Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

27.10.2021 10:50

Ásettningur hjá Bárði og Dóru

Ég fór í heimsókn til Bárðar og Dóru um síðustu helgi og skoðaði flotta ásettningin hjá þeim.
Hér er ein mjög falleg á litinn.

Hér er önnur mjög falleg.

Hér er ein mógolsótt.

Hér er ein hvít hjá honum gæti verið sæðingur.

Þessi er undan Sól sem ég lét hann hafa ég meira segja þekkti hana á svipunum.

Held að þessi sé sæðingur undan Kost.

Margir og skemmtilegir litir. Þessi fremsta er systir Skottu sem ég fékk hjá Bárði í fyrra.

Hér eru tvær flottar.

Þessi finnst mér svo falleg svo dökkgrá.

Þessi flekkótta er svo skondin með hvíta neðri vör.

Það er öll litaflóran svartgolsótt,mógolsótt.svartflekkótt,svarthosótt og krúnótt með blesu og gráflekkótt með blesu og móhosótt með blesu alveg æðislega gaman að sjá svona marga liti og fjölbreytni.

Svo fallegar líka veturgömlu hjá þeim þær eru komnar inn líka. Hér er ein grá sem var með 19,5 í læri sem lamb.

Þessa fékk hann hjá mér í skiptum fyrir Skottu í fyrra og þessi er alsystir Dags og er undan 
Mínus og Sóldögg.

Hér eru lambhrútarnir þeir eru undan Viðari og Glitni.

Þessi er undan Húsfreyju og Glitni.

58 kg 36 ómv 1,9 ómf 5 lag 109 fótl

8 9 9,5 9,5 9,5 19 8 8 8,5 alls 89 stig.


Þessi er undan Tölu sem Bárður fékk hjá mér og Viðari sæðingarstöðvarhrút.

52 kg 28 ómv 3,6 ómf 4,5 lag 109 fótl 

8 8,5 9 8,5 9,5 19 8 8 9 alls 87,5 stig.


Hér eru stóru strákarnir hjá þeim Einbúi lengst til vinstri svo Víkingur og svartur sem ég veit ekki hvað heitir og svo Víkings sonur.

Hann verður svo með þennan Móra sem heitir Dökkvi og er frá Lalla í Gröf. Hann er einstaklega dökk mórauður og hefur verið að gefa dökk og vel gerð lömb. Mig langar að fá að prófa að koma með einhverjar í hann á fengitímanum.


Það má svo skoða fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

Flettingar í dag: 555
Gestir í dag: 302
Flettingar í gær: 1625
Gestir í gær: 533
Samtals flettingar: 2395250
Samtals gestir: 342016
Tölur uppfærðar: 1.12.2021 02:45:44

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar