Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

19.10.2021 13:16

Héraðssýning lambhrúta 2021

Héraðssýning lambhrúta fór framm núna á laugardaginn og var fyrri sýningin á Gaul hjá Heiðu og Júlla og þar voru mættir 11 kollóttir, 17 mislitir og 26 hyrndir hvítir hrútar og var svo haldið 5 efstu úr hverjum flokki í uppröðun og þeir keppa svo við efstu austan megin girðingar. Það var vel mætt á sýninguna rúmmlega 80 manns með börnum. Það var kjötsúpa og veitingar og svo var happdrætti og dregið um tvo vinninga sem var val milli 7 gimbra sem vinningshafinn sem var dreginn fyrstur fékk fyrst að velja og svo næsti fékk að velja á eftir honum. Það var svo boðið upp á að bjóða í restina á gimbrunum ef það væri áhugi og það var boðið í tvær gimbrar í viðbót svo þetta var mikil stemming og gaman. 
Sýningin byrjaði kl 1 og var til rúmmlega 4.

Þessar skvísur voru hressar og kátar með súpuna og kaffið og klæddar bleiku í tilefni dagsins og bleikum október. Þórunn á Neðri Hól og mæðgurnar Halla Dís og Jóhanna 
Lýsuhóli í hlöðunni á Gaul.

Hér eru 5 efstu í uppröðun í kollóttu vestan megin.

Hér er vel mætt af mislitum hrútunum vestan megin.

Hér má sjá 5 efstu í hvitu hyrndu vestan megin.

Það var líka vel mætt af hvítu hyrndu vestan megin.

Hérna eru Embla,Erika,Sól og Benóný að halda í Diskó kollótta hrútinn okkar.

Kristinn ánægður með nýja gripinn sinn sem hann var að versla af Guðbjarti og Hörpu á 
Hjarðafelli.

Hér má sjá hluta af fólkinu sem var mætt á sýningu.

Dómarar voru Sigríður Ólafsdóttir og Stella Ellertsdóttir.

Guðmundur Ólafsson Ólafsvík og Kristinn Bæjarstjóri að fylgjast með.

Sól með Ronju Rós sem svaf af sér hálfa sýninguna.

Hér er Halla Dís að láta draga úr happdrættinu.

Hér eru allir spenntir að heyra hver fær vinningin og það var Brynjar Bjarnarhöfn sem fékk fyrstu og hér er hann að fara velja sér gimbur.

Hér eru gimbrarnar sem velja mátti úr.

Ronja var mjög hrifin af sandinum í hlöðunni.

Hér inn í albúmi má svo sjá fleiri myndir af þessari sýningu.

Flettingar í dag: 653
Gestir í dag: 315
Flettingar í gær: 1625
Gestir í gær: 533
Samtals flettingar: 2395348
Samtals gestir: 342029
Tölur uppfærðar: 1.12.2021 03:16:21

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar