og faðir er Viðar sæðingarstöðvarhrútur

59 kg 112 fótl 36 ómv 3,1 ómf 4,5 lag.

8 9 9,5 9,5 9,5 19 7,5 8 9 alls 89 stig.

Hér má sjá besta hyrnda hvíta hrútinn 2021 frá Jón Bjarna og Önnu Dóru á Bergi.

2.sæti er frá Haukatungu Syðri 2 hrútur nr 1001 og faðir er Viðar sæðingarstöðvarhrútur.

48 kg 105 fótl 30 ómv 4,0 ómf 5 lag.

8 8,5 8,5 9 9,5 19 7,5 8 8 alls 86 stig.

Hér er hrúturinn sem var í öðru sæti sem er fjær jötunni frá Haukatungu Syðri 2.

3. sæti er frá Mýrdal hrútur nr 1088 faðir er Viðar sæðingarstöðvarhrútur.

50 kg 105 fótl 32 ómv 2,7 ómf 4,5 lag.

8 9 8,5 9 9 18,5 7,5 8 9 alls 86,5 stig.

Hér er hrúturinn í 3 sæti frá Áslaugu og Gísla Mýrdal.

Þá er það aðalspennan hver hlaut farandsskjöldinn fagra þetta árið.

Það var Ásbjörn Kjartarn Pálsson Haukatungu Syðri 2 sem fékk skjöldinn fyrir besta 
lambhrútinn 2021 og það var kollóttur hrútur.

Hér eru ræktendurnir Ásbjörn og Helga með besta lambhrútinn 2021 í glæsilegu fjárhúsunum sínum í Haukatungu Syðri 2. Ég óska þeim innilega til hamingju með glæsilega sýningu og frábæra ræktun þau áttu lömb í tveim flokkum í verðlaunasætum eins og sást á blogginu bæði besta kollótta og annað sæti í hvitum hyrndum.

Sæbjörg Freyja Gísladóttir hafði samband við mig fyrir sýningu og bauðst til að senda mér kalksalt til að gefa í verðlaun á sýningunni svakalega gjafmild og þáði ég það með þökkum og það vakti mikla lukku á sýningunni að fá það í verðlaun enda íslensk framleiðsla og frá bændum á Vestfjörðum sem eru Sæbjörg Freyja og Eyvindur Atli og búa á Flateyri þið sem viljið fræðast meira um þessa vöru og sjá sölustaði hennar kíkið hér inn á heimasíðuna þeirra með því að smella hér.


Þetta var í verðlaun frá Sauðfjárræktarfélaginu Búa kerti frá Heklu design og servíettur og þau voru keypt í versluninni Utgerðin í Ólafsvík sem er með mjög flottar vörur og er með vefverslun líka og má sjá vörurnar hennar með því að smella hér. 

Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis gaf einnig verðlaun og voru það vel valdar vörur í endurunna gjafapoka frá versluninni Kram og hér má sjá heimasíðu vefverslunar hennar með því að smella hér. 

Hér má svo sjá inn í albúmi allar myndir af sýningunni með því að smella hér.

Þá ætti þetta allt að vera komið hjá mér og vona ég að þið hafið eins gaman af því að lesa þetta stóra blogg eins og ég hafði af því að skrifa það.

19.10.2021 13:16

Héraðssýning lambhrúta 2021

Héraðssýning lambhrúta fór framm núna á laugardaginn og var fyrri sýningin á Gaul hjá Heiðu og Júlla og þar voru mættir 11 kollóttir, 17 mislitir og 26 hyrndir hvítir hrútar og var svo haldið 5 efstu úr hverjum flokki í uppröðun og þeir keppa svo við efstu austan megin girðingar. Það var vel mætt á sýninguna rúmmlega 80 manns með börnum. Það var kjötsúpa og veitingar og svo var happdrætti og dregið um tvo vinninga sem var val milli 7 gimbra sem vinningshafinn sem var dreginn fyrstur fékk fyrst að velja og svo næsti fékk að velja á eftir honum. Það var svo boðið upp á að bjóða í restina á gimbrunum ef það væri áhugi og það var boðið í tvær gimbrar í viðbót svo þetta var mikil stemming og gaman. 
Sýningin byrjaði kl 1 og var til rúmmlega 4.

Þessar skvísur voru hressar og kátar með súpuna og kaffið og klæddar bleiku í tilefni dagsins og bleikum október. Þórunn á Neðri Hól og mæðgurnar Halla Dís og Jóhanna 
Lýsuhóli í hlöðunni á Gaul.

Hér eru 5 efstu í uppröðun í kollóttu vestan megin.

Hér er vel mætt af mislitum hrútunum vestan megin.

Hér má sjá 5 efstu í hvitu hyrndu vestan megin.

Það var líka vel mætt af hvítu hyrndu vestan megin.

Hérna eru Embla,Erika,Sól og Benóný að halda í Diskó kollótta hrútinn okkar.

Kristinn ánægður með nýja gripinn sinn sem hann var að versla af Guðbjarti og Hörpu á 
Hjarðafelli.

Hér má sjá hluta af fólkinu sem var mætt á sýningu.

Dómarar voru Sigríður Ólafsdóttir og Stella Ellertsdóttir.

Guðmundur Ólafsson Ólafsvík og Kristinn Bæjarstjóri að fylgjast með.

Sól með Ronju Rós sem svaf af sér hálfa sýninguna.

Hér er Halla Dís að láta draga úr happdrættinu.

Hér eru allir spenntir að heyra hver fær vinningin og það var Brynjar Bjarnarhöfn sem fékk fyrstu og hér er hann að fara velja sér gimbur.

Hér eru gimbrarnar sem velja mátti úr.

Ronja var mjög hrifin af sandinum í hlöðunni.

Hér inn í albúmi má svo sjá fleiri myndir af þessari sýningu.

13.10.2021 12:28

Kaldnasi einstakur hrútur

Kaldnasi 16-003 sem er undan Urtu frá Hraunhálsi og Magna sæðingarstöðvarhrút 13-944 keyptum við sem lambhrút af Eyberg og Laugu Hraunhálsi og gerðum við hann fljótlega gæfan sem lambhrút og allt frá því hefur hann verið alveg einstakt gæðablóð og í miklu uppáhaldi hjá krökkunum okkar og ég hef áður bloggað um hvað hann er yndislegur og blíður en ég fæ bara aldrei nóg af því að deila því hversu æðislegur hann er.

Hér eru Benóný Ísak og Embla Marína og Erika Lilý vinkona þeirra búnað labba til hans út á tún til að gefa honum klapp og knús.

Hérna eru Embla og Erika deginum áður og þá voru þær búnað lokka hann og hinn hrútinn ásamt tveim kindum inn í fjárhús með grasi og það var alveg magnað að fylgjast með þeim vera þolinmóð og gefa honum klapp og smá gras og færa sig svo alltaf nær fjárhúsunum alveg þangað til hann var kominn í dyragættina og þá náðu þær í meira hey og náðu honum alveg inn og hin fylgdu honum inn. Það kom svo að góðum notum því Siggi og Kristinn komu svo og gátu þá hornskellt Grettir hans Sigga í leiðinni fyrst það var búið að ná þeim inn svo fengu þau að fara út aftur.

Eins eru lömbin undan honum svona gæf og þegar krakkarnir gefa sig að þeim þá eru þau fljót að spekja þau. Við setjum einn lambhrút á undan dóttir Kaldnasa og Tón sæðisstöðvar
hrút og hann er líka svona einstaklega spakur svo hann hefur erft þann eiginleika.

Hér eru stelpurnar með Diskó sem er lambhrúturinn sem verður settur á undan Vaíönnu og Tón og hann er einsktaklega gæfur.

Hér er svo litla bóndakonan hún Ronja Rós komin á bak á honum.

Hér er Grettir Máv sonur frá Sigga hann og Kaldnasi eru bestu vinir og halda sig alltaf saman

Þessar fylgja þeim svo þetta eru veturgamlar frá Kristinn sú fremri og hin lengra frá 
er frá Sigga.

Fallegar kindur með Mávahlíðina í baksýn.

Benóný og stelpurnar að klappa sölu lömbunum sem eiga eftir að fara frá okkur og þau eru nánast búnað spekja alla hrútana.

Ég átti nú svo eftir að setja inn Sláturmatið hjá okkur við áttum alls 74 lömb við settum 19 lömb í sláturhús já aldrei sent svona lítið enda búið að selja allt sem hægt var að selja. Við seldum 34 lömb og svo setjum við 3 lambhrúta á og ekki alveg komin lokatala á gimbraásettning en það verður mögulega 15 hjá okkur og svo ein hjá Jóhönnu og 2 hjá Kristinn svo alls 18 ef ég fækka
ekkert úr minni tölu.

Af þessum 19 fóru í sláturhús var gerðin 10,05 þyngd 18,29 og fita 6,21

Ég er bara sátt miðað við hvað þetta var lítiið eftir og búið að selja það besta úr.

11.10.2021 12:19

Héraðssýning lambhrúta 2021

Þá er loks komið að því eftir eitt ár í covid  pásu ætlum við að halda glæsilega sýningu.

Fyrri Héraðssýning lambhrúta verður haldin laugardaginn 16 okt á Gaul í Snæfellsbæ kl 13:00.

Seinni sýningin verður svo sama dag kl 20:30 í Haukatungu Syðri 2 í Kolbeinsstaðarhreppi.
Þar verða líka veitingar í boði.

Á fyrri sýningu verða veitingar í boði gegn vægu gjaldi til að fá aðeins upp í kostnað sýningarinnar.

Það verður sem sagt 500 kr á mann ef menn vilja gæða sér á kræsingum og kaffi og að sjálfsögðu verður frítt fyrir börn.

 

Það verður svo áfram lambahappdrættið sem hefur vakið svo mikla lukku og skemmtun.  

Þeir sem hafa áhuga á að  krækja sér í miða þá mun miðinn kosta 1000 kr. 

Vegleg verðlaun í boði.

Engin posi verður á staðnum.

 

Verðlauna afhending verður svo á seinni sýningunni í Haukatungu Syðri 2  fyrir báðar sýningarnar.


 

Allir velkomnir og áhugafólk um sauðfjárrækt er auðvitað hvatt til að mæta með sína gripi og sjá aðra.

Það verður mikið spáð og þukklað.

 

 

Reglur vegna lambhrútasýningar á Snæfellsnesi. 
* Þetta er eingöngu sýning á lambhrútum. 
* Hrútar verða að vera fæddir á Snæfellsnesi og því má ekki koma með aðkeypta hrúta. 
* Allir hrúta skulu vera stigaðir, þeir verða ekki stigaðir aftur heldur verður stuðst við fyrri stigun. 
* Nauðsynlegt er að koma með stigun hrútanna með á sýninguna. Ef það er ekki gert, er viðkomandi hrútur ekki með í sýningunni. 
* Hvert býli má koma með 3 hrúta í hverjum flokki. Þ.e. 3 kollótta, 3 hyrnda, og 3 mislita og/eða ferhyrnda. 
* Hrútar sem koma á sýninguna verða að ná 83 stigum, það á þó ekki við um mislita og ferhyrnda hrúta. 


Hér er fyrrum skjaldhafi árið 2019 Snæbjörn á Neðri hól. Það var svo gaman að sjá að annar en hviti flokkurinn gæti fengið skjöldinn en þarna fékk hrútur úr mislita flokknum skjöldinn. Svo gaman þetta verður spennandi að sjá hvert hann fer núna og endilega gerið ykkur glaðan dag og eigum skemmtilega sýningu saman. Sjáumst hress og kát.


Kv Sauðfjárræktarfélögin



10.10.2021 11:27

Fjöruferð og sundferð

Fallegt veður í sveitinni á miðvikudaginn 6 okt.

Það er komið vel snjór á Kistufellið og Kaldnasa.

Snæfellsjökull orðin alþakinn snjó aftur og skartar sínu fegursta hann er búnað vera ansi sköllóttur í sumar og snjórinn fór alveg af toppnum á honum.

Hér sést fagurt útsýnið yfir Mávahlíðarrifið og í Snæfellsjökul.

Ég fór með Benóný Isak og Ronju Rós niður á Mávahlíðarhellu og svo niður í fjöru.

Hér var sólin að striða okkur og gerði myndina svona skemmtilega.

Benóný smellti svo einni mynd af okkur mæðgunum. Embla og Freyja fóru til Reykjavíkur
með Freyju ömmu og Bóa afa til tannlæknis þess vegna voru þær ekki með okkur.

Ronja var alveg að fíla sig þó það væri frekar kalt og smá vindur.

Hér er hún að halda í Donnu hundinn okkar.

Gaman að uppgötvva fjöruna og koma við sandinn.

Við fórum þarna yfir stórgrjótið og var það góð fóta æfing fyrir Benóný en ég hélt á Ronju og Donnu líka því hún var með svo litlar fætur að hún gat engan veginn komist yfir.

Hér leggja þau af stað út í viðáttuna.

Mér finnst þessi mynd alveg æðisleg þarna eru þau að labba með skuggann á eftir sér og Jökullinn og sólin svo flott og meira segja líka aldan á sjónum spilar með myndinni líka.

Elska hvað náttúran er falleg og mikið listaverk og auðvitað gullin mín á myndinni líka.

Hér er Ronja Rós og Donna á leiðinni upp úr fjörunni.

Benóný Ísak.

Við Benóný fórum svo á Hvammstanga að sækja kjötið daginn eftir á fimmtudeginum og hann fékk frí í skólanum til að koma með mér og fá að fara í sund á Hvammstanga og fékk að taka gopro videó í rennibrautinni og var mjög glaður með daginn.

Hér er svo rennibrautin á Hvammstanga.

Það eru svo fleiri myndir af fjöruferðinni hér inn í albúmi.

06.10.2021 13:19

Ronja Rós 2 ára 27 sept

Elsku Ronja Rós okkar fagnaði 2 ára afmælinu sínu helgina 25 sept á laugardeginum og þá kom fjölskyldan saman í afmælisveislu hjá henni. Hún var rosalega kát og fannst mjög gaman að fá pakkana og opna. Hún segir reyndar enn þá að hún sé eins árs en það tekur tíma að venjast að segja að nú sé hún tveggja ára. Hún er órúlega skýr og talar við mann eins og hún sé mikið eldri en hún er og á hún það örugglega systkynum sínum að þakka því þá verður hún fljótari til þegar hún er með margar fyrirmyndir. Hún elskar að syngja og kann mörg lög og er mjög músik glöð og elskar að hlusta Bassa með systtrum sínum og dansa í takt við lagið. Hún er rosalega stríðin og mikill prakkari vinnusöm og til í að hjálpa til við allt sem hún má gera eins og hún hjálpar mér að taka úr þvottavélinni og setja í þurrkarann og svo brjóta saman og rétta öllum sín föt til að setja inn í skáp en svo getur líka komið púki í hana og ruglað öllum fötum hjá mér sem ég er búnað brjóta saman.emoticon Hún svoleiðis vefur öllum í kringum sig með krúttleika og útgeislun alveg yndisleg stelpa.
Hún varð svo tveggja ára mánudaginn 27 sept.

Hér er hún um morguninn á 2 ára afmælinu sínu á leið í leikskólann.

Svo mikið krútt.

Fékk þessa fínu kórónu á leikskólanum.

Að blása á afmælistertuna sem var frá Jón Þóri bakara og við settum Gurru Grís á hana.
Gurra Grís er í miklu uppáhaldi hjá henni.

Fékk þessa fallegu dúkku og prinsessu kjól frá Karítast frænku og Danna og Maju og Óla.

Fékk þessa flottu dúkku kerru frá Jóhönnu frænku.

Með ömmu Huldu.

Þetta fékk hún frá ömmu Huldu og líka Didrikson úlpu.

Hún fékk bátinn frá systkynum sínum og þennan glæsilega púða frá Freyju ömmu og afa Bóa.

Að borða með Karítast uppáhalds frænku sinni.

Flott saman Benóný Ísak,Bjarki Steinn frændi , Freyja Naómí,Ronja Rós,Embla Marína og Erika Rún vinkona Emblu.

Svo gaman að opna pakkana.

Hér er hún að opna líka við gáfum henni playmó dublo hús lítið með rennibraut og rólu.

Í fjárhúsunum með mömmu sinni að gefa.

Inn í sveit hjá ömmu Freyju og Bóa afa ,hún elskar að fá að fara leika í sveitinni.

Gúgg gú hér er ég að fara í rennibrautina.

Og prófa hjóla en kemst ekki mikið áfram í grasinu.

Með Benóný bróðir og hænunni.

06.10.2021 13:09

Grímubúningaball í skólanum 23 sept

Það var grímubúningaball í skólanum hjá krökkunum og Benóný Ísak og Embla Marína lentu í verðlaunasæti en Benóný var Roblox lögga í heimatilbúnum pappakassa undir peysu af pabba sínum og Embla Marína var svali og það var pappakassi sem ég teiknaði á fyrir hana og svo máluðum við hann saman og vínkona hennar Erika var líka svali. Freyja Naómi var þríburi með 2 öðrum vinkonum sínum Heklu Mist og Emblu Eik. Þetta var mjög gaman og æðislegir búningar hjá þeim öllum.

Hér eru Embla Eik,Hekla Mist og Freyja Naómí okkar fastar saman sem þríburar.
Mamma hennar Heklu aðstoði þær við búninga hönnunina og mála og greiða 
þeim mjög glæsilegar.

Hér er Benóný Ísak. Roblox lögga með vélhönd og hníf.
Hann var líka með raddbreyti tæki sem breytti röddinni hans og vakti það mikla eftirtekt.

Hér er Embla Marína svali og Erika vinkona hennar með henni en ég náði ekki mynd af þeim báður saman í búningunum.

Þetta var mjög gaman að leggja vinnu í þetta með þeim.
  • 1
Antal sidvisningar idag: 861
Antal unika besökare idag: 185
Antal sidvisningar igår: 1079
Antal unika besökare igår: 260
Totalt antal sidvisningar: 727630
Antal unika besökare totalt: 48418
Uppdaterat antal: 7.5.2024 16:18:16

Um okkur

Namn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Mobilnummer:

8959669,8419069

MSN användarnamn:

Disa_99@hotmail.com

Födelsedag:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Postadress:

Stekkjarholt 6

Plats:

355 Ólafsvík

Telefonnummer hem:

4361442

Om:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Länkar

Länkar

Länkar